Flokkur: "Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar"

Blaðsíður: 1 2 4

30.03.07

  22:49:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 75 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Trúfrelsi er ekki bara rétturinn til að tilbiðja“

London 29.03.2007. (Zenit.org og indcatholicnews.com).- Murphy O'Connor kardínáli sagði nýlega að trúfrelsi væri ekki bara rétturinn að tilbiðja. Kardínálinn lét jafnframt í ljósi áhyggjur sínar yfir því að breskt þjóðfélag væri að ýta trúnni út á jaðarinn. „[Trúfrelsi] er frelsið að mega þjóna samfélaginu í ljósi sannfæringar okkar“ sagði kardínálinn. [1] og [2]

  22:38:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 34 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Fyrstu réttindi barna eru að fá að fæðast“

Genf, 29.03.2007. (Zenit.org). „Fyrstu réttindi barna eru að fá að fæðast.“ Þetta sagði fastafulltrúi Páfagarðs hjá Sameinuðu þjóðunum Tomasi erkibiskup í nýlegu ávarpi sem hann flutti. [1]

  22:26:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 53 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Verður gamla messuformið leyft aftur?

30.03.2007. (catholicnews.com) Heimildir eru fyrir því að bráðlega muni Benedikt XVI páfi heimila notkun gamla messuformsins (Trident) sem notað var fyrir 2. Vatíkanþingið. Áður en hann varð páfi hafði hann gagnrýnt hinar róttæku breytingar sem Páll VI heimilaði á hinu á hinu 400 ára gamla messuformi. [1]

29.03.07

  20:52:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 71 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskum presti stefnt fyrir andkommúnískan áróður í Hanoi

Hanoi, 29.3.2007. (Asianews.it). Nguyen Van Tranh hefur skrifað frétt á Asianews.it þar sem hann greinir frá því að kaþólskum presti séra Ly hafi verið stefnt fyrir dómara og hann ákærður fyrir áróður gegn kommúnistaflokknum. Samkvæmt víetnömskum lögum er trúfélögum ekki heimilt að starfa í skólum, heilsustofnunum, við félagsþjónustu eða að útgáfu. [1]

  20:43:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ítalska biskuparáðið mælir gegn borgaralegum giftingum

Róm, 29.3.2007. (AsiaNews.it). Ítölsku biskuparnir segja að kristnir stjórnmálamenn eigi að greiða atkvæði gegn frumvörpum sem heimili borgaralegar giftingar, þar með talin samkynja sambönd. Yfirlýsingu biskupanna ber ekki að túlka sem afskiptasemi heldur sem ábendingu til góðs fyrir samfélagið. [1]

  20:35:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 73 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Breskur kardínáli gagnrýnir lagasetningu um ættleiðingar

London 29. mars 2007. (catholicnews.com). Breski kardínálinn Murphy O'Connor hefur gagnrýnt nýlega lagasetningu sem fór í gegnum breska þingið án mikillar umræðu en samkvæmt þessum lögum mun 13 kaþólskum ættleiðingarstofnunum m.a. verða gert að miðla börnum til fólks í samkynja samböndum. O'Connor og aðrir breskir biskupar hafa sagt að hugsanlega muni lagabreytingin neyða kirkjuna til að loka þessum stofnunum. [1]

  20:25:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 48 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Frönsk nunna læknast af parkinsonsveiki

París, 29. mars 2007 (CWNews.com). Frönsk nunna langt leidd af parkinsonsveiki er sögð hafa læknast eftir að heitið var á milligöngu hins þá nýlátna páfa Jóhannesar Páls II. Regla nunnunnar hefur heitið því að greina frekar frá málinu á næstunni. [1]

24.03.07

  23:26:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 76 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Evrópskir biskupar þinga í Róm

24.03.2007. AsiaNews.it. Evrópskir biskupar héldu fund í Róm til að minnast 50 ára afmælis Rómarsáttmálans. Vörn lífsins, réttindi foreldra til að mennta börn sín og trúfrelsi sem annað og meira en persónuleg réttindi eru áhersluatriði kaþólsku kirkjunnar. „Evrópa verður að viðurkenna hinar trúarlegu rætur sínar“ sagði Mgr. Angelo Bagnasco forseti fundarins í ávarpi sínu. [1]

