« Valkostir kvenna: Ofurkona eða hvað?Dagar náðar og hvíldar »

25.08.06

  19:22:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 314 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

RÚV - Sjónvarp fer yfir velsæmismörkin

Undanfarið hefur það verið venja Ríkissjónvarpsins að láta fyrstu bíómynd föstudagskvölds vera fjölskyldumynd af einhverju tagi, gjarnan Disneymynd. Þetta hefur átt nokkrum vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni, þ.e. börnum á aldrinum 8-12 ára sem hafa sest fyrir framan skjáinn með foreldrum sínum. Núna í kvöld var föstudagsmyndin dönsk mynd frá 1997 „Þú átt leik, elskan“ (Skat det er din tur). Myndin er auglýst í dagskránni sem „dönsk gamanmynd.“ Skemmst er frá því að segja að þegar skammt var liðið á myndina birtust óvænt keleríis- og netktarsenur sem vægt til orða tekið voru alls óviðeigandi til áhorfs fyrir þennan aldurshóp.

Ekki var varað við þessu í prentaðri dagskrá fjölmiðilsins og myndin var ekki bönnuð, þ.e. RÚV-merkið efst í hægra horninu var hvorki rautt né gult, en hefði átt að vera það til að vara foreldra við, sérstaklega þar sem myndin var sýnd á þeim tíma sem bæði foreldrar og börn bjuggust við fjölskyldumynd. Þetta voru mikil vonbrigði því staða RÚV - Sjónvarps sem ríkisfjölmiðils ákvarðar að vissu leyti og mótar vitund fólks fyrir því hvað sé viðeigandi og hvað ekki. Einnig má ætla að sýning þessarar myndar, með þessum hætti og á þessum tíma hafi komið mörgum foreldrum algerlega í opna skjöldu. Trúlega hefur þessi uppákoma líka verið eins og salt í sár þeirra sem væru fyrir löngu búnir að segja stöðinni upp ef þeir væru ekki þvingaðir með lögum til þess að greiða henni afnotagjöld.

Í Trúfræðsluriti kaþólsku kirkjunnar er tekið fram að opinber yfirvöld eigi að koma í veg fyrir framleiðslu og dreifingu kláms.

33 athugasemdir

Athugasemd from: Kristinn H. Guðnason
Kristinn H. Guðnason

Viva danskt klám! Viva Ole Söltoft og merkjamyndirnar hans!

25.08.06 @ 23:01
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Handa börnum?

25.08.06 @ 23:11
Athugasemd from: Kristinn H. Guðnason
Kristinn H. Guðnason

Nei, handa fullorðnu fólki. Ég efast stórlega að þessi ræma sem sýnd var á RÚV hafi verið klám. [….]

[Ómálefnalegu, órökstuddu skvaldri í andstöðu við skilmála innleggja um háttvísi í málfari kippt hér út. – JVJ.]

25.08.06 @ 23:24
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kristinn “efast stórlega,” en heldur hann að Ragnar hafi verið að skálda þetta upp? Við erum ýmsu vanir af skjánum (nóg var á ofbeldinu á Ská 1 í kvöld), en viljum ekki láta bjóða börnum landsins upp á það, sem ætlað er fullorðnum.

25.08.06 @ 23:44
Athugasemd from: Aðalbjörn Leifsson
Aðalbjörn Leifsson

Siðferðis þröskuldurinn fer sífellt neðar hjá þjóðinni. Það sem þótti ósiðlegt fyrir 10 árum þykir eðlilegt í dag. Hverjir hafa breyst hinir kristnu eða heimurinn sem við lifum í? Jesús er sá sami í dag og í gær og um allar aldir hann breytist ekki. Og við hinir kristnu þurfum að vera á varðbergi. Ávítum Rúv fyrir þetta, þetta á ekki að vera í boði fyrir okkur sem þurfum að borga áskriftagjaldið.

26.08.06 @ 06:40
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég rétt eins og aðrir landsmenn verð að greiða þessari ríkisstofnun mánaðarlega dágóða upphæð samkvæmt landslögum. Hálf-grætilegt að þurfa að borga drjúgan skilding fyrir að horfa ekki á þessa stöð. Sjálfur horfi ég og hef horft á erlendar stöðvar undanfarin tvö ár, þannig að þessi mynd fór fram hjá mér.

