« „Þögnin rofin“ - nokkrir vitnisburðir gegn fósturdeyðingumFagráð gegn kynferðisofbeldi skipað »

13.11.12

  20:25:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 226 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Helgir menn

Bók um andlega hjálp vegna kynferðisníðs

Áðan fylgdist ég með athyglisverðum þætti á EWTN sjónvarpsstöðinni en þar sagði bloggarinn og fyrrum gyðingurinn Dawn Eden frá leið sinni til Kaþólsku kirkjunnar. Hún sagði einnig frá bók sem hún hefur skrifað um
andlega hjálp fyrir fullorðna sem hafa upplifað kynferðisníð í æsku eða aðra illa meðferð. Bókin heitir My Peace I Give You: Healing Sexual Wounds with the Help of the Saints og er fáanleg hjá bókaversluninni Amazon, en á vef Amazon er þessi umsögn um bók hennar sem hljóðar svo í lauslegri þýðingu:

"Í bókinni notar Dawn sögu sína til að kynna fjölda heilags fólks eins og Laura Vicuna, Thomas Aquinas og Bernard frá Clairvaux sem þjáðust vegna kynferðisníðs- eða misnotkunar. Hún fjallar einnig um Ignatius Loyola sem þjáðist vegna illrar meðferðar og þess að vera yfirgefinn.

Lesendur sem leita heilunar finna þar frásagnir af dýrlingum með sár eins og þeirra og kynnast sögum sem bera vitni umbreytandi náð. Eden kannar mismunandi víddir hinnar himnesku náðar, verndandi, sameinandi, hreinsandi, o.s.frv. til að hjálpa þeim sem þjáðust vegna kynferðisníðs í æsku að skilja sérkenni sín með hjálp kærleika Krists."

Þegar þetta er skrifað er bók Eden númer tvö á metsölulista yfir best seldu bækurnar í flokknum "Gender & Sexuality in Religious Studies", sjá hér: http://www.amazon.com/gp/bestsellers/books/271630011

Þáttinn með viðtalinu við Dawn Eden má finna í heild sinni á YouTube vefsetrinu hér:
[youtube]GDep1lqPDs0[/youtube]
Beinn tengill: http://www.youtube.com/watch?v=GDep1lqPDs0

1 athugasemd

Athugasemd from: Dawn Eden
Dawn Eden

So happy you liked my interview! I own the translation rights to “My Peace I Give You” and would love to license a translation into Icelandic. Moreover, it would be wonderful to speak in your beautiful country about healing sexual wounds with the help of the saints. If you know a publisher who might be interested in publishing the book in your country, please let them know they may contact me. Thanks so much, and God bless!

23.12.13 @ 00:18