« Jesús horfir á mig og ég horfi á hannEnginn vildi réttlæti »

18.03.06

  22:38:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 143 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Ertu búinn að fyrirgefa?

Á meðal þeirra hluta sem Jesús hefur beðið okkur að gera, er að elska óvini okkar — trúlega einn af þeim erfiðustu hlutum sem hann hefur óskað af okkur.

Einu sinni ætlaði fyrrverandi fangi að heilsa upp á vin sinn, sem hafði einnig verið í sama fangelsi. Þeir töluðu saman um stund um reynslu sína í fangelsinu og Þá spurði annar maðurinn hinn:

"Ertu búinn að fyrirgefa Því fólki sem sá til Þess að við værum settir á þennan hræðilega stað?"

"Já. Það hef ég gert," svaraði hinn maðurinn.

"Jæja, ekki ég," sagði sá fyrri. "Ég ber ennþá brennandi hatur til þeirra."

"Fyrst það er þannig," sagði vinur hans, "þá halda þeir þér enn í fangelsi."

Óvinir okkar eru ekki þeir sem hata okkur, heldur frekar þeir sem við hötum.

No feedback yet