En við öðru er ekki að búast í framsókn guðsafneitunarinnar. Athugasemd Kristins er gott dæmi um það hugarfar sem hér býr að baki. Gengisfelling alls siðgæðis í landinu er hryggileg, en þar sem „gengistrygging“ Drottins er ekki fyrir hendi er ekki um neinn „himneskan gjaldeyrisvarasjóð“ að ræða hjá þessu fólki og þar með mun þessi „króna“ siðgæðisins falla enn meira á næstu árum. Vafalaust byrja þeir bráðlega að sýna börnum í skólum og fjölmiðlum myndir af kynlífi fólks af sama kyni líka. Eins og ég segi, gengisfallið er frjálst í siðgæði og góðum siðum.

26.08.06 @ 07:02
Athugasemd from: Kristinn H. Guðnason
Kristinn H. Guðnason

Ég er alveg hand viss um að Rúv sýnir ekki klámmyndir og já, ég held að Ragnar sé að bulla, þetta hefur verið saklaus nektarsena eins og t.d. nektarsenan í Börnum náttúrunar. Þið eruð alveg merkilegir.

26.08.06 @ 07:54
Athugasemd from: Markús Þórhallsson
Markús Þórhallsson

Hið eina sem bæri að ávíta RÚV fyrir varðandi þessa dönsku kvikmynd eru leiðindi. Alveg er óskiljanlegt hvað nekt, fegurð mannslíkamans getur farið í taugarnar á mörgum.

26.08.06 @ 10:43
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Það á að halda kynlífsþáttum frá börnum. Vonandi er yfirstjórn Rúv á því máli líka. Vonandi hafa þetta verið mistök, en ekki stefnubreyting af hálfu Rúv.

26.08.06 @ 10:50
Athugasemd from: Markús Þórhallsson
Markús Þórhallsson

Kannski var þessi mynd sýnd á óheppilegum tíma í ljósi hefðarinnar fyrir fjölskyldumyndum, eiginlega á algerlega röngum tíma. En í henni var nú ekki mikið klám, sé ekki alveg hvað er dónalegt við að horfa á fólk sem er í hjónabandi láta vel hvort að öðru, þó svo það sé í sjónvarpi. Það eina sem var að myndinni er hve óhemjuleiðinleg hún er. Raunverulega er bara hér um að ræða skringilega danska ádeilumynd í “gamansömum dúr". Það má búast við að öll börn hafi löngu verið hætt að horfa á leiðindin þegar að kossaatriðiðinu hræðilega kom. Enda mikill munur á þessarri mynd og hinum hefðbundu barnamyndum sem sýndar eru á RUV. Þannig var það allavega á mínu heimili.

26.08.06 @ 11:03
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér þetta, Markús.

26.08.06 @ 11:11
Athugasemd from: Hreiðar Eiríksson
Hreiðar Eiríksson

Kossar og kelerí eru tjáning ástar. Engin rannsókn hefur sýnt fram á að að slíkt skaði börn og ungmenni. Alls ekki var um klám að ræða í neinum þekktum skilningi þess orðs.

[….]

Það er athyglisvert í öllu því flóði af ofbeldi, mannvonsku og blóðsúthellinga, sem hefur verið á dagskrá stjónvarpsstöðvanna að undanförnu, hafi pistilihöfundur aðeins séð ástæðu til að gagnrýna að í danskri sjónvarpsmynd var fólk að koma ástúðlega fram hvert við annað.

Ég endurteki fyrri orð mín. Illskan heldur áfram að vera illska þótt hún setji á sig merki kærleikans.

[Ein klausa felld burt, þar sem farið var óviðurkvæmilegum, órökstuddum orðum um pistilshöfund, aths. sem um leið braut gegn ákvæðum innleggja um háttvísi í málfari, en þar að auki var þeim skömmum beint að pistilshöfundinum (Ragnari) fyrir einberan misskilning eða fljótfærni hjá Hreiðari þessum, hann hefur sennilega haft mig í huga. En það umræðuefni hans tilheyrir reyndar ekki þessari vefsíðu og á hingað ekkert erindi. – Aths. JVJ.]