  23:02:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 72 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir árásarmönnum árið 2006

24.03.2007. AsiaNews.it. Dagurinn í dag, 24. mars er helgaður trúboðsfélögum kaþólsku kirkjunnar og fórna trúboðanna minnst með bænum og föstu. Þessi dagsetning var valin til að minnast árásarinnar á Romero erkibiskup í El Salvador en hann var skotinn til bana við altarið á þessum degi árið 1980. 24 kaþólskir trúboðar féllu fyrir hendi árásarmanna við skyldustörf sín árið 2006. Sjá tengil: [1]

23.03.07

  20:24:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 110 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Viðræður kaþólskra og gyðinga í Jerúsalem

Róm, 20. mars 2007. (Zenit.org).- Dagana 11.-13. mars sl. fóru fram í Jerúsalem viðræður milli sendinefndar Páfagarðs og sendinefndar ísraelska aðalrabbínans. Að viðræðum loknum gáfu leiðtogar þeirra út sameiginlega yfirlýsingu. Þar kom fram ósk um að viðræðurnar yrðu báðum trúarsamfélögum til blessunar. Þeir undirstrikuðu að Guð hefði skapað manninn sem félagsveru og því væri frelsi hans takmörkum sett. Frelsi viljans væri komið frá Guði og væri því ekki algert heldur ætti það að endurspegla vilja Guðs og lögmál hans. Sjá tengil: [1].

22.03.07

  21:37:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 339 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Forvarnir, Hjónabandssakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Frjálslyndi í kynferðismálum hefur grafið undan frelsi kvenna“

Þetta sagði Melinda Tankard Reist, stofnandi Womens Forum Australia www.womensforumaustralia.org í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna. American Psychological Association APA hefur nýlega gefið út skýrslu um skaðvænleg áhrif klámvæðingar. Sjá tengil: [1]

Read more »

  21:20:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 79 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Erkibiskup í Zimbabwe hvetur til friðsamlegrar andspyrnu

22. mars 2007, CWNnews.com. Pius Ncube erkibiskup í Zimbabwe hefur hvatt fylgjendur sína til að mótmæla mannréttindabrotum sem ríkisstjórnin þar í landi hefur staðið fyrir og að beita friðsamlegri andspyrnu til að fella stjórnina. „Við verðum að standa staðföst, jafnvel andspænis skothríð“ sagði erkibiskupinn í kjölfar nýlegrar öldu ofbeldis þar sem stuðningsmenn stjórnarinnar hafa fangelsað eða drepið pólitíska andstæðinga. Sjá tengil: [1].

21.03.07

  21:04:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Bandarískur biskup fordæmir klám

Zenit.org. Kaþólski biskupinn í Kansas City Robert Finn gaf í síðasta mánuði út hirðisbréf [1] þar sem hann fordæmir klám og segir það ógna mannlegri virðingu. Í viðtali við Zenit fréttaþjónustuna [2] fjallar hann um skaðvænleg áhrif kláms og hvernig hægt sé að vinna gegn áhrifum þess innan fjölskyldunnar.

19.03.07

  23:32:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Rannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl 2004

AsiaNews.it. Rannsóknarnefnd filippseyskra biskupa staðfestir kosningasvindl í kosningunum 2004. Talið er líklegt að einn mótframbjóðenda Arroyo hafi orðið af 600 þús. atkvæðum. Ekki er þó talið að þetta hafi skipt sköpum í kosningunum. Rannsóknarnefndin telur ekki að Arroyo sé heilinn á bakvið svindlið heldur fólk nálægt henni. [1] Nýlegar fréttir greina frá því að biskuparnir hafi hafnað tilboði valdstjórnarinnar um að þeir styðji ákveðna frambjóðendur. [2]

  23:03:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 53 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kristnir greiða verndargjald í Írak

