« Jesús, læknaðu mig ef þú vilt!Heilög Lúsía »

19.04.08

  14:06:25, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 343 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(3. k.)

"……… Flestar mótbárurnar gegn tilveru Guðs byggjast nú á dögum á þjáningunni ……… Mannkynssagan öll, með blóði sínu og tárum, með tilgangsleysi sínu og ranglæti, virðist vera ein samfelld ásökun á hendur Guði. "Hvernig stendur á því að Guð lætur þetta viðgangast? Það lítur út fyrir að hann sé ekki til , fyrst allt gengur svona illa. Annaðhvort er Guð dauður eða hann þegir. Ef hann væri til, þá gæti hann, þá hlyti hann að breyta þessu öllu, því að almáttugur er hann víst. Fyrst hann lætur allt þetta viðgangast þá á hann sök á allri þessari eymd. Fyrst hann lætur svona lítið til sín taka í þessum heimi, þá verðum við mennirnir að taka til okkar ráða og endurbæta heiminn án hans." ………

……… Trúaðir menn eiga líka við svipaðar vandaspurningar og erfiðleika að stríða, ef þeir ganga ekki með bundið fyrir augun. En efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mann, því að þegar hann áttar sig á, hversu mjög þær sækja að honum, rífur hann sig upp úr vanahugsunum og sjálfsánægju og skoðar málin á ný. Þannig neyðir vantrúin hinn trúaða til að endurskoða guðshugmyndir sínar annað veifið og tengja þær kröfum tímans. Þá fyrst er trú okkar sterk og þroskuð, þegar hún hefur tekist á við vantrúna og sigrað. Flestir menn verða einhverntíma á ævinni að ganga gegnum sitt vantrúarskeið en einmitt það getur orðið til þess að styrkja þá í trúnni þegar frá líður. En það er ekki skoðun okkar að menn þurfi að vera guðleysingjar til þess að geta þjónað mönnunum og til þess að geta gengið til fylgis við framfarir, tækni og heiminn yfirleitt, eins og hann er. ………"

No feedback yet