« Annað opið bréf til Þórðar Sveinssonar, formanns ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði„Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.“ »

22.04.06

  12:45:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 728 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, Sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“

Guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 23. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 19-31

19 Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ 20 Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin. 21 Þá sagði Jesús aftur við þá: „Friður sé með yður. Eins og Faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“ 22 Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið Heilagan Anda. 23 Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“ 24 En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim, þegar Jesús kom. 25 Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Vér höfum séð Drottin.“ En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ 26 Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ 27 Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“ 28 Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“ 29 Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ 30 Jesús gjörði einnig mörg önnur tákn í augsýn lærisveina sinna, sem eigi eru skráð á þessa bók. 31 En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.

Hugleiðing
Hér er okkur greint frá því hvernig Drottinn stofnaði kirkju sína á jörðu. Fyrst „andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið Heilagan Anda.“ „Lærisveinarnir voru saman,“ það er að segja EINING kirkjunnar er forsendan fyrir viðgangi og vexti kirkjunnar, Síðan segir hann: „Meðtakið Heilagan Anda.“ En Andinn kom ekki yfir þá með áþreifanlegum hætti fyrr en síðar, og enn er lögð áhersla á EINUNGUNA: „Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum.“ (P 1. 14). EININGIN er forsenda úthellingar Heilags Anda.

Drottinn felur þessu samfélagi einnig mikið vald á jörðu: „Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“ Hann felur kirkju sinni lykla lífs og dauða. Enn í dag – tvö þúsund árum síðar er þessu varið með sama hætti. Sá sem lifir í EINUNGU samfélagsins er heimilt að þiggja sakramenti kirkjunnar vegna þess að hann hlýðir boðum hennar og trúarsetningum. Aðrir eru „settir út af sakramentinu“ sökum óhlýðni við lög kirkjunnar. Aðrir hafna þessu valdi kirkjunnar eða telja sig ekki þarfnast syndafyrirgefningar vegna þess að GUÐ SÉ DAUÐUR og þeir trúa ekki á gömul Gyðingaævintýri, eins og þeir komast að orði.

Þessu eiga fjölmargir nútímamenn erfitt með að trúa. Því er þeim leiddur efasemdamaðurinn Tómas fyrir augu. Tómas samþykkir ekki neitt nema það sem hann fær að snerta með eigin höndum og þreifa á. Hann lagði ekki trúnað á orð hinna lærisveinanna þegar þeir sögðust hafa séð Drottin. En Drottinn leyfir honum að snerta til að glæða trú þeirra um ókomna framtíð sem trúa einungis á það sem þeir geta þreifað á og þá fyrst trúði Tómas. Fyrir jarðneskum dómurum er vitnisburður vitna tekinn til greina í vitnaleiðslum og dómur kveðinn til samræmis við það. „En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, Sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“

No feedback yet