« Lífsvernd og skuggi nasismansGuð mun vel fyrir sjá »

25.03.06

  14:18:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 383 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

En armar krossins merkja ást Guðs

Guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 26. mars er úr Jóhannesarguðspjalli 3. 14-21

Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn, svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki Soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs Sonarins eina. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís. En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð."

Hugleiðing
En þá er krossinn er upp reistur, þá stendur hann sumur fastur í jörðu, en sumur er hann í lofti, því að Kristur samtengdi himneska hluti og jarðlega, þar er hann sætti jarðlega menn við sig og engla sína. Rétti hann frá sér báðar á krossinum, því að hann býður faðm miskunnar sinnar öllum þeim, er hann elska. Ina hægri hönd rétti hann, því að hann leysti alla sína vini úr helvíti og laðaði þá með sér til eilífrar dýrðar. Ina vinstri hönd rétti hann, því að hann kallar marga óverða til sinnar miskunnar og hreinsar þá fyr iðrun. Sá hlutur krossins, er upp var frá höfði Drottins, merkir von, er vér skulum vætta upp frá oss til himna og umbunar fyr allt gott, það er vér gerum. En armar krossins merkja ást Guðs og menn.
Sá hluti krossins, er efstur er, merkir enn Guðs ást, en armarnir náunga elsku, bæði við vini og við óvini. [1]

[1]. Hómilíubók, De sancta cruce, bls. 52-53.

No feedback yet