« Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar andstæðingum gegn fóstureyðingum í vilHvernig Guð mætir stundum manninum »

27.02.06

  16:51:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 480 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Efkaristíundrið í Lancíano á Ítalíu

Fyrir 1200 árum átti sér stað mikið kraftaverk í hinni fornu rómversku borg Anxanum á strönd Adríahafs Ítalíu sem við þekkjum nú sem Lanciano. Þar stóð klaustur kennt við hl. Longinus sem fylgdi reglu hl. Basils úr Austurkirkjunni, en messan var sungin með rómverskum hætti, Þetta var á tímum mikilla deilna um raunnánd Krists í efkaristíunni. Prestar sá sem söng messuna þennan dag var sagður „vís í fræðum þessa heims, en hins vegar fullur vantrúar á raunnánd Krists í altarissakramentinu.“

Þegar hann lyfti hostíunni fyrir gjörbreytinguna breyttist hún í holdvöðva og vínið í sýnilegt blóð frammi fyrir þrumulostnum munkunum og kirkjugestum. Að sjálfsögðu varð þetta til þess að trú hans á raunnánd Drottins í hinum helgu efnum varð óhagganleg upp frá þessu. Að þessu loknu breyttist blóðið í kaleiknum í eins konar knetti óreglulega að lögun og misstóra. Þegar þeir voru vegnir kom í ljós að minnsti knötturinn reyndist jafn þeim stærsta að þyngd.

Að sjálfsögðu hafði þetta mikil áhrif á alla viðstadda. Sumir gengu upp að altarinu og þegar þeir báru þetta kraftaverk augum tóku þeir að gráta, játa syndir sínar og beiddust miskunnar. Aðrir krupu í þögn og tilbeiðslu. Fréttin barst leifturhratt um allar borgir í héraðinu og urðu til þess að glæða trú fólks á raunnánd Drottins í efkaristíunni.

Holdvöðvanum og knöttunum var komið fyrir í helgiskríni sem hefur verið haft frammi til sýnis á stórhátíðum kirkjuársins og eru óspillt með öllu, þrátt fyrir að helgiskrýnið hafi ekki verið innsiglað.

Á áranum 1970-1971 og síðan aftur árið 1981 heimilaði kirkjan vísindalega rannsókn á þessum leyndardómi. Hún var falin prófessor Odoardo Linoli í líffræði, efnafræði og smjásjárrannsóknum við Háskólann í Padúa. Honum til aðstoðar var prófessor Ruggero Bertelli við Háskólann í Síena. Rannsóknirnar voru framkvæmdar af strangvísindalegri nákvæmni og staðfestar með myndröð smásjárljósmynda.

(a) Holdið er raunverulegt hold og blóðið raunverulegt blóð.

(b) Holdið er mannshold.

(c) Hér er um hjartavöðva að ræða.

(d) Í holdinu má sjá með sneiðmyndum meðal annars vinstri hjartalokuna, taugavefi og hjartavöðva.

(e) Hér er um óaðfinnalegar sneiðmyndir af mannshjarta að ræða.

(f) Holdið og blóðið eru af sama blóðflokki: AB (ríkjandi í Ísrael á tímum Jesú).

(g) Í blóðinu fannst sama magn próteina og sjá má í eðlilegu mannsblóði.

(h) Í blóðinu fundust einnig eftirfarandi málmar: Klóríd, fósfórus, magnesíum, pótassíum, sódíum og kalsíum.

Sjá ennfremur:

http://www.therealpresence.org/eucharst/mir/lanciano.html

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég skrifaði bræðrunum í Lanciano fyrir mörgum árum og fékk sendan 126 blaðsíðna bækling með rannsóknarniðurstöðunum. Hann heitir “The Eucharistic Miracle of Lanciano Italy. Historical, Mystical, Scientific and Photographic Documentations” Höf. Bruno Sammaciccia, ensk þýðing Rev. Anthony E. Burakowski. Útg. Rev. Francis J. Kuba, CP. 22 Fairview Ave. Trumbull, Conn. 06611. Endurprentað af Sanctuary of the Eucharistic Miracle, 66034 Lanciano (CH) Ítalíu. Útgáfuár 1976, endurprentað með viðauka 1984. Fyrstu 42 blaðsíðurnar fjalla um sögu helgidómanna. Næstu blaðsíður þar á eftir fjalla um rannsóknirnar og þar eru birtar niðurstöður þeirra. Hæpið er að þær höfði til almennra lesenda því þær eru frekar fræðilegar. Rannsóknaraðferðunum sem beitt var er lýst í smáatriðum og allar tölur taldar upp. Prófessor Linoli sá sem framkvæmdi rannsóknirnar tekur samt saman niðurstöður sínar á blaðsíðum 67-68 og þær eru býsna sláandi. Síðustu 44 síðurnar eru svo smásjárljósmyndir af hjartavefnum.

27.02.06 @ 22:06
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Heimilisfangið er:

Santuario del Miracolo Eucaristico
Frati Minori Conventuali
66034 Lanciano (Ch), Italy

28.02.06 @ 06:30