26.08.06 @ 11:24
Athugasemd from: Markús Þórhallsson
Markús Þórhallsson

Hreiðar, einmitt það sem ég var að reyna að segja. Það var ekkert klám í þessarri mynd! Og ef það fer svo mjög fyrir brjóst einstakra manna að sjá ástfangið fólk láta vel hvort að öðru á sjónvarpsskjánum þá er til einfalt ráð; slökkva eða skipta um stöð. Það verður líka að gera ráð fyrir að þeir foreldrar sem ekki vilja að börn sín sjái ástaratlot geri slíkt hið sama. Við verðum að bera virðingu fyrir skynsemi og sjálfstæðum vilja hverrar og einnar manneskju. Forræðishyggja hefur oftast endað með ósköpum.

26.08.06 @ 11:41
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Að gefnu tilefni skal tekið fram, að þessi vefsíða fjallar um tiltekið efni, og eins og um aðrar vefsíður á Kirkjunetinu gildir hér sú allsherjarregla, að í umræðum skuli menn halda sig við efnið. Því er engin trygging fyrir því, að menn geti birt hér hvað sem er, t.d. allsherjar-ófrægingarárásir á kaþólsku kirkjuna, eins og sumir virðast eiga létt með að tjá í einni setningu eða tveimur, venjulega án málefnaraka. Þetta er tekið fram til þess að menn séu ekki eyða hér tíma sínum til ónýtis með efni, sem þeir geta hvort sem er birt annars staðar. En ræðupallurinn er hér enn opinn fyrir umræðu um sjálfa greinina hans Ragnars hér ofar.

26.08.06 @ 15:20
Athugasemd from: Hreiðar Eiríksson
Hreiðar Eiríksson

Ég, sem eigandi höfundarréttar að innleggi mínu hér að framan, og í ljósi þess að viðbótarinnleggi mínu var eytt og í staðinn sett einhverskonar fórnarlambsklausa um meintar árásir mínar á tiltekið trúfélag, krefst þess að upprunalegu innleggi mínu verið eytt af síðunni eða það birt í upprunalegri mynd.

26.08.06 @ 16:26
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér kemur fyrsta innlegg Hreiðars Eiríkssonar:

Athugasemd:
Kossar og kelerí eru tjáning ástar. Engin rannsókn hefur sýnt fram á að að slíkt skaði börn og ungmenni. Alls ekki var um klám að ræða í neinum þekktum skilningi þess orðs.

Það kemur hins vegar ekki á óvart að pistilshöfundur amist út í ást og tjáningu hennar því að hann virðist fyrst og fremst leggja áherslu á hatur og mannfyrirlitningu í skrifum sínum (sbr. umfjöllun um homma og lesbíur þar sem n.b. hann sagði auðvelt að hrekja skrif mín, lokaði síðan þræðinum og hefur ekkert hrakið)

Það er athyglisvert í öllu því flóði af ofbeldi, mannvonsku og blóðsúthellinga, sem hefur verið á dagskrá stjónvarpsstöðvanna að undanförnu, hafi pistilihöfundur aðeins séð ástæðu til að gagnrýna að í danskri sjónvarpsmynd var fólk að koma ástúðlega fram hvert við annað.

Ég endurteki fyrri orð mín. Illskan heldur áfram að vera illska þótt hún setji á sig merki kærleikans.

26.08.06 @ 16:45
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hreiðar, ég hef ekki skrifað einn einasta pistil um homma og lesbíur og mótmæli því að aðrir pistlar mínir einkennist af „hatri og mannfyrirlitningu“. Þetta geta lesendur sem best dæmt um sjálfir ef þeir smella á “Ragnar” í vefbókarkerfinu og kynna sér efnisflokka vefbókarinnar eða slá inn þessi leitarorð í orðaleit kerfisins.

