« Dana með þætti á EWTNBiskupsmessa á Djúpavogi: Þangbrands minnst »

17.06.10

  10:50:11, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 153 orð  
Flokkur: Helgir menn, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Altarissakramentið, Trúarleg tónlist og textar

„Drottins móðir, milda og góða.“ Hugleiðing um fjallkonuna

Drottins móðir, milda og góða,
mesta og besta líknin þjóða.
Hreinsa þú mitt hjarta af syndum,
hreinsa í þínum náðarlindum.

Aðeins þú færð þerrað tárin,
þú færð læknað stærstu sárin.
Hvar, sem stígur fæti á foldu,
fögur blóm þar rísa úr moldu.

Gamall sálmur. [1]

Eitt af sæmdarheitum Maríu Guðsmóður er móðir þjóða. Þetta sést t.d. í Maríukvæði Halldórs Kiljan Laxness sem og að í þessu kvæði er hún nefnd líkn þjóða. Í kjölfar frönsku byltingarinnar kom fram hugmyndin um einhvers konar þjóðkonu eða frelsisgyðju og virðist hún hafa tekið við hlutverki Guðsmóðurinnar þegar ríkið gerðist veraldlegt. Hugmyndir um íslensku fjallkonuna spretta að líkindum upp úr þessum jarðvegi.

[1] Heimild: Plötumslag utan um plötuna Íslensk þjóðlög. Guðrún Tómasdóttir, sópran. Ólafur V. Albertsson, píanó. Í enskum texta innan á umslaginu stendur: „Sungið án undirleiks. Þennan fallega sálm lærði söngkonan af frænku sinni. Uppruni hans er óþekktur, en gæti allt eins verið frá kaþólskri tíð.“ Þýð. RGB.

No feedback yet