Flokkur: "Nokkrir gullmolar úr Tkk"

22.05.08

  20:29:01, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 328 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Læknið sjúka!

1508. Heilagur Andi gefur sumum sérstakar náðargáfur til að lækna [118] svo að kraftur náðar hins upprisna Drottins verði sýnilegur. En jafnvel áköfustu bænum er ekki ætíð gefið að lækna alla sjúkdóma. Þannig verður heilagur Páll að læra frá Drottni að “náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika” og að þjáningin sem þola verður getur merkt að “það sem enn vantar á þjáningar Krists, uppfylli ég með líkamlegum þjáningum mínum til heilla fyrir líkama hans, sem er kirkjan”. [119]

1509. (1405) “Læknið sjúka!” [120] Þessa skipun fékk kirkjan frá Drottni og hún kappkostar að hlýða henni með því að annast sjúka og fylgja þeim með ………

Read more »

21.05.08

  21:22:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 288 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Návist Krists með orði hans og krafti Heilags Anda

1373. “Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss,” og hann er nálægur kirkju sinni á margan hátt:[195] Í orði sínu, í bæn kirkju sinnar, “hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”, [196] í hinum fátæku, sjúku og þeim sem í fangelsi eru, [197] í sakramentunum sem hann er höfundur að, í messufórninni, og í persónu helgiþjónsins. En “einkum og sér í lagi er hann nærverandi… undir myndum evkaristíunnar.” [198]


1374.
Hvernig návist Krists er háttað undir myndum evkaristíunnar er ………

Read more »

19.05.08

  20:29:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Gyðinglegir og kristnir helgisiðir

"……… 1096. Betri þekking á trú og trúarlífi Gyðinga eins og það er játað og lifað jafnvel í dag getur hjálpað okkur að skilja betur vissa þætti kristinna helgisiða. Bæði hjá Gyðingum og kristnum mönnum er Heilög Ritning undirstöðuatriði í helgisiðum þeirra: prédikunin á Orði Guðs, svarið við Orðinu, lofgjörðar- og árnaðarbænir fyrir lifandi og dánum, og ákall um miskunn Guðs. Orðsþjónustan sækir sína sérstöku uppbyggingu til bænar Gyðinga. Tíðabænirnar og aðrir helgisiðatextar og fast orðalag eiga sér hliðstæður í bæn Gyðinga og einnig okkar lotningaverðustu bænir, þar með talin hin Drottinlega bæn. Efstubænirnar fá innblástur sinn úr hefð Gyðinga. Tengslin milli helgisiða Gyðinga og helgisiða kristinna manna, en einnig munur þeirra innbyrðis, eru einkum sýnileg á hinum miklu hátíðum kirkjuársins eins og á páskum. Gyðingar og kristnir menn halda báðir páska hátíðlega. Hjá Gyðingum er um að ræða páska sögunnar sem stefna til framtíðar; hjá kristnum mönnum eru þeir páskar sem uppfylltust í dauða og upprisu Krists enda þótt það sé ávallt í eftirvæntingu um endanlega fullnustu þeirra. ………"

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

16.05.08

  21:43:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 227 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Hvað þýðir “kaþólskur”?

"……… 830. (795, 815-816) Orðið “kaþólskur” þýðir “almennur” í þeim skilningi að vera “allsherjar” eða “viðkomandi öllu - heildinni”. Kirkjan er kaþólsk í tvennum skilningi: Í fyrsta lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að Kristur er nærverandi í henni. “Þar sem Kristur Jesús er nærstaddur, þar höfum við kaþólsku kirkjuna.” [307] Í henni er að finna fullnustu líkama Krists í einingu við höfuð sitt; það þýðir að hún fær frá honum alla “fullnustu meðala hjálpræðisins” [308] sem eru að hans vilja: rétt og full játning trúarinnar, fullt sakramentislegt líf og vígð hirðisþjónusta samkvæmt hinni postullegu vígsluröð. Samkvæmt þessum grundvallarskilningi var kirkjan kaþólsk þegar á hvítasunnudaginn [309] og hún verður kaþólsk þar til Kristur snýr aftur.