26.08.06 @ 16:53
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Varðandi ágæti þess að börn horfi á kossa og kelerí þá liggur beinast við að rifja upp 94. grein barnaverndarlaga (nr.80, 10. maí 2002). Þar segir:

94. gr. Skyldur foreldra og forráðamanna.
Foreldrar eða forráðamenn barna skulu sjá til þess að börn hlíti ákvæðum þessa kafla um útivistartíma, þátttöku í sýningum og skemmtunum og fyrirsætu- og fegurðarsamkeppni og virði aldursmörk og annað í því sambandi. Þeim ber jafnframt, eftir því sem í þeirra valdi er, að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því.

Vissulega flokkast kossar og kelerí líklega ekki undir klám í venjulegum skilningi þess orðs en það er misjafnt hvað foreldrar vilja leyfa ungum börnum að horfa á. Barnamyndir innihalda venjulega ekki slíkar senur og það er óskiljanlegt af hverju börnin voru ekki látin njóta vafans í þessu tilfelli með einhverju móti.

Það sem ég gagnrýndi því í pistlinum var að hvorki í kynningu efnisins, né merkingu á skjá var foreldrum eða forráðamönnum gefið til kynna að slíkt efni væri á leiðinni, sem og að tíminn sem valinn var til sýningarinnar var hefðbundinn tími disneymyndanna vinsælu.

26.08.06 @ 17:22
Athugasemd from: Hreiðar Eiríksson
Hreiðar Eiríksson

Ég vil biðjast einlæglega afsökunar á að hafa talið upphafspistilinn frá öðrum höfundi en hann raunverulega var og þannig farið ómaklegum orðum um pistlahöfund.

Ég skil nú betur þá ákvörðun síðustjóra að taka orð mín út úr innlegginu. Mér þykir miður að hafa gert þessi mistök og mun gera mitt besta til að læra af þeim.

Ég ítreka að ég bið hlutaðeigandi afsökunar.

27.08.06 @ 11:17
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ekkert mál Hreiðar. Afsökunarbeiðnin er tekin til greina.

27.08.06 @ 13:16
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

RÚV er ríkisstofnun og sjónvarpsstöðin sem flestir kalla Stöð 1 er rekin með það að leiðarljósi að þar megi finna efni fyrir alla. Vissulega hafa forsvarsmenn stöðvarinnar misstigið sig stöku sinnum í gegnum árin og sýnt hitt og þetta sem kannski gæti talist vafasamt.

Nú sá ég ekki umrædda mynd og bið þá sem það gerðu að útskýra nánar hvað þarna fór fram.

Ég leyfi mér að efast um að það hafi þó verið verra en það sem fréttatímarnir á öllum stöðvum láta dynja á okkur dag hvern.

Kristnir siðapostular ættu ekki að agnúast út í RÚV. Með frekju hefur þeim ítrekað tekist að koma í veg fyrir fyrirhugaðar sýningar á klassískum listaverkum á borð við Særingamaninn (The Exorcist) og Síðustu Freistingu Krists (The Last Temptation of Christ). Veit ekki hvort RÚV hefur einhverntímann tekist að sýna þessar merku myndir, en ég man eftir nokkrum tilraunum hér áður fyrr til að sýna myndirnar. Þær voru auglýstar á dagskrá en eftir mikinn þrýsting frá forsvarsmönnum trúarfélaga og “siðprúðum” húsmæðrum var hætt við og annað sýnt í staðinn.

Tek ég sérstaklega fram að fyrirhugaðar sýningar áttu að eiga sér stað seint um kvöld, jafnvel um eða eftir miðnætti, og að sjálfsögðu stranglega bannaðar börnum.

29.08.06 @ 22:08
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það sem er gagnrýnt hér er að merkingar á efninu voru ófullnægjandi og jafnvel útsendingartími líka. Hér er ekki verið að gagnrýna sýningu mynda sem eru bannaðar börnum. Þó ég reyndi að lýsa myndinni hér þá er hætt við að sú lýsing yrði ófullburða því ein mynd segir meira en þúsund orð, en skal reyna að útskýra afstöðu mína betur:

Ef allir landsmenn væru skyldaðir til að kaupa brauð hjá Ríkisbakaríi þá myndu líklega flestir gera það. Ríkisbrauðið væri blanda sem ætluð væri að ganga ofan í alla og allir ættu að geta snætt með glöðu geði. Þeir efnaðri myndu líklega senda Ríkisbakaríinu peninginn og kaupa sitt brauð annarsstaðar. Hinir myndu reyna að borða það sem nothæft væri.

