« Skilningur á RitningunniTil hvers erum við hér á jörðunni? »

25.04.06

  14:30:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 169 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

“Ég hef mína barnatrú!”

Oft gerist það að fólk sem fann sterkan kærleika til Guðs sem börn, kemst að því sem fullorðið fólk að Guð er ekki lengur mikilvægur. Það sem gerist er að skilningur einstaklingsins á Guði vex ekki og þroskast í samræmi við hærri aldur. Þegar maðurinn nær svo fullorðinsaldri hefur hann enn hugmynd barnsins um Guð í huga sér og heldur að Guð sé einungis fyrir börn.

Heilagur Páll postuli segir: "Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn."

Við verðum að biðja Guð um að skilningur okkar á honum vaxi og þroskist. Sem fullorðnir einstaklingar eigum við að leggja barnslegar hugmyndir um Guð til hliðar og setja þroskaðar hugmyndir í þeirra stað. Því Guð er einnig mikilvægur fyrir okkur fullorðna fólkið!

No feedback yet