« Ritningarlesturinn 15. nóvember 2006Ritningarlesturinn 14. nóvember 2006 »

14.11.06

  08:57:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Evrópubandalagið verður arftaki Sovétríkjanna

Þann 7. nóvember s. l. greinir LifeSiteNews.com frá ummælum Vladimir Bukovskij, fyrrum sovésks stjórnarerindreka sem birtust í Brussel Journal. Hann komst svo að orði að Evrópubandalagið væri „skrímsli“ sem yrði að tortíma áður en það þróaðist í að verða að öðrum Sovétríkjum. Hann sagði meðal annars: „Sovétríkin voru ríkjasamband sem lét stjórnast af hugmyndafræði. Í dag er hugmyndafræði Evrópubandalagsins stöðnuð sósíaldemókratísk hugmyndafræði og grundvallast að mestu á pólitískum rétttrúnaði. Ég sé með áþreifanlegum hætti hvernig þessi pólitíski rétttrúnaður ryður sér meira og meira rúms sem hugmyndafræðileg kúgun . . . Sjáið til að mynda þessar ofsóknir á hendur sænskum predikara sem varð að sæta nokkurra mánaða ofsóknum vegna þess að Biblían samþykkti ekki samkynhneigð.“

Bukovskij benti fleiri dæmi máli sínu til stuðnings eins og „haturslögin“ í Frakklandi og Bretlandi: Það sem þið sjáið ef þetta er sett í víðtækara samhengi er kerfislæg yfirtaka hugmyndafræði sem síðar verður unnt að beita sem kúgunartæki.“

Bukovskij greindi jafnframt frá því að 1992 hefði hann fengið aðgang að trúnarskjölum þar sem sjá mátti áætlun sem komið hafði fram tuttugu árum áður um að umbreyta Evrópubandalaginu í samband sósíalista. Á árunum 1985-1986 hefði náðst samkomulag milli Moskvu og vinstriflokka í Evrópu um að Sovétríkin myndu „sveigast“ að sósíaldemókratískri afstöðu, samtímis því sem Evrópa myndi taka upp sósíalíska stefnu.

Hann kemst svo að orði: „Þannig var uppbygging Evrópubandalagsins upphaflega miðuð við að falla að sovésku valdauppbyggingunni. Þannig er um mikla samhljóðan að ræða. Jafnframt því sem hann viðurkennir að ekki sé beitt valdi enn sem komið er til að framfylgja stefnu Evrópubandalagsins eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum eru einstök Evrópuríki beitt miklum þrýstingi til að lúta hugmyndafræði Evrópubandalagsins.

„Hér er beinlínis um kúgunaraðgerðir að ræða. Sviss var neytt til að kjósa fimm sinnum um aðild. Þeir höfnuðu því í öll fimm skiptin, en hver veit hvað gerast mun í sjötta skiptið eða það sjöunda? Alltaf snýst þetta um hið sama . . . Þjóðinni er gert að kjósa um aðild þar til hún kýs með þeim hætti sem vænst er.“

„Í dag eru horfurnar afar dökkar. Stórir stjórnmálaflokkar hafa beygt sig að fullu og öllu undir áætlun Evrópubandalagsins. Engin þeirra veitir neina andspyrni. Þeir eru gegnsýrðir spillingu. Hver mun standa vörð um frelsi okkar?“

Bukovskij trúir því að þegar einstakar þjóðir verða sviptar frelsi sínu mun vald Evrópubandalagsins leiða til upplausnar líkt og átti sé stað þegar Sovétríkin hrundu.

„Það er einungis unnt að sveigja greinina að ákveðnu marki, en eins og þið vitið býr mannssálin yfir miklu mótstöðuþreki. Þið getið beitt hana þrýstingi, en gleymið ekki að hún býr yfir mætti til að rísa aftur upp. Sama ein og gengir um greinina, hún mun ávallt rétta úr sér aftur.

Sjá umfjöllunina í Brussels Journal:
http://www.brusselsjournal.com/node/865

Sjá ennfremur:

EU to Force Poland, Malta, Italy to Recognize Gay “Marriages”
http://www.lifesite.net/ldn/2006/may/06050204.html

EU Calls for Elimination of National Boundaries and State Veto on Criminal Matters
http://www.lifesite.net/ldn/2006/jun/06063011.html

7 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég verð að játa það hreinskilningslega, að þegar ég las þessa frétt í fyrstu ásamt fylgiskjölum, þá varð ég afar undrandi, satt best að segja.

Það hefur vakið furðu marga að sjá af hvílíkum hrottaskap Evrópubandalagið gengur fram gagnvart fjölmörgum þjóðum, með sama hætti og Sovétríkin sálugu. Þannig skilyrða þeir alla þróunaraðstoð við Suðurmaríkuríkin við blygðunarlausa fósturdeyðingarstefnu sína sem virðist vera hjartans mál vinstri flokkanna í Evrópu líkt og hún var í Sovéttinu.