Ef nú einhverjum þætti merking á brauðumbúðum Ríkisbakaríis vera ábótavant og myndi kvarta í framhaldinu þá er hætt við að hann verði lítið ánægðari þó málvinir hans segðu honum að hann ætti nú bara að fleygja brauðinu í ruslið og þegja. Að hann og hans skoðanabræður ættu nú bara hreint ekki að vera með skoðanir á því hvað sé gott og hvað ekki hjá Ríkisbakaríi. Að þeir hefðu með málflutningi fyrir því að sykurs yrði getið í innihaldslýsingu Ríksibrauðsins komið í veg fyrir framleiðslu gómsætra sykursnúða.

Rök þín Haukur sýnist mér því falla dauð í þessari umræðu og það er sorglegt að menn eru reiðubúnir að láta framleiðendur og dreifingaraðila njóta vafans fram yfir börnin í landinu og jafnframt halda uppi skeleggum vörnum fyrir sjónvarpsefni sem þeir hafa ekki séð.

30.08.06 @ 17:00
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Skemmtilega skeleggur varstu í þessu svari þínu, Ragnar.

30.08.06 @ 18:29
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þegar gagnrýnt er þá ber líka að geta þess sem vel er gert. Tvö síðustu kvöld (föstudags- og laugardags) hefur Sjónvarpið sýnt tvær fjölskyldumyndir sem byrjuðu báðar á 9. tímanum.
„Skoppi og vinir hans„ (Scooby-Doo) og „Umhverfis jörðina á 80 dögum“. Hvorug var merkt enda óþarfi þar sem um ágætis skemmtiefni var að ræða bæði fyrir börn og fullorðna.

02.09.06 @ 19:53
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Í Morgunblaðinu í dag, sunnudag 24. sept. 2006 er athyglisvert viðtal sem Orri Páll Ormarsson tók við Ingibjörgu Rafnar umboðsmann barna. Í viðtalinu segir m.a.:

Ingibjörg segir býnt að fjölmiðlar geri sér grein fyrir vaxandi áhrifum sínum á börn og ungmenni. „Það er svo merkilegt að fjölmiðlar eru alveg ógurlega viðkvæmir fyrir því að vera nefndir í þessu sambandi. En þeir verða að þola gagnrýni eins og aðrir. Tökum bara áhrifamesta miðilinn þegar börn eiga í hlut, sjónvarpið. Það tekur að mínu mati ekki nægilegt tillit til ungra barna. Það er að einhverju leyti því að kenna að útvarpslöggjöfin gæti verði strangari. Ég hef bent á það að sú grein í útvarpslögunum sen snýr að vernd barna, 14. greinin, er ekki eins ákveðin og haldgóð og ég vildi sjá. Þegar lögin voru endurskoðuð árið 2000 voru þau löguð betur að tilskipum Evrópusambandsins en ég hefði viljað sjá menn taka þá tilskipun upp orðrétt eins og Norðmenn hafa gert“. Ingibjörgu þykir sjónvarpið geta sýnt ungum börnum þá tillitssemi að vera ekki með gróft og ljótt efni á dagskrá fyrr en eftir ákveðinn tíma á kvöldin. Telur hún heppilegt að miða við klukkan níu í því sambandi, líkt og í Bretlandi.

(bls. 14.)

24.09.06 @ 17:57
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér er svo 14. grein útvarpslaganna, númer 53, frá 17. maí 2000:

14. gr. Vernd barna gegn óheimilu efni.
Sjónvarpsstöðvum er óheimilt að senda út dagskrárefni, þar á meðal auglýsingar, sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi dagskrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni.
Dagskrárefni, sem ekki er talið við hæfi barna, sbr. 1. mgr., skal jafnframt einungis sýnt á þann hátt að tryggt sé með tæknilegum ráðstöfunum að börn á því svæði er útsendingin nær til muni ekki að öðru jöfnu heyra eða sjá slíkar útsendingar. Þegar slíkt dagskrárefni er sent út skal fara á undan því munnleg viðvörun eða það auðkennt með sjónrænu merki allan þann tíma sem útsendingin stendur yfir. Ráðherra setur nánari reglur1) um framkvæmd þessarar greinar.

