« Ljóð andans (Cantico espiritual) eftir Jóhannes af Krossi á íslenskuHver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir »

22.03.06

  17:54:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 470 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Dagur ófæddra barna er 25. mars (Boðunardagur Maríu Guðsmóður)

Noticias Globales, Lima, Perú, 21. mars 2006. Í tilefni þess að hinn 25. mars hefur verið valinn sem Dagur ófæddra barna, vill Biskuparáð Perú kunngera eftirfarandi:

Að frumkvæði Páfastóls hafa fjölmörg ríki ákveðið að gera þann 25. mars að Hátíð dags ófæddra barna. Svo er Guði fyrir að þakka að land okkar hefur ákveðið að verða við þessum óskum.

Eins og blasir hefur við sjónum hrekkur þessi hátíð ekki til að verja hið saklausa líf, en hún getur orðið verðugt tilefni til að kynna perúsku þjóðinni gildi og helgi lífsins við getnað. Með því að innleiða þessa hátíð gefst tilefni til að boða guðspjall lífsins og berjast gegn lögum sem hvetja til fóstureyðinga með því að grípa til aðferða efnafræðinnar til að lítilsvirða lífið með því að hafna gildi þess við getnað.

Ekki er unnt að komast hjá því að minnast á fjölmarga fjölmiðla sem kosið hafa að fylgja siðrænni afstæðishyggju og það sem verra er, að hvetja til fóstureyðinga. Auk þess verður að vekja athygli á því að fjölmörg fyrirtæki hafa ákveðið að leggjast á sveif með því að fóstureyðingar verði lögleiddar í landi okkar.

Á fyrstu mánuðum embættistíðar sinnar hefur hans heilagleiki Benedikt XVI hvað eftir annað lagt ríka áherslu á „flekkleysi nýgetins lífs og einarða andstöðu gegn fóstureyðingum.“ Hvað áhrærir fæðingu barns hefur hann lagt áherslu á, „gildi það sem Guð hefur opinberað hvað áhrærir manninn og hvetur okkur til að vernda helgi lífsins frá fyrsta andartaki getnaðar allt að dauðastundinni.“ Í áheyrnartímanum þann 28. desember vísaði hann þannig til síðari hluta sálms 138: „Þessi sálmur áminnir okkur á það með sterkum orðum að Guð horfir til eilífðar hvað áhrærir hinn lítilmótlega. Samkvæmt orðum hins heilaga föður liggur ljóst fyrir „hátign sérhverrar mennskrar sköpunar áður en hún hefur verið mótuð af höndum Guðs og sé umvafin elsku hans sem Biblían leggur áherslu á frá fyrsta andartaki tilvistar hennar.“

Þegar Dagur ófæddra barna er haldinn samtímis Boðunardegi Maríu er það gert til að leggja áherslu á að Guð hefur ekki ofurselt okkur á vald illskunnar, heldur vakir yfir velferð þeirra smæstu hinna smæstu. Þetta tilefni hvetur okkur til að gera eftirfarandi: Að verja lífið á sérhverju andartaki og undir öllum kringumstæðum og vernda það gegn öllu óréttlæti sem gjöf Guðs.

Nefnd biskuparáðsins til verndar fjölskyldu og lífi.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Fjölmörg ríki í Suður- og Miðameríku hafa ákveðið að helga óbornum börnum sunnudaginn 25. mars. Það var Jóhannes Páll páfi II sem hvatti til þessa. El Salvador var fyrsta ríkið sem reið á vaðið 1993. Argentína fygldi í kjölfarið 1998, og næst kom röðin að Chile, Costa Rica og Guatemala árið 1999. Nicaragúa bættist við árið 2000, Dóminíkanska lýðveldið 2001, Perú 2002 og loks Paraguay 2003.

23.03.06 @ 13:19