« Kafli úr föstuboðskap páfa á fagnaðarárinu 2000Harmaljóð - notað á föstudaginn langa »

19.02.08

  21:35:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 739 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Dom Helder Camara, erkibiskup.

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Hatur og ofbeldi valda eyðileggingu.

Það er fyrri hluti sunnuda í milljónaborginni Recife í Norðaustur-Brasilíu. Smáhópar manna sitja hingað og þangað um göturnar í fátækrahverfunum. Það eru nokkrir atvinnuleysingjanna 400.000 sem eiga heima í borginni. Berfættir í gatslitnum, reimalausum skóm. Eða alveg skólausir. Fötin eru slitin og tötraleg. Þeir talast ekki við. Hvað eru þeir að gera úti á götu fyrir hádegi á sunnudag?

Sá sem gengur nær þeim kemst á snoðir um að þeir sitja hringinn í kringum útvarpstæki! Þeir hlusta niðursokknir. Það er guðsþjónusta fyrir fátæklinga sem …

þeir eru að hlusta á. Sá sem talar er biskup fátæklinganna, Dom Helder Camara. Hann veit að margir af fátæklingunum hans þora ekki að koma inn í kirkjurnar. Þeir koma sé ekki að því að vera innan um hina kirkjugestina í sunnudagafötunum. Þess vegna kemur biskupinn þeirra út á götu til þeirra. Úvarpið er tækið sem hann notar til þess.

Röddin
sem berst frá tækinu út til hinna alsnauðu, er milljónum manna kunn. Sú rödd hefur nefnilega talað til samvisku allra manna í heiminum, hvað eftir annað. Þegar Helder Camara var tilnefndur erkibiskup í Olinda og Recife 1. apríl 1964, kynnti hann sig í erkibiskupsdæmi sínu og sagði:
- Dyr mínar og hjarta mitt munu vera öllum opin - öllum mönnum, hverjir sem þeir eru …
-Vér erum sannfærð um að allir menn séu börn sama föðurins. Þeir sem eiga sama föður, eru bræður. Umgöngumst því hver annan sem bræður …

Þetta voru falleg orð, en þeim var strax fylgt eftir með athöfnum. Hann flutti úr biskupshöll sinni og í þrjú lítil herbergi. Hann klæddist ekki fötunum fallegu sem fylgja embættisskrúða biskups, heldur gekk í einfaldri hempu.

Biskupskross
úr dýrum málmi bar hann ekki, heldur trékross. Og þannig koma hann heiminum utan Brasilíu fyrir sjónir, að hann væri lítill maður, fátæklega búinn og óþreytandi að tala máli hinna snauðu og kúguðu.

Hann bað heiminn ekki að vera örlátan á velgerðir. Hann bað hann að vera réttlátan. Meðan II Vatíkanþingið stóð yfir, skrifaði hann öllum bræðrum sínum, biskupunum um heim allan, opið bréf. Hann bað þá að leggja niður öll tákn sín um biskupsvirðuleikann. Hann skrifaði að þau líktust valdsmennskutáknum.

Hann gagnrýndi auðmenn í landi sínu harðlega fyrir að arðræna og kúga verkamenn. Hann hefur borið þá sök á verksmiðjueigendur að þeir hafi uppi ósýnilegar orðsendingar í verksmiðjum sínum, svohljóðandi:

"Verkamaður,
þú skalt fá allt,
en láttu þig ekki dreyma
um munaðarvarning miðstéttarinnar,
þekkingu hennar og frelsi!"

Hann hefur ásakað ríku löndin fyrir ótrúlega eigingirni sína. Hann hefur þrábeðið heiminn að spara þá peninga sem hann eyðir í vígbúnað og gefa í staðinn hinum fátæku með sé. Og viðkvæði hans hefur ávallt verið:

"Kærleikurinn einn byggir upp.
Hatur og ofbeldi leiða til eyðileggingar."

Í fyrstunni
reyndu valdamenn í Brasilíu að þegja hann í hel. 1969 var einn nánasti samstarfsmaður hans myrtur. Aðrir samstarfsmenn hans sitja í fangelsum. En það er ekki hægt að þagga niður í Dom Helder Camara. Og það er hlustað á hann um allan heiminn. Fyrir nokkrum árum þáði hann í Noregi Friðarverðlaun fólksins fyrir ofbeldislausa baráttu sína í þágu hinna fátæku. En Camara skeytir ekkert um eigin frægð. "Ég er ekki meira virði en ansinn sem Drottinn Jesús reið inn í Jerúsalem," sagði hann eitt sinn við féttamenn.

Hans Martensen biskup kaþólskra í Danmörku skrifaði í formála að bók eftir Helder Camara: "Það sem Helder Camara hefur sagt, hittir samvisku okkar þar sem hún er viðkvæmust. Það sem er að kristindóminum hjá okkur er einfaldlega það að við lifum ekki samkvæmt honum … Helder Camara sýnir fram á að ef við lifðum samkvæmt þeim kristindómi sem við játum, mundi hann verða virkur og fá fólk til að hlusta."

(((Helder Camara dó árið 1999.)))

No feedback yet