« 11 vikna fóstur sem ekki var talið vert þess að lifaMerkur vefur með kardínálum kirkjunnar – og um ofsóttan biskup tékkneskan: Stepán Trochta »

14.10.09

Engin merki um aukinn mæðradauða í El Salvador vegna banns við fósturdeyðingum; og um vefinn Krist.blog.is

Samnefnd grein um þetta er nýbirt á Vísisvefnum. Á sama tíma og græskulítil heimspressan slær upp “niðurstöðum könnunar” hinnar hlutdrægu Guttmacher-stofnunar (AIG) um áhrif löggjafar á fjölda fósturdeyðinga, löglegra sem ólöglegra, í löndum heims, þá er viðeigandi að benda á staðreyndir um ýtarlega könnun á áhrifum banns við fósturdeyðingum í einu ríkja Mið-Ameríku, El Salvador. Raktar eru niðurstöður hennar skv. uppl. læknisins Rene Leiva í British Medical Journal, en framlag hans nefnist 'Illegal abortion in El Salvador: no evidence of increase maternal mortality'.
Í raun hefur mæðradauði minnkað í El Salvador ...

Þrátt fyrir bann, sem lagt var við fósturdeyðingum árið 1998, hefur hlutfall mæðradauða þar í landi (miðað við hver 100.000 lifandi fædd börn) ekki hækkað nema síður sé: fyrir árið 1998 var það talið 155, en einungis 71,2 árið 2006. Sjá nánar tilvísaða grein.

Tvær nýbirtar greinar um fósturmál eru á vef Kristinna stjórnmálasamtaka (Krist.blog.is), fyrst þessi: Guttmacher-stofnunin er ekki hlutlaus gagnvart fósturdeyðingum og önnur þessi: Ríkisútvarpið og Mbl.is með fréttir af útspili Guttmacher-stofnunarinnar (AIG) um fósturvíg (sú síðari með myndum). Þær greinar hafa fengið verulega lesningu í dag (158 gesti á síðuna frá miðnætti til kl. 16.00).

Á vefsíðu nefndra samtaka, sem mikið hefur verið skrifað á að undanförnu um margvísleg málefni og náð hefur allmikilli lesningu (komst upp í 42. sæti mest lesnu vefsíðna á Moggabloggi, miðað við vikuna á undan, 29. sept. sl.), hefur nýlega verið bætt við þessari vefmöppu: Ófæddir, lífsvernd, og munu í hana safnast greinar af þessu tagi með tímanum.

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog software