« „Sjá, sem örn stígur hann upp og flýgur“ (Jer 49. 22)Manngerðirnar þrjár »

04.03.06

  06:36:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ef vondur maður snýst frá illsku

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 4. mars er úr Lúkasarguðspjalli 5. 27-32:

Eftir þetta fór hann út. Þá sá hann tollheimtumann, Leví að nafni, sitja hjá tollbúðinni og sagði við hann: „Fylg þú mér!“ Og hann stóð upp, yfirgaf allt og fylgdi honum. Leví bjó honum mikla veislu, og þar sat að borði með þeim mikill fjöldi tollheimtumanna og annarra. En farísearnir og fræðimenn þeirra vönduðu um við lærisveina hans og sögðu: „Hvers vegna etið þér og drekkið með tollheimtumönnum og bersyndugum?“ Og Jesús svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. En ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar.“

Ef vondur maður snýst frá illsku:
Fyrst skal maður elska Drottin Guð sinn af öllum hug og öllum krafti, en álengur [síðan] þar næst elska hvern kristinn mann sem sjálfan sig. En álengur skal maður eigi vega mann né særa og eigi stela, eigi æra, eigi girnast á annars eigin að röngu, eigi ljúgvitni bera. Vera við alla menn góður, þá er vel fara með sér, og það eitt við hann gera, er manni þykir vel gjört við sig, að svo sé . . . Nú ef þessir hlutir væri hafðir, sem hér eru tíndir, þá mun Guð það verkakaup að móti reiða, sem hann hefur sjálfur fyrirheitið, það er auga manns má eigi hér sjá innan heims þvílíkt, og engum má í hug koma að ætla slíka sælu, sem Guð lætur þá menn hafa, er hans boðorð fylla. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 201, 202-203.

No feedback yet