« Kristsrósakransinn – náðarrík hjálp í samlíkingunni við hið Alhelga Hjarta JesúUm skyldur og ábyrgð kaþólskra útgefenda og þýðenda í löndum mótmælenda »

29.01.08

  10:48:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 864 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Einingarkirkjan á Norðurlöndunum verður reist við Östenbäckklaustrið í Svíþjóð

Um árabil hefur sænska Þjóðkirkjan staðið fyrir rekstri klausturs í Östenbäck skammt frá Stokkhólmi. Faðir Ceasarius hefur gegnt stöðu ábóta frá upphafi. Fyrir skömmu kom sænski arkitektinn Bo Svalby með líkan af væntanlegri kirkju við klaustrið. Þann 8. janúar s.l. komu síðan nokkrir leiðtogar hinna ýmsu kirkjudeilda á Norðurlöndum saman í Östenbäckklaustrinu til að fagna væntanlegum framkvæmdum. Hér er sameiginleg yfirlýsing þeirra:

Þar sem við komum hér saman um þá sýn að reisa Einingarkirkjuna við Östenbäckklaustrið viljum við nota þetta tækifæri til að tjá sameiginlegt samþykki okkar á náð klausturlífsins. Það er verk Anda Guðs meðal okkar og víðsvegar um heiminn að glæða margvíslegar kallanir og snúa að nýju til kirkjudeilda sem snéru baki við klaustursamfélaginu fyrir hart nær 500 árum síðan.

Það er með gleði sem við játum opinberlega mikilvægi þess klausturs sem biskupar sænsku kirkjunnar ákváðu að stofna fyrir 18 árum. Hér snýst málið fyrst og fremst um hina andlegu íhugun. Líf í hjarta Guðs er grundvallarforsenda trúverðugs kristins vitnisburðar í heiminum. Það er frá hjartanu sem blóðið streymir. Með sama hætti miðlar klausturhreyfingin lífi til hinna ýmsu lima hennar með óaflátanlegri bæn. Köllunin til klausturlifnaðar hefur spásagnargildi. Með því að benda á veginn til hins ferska vatns glæða samfélögin lífsafstöðu þegar sérdrægni neysluhyggjunnar leiðir til einstaklingsbundinna fjötra og upplausnar mennskra samskipta.

Þau mynda kjarna sem blása að nýju lífi í líkamann. Jafnframt þessu vekja þau djúp viðbrögð hjá hverjum þeim og einum sem þráir heilagleika og áþreifanlega kristna trú. Afgerandi þáttur í klausturhreyfingunni hefur verði djúp tilfinning fyrir samstöðu með allri kirkjunni. Klaustur og samfélög eru sameiginlegur kirkjulegur valkostur gegn veraldarhyggju og sundrung.

Ólíkt mörgum öðrum vakningarhreyfingum og siðbótarstefnum hefur klausturhreyfingin hafnað að stofna ný samfélög og kirkjur. Meðvitund um samkirkjulega köllun sem grundvallast á fullvissunni um „eina, heilaga, kaþólska og postullega kirkju“ setur mark sitt á mörg þeirra samfélaga sem spretta upp á okkar eigin tímum – jafnvel í samfélögum sem horfðu ekki áður til þessarar einingar.

Námið í samfélagi verður að haldast í hendur við sterka vitund fyrir því að allir hinir skírðu tilheyra kirkjunni og eru systur okkar og bræður. Á öllum tímum hafa samfélögin kallað stofnunarkirkjuna til afturhvarfs, ekki með fyrirlitningu og fordæmingu heldur með spámannlegu fordæmi sínu. Arfleifðin frá því að kirkjan var ein er ríkuleg uppspretta fyrir trúna, bænalífið og helgisiðina – þar sem Evkaristían er þungamiðjan ásamt frelsi hins karismatíska lífs í persónulegri hlýðni við Andann.

Þannig horfum við til klausturlífsins sem einhvers sem Drottinn hefur skipað sess í kirkjunni miðri. Utan frá séð kann þetta að vera léttvægt og þýðingarlítið í Svíþjóð nútímans, en jafnvel örsmár líkamshluti getur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir alla velferð líkamans. Klausturlífið er ekki öllum ætlað en veitir öllum blessun. Við sem undirskrifum þessa yfirlýsingu komum úr ólíkum kristnum samfélögum, en við biðjum og keppum eftir einingu sakramentanna í einingu og játum Jesú Krists, sannan Guð sem varð maður án tilverknaðar manns í hinni flekklausu mey Maríu og var krossfestur vegna synda okkar og hvarf úr gröfinni í dýrðarlíkama sínum. Við játum hann ásamt Föðurnum í ósegjanlegum leyndardómi Þrenningarinnar og sem lærisveinar leitumst við allir við að hlusta á og hlýðnast boðum Drottins ásamt spámönnum og postulum.

Í þrá okkar eftir endurnýjun kirkju Krists í Heilögum Anda tökum við undir bæn sænsku biskupanna árið 1990 að þeir sem Andinn kallar til klausturs og samfélaga lifi Fagnaðarerindi Jesú Krists með verðugum hætti og varðveiti kærleikann og trúfestuna, þannig að Guð Faðir verði vegsamaður í öllum hlutum og að kirkjan verði að forgarði konungsríkis Guðs.

Í Östanbäcksklaustrinu á degi heilags Antoníusar í hundruðustu bænavikunni fyrir kristinni einingu 2008

Anders Arborelius OCD, biskop i Stockholms katolska stift
Mar Dioscoros Benjamin Atas, ärkebiskop, patriarkalvikare, Södertälje
Ulf Ekman, pastor, församlingen Livets Ord, Uppsala
Per Englund, präst, ordförande i Förbundet för Kristen Enhet,
Knivsta Sune Fahlgren, teol dr, Evangeliska frikyrkan, Örebro
Roald Flemestad, dr theol, biskop electus i Nordiska Katolska Kyrkan, Oslo
Biörn Fjärstedt, biskop em., Uppsala
Bertil E. Gärtner, biskop för Östanbäcks kloster
Peter Halldorf, pastor, Bjärka-Säby
Bengt Holmberg, professor emeritus, Lund
Sture Holmberg, kyrkoherde, Kila, Västmanland
Carl-Olov Hultby, riksevangelist, Svenska Missionskyrkan, Sala
Berit Simonsson, inspiratör OAS-rörelsen, Henån
Gunnar Weman, ärkebiskop em, Sigtuna
Per Åkerlund, präst, bokförläggare, Skellefteå
Leif W. Östborg, prost, Västerfärnebo, Västervåla

No feedback yet