Lagasafn Alþingis.
Og reglugerðin er hér:

VII. KAFLI
Vernd barna.
21. gr.
Sjónvarpsstöðvum er óheimilt að senda út dagskrárefni, sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi dagskrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni eða fyrir kl. 23.
Dagskrárefni, sem ekki er talið við hæfi barna, sbr. 1. mgr., skal jafnframt einungis sýnt á þann hátt að tryggt sé með tæknilegum ráðstöfunum svo sem með læsingu útsendrar dagskrár að börn á því svæði er útsendingin nær til muni ekki að öðru jöfnu heyra eða sjá slíkar útsendingar. Þegar slíkt dagskrárefni er sent út skal fara á undan því munnleg viðvörun eða það auðkennt með sjónrænu merki allan þann tíma sem útsendingin stendur yfir.

Reglugerð um Útvarpsstarfsemi

24.09.06 @ 18:03
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Enn eitt óskiljanleg atvik gerðist hjá RÚV Sjónvarpi síðastliðið föstudagskvöld en þá var send út myndin „Rokkstjarnan Rock Star“. Sýning myndarinnar hófst kl. 21.45. Þetta var efni sem án efa hefur höfðað til margra barna og unglinga. Siðferðisboðskapur myndarinnar var í heildina séð jákvæður en því miður var orðbragðið á köflum langt frá því að vera boðlegt börnum. Einnig voru vafasamar senur í myndinni. RÚV merkið varð ekki gult sem þýðir að ráðamenn þar á bæ töldu myndina heppilega til áhorfs fyrir alla aldurshópa. Hvernig getur það gerst að þessi sjónvarpsstöð fái óhindrað og ítrekað að brjóta lög á börnum og unglingum án þess að nokkur telji ástæðu til að aðhafast neitt? Hvernig væri þetta hægt öðruvísi en þannig að stjórnendur stöðvarinnar viti að þeir starfa í öruggu skjóli valdsmanna þessa lands?

14.11.06 @ 17:38
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Gott hjá þér, Ragnar, að halda uppi árvakri gagnrýni á þessari vefslóð á það, sem miður fer hjá Rúv gagnvart börnum og unglingum, hvenær sem Sjónvarpið gefur ástæðu til þess. Þetta er aðhald, sem þeir vonandi taka eftir, þegar til lengdar lætur. Og vinur er sá, er til vamms segir. Horfum líka á þetta jákvætt: Sjónvarpið er eitt bezta tækifærið sem ríkisapparatið hefur til að hafa góð áhrif á börn og unglinga, með gefandi, spennandi og fræðandi efni, sem heldur unglingum heima við eða meðal annarra í fjölskyldunni í stað þess að einangrast um of við tölvuna eða úti á kvöldin.

14.11.06 @ 17:45
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, vissulega er þetta rétt hjá þér Jón. Í sjónvarpinu liggja miklir möguleikar svo sem til forvarna. En ég er því miður að komast á þá skoðun að ríkið valdi ekki þessu verkefni, eða svo virðist a.m.k. þegar horft er á þá gjá sem er að myndast milli lagarammans og þess sem RÚV Sjónvarpið praktíserar.
Það var haft á orði nýverið í umræðunni um frumvarpið til útvarpslaga að spor ríkisstjórnarinnar hræddu þegar ríkisstofnunum væri breytt í hlutafélög. En í þessum dæmum sem brugðið hefur verið hér upp hefur verið sýnt að spor RÚV Sjónvarpsins hræða og ekki bara á þessu sviði. Hvar er hinn blómlegi akur frjálsra útvarps- og sjónvarpsstöðva sem hér hefðu getað vaxið upp á undanförnum árum ef hin kuldabláa hönd ríkisins hefði ekki staðið í vegi fyrir framþróuninni? Ég get nefnt nokkur spor í viðbót. Þau eru:

