« Hin myrka nótt sálarinnar eftir Jóhannes af KrossiHin holdlegu augu og það andlega (sjá Jb 42. 5 og Lk 24. 45) »

28.03.06

  14:06:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 715 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Drottinn blás okkur auðmýkt og hlýðni í brjóst

Guðspjall Jesú Krists þann 29. mars er úr Jóhannesarguðspjalli 5. 17-30

En hann svaraði þeim: „Faðir minn starfar til þessarar stundar, og ég starfa einnig.“ Nú sóttu Gyðingar enn fastar að taka hann af lífi, þar sem hann braut ekki aðeins hvíldardagshelgina, heldur kallaði líka Guð sinn eigin Föður og gjörði sjálfan sig þannig Guði jafnan.
Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur Sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér Föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir Sonurinn einnig. Faðirinn elskar Soninn og sýnir honum allt, sem hann gjörir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi, svo að þér verðið furðu lostnir. Eins og Faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og Sonurinn þá, sem hann vill. Enda dæmir Faðirinn engan, heldur hefur hann falið Syninum allan dóm, svo að allir heiðri Soninn eins og þeir heiðra Föðurinn. Sá sem heiðrar ekki Soninn, heiðrar ekki Föðurinn, sem sendi hann. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin, að hinir dauðu munu heyra raust Guðs Sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa. Eins og Faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt Syninum að hafa líf í sjálfum sér. Og hann hefur veitt honum vald til að halda dóm, því að hann er Mannssonur. Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins. Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.

Hugleiðing
Ef við viljum vita hvernig Guð bregst við syndinni er texti þessa dags holl lesning. Guð Faðir bregst við syndsamlegum aðstæðum lífs okkar og ef við viljum fræðast nánar um hvernig okkur ber sjálfum að bregðast við, skulum við horfa til Jesú. Sérfræðiálit vega þungt í nútímanum og áður en veigamiklar ákvarðanir eru teknar leita menn sér sérfræðiálits. Það finnum við hjá Jesú og honum einum, en ekki hjá sjálfskipuðum sérfræðingum „úti í bæ“ sem nú á dögum vita jafnvel allt betur en Guð sjálfur. Hugur Jesú er hugur sjálfs Guðs og orð hans eru orð sjálfs Föðurins.
Jesús segir að sambandi sitt við Föðurinn felist í hlýðninni undir merkjum elskunnar. Jesús gerði aldrei neitt annað en það sem Faðirinn vildi að hann gerði. Hlýðni hans fólst ekki í þrælsótta heldur elsku. Samband Jesús og einingarband við Föðurinn er sjálf elskan. Köllun okkar á þessari pílagrímsgöngu á jörðu er að fela líf okkar Guði á hendur af sömu elsku og hlýðni og Jesús auðsýndi Föðurnum. Eruð þið reiðubúin til að fylgja Drottni og snúa baki við öllu því sem brýtur gegn boðorðum hans, eða ætlið þið að leggja ykkar eigið líf að veði til að þjóna höfðingja þessa heims í öllu því sem gengur þvert á boðorð Drottins himins og jarðar?

„Drottinn blás okkur auðmýkt og hlýðni í brjóst svo að hjörtu okkar verði eitt með þínu Alhelga hjarta svo að við gerum einungis það sem er þér velþóknanlegt.“

No feedback yet