« Annar í hvítasunnu - sjálfsagður frídagur?Ný íslensk stytta af Þorláki helga »

26.12.08

  09:57:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 75 orð  
Flokkur: Stjórnmálarýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Páfinn

Elín Flygenring skipuð sendiherra Íslands hjá Páfagarði

Fréttaþjónustan Zenit.org hefur greint frá því að Elín Flygenring hafi verið skipaður sendiherra Íslands hjá Páfagarði. Benedikt páfi tók á móti henni og flutti við það tækifæri ávarp til hennar og íslenskra stjórnvalda. Fyrirsögn ávarpsins var: „Verndið og styðjið mannréttindi heima og að heiman“. Ávarp páfa til íslenskra stjórnvalda er að finna í heild sinni hér: [Tengill]

2 athugasemdir

Héðinn Björnsson

Einkennilegt að ekki hafi verið gerð sama ritskoðunarkrafan varðandi fóstureyðingar á íslenska sendiherran og gert hefur verið við þann bandaríska. Það snýr sjálfsagt að því að hér heima er sjálfsagt erfitt að finna sendiherraefni sem væri andvígt fóstureyðingum og að Páfagarður er ekki að reyna að vasast í innri málefnum Íslands.

28.05.09 @ 17:26
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ef íslenska löggjöfin um fósturdeyðingar er skoðuð þá sést glöggt að hún gengur ekki nærri eins langt í afstöðu til frjálsra fósturdeyðinga og þessir mögulegu sendiherrar gerðu, ef marka má fréttir.

Það er fjarri því að fósturdeyðingar séu frjálsar hérlendis, flestar þeirra eru réttlættar með tilvísun í bágar félagslegar aðstæður.

Þó hugsanlega megi finna íslenska stjórnmálamenn og diplómata sem eru yfirlýst og alveg fylgjandi alveg frjálsu vali þá hafa þeir ekki haft hátt um þá afstöðu, a.m.k. ekki í aðdraganda síðustu kosninga.

Páfagarður hefur því nánast örugglega ekki staðið frammi fyrir þeim aðstæðum gagnvart vali á sendiherra Íslands að þurfa að gefa út þau diplómatísku boð að samstarf við viðkomandi aðila gæti reynst erfitt.

30.05.09 @ 20:39