« Að farga fóstri til að koma í veg fyrir vansælt líf síðar meir?Þjóðaratkvæðagreiðsla um fósturdeyðingar í Portúgal »

22.02.07

  14:49:07, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 273 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Kirkjusaga nýaldar, alþjóðleg

Ekki er allt sem sýnist – af fráfalli Vesturlanda frá Guðstrú

Hafi kristin trú staðið höllum fæti hér í álfu fyrir þremur áratugum, um það leyti sem andkristin löggjöf um fósturdeyðingar var keyrð í gegn í flestum vestrænum ríkjum, þá hefur ástandið ekki skánað í þeim efnum, eins og við ættum flest að vita. Í Sovétveldinu voru virkir kristnir menn ofsóttir, en þeim er ekki (ennþá) stungið í fangelsi fyrir vitnisburð sinn meðal þessarar þjóðar, þótt hitt tíðkist í æ meira mæli, að þeir séu hæddir og affluttir í orðum á vefsíðum og í fjölmiðlum. En lítum nú til upprifjunar og íhugunar á smápistil úr Kirkjuritinu, tímariti Prestafélags Íslands, í 3. hefti þess 1975, í erlendum fréttaþætti ritstjórans, þess mæta manns sr. Guðmundar Óla Ólafssonar í Skálholti:

"Guði sé lof fyrir járntjaldið!"

"Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum á Vesturlöndum, er ég kynntist þar svonefndri nútíma guðfræði, að ég vildi heldur vera í þrælabúðum í önnur 6 ár í viðbót heldur en að búa við hana. Guði sé lof fyrir járntjaldið. Hinir rússnesku trúbræður okkar myndu ekki þola niðurlægingu kristninnar á Vesturlöndum."

Þetta mælti maður nokkur úr píslarvottakirkjunni í Sovétríkjunum við Bertil Gärtner, biskup í Gautaborg, eigi alls fyrir löngu. Maður þessi var þá orðinn heilsulaus eftir 6 ára vist í þrælabúðum. Það var á prestafundi í Gautaborg, sem biskupinn sagði frá þessu og bætti því við, að þetta væri allt sem segja þyrfti um kirkju Vesturlanda og hina útþynntu trú hennar.

(Guðmundur Óli Ólafsson, 1975.)

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution CMS