« Misskilningur fjölmiðla í viðtalinu við Girotti erkisbiskupAf hverju gefur Guð okkur ekki Mercedes Benz? »

13.03.08

  15:25:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 194 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dellufrétt um nýjar dauðasyndir flýgur um heimsbyggðina

Sú fregn hefur flogið um heimsbyggðina að Kaþólska kirkjan sé búin að skilgreina nýjar dauðasyndir. Hér á Íslandi hafa menn einnig látið blekkjast af þessum furðufregnum og ekki hirt um að kanna málið frekar eða skoða heimildir sínar með gagnrýnum hætti. Fyrstir til að láta blekkjast hérlendis virðast hafa verið hinn góðkunni fjölmiðlamaður Jónas Kristjánsson á vefritinu jonas.is sem og ritstjórn vefritsins vantru.is sem vísar í pistil Jónasar. Þessi missögn er byggð á útúrsnúningi á orðum Gianfranco Girotti erkibiskups í viðtali við málgagn páfagarðs L'Osservatore Romano og virðist breska dagblaðið The Daily Telegraph eiga hinn vafasama heiður að verða fyrst með dellufréttina sem sjá má hér. „Eitt af því sem Girotti erkibiskup hélt fram var að nútíminn skildi ekki eðli syndarinnar. Þessi fjölmiðlauppákoma virðist því óvart hafa undirstrikað það sem erkibiskupinn hélt fram" sagði í vefritinu Catholic World News í umfjöllun um málið sem lesa má hér.

No feedback yet