831. (849, 360, 518) Í öðru lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að hún er send með erindi út til alls mannkynsins: [310] Allt mannkyn er kallað til þess að tilheyra hinum nýja Guðs lýð. Hann á að vera einn og einstæður og breiðast út um heim allan og vera til á öllum öldum, svo að tilgangur vilja Guðs geti náð að rætast. ………"

_________________________

307 Hl. Ignatíus frá Antíokkíu, Ad Smyrn. 8, 2.
308 UR 3; AG 6; EF 1:22-23.
309 Sbr. AG 4.
310 Sbr. Mt 28:19.

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

11.05.08

  21:06:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 174 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

HEILAGUR ANDI OG KIRKJAN Í HELGISIÐUNUM

"……… 1091. (798) Í helgisiðunum er Heilagur Andi uppfræðari lýð Guðs í trúnni og hagleikssmiður “meistaraverka Guðs”, sakramenta nýja sáttmálans. Andinn þráir og starfar að því í hjarta kirkjunnar að við fáum lifað lífi hins upprisna Krists. Þegar Andinn finnur í okkur viðbragð trúarinnar sem hann hefur vakið upp í okkur, kemur hann því til leiðar að einlægt samstarf kemst á. Eftir þeim leiðum verða helgisiðirnir sameiginlegt verk Heilags Anda og kirkjunnar.

1092. (737) Í þessari sakramentislegu ráðstöfun á leyndardómi Krists verkar Heilagur Andi á sama hátt og hann gerir á öðrum tímum í ráðdeild hjálpræðisins: Hann býr kirkjuna undir að mæta Drottni sínum; hann minnir á Krist og lætur trú samkundunnar þekkja hann. Með sínum umskapandi krafti gerir hann leyndardóm Krists hér og nú lifandi og nærverandi. Að lokum kemur Andi samfélagsins kirkjunni til einingar við líf og erindi Krists. ………"

_________________________
_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

04.05.08

  19:44:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 951 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk, Lífsvernd

Fóstureyðing

2270. Mannlegt líf verður að virða og vernda með öllum ráðum frá því andartaki að getnaður á sér stað. Það ber að viðurkenna að mannsbarninu ber réttur einstaklings frá fyrsta andartaki tilveru þess - þar á meðal órjúfanlegur réttur hverrar saklausrar mannveru til lífs. [72] "Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig." [73] "Beinin í mér voru þér eigi hulin þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar." [74]

2271. Alveg frá fyrstu öld hefur kirkjan lýst því yfir að allar fóstureyðingar væru siðferðisbrot. Þessi kenning hefur ekkert breyst og er hún eftir sem áður óbreytanleg. Bein fóstureyðing, það er að segja fóstureyðing sem annaðhvort er markmið aðgerðar eða leið að því, brýtur með alvarlegum hætti gegn siðalögmálinu: Nýtt líf skalt þú ekki drepa með fóstureyðingu og ekki skaltu stuðla að því að nýfæddu barni sé eytt. [75] Guð, Drottinn lífsins, hefur falið mönnunum það göfuga hlutverk að ………

Read more »

03.05.08

  21:03:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 591 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

"OG EIGI LEIÐ ÞÚ OSS Í FREISTNI"

2846. Þessi bæn fer að rótum þeirrar sem á undan fer því syndir okkar er afleiðing þess að við höfum látið undan freistingunni; þess vegna biðjum við Föður okkar að "leiða" okkur ekki í freistni. Erfitt er að þýða gríska orðasambandið sem notað er með einu orði: það þýðir "lát þú oss eigi falla í freistni" eða "lát þú oss eigi leiðast til freistni." [150] "Guð getur eigi orðið fyrir freistingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns"; [151] hann vill þvert á móti frelsa okkur undan hinu illa. Við biðjum hann um að láta okkur ekki ganga þann veg sem leiðir til syndar. Við stöndum í stríði "milli holds og anda"; þessi bæn biður Andann um dómgreind og styrk.

2847. Heilagur Andi fær okkur til að ………

Read more »

27.04.08

  20:56:43, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 373 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Boðorð kirkjunnar

2041. Boðorð kirkjunnar eru sett í tengslum við siðferðilegt líf sem bundið er helgisiðalífi og nært af því. Skuldbindingar þessara laga sem gefin eru út af þjónustuvaldinu eru þess eðlis að þeim er ætlað að tryggja að lágmarki hinum trúuðu nauðsynlegan bænaranda og siðferðilega atorku til að vaxa í kærleika til Guðs og náungans: ………

Read more »

22.03.08

  08:20:21, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 121 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Allt ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páska

512. Trúarjátningin nefnir ekkert annað í lífi Krists en leyndardóma holdtekjunnar (getnað og fæðingu) og páskaleyndardóminn (píslargönguna, krossfestinguna, dauðann, greftrunina, niðurstigninguna til heljar, upprisuna og uppstigninguna). Hún segir ekkert skýrum orðum um leyndardóma leynds lífs Jesú eða opinbert líf hans en trúaratriðin um holdtekjuna og píslargönguna varpa ljósi á allt líf hans á jörðu. “Allt sem Jesús gjörði og kenndi frá upphafi, allt til þess dags er hann… varð upp numinn”, ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páska.