Við sjáum hvernig vinstri menn á Íslandi eru „bakkaðir upp“ af EB og árás Rannveigar á Færeyinga fyrir að hafa ekki innleitt sambærileg lög um samkynhneigð og er í gildi í „vinstrimannaparadísinni“ vöktu undrun margra hér heima.

Eins hafa visntrimennirnir í EB stöðugt tönglast á því þarna í Brüssel að beygja verði Letta til hlýðni, en í þeirra huga eru allir sem veita mótspyrnu stimplaðir sem „íhaldssamir karlfauskar“ sem eru ekki samstíga paradísarhugsjónum bandalagsins.

Það er hryggileg til þess að hugsa að draumur fjölmargra Íslendinga er að afsala sjálfstæði landsins í hendur Brüsselklíku vinstri flokkanna í Evrópu.

Þannig virðist utanríkismálastefna Sovétríkjana hafa miðast við að framlengja líf sitt með því að samlagast vinstriflokkunum í Evrópu.

Áður hef ég fjallað um það hér á vefsetrinu hvernig sovéska leyniþjónustan sendi útsendara sína inn í kirkjuna til að reyna að tortíma henni innan frá með því að láta þá læra til prests, áætlun sem miðaðist við að útbreiða kynvillu og barnaníð meðal presta.

TENGILL

Úr greininni:

En svo að ég snúi að nýju að sósíalfasimanum, þá langar mig að greina hér frá atviki sem átti sér stað í Frakklandi á sjötta áratugi s. l. aldar. Frönsk hjúkrunarkona, Marie Carré, var falið að annast mann nokkurn sem lent hafði í alvarlegu bílslysi. Af öryggisástæðum gaf hún ekki upp heiti viðkomandi borgar. Maðurinn lág milli heims og heljar í nokkrar stundir þar til hann andaðist. Hann bar ekki á sér nein skilríki en skjalatösku hafði hann meðferðis sem hafði að geyma ævisögudrög hans. Hún las þessi skrif hans og sökum þess hversu einstök þau voru, var ákveðið að gefa þau út. Árangurinn birtist í lítilli bók sem nefnist AA-1025 – The Memoirs of an Anti-Apostle. [2] Talan AA-1025 var það leyninafn sem þessum útsendara hafði verið gefið, sem segir ef til vill eitthvað um fjölda þeirra. Hún fjallar um útsendara Politiburosins sem voru gerðir út af örkinni til að gerast kaþólskir prestar. Tilgangurinn miðaðist við að eyðileggja kaþólsku kirkjuna innan frá. Á enskri tungu er slík hernaðartækni nefnd „infiltration.“

Þeim var falið að bera út trúvillukenningar og útbreiða samkynhneigð meðal presta og barnaníðingshátt (pedófílíu). Þessir útsendarar Sovétvaldsins einbeittu sér sértaklega að tveimur löndum: Írlandi og Bandaríkjunum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Upp úr 1960 reið yfir bylgja kynferðismisnotkunar á börnum og samkynhneigðar meðal presta. þróun sem vafalaust eru stuðningsmönnum hömlulauss kynlífs fagnaðarefni. Um 1980 náði þessi bylgja hámarki þar sem margir þessara manna voru orðnir biskupar og beittu áhrifum sínum miskunnarlaust til að auka á siðspillinguna innan kirkjunnar. Nú eru flestir þeirra gegnir á vit feðra sinna og flett hefur verið ofan af launráðum þeirra.

15.11.06 @ 11:13
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Röskur ertu, Jón, og gott þú beinir sjónum manna að þessari misnotkun vinstrimanna á ESB í þágu gælu"hugsjóna” sinna.

15.11.06 @ 16:52
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Satt að segja vissi ég ekkert um þennan Vladimir Bukovskij fyrr en ég las um hann á LifeSiteNews.com, en var byrjaður að skynja þessa „villtavesturs“ vinstrimennsku í allri afstöðu EB í ákveðnum málaflokkum. En þetta er í mínum huga afar athyglisvert í ljósi ummæla Guðsmóðurinnar á s.l. öld: „Rússland mun smita Vesturlönd með villu sinni ef þau sofna á verðinum!“

Ég skil ekki sauðarhátt lýðræðisaflanna að láta leiða sig svona blint í gin ljónsins! Sem betur fer vaknaði kirkjan af svefni gagnvart þessu vái DAUÐAMENNINGAR síð-Stalínismans sem kratarnir virðat hafa gleypt með húð og hári og trúa eins og nýju neti!

15.11.06 @ 17:16
Lárus Viðar Lárusson

Þetta er líklega magnaðasta samsæriskenning sem ég hef á ævinni séð. Skrítið að þetta skuli ekki vera á allra vitorði nú þegar.

