« Biskupsmessa á Djúpavogi: Þangbrands minnstSýndarferð í Laterankirkjuna í Róm »

13.06.10

  17:50:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 141 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar, Trúin og menningin

Erkibiskup kallar eftir rafrænum vitnisburði

Úr Kaþólska kirkjublaðinu: „Nú á tímum þarfnast heimurinn rafrænna vitna sem geta boðað fagnaðarerindið og leitt samræður við önnur trúarbrögð á netinu“. Þetta sagði Celli erkibiskup forseti Postullegs fjölmiðlunarráðs nýlega í ávarpi til þátttakenda á ráðstefnunni „Digital Witnesses: Faces and Languages in the Cross-Media Age“: „Nú á tímum er líkt og við séum að kanna nýjan heim.

Netið er eðli sínu samkvæmt sýndarveruleiki og það er okkar verk að gera það raunverulegt, ljá því dýpt og glæða það í vissum skilningu sál og þess vegna lífi. Líkt og þegar fyrstu postularnir lögðu land undir fót, þannig á netið að þjóna okkur við að breiða út fagnaðarboðskapinn sem er annað og meira en 'skáldleg ímynd' ... Kirkjan á að ganga til samræðna af öðrum trúarbrögðum og við vantrúaða, líkt og gerðist í musterinu í Jerúsalem.“

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið, 20. árg. 6.-8. tbl. 2010, bls. 3. Lítillega stytt.

No feedback yet