« „Frjálslyndi í kynferðismálum hefur grafið undan frelsi kvenna“Bandarískur biskup fordæmir klám »

22.03.07

  20:20:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 79 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Erkibiskup í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar andspyrnu

22. mars 2007, CWNnews.com. Pius Ncube erkibiskup í Zimbabwe hefur hvatt fylgjendur sína til að mótmæla mannréttindabrotum sem ríkisstjórnin þar í landi hefur staðið fyrir og að beita friðsamlegri andspyrnu til að fella stjórnina. „Við verðum að standa staðföst, jafnvel andspænis skothríð“ sagði erkibiskupinn í kjölfar nýlegrar öldu ofbeldis þar sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa fangelsað eða drepið pólitíska andstæðinga. Sjá tengil: [1].

1 athugasemd

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hefur Mugabe aðvarað biskupana í Zimbabwe að ef þeir haldi áfram á þessari braut muni hann líta á þá sem stjórnmálaforingja en ekki andlega leiðtoga. Mugabe mun hafa verið sérlega óánægður með hirðisbréf síðustu páska en í því voru stjórnvöld sögð spillt og talað var um hættu sem steðjaði að Zimbabwe. Hann mætti ekki í kirkju um páskana og sagði að ef hirðisbréfið hefði verið lesið yfir sér þar þá hefði hann staðið upp og mótmælt. Sjá hér: [1]

05.05.07 @ 21:33