« Fyrirlestraröð um framtíð EvrópuMannréttindi rædd í kínaheimsókn forsetans »

24.05.05

  14:52:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 251 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Erkibiskup um klónun fósturvísa

Í tilefni frétta af því a Suður-Kóreumenn hafi ræktað einstaklingsbundnar stofnfrumur [1] sendi Peter Smith erkibiskup á Englandi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a: [2] „Í fjaðrafokinu sem varð vegna frétta af því að tekist hefði að rækta stofnfrumur með því að nota fósturvísa virðumst við hafa gleymt því að í þessu felst sköpun og eyðilegging mannlegs lífs. Það er siðferðilegt áhyggjuefni að klónun er framkvæmd til að ná í þessar stofnfrumur. Það getur ekki verið rétt að umgangast mannlegt líf á þann hátt. Hið sorglega er að hjá þessum aðstæðum er hægt að komast. Miklar framfarir hafa orðið í stofnfrumurannsóknum þar sem stofnfrumur eru teknar úr fullorðnum eða úr naflastrengjum. Viðurkennt er að þessar stofnfrumur leggi grunn að rannsóknum og jafnvel meðhöndlun á sjúkdómum á borð við Alzheimer og Parkinsonsveiki. Slík nýting stofnfruma er frábært dæmi um áhugaverða vísindalega þróun sem vekur miklar vonir fyrir mannkynið. En þróunin á og verður að vera innan marka svo ekki þurfi að nota fósturvísa. Það er í grundvallaratriðum rangt að skapa nýtt mannlegt líf í þeim tilgangi einum að rækta stofnfrumur.“

[1] Scientists clone stem cells genetically matched to patients. CNN - vefútgáfa. 20.05.2005. http://www.cnn.com
[2] Archbishop Peter Smith comments on human cloning.Independent Catholic News. 24. maí 2005. http://www.indcatholicnews.com

No feedback yet