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

14.02.08

  20:24:08, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 107 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Von um hjálpræði

64. Fyrir tilstilli spámannanna mótar Guð þjóð sína í voninni um hjálpræði, í eftirvæntingu um nýjan og ævarandi sáttmála fyrir alla menn, sáttmála sem ritaður er í hjarta þeirra. Spámennirnir kunngera gagngera endurlausn fyrir þjóð Guðs, hreinsun á allri ótryggð þeirra, hjálpræði sem muni ná til allra þjóða. Umfram allt munu hinir fátæku og auðmjúku Drottins bera þessa von. Slíkar heilagar konur sem Sara, Rebekka, Rakel, Mirjam, Debóra, Hanna, Júdít og Ester héldu lífi í voninni um hjálpræðið. Hreinust þeirra allra var María.

06.02.08

  08:26:44, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Guð einn fyrirgefur syndir

1441. Guð einn fyrirgefur syndir. Jesús er Sonur Guðs og því segir hann um sjálfan sig: “Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu”; hann fer með þetta guðdómlega vald: “Syndir þínar eru fyrirgefnar”. Í krafti guðdómlegs myndugleika síns gefur hann mönnum þetta vald til að fara með í hans nafni.

1442. Vilji Krists er sá að í bænum, lífi og athöfnum sínum sé öll kirkjan tákn og verkfæri þeirrar fyrirgefningar og sátta sem hann ávann okkur með blóði sínu. Og hann treysti hinni postullegu hirðisþjónustu fyrir því að veita syndaaflausn. Hún hefur með höndum “þjónustu sáttargjörðarinnar”. Postulinn er sendur út sem “erindreki Krists” og fyrir hann er það “Guð sem áminnir” okkur og hvetur: “Látið sættast við Guð.”

05.02.08

  21:28:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 142 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Mannshjartað er þungt og forhert

1432. Mannshjartað er þungt og forhert.

Guð verður að gefa manninum nýtt hjarta.

Afturhvarf er fyrst og fremst verk náðar Guðs sem snýr hjarta okkar til hans: “Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér við.”

Guð gefur okkur styrk til að byrja upp á nýtt.

Þegar við komumst að raun um hversu kærleikur Guðs er mikill skelfur hjarta okkar yfir andstyggð og byrði syndarinnar og tekur að óttast að misbjóða Guði með synd og verða viðskila við hann.

Mannshjartað leitar afturhvarfs þegar það horfir á hann sem syndir okkar hafa gegnumstungið: Beinum huganum að blóði Krists.

Hugleiðum hversu dýrmætt þetta blóð er í augum Föður hans því að úthelling þess var okkur til hjálpræðis og hefur opnað öllum mönnum leið til iðrunar.

18.02.07

  19:39:35, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 57 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Elskið óvini yðar

1825. Af kærleika dó Kristur fyrir okkur meðan við vorum ennþá "óvinir". [100] Drottinn biður okkur að elska eins og hann gerir, jafnvel óvini okkar, gera okkur að náunga þeirra sem fjarlægastir eru og að elska börn og hina fátæku eins og Krist sjálfan. [101] ........

.

100 Rm 5:10. 101 Sbr. Mt 5:44; Lk 10:27-37; Mk 9:37; Mt 25:40, 45.

08.06.06

  20:46:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 79 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Fegurð heimsins

32 "Spyrjið fegurð jarðarinnar,
spyrjið fegurð hafsins,
spyrjið fegurð loftsins sem þenst og blæs,
spyrjið fegurð himinsins…
spyrjið allt þetta.
Öll svara þau: “Sjáið hve fögur við erum.”

Fegurð þeirra er játning [confessio]. Þessar fegurðir eru háðar breytingum. Hver gerði þær ef ekki sá hinn Fagri [Pulcher] sem ekki er breytingum