« Um áreiðanleika BiblíutextaManndrápslyfið RU-486 »

18.02.06

  10:51:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 466 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Engin hjónavígsla fyrir hómósexualista eða réttur til að ættleiða börn.

Spánn (Novedades Fluvium, 18. feb. 2006). Nefnd sem franska þingið skipaði til fjalla um rétt fjölskyldunnar og vernd barna hefur komist að þeirri niðurstöðu, að hafna beri hjónavígslu samkynhneigðra og ættleiðingu barna af hálfu samkynhneigðs fólks. Formaður nefndarinnar, Valèrie Pecresse, segir í viðtali við Novedades Fluvium: „Málið snýst ekki um að skerða mannréttindi fullorðins fólks. Kjarni málsins snýst um réttindi barnsins sjálfs.
Í þessu sambandi kemst Pecresse svo að orði: „Einungis er um tvær leiðir að ræða: Annað hvort að lögleiða hjónavígslu þeirra og rétt til ættleiðingar, eða hafna ættleiðingunni og þar með hjónavígslunni. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar stangast slík heimildarákvæði í lögum gegn líffræðilegum staðreyndum sem fælist í því að hafna því hvernig barn er getið.

Áður en nefndin komst að þessari niðurstöðu leitaði hún sérfræðiálits 150 sérfræðinga og samtaka. Hvað áhrærir ættleiðinguna taldi meirihluti nefndarinnar að standa bæri vörð um gildi hjónabandsins, sem fæli í sér samfélagslegan stöðugleika. Með sama hætti taldi nefndin rétt að einskorða rétt til tæknifrjóvgunar við hjónaband karls og konu og var andvíg „gervimóðurhlutverki (maternida sustitutoria).“ Afstaða nefndarinnar grundvallast á franska módelinu sem einungis heimilar tæknifrjóvgun sökum læknisfræðilegra vankanta og til að „tryggja rétt barnsins.“ Það samræmist ekki læknisfræðilegum staðreyndum að eignast barn án föður.

Afstaða nefndarinnar tekur hliðsjón af hinum nýju ákvæðum PACS (Pacto civil de solidaridad), en samkvæmt þeim er lögð áhersla á félagsleg réttindi kvænts fólks og erfðarétt. Þrátt fyrir bónarbréf og þrýsting frá nokkrum samtökum samkynhneigðs fólks leggur nefndin áherslu á réttarvernd PACS hvað áhrærir hjónabandið. Hún leggur áherslu á að vernda beri réttindi barnsins af hálfu löggjafarvaldsins.

Nefndin tekur einnig hliðsjón af frönskum mannfjöldaspám. Frjósemisstuðullinn meðal 25 ríkja Evrópubandlagsins er 1, 48, en í Frakklandi óx hann í 1, 94 árið 2005 (hann er einungis hærri í einu landi í Evrópubandlaginu, það er að segja á Írlandi þar sem hann er 1, 99). Gert er ráð fyrir 800.000 fæðingum árlega. Flestar fjölskyldur samanstanda af tveimur börnum, 8, 3% af þremur.

Sérstaða Frakklands með hliðsjón af öðrum löndum er sú staðreynd, að frjósemi hefur vaxið með aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum, en meira em 80% kvenna milli 25 og 49 ára starfa utan heimilis.

Novedades Fluvium/JRJ

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Það sem er athyglisvert við þessa frétt er hversu „flumbrugangur“ íslenska löggjafarvaldsins í lögum um samkynhneigða og tæknifrjóvgun er mikill. Mér hefur skilist að fjöldi mála sé nú til dómsmeðferðar í Evrópu sökum tæknifrjóvgana með hliðsjón af erfðaréttindum. Börn eiga skilyrðislausan lagarétt á að vita raunverulegt faðerni sitt.

18.02.06 @ 12:28
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta var mjög athyglisverð frétt, Jón, takk fyrir hana.

En varðandi mannfjölgun í Frakklandi, mætti segja mér, að hinir 5,98 millj. múslimir þar í landi eigi glettilega stóran hlut í þeirri fjölgun. Vill einhver athuga málið?

18.02.06 @ 13:13
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Að sjálfsögðu. Hinir eru allir orðnir hommar og lesbíur (ég á við hinir nafnkristnu) í meira eða minna mæli eða stelpurnar fara í fóstureyðingu. Ekki rennur það stoðum undir la mère française et les enfants? En líklega verður raunin sú að ríkissjóðir viðkomandi landa (og þar á meðal Íslands) verði að standa skil á fébótagreiðslum í framtíðinni. Hver annar er ábyrgur? Það eru yfirvöld sem heimila tæknifrjóvgun homma. Sextán ára gamall unglingur getur þannig farið fram á miskabætur fyrir að hafa verið leyndur faðerni sínu með opinberum stjórnvaldsaðgerðum. Eða er það ekki? Við skulum bíða og sjá hvernig prófmálin falla á meginlandinu. Ég á við í tæknifrjóvgunarmálum almennt þar sem börn hafa verið leynd faðerni sínu.

18.02.06 @ 13:29