« Alheimshreyfing hjóna til hjóna (The Couple to Couple League International (CCLI)Um barnaníð og markvissa útbreiðslu hómósexúalisma innan kaþólsku kirkjunnar (1) »

24.03.07

  10:30:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 222 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Dauði fyrir Evu, líf fyrir Maríu!

Þann 25. mars er minningardagur opinberunar Maríu Guðsmóður í Lourdes þegar hún sagði við heil. Bernadettu: „Ég er hinn FLEKKLAUSI GETNAÐUR!“

Við skulum því hyggja að því hvað „Ljós mannanna“ (Lumen Gentium) segir:

LÍFIÐ KOM FYRIR MARÍU

Það er því við hæfi að hinir heilögu feður sjá Maríu sem verkfæri Guðs, ekki einungis með óvirkum hætti, heldur sem meðvirka í endurlausn mannkynsins í trú og hlýðni.

Heil. Íreneus segir: „Með hlýðni sinni varð hún að uppsprettu hjálpræðis bæði sjálfri sér og öllu mannkyninu til handa.“ Því eru þeir ekki svo fáir meðal hinna fornu feðra sem fullyrða fullir gleði í predikun sinni: „María leysti hnút óhlýðni Evu með hlýðni sinni. Það sem meyjan Eva hneppti í fjötra með vantrú sinni, leysti meyjan María með hlýðni sinni.“ Þegar þeir báru Maríu saman við Evu, þá nefndu þeir hana „Móður lifenda“ og enn oftar sögðu þeir: „Dauði fyrir Evu, líf fyrir Maríu“ (Lumen Gentium, VIII 56).

Þetta er óaðskiljanlegur hluti okkar heilögu kaþólsku trúar eins og við meðtókum hana úr höndum hinna heilögu feðra og mæðra.
 
SJÁ

No feedback yet