Skonrokk - send út í Reykjavík
Mónó fm 87,7
Aðalstöðin fm 90,9
Útrás fm 97,7
Skratz fm 94,3
Muzik fm 88,5
Radíó fm 103,7
Radíó X fm 103,7
Radíó Reykjavík fm 104,5
Stjarnan fm 102,2
Útvarp Matthildur fm 88,5
Sígild fm 94,3
Klasíkk fm 106,7
Brosið fm 96,7
Rótin fm
Hitt96 fm 96,7
Útvarp Suðurland fm 105,1
Ljósvakinn fm 95,7
Jólastjarnan fm 94,3
Mix fm 91,9

Allt útvarpsstöðvar sem hafa þurft að hætta rekstri. En þarf nokkurn að undra sé horft á landslagið í þessum málum. Yfir sviðinu trónir tröllaukinn og forneskjulegur hrímþursinn sem etur kappi við hvern þann hugaða kóngsson sem er nógu áræðinn og fífldjarfur til að reyna krafta sína á þessu sviði.

Og enn mætti nefna fleiri dæmi en ég læt þessi nægja í bili.

14.11.06 @ 20:05
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er merkilegur listi, Ragnar, og hve rétt hefurðu fyrir þér! Hrímþurs skal hann heita, útvarpsrisinn, og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að framlengja líf hans með nýjum hætti og nefskatti af hverri 18 ára persónu og eldri ! – og af sérhverju einkafyrirtæki líka, þótt þau séu ekki annað en handavinna heima við. M.a.s. á víst að taka sérstök STEF-gjöld af fyrirtækjunum í ofanálag, algerlega óháð því hvort þau hafi nokkurt útvarpsviðtæki hjá sér! Þetta er ekkert annað en valdstjórnarofríki. Leitt er að vita, að trúsystir okkar skuli láta sér það lynda að réttlæta þessa meintu stjórnvizku með því að vera aðalflutningsmaður þess lagafrumvarps sem kemur þessu í kring. En augljóslega eru ríkisstjórnarflokkarnir hræddir við frelsið – vilja ekki leyfa markaðnum að hafa sinn gang eða smærri jurtunum að blómstra. Það er eins og það vanti einhvern alvöru-hægri- og miðflokk hér á landi, og þá á ég alls ekki við öfgaflokk, heldur flokk heilbrigðrar skynsemi.

14.11.06 @ 21:34
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Til að bíta höfuðið af skömminni er þetta nefskattur sem tekur ekkert tillit til fátæktar manna eða ríkisdæmis. Sá vellríki, sem er með sjónvarp í hverju herbergi barna sinna, í eldhúsi og borðstofu auk stofu, hobbýherbergis og eins í bílnum, borgar sama gjald og sá bláfátæki sem á sitt eina tæki. Misréttið viðhelzt.

14.11.06 @ 21:59
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Listann yfir útvarpsstöðvarnar sem hætt hafa fann ég á Wikipediu: [Tengill].

15.11.06 @ 18:16
Athugasemd from: Kolbrún Ásmundsdóttir
Kolbrún Ásmundsdóttir

Mér finnst alveg skiljanlegt að sumir foreldrar hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessa dönsku mynd en ég sá hana reyndar ekki. Mér sjálfri finnst óviðeigandi fyrir börn að horfa á rúmsenur og atlot lostans í sjónvarpinu. Við höfum öll okkar mælikvarða á siðferðiskennd, okkar mörk. Það sem misbýður mér misbýður kannski ekki öðrum. En börn eru börn og viðkvæm og okkar foreldranna að meta hvað er þeim boðlegt. En svo eru líka til foreldrar sem hafa aukið þol og mörk sín á klámi. Klám er orðið klám fyrir mér ef það býður við minni siðferðiskend.
Ég vil horfa á fjölskyldumyndir á föstudagskvöldum án þess að það þurfi að vera í henni rúmsenur og gredda, slíkt pirrar mig bara ef myndin á að heita fjölskyldu mynd.
Siðprúðar húsmæður eru orðnar fátíðar, vildi að þær væru fleiri, Haukur Viðar!

18.11.06 @ 09:07