« Ritningarlesturinn 25. ágúst 2006Um Drottins trúu múrverksmenn, fríhyggjumenn og frímúrara »

24.08.06

  10:30:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 104 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Dobrotolubije – úrval úr rússnesku Fílókalíunni nú komið á pdf formati

Ég vil vekja athygli á því að í gær kom úrval úr rússnesku Fílókalíunni eða Dobrotolubije á Vefrit Karmels á pfd formati. Það kom mér reyndar sjálfum á óvart hversu heimsóknirnar voru margar eða 48 þar sem ritið birtist ekki fyrr en kl. 10 í gærkveldi á netinu.

Í ritinu sem fjallar um Hina óaflátanlegu bæn hjartans má sjá hvernig hinir heilögu feður Austurkirkjunnar hafa glætt þá elsku hjartans til Guðs sem mér hefur verið svo tíðrætt um að undanförnu, þá sömu brennandi elsku sem lífað hefur í hjarta kirkjunnar frá upphafi vega.

TENGILL

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég vil koma á framfæri þakklæti til þeirra mörgu sem látið hafa hrífast af Dobrotulubije s, l. tvo sólahringa. Það segir mér einfaldlega að enn hafa margir Íslendingar áhuga á bæn hjartans.

Ég mun bæta um betur á vetri komandi og birta verk Soffronij arkimandrita um líf heil. Silúan starets á Aþosfjalli sem ég hef verið að þýða í samvinnu við feðurna í Stavropedic Monastery of St. John the Baptist í Essex í Englandi.

Heil. Silúan nýtur ekki minni hylli innan Vesturkirkjunnar en Austurkirkjunnar eins og sjá má best á því að þrjár hugleiðingar hafa birst eftir hann með ritningarlestrum dagsins á þessu ári.

Heil. Silúan leiðir okkur einfaldlega fyrir sjónir hversu lifandi arfleifð eyðimerkurfeðranna blómstar enn í kirkjunni. Heil. Silúan er verðugur fulltrúi fyrir iðkendur bænar hjartans á okkar dögum.

Næstkomandi vetur mun ég einnig taka saman greinaflokk um guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú, en það er með þessum hætti sem Vesturkirkjan hefur ræktað þessa fornu arfleifð.

Fyrir munn heil. Þeófans biskups segi ég: Spassiba, dobrije drugie Jeshua Xhristos!

26.08.06 @ 10:57