« Ritningarlesturinn 8. september 2006Ritningarlesturinn 7. september 2006 »

07.09.06

  09:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég elska Bolungarvík! – bæjarfélag lífsmenningar á Íslandi.

Þann 13. ágúst s. l. hófst ástarvikan í Bolungarvík. Hún er nú haldin í þriðja sinn og hófst að venju með því að allir íbúarnir, ungir sem aldnir, sendu heiminum eldheitar ástarkveðjur með því að sleppa 100 gasblöðrum á loft. Megi algóður Guð gefa að ein þeirra berist til bjöllusauðanna í Brüssel, vegna þess að boðskapur hennar er: Fleiri börn! Guð, gef oss fleiri börn!

Á ráðstefnu þeirri sem nú er haldin í Prag klingja viðvörunarbjöllurnar loks svo að bjöllusauðirnir eru byrjaðir að leggja við eyru. Árið 2030 mun skorturinn á vinnuafli í aðildarlöndum Evrópubandalagsins nema 20 milljónum mannára og það sem verra er: Sem ekki er unnt að bæta með innflytjendum. Sjálfum mun Tékkum fækka úr 10 milljónum í 8 milljónir á næstu 40 árum. Í nýútkomnu riti sínu „Hvernig hið nýja íbúamynstur okkar mun móta framtíðina,“ kemst þýski þjóðfélagsfræðingurinn Ben Wattenberg svo að orði: „Aldrei á síðustu 650 árum, eða allt frá tímum svartadauðans hafa fæðingar og frjósemi náð slíkri lægð svo hratt, svona lengi og svo víða.“

Allt má rekja þetta til hömlulausra fósturdeyðinga marxísks og öfugsnúins feminisma. Við bæjarstjórnina í Bolungarvík vil ég segja þetta: Hugmynd ykkar er frábær. Bregðið undir ykkur betri fætinum og kynnið þeim í Brüssel þessa frábæru hugmynd ykkar. Ef til vill er enn unnt að vekja þá af svefni þess óvitundarskýs sem marxisminn hefur hjúpað þá í. Hver veit? Vegir Guðs eru órannsakanlegir.

SJÁ ENNFREMUR:
http://www.kirkju.net/index.php/jonrafn/2006/04/19/refsivondur_evropu_hvernig_brotthvarfie

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Vika barneigna – framtíðarheill Evrópu!
Blásum marx-leníniskri dauðamenningu út í hafsauga, eða réttara sagt: Jörðum hana í eitt skiptið fyrir öll. Í slíku felst sönn lífsvernd og lífsmenning. Hverjir halda því fram að barnelskir feður í Bolungarvík kúgi barnelskar mæður og eiginkonur sínar? Friedrich Engels og postuli hans, frú Margaret Sanger, fylgikonur hennar og þeir karlmenn sem glepjast af slíkum málfutningi!

07.09.06 @ 12:46
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Í gær sendi ég eftirfarandi netbréf á bæjarstjórnarskrifstofurnar í Bolungarvík, til Bæjarins besta á Ísafirði og fjögurra vestfirzkra þingmanna:

Sæl, þið þarna fyrir vestan og ykkar forsvarsmenn.

Það er ástæða til að benda ykkur á þessa nýju vefgrein á http://www.kirkju.net: Ég elska Bolungarvík! [og gaf svo upp þessa vefslóð].

Sjálfur tek ég 100% undir með greinarhöfundi, Jóni Rafni Jóhannssyni, sem er fyrrverandi starfsmaður dagblaða hérlendis og í Þýzkalandi.

Með góðum óskum,
gamall Vestfirðingur:
Jón Valur Jensson.

08.09.06 @ 08:02