AsiaNews.it greinir frá því að kristnir hópar í Bagdad og Mosul séu látnir greiða verndargjald til vopnaðra hópa múslima, svonefnt jizya sem tíðkaðist á tímum Ottómannaveldisins. Þeim er jafnframt sagt að þeir megi ekki láta yfirvöld vita af þessu. Sjá tengil: [1]

14.03.07

  23:57:52, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 60 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Mótmælendaprestur dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Mótmælendapresturinn Dmitry Shestakov var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Úzbekistan. Hann var fundinn sekur um að hafa rætt við fólk og haldið ræður. Lögreglan tekur myndir af fólki sem kemur í kirkju og yfirheyrir það. Trúfrelsi er áfátt í Úzbekistan og lögregluaðgerðir tíðar gegn kristnum söfnuðum: [1]

  23:32:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum mótmæla kjarnorkuvopnum

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum hafa beitt sér gegn endurnýjun Trident kjarnaflaugakerfisins en umræður um það eru í breska þinginu. Það viðhorf hefur komið fram að endurnýjun breska kerfisins á þessum tímapunkti sé óheppilegt og leiði til aukinnar framleiðslu þessara vopna í heiminum. Sjá eftirfarandi tengla: [1],[2] og [3].

13.03.07

  23:21:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 122 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Tveir fréttamolar af Asianews

Pútín Rússlandsforseti hitti Benedikt páfa XVI í Páfagarði nú síðdegis. Þeir ræddust við í um 25 mínútur og skiptust á gjöfum. Sjá hér: [Tengill]

Í nafni fjölmenningarhyggju færist í vöxt að leyfa fjölkvæni meðal múslima á á Grikklandi. Sú spurning er skoðuð hvað gera eigi ef maður sem á fjórar konur flytur til Ítalíu. Hver múslimskur karl má eiga fjórar konur en kona má aðeins eiga einn mann á þeirri forsendu að annars væri ógerlegt að feðra börnin. Sjá hér: [Tengill]. Hin kristna lífssýn byggir eins og kunnugt er á því að hjónabandið sé samband eins karls og einnar konu.

20.12.06

  18:59:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 159 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skóli í Betlehem þarf að rífa mötuneytið vegna öryggisveggsins

Independent Catholic News greinir frá því að skóli í Betlehem sem opinn er börnum múslima, kristinna og gyðinga hafi sent út hjálparbeiðni eftir að hafa fengið fréttir af því að hluti skólabyggingarinnar verði að víkja fyrir 'öryggisveggnum' svonefnda sem verið er að byggja umhverfis þorpið.

Read more »

31.10.06

  20:26:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 175 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar gengur í hjónaband í Páfagarði

Næsta laugardag mun Nicholas Windsor lávarður, sonur hertogahjónanna af Kent ganga í hjónaband í Páfagarði. Windsor lávarður sem er einna minnst þekkti meðlimur konungsfjölskyldunnar mun kvænast króatískri hefðarkonu fæddri í Bretlandi: Donna Paola Doimi de Frankopan. Lávarðurinn verður fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem gengur í hjónaband í Páfagarði. Hann er líka fyrstur meðlima konungsfjölskyldunnar að giftast í rómversk-kaþólskum sið frá siðaskiptum.

Read more »

21.09.06

  21:41:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 105 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Þrír kaþólskir menn teknir af lífi í Indónesíu

Palu (AsiaNews). Þær fréttir voru að berast frá Indónesíu að þrír kaþólskir menn sem voru dæmdir til dauða fyrir þátttöku þeirra í uppþoti árið 2000 hafi verið teknir af lífi. Ýmsir mannréttindahópar, þeirra á meðal Amnesty International höfðu unnið í máli mannanna. Mennirnir höfðu óskað eftir því að fá að meðtaka sakramentin fyrir aftökuna en því var synjað.

