« Yfirlit yfir helstu hátíðir kirkjuársins og fl. ((( í vinnslu )))Var þessi móðir heimsk? »

10.06.05

  22:24:50, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 183 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Ég er pílagrímur og á bara leið hér um

Til er saga um ríkan mann sem fór fótgangandi í pílagrímsför til frægs helgistaðar. Á leið sinni kom hann við í litlu klaustri þar sem mjög heilagur munkur bjó. Ríki maðurinn og hinn heilagi munkur tóku tal saman. Ríki maðurinn var undrandi að sjá engin húsgögn að frátöldum einföldum borðum og stólum í klaustrinu.

"Bróðir," spurði ríki maðurinn, "hvar eru öll húsgögnin þín?"

"Ég gæti spurt þig sömu spurningar," svaraði munkurinn.

"Ég er ekki með nein húsgögn með mér af því að ég er á pílagrímsför," sagði ríki maðurinn. "Ég er pílagrímur og á bara leið hér um."

"Munkurinn brosti og sagði: "Það er ég líka."

Öll erum við pílagrímar sem eigum leið hjá. Ákvörðunarstaður okkar er Himnaríki. Þess vegna verðum við að gæta okkar á því að ánetjast ekki um af hlutum sem ekki hafa varanlegt gildi.

1 athugasemd

Snorri í Betel

Gaman aðlesa um pílagrímana tvo. þetta hugtak notaði Jakob er hann kynnti sig fyrir Faraó við komu sína til Gósen. Síðan hafa trúaðir ómað af sama lífsmunstri við lifum í Jesú, í honum deyjum við og í honum lifum við áfram því hann er höfundur lífsins og höfðingi þess.
kveðja
Snorri í Betel

30.12.05 @ 00:37