16.11.06 @ 10:00
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Vladimír Búkovskí er einn kunnasti andófsmaðurinn í Sovétríkjunum gömlu. Hann er lífeðlisfræðingur, fæddur 1942. “Var rekinn úr háskóla fyrir útgáfu bannaðs rits og sendur á vitfirringahæli 1963 fyrir að eiga ljósrit af Hinni nýju stétt eftir Milovan Djilas [sem til er í ísl. þýðingu]. Honum var sleppt, en hann sendur aftur þangað fyrir mannréttindabaráttu sína 1965, honum enn sleppt, en hann sendur í vinnubúðir 1967, honum sleppt 1970, en hann sendur í fangelsi 1971. Hann var í fangelsi, þangað til Kremlverjar skiptu við valdsmenn í Chile á honum (gegn ósk hans) og sameignarsinnanum Luis Corvalan frá Chile 1976. Eftir hann kom út á ensku sjálfsævisagan To Build a Castle. My Life as a Dissenter, 1979″ – þessi tilvitnun er úr ritinu Frelsisbaráttan í Ráðstjórnarríkjunum (ræður og ritgerðir eftir Sakharof, Búkovskí og Solsénitsyn, Hannes H. Gissurarson sá um útgáfuna og samdi eftirmála, AB og Íslenzka andófsnefndin, 1980), bls. 56–7. Þar eru taldar upp 6 blaðagreinar um Búkovskí á íslenzku og níu ritgerðir eftir hann sjálfan á íslenzku. Ritgerð hans í nefndri bók (sem þú verður endilega að fá þér, Jón Rafn) heitir ‘Mannréttindabaráttan í Ráðstjórnarríkjunum’, bls. 45–55. Grein eðlisfræðingsins Andreis Sakharof (sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1975): ‘Hvers vegna varð ég andófsmaður?’, s. 9–23 í sömu bók, er sömuleiðis afar athyglisverð og eins grein Aleksanders Solsénitsyn: ‘Viðvörun til Vesturlandamanna’, s. 24–44, – allt afhjúpandi greinar um hið illa eðli bolsévismans og afleiðingar hans allt frá upphafi. ‘Andófsmannatal’ í lok bókarinnar, s. 56–62, er gagnlegt, auk eftirmála Hannesar.

16.11.06 @ 10:15
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Búkovskí kom hingað til Íslands 1979, og grein hans í nefndri bók er ræða sem hann flutti þá á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs.

16.11.06 @ 10:22
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ja, nú er ég hissa í allri minni fáfræði. Þakka þér kærlega fyrir þetta góða og vandaða innlegg þitt nafni. Vafalaust er Davíð Oddsson vel heima í þessum fræðum, jafn óelskur og hann er í garð EB.

Það er um miklu fleiri sannanir að ræða hvað áhrærir kirkjuna, meðal annars leyniskýrslur Stasi og pólsku leyniþjónustunnar, en þar kemur einmitt í ljós að Sovétríkin voru með útsendara sína í Vatíkaninu, presta í sauðagæru sem báru Kremlverjum allar fréttir frá hinu heilaga Sæti.

Við sjáum líka hvernig frelsunarguðfræðin náði að festa rætur í Suðurameríku þar sem var gerð tilraun til að umhverfa fagnaðarerindinu í félagsfræðilegan og stjórnmálafræðilegan boðskap byltingarsinna.

Vafalaust hefur þetta verið ein þeirra forsenda sem lág því að baki að kardínálarnir kusu Pólverja til að vera páfa. Jóhannes Páll páfi II gjörþekkti starfsaðferðir sovésku leyniþjónustunnar af biturri reynslu og var vel kunnugt um það hvernig útsendarar hennar læddu sér inn í kirkjuna í Póllandi og öfluðu upplýsinga um fólk í skriftastólnum.

Ég hef einmitt greint frá pólskum presti í grein minni um hina Stríðandi kirkju sem var myrtur vegna þess að hann hafnaði öllu samstafi við pólsku leyniþjónustuna.

Það er svo sem engin ástæða til að undrast dálæti Samfylkingarinnar á EB vegna þess að fjölmargir þeirra sem trjóna þar nú hæst komu úr róttækasta armi Alþýðubandalagsins sáluga, þrátt fyrir að gefa sig nú út sem lýðræðissinnaða jafnaðarmenn. Þetta er einmitt sama „stratigían“ og fyrrum kommúnistaflokkar í Austurevrópu hafa tileinkað sér. Svo er nú það. En hvert er svefnþorn lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna að trúa á málflutning þessa fólks?

Alltént er skörin farin að færast upp í bekkinn þegar forstöðumaður ríkisstofnunar tekur að sér að móta utanríkisstefnu Íslands með því að hóta Nikaragúa að svipta þá þróunaraðstoð vegna þess að þeir vilja ekki beygja sig undir DAUÐAMENNINGU EB og samþykkja hömlulausar fósturdeyðingar.

Svo einkennilega vill til að fyrrum byltingarsinninn Daniel Ortega gerðist kaþólskur og virðir nú mannhelgi, en það virðist vera eins og að veifa rauðum dúk framan í tryllt naut, þegar EB og fylgisveinar þess eiga hlut að máli.

16.11.06 @ 11:17