Heimildir:
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=7280
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=6988
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=7279

03.07.06

  09:35:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 145 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dauðarefsingu hafnað á Filippseyjum

Filippseyska þingið hefur hafnað dauðarefsingu og Arroyo forseti undirritaði lög þess efnis 25. júní sl. Í tilefni þess var haldin kaþólsk hátíðarmessa. Meðal þátttakenda voru þingmenn sem unnið höfðu gegn dauðarefsingunni. Biskupinn í Pasig leiddi messuna og sagði m.a.: „Þjóðin er að færa sig frá réttlæti sem drepur yfir í réttlæti sem græðir. Aðeins Guð hefur réttinn til að taka líf.“ Biskupinn minnti einnig á ástandið í fangelsum landsins.

Um 1200 manns biðu fullnustu dauðarefsingar í landinu, þar á meðal 11 hryðjuverkamenn sem tengdust al-Quaeda. Dómum þeirra var breytt í lífstíðardóma. Nokkrar aftökur fóru fram á Filippseyjum á árunum 1999-2000 en þeim var frestað vegna þrýstings frá kaþólsku kirkjunni og Evrópusambandinu.

RGB/Heimild: Ensk vefútgáfa Asianews.it. http://www.asianews.it

30.06.06

  18:00:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 592 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Andi sannleikans mun leiða yður

Á hvítasunnudaginn 4. júní sl. átti ég þess kost að vera viðstaddur messu í St. Andrews kirkjunni í Roanoke í Virginiu. Vefsetur kirkjunnar ásamt upplýsingum um hana má finna á vefslóðinni http://www.standrewsroanoke.org/. Byggingin er úr hlöðnum steini með tveim turnspírum. Birtan berst inn gegnum fagurlega skreytta glugga með myndum úr biblíunni. Kirkjugestir sitja á löngum trébekkjum sem hver um sig er líkast til á lengd við tvo eða þrjá bekki Landakotskirkju. Messan fór fram á ensku en það vakti athygli mína að þegar kom að fyrirbænum þá voru þær lesnar á ensku, spænsku og vítenömsku. Bænasvörin voru svo líka sungin á þessum tungumálum. Þetta tók ekki langan tíma en hefur örugglega snert strengi í brjóstum þess fólks sem á þessar tungur að móðurmáli. Predikunin var stutt en hnitmiðuð.

Read more »

26.05.06

  09:41:19, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 228 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Stjörnufræðingur Páfagarðs segir sköpunarhyggjuna vera hjátrú

GLASGOW - 24. maí 2006 Independent Catholic News
Sú trú að Guð hafi skapað alheiminn á sex dögum er hjátrú og eins konar heiðni sem varpar rýrð á trú og ógnar vísindum, segir bróðir Guy Consolmagno jesúíti. Hann sagði að „eyðandi goðsögn“ hefði náð að myndast í þjóðfélögum nútímans um að trú og vísindi væru andstæð hugmyndakerfi. Sköpunarhyggjan sem ýtti undir þetta væri að áliti fræðimanna útúrsnúningur á biblíulegum textum.

Read more »

01.05.06

  07:34:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 181 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar skrifa vefbækur

Nokkrir fillippseyskir biskupar halda úti vefbókum þar sem þeir færa inn hugleiðingar sínar. Mgr. Jose R. Manguiran, biskup í Dipolong heldur úti vefritinu „The Meaning“, „Viewpoints“ er dagbók mgr. Oscar V. Cruz, erkibiskups í Lingayen-Dagupan. „Tidbits“ heitir svo vefbók mgr. Leonardo Medroso, biskups í Borongan. Vefsíðu biskuparáðs Filippseyja má finna á vefslóðinni http://www.cbcponline.net/, en á þeirri síðu má m.a. finna hugleiðingar forseta ráðsins Angel N. Lagdameo erkibiskups í Jaro. Hann er einnig með vefbók á slóðinni http://abplagdameo.blogspot.com/. Fleiri biskupar eru einnig með vefbækur. Þar má nefna erkibiskupinn Orlando B. Quevedo, O.M.I. á vefslóðinni http://abpquevedo.blogspot.com/. Á slóðinni http://archbishopcapalla.blogspot.com/ má svo finna vefbók Capalla erkibiskups.

Read more »

1 2 4