« Hópar á Fésbók | 95 ára afmæli birtinganna í Fatíma » |
Gervitunglið sem sendir út kaþólsku sjónvarpsstöðina EWTN til Vestur-Evrópu hefur skipt um nafn. Tunglið gekk áður undir nafninu Eurobird 1 en heitir núna Eutelsat 28A. Stöðin hefur einnig skipt um rás á þessu tungli. Hægt er að ná henni með því að fara í stillingar á móttakaranum og láta hann lesa rásirnar inn á nýjan leik. Fara síðan í stöðvalistann, eyða gömlu stillingunni fyrir EWTN og setja inn nýju stillinguna. Nánari tæknilegar upplýsingar er að finna á þessari síðu: http://www.ewtn.co.uk/satellite-signal-change
Fyrir þá sem tengjast í fyrsta skipti þá er hér síða með gagnlegum upplýsingum: http://www.ewtn.co.uk/content/how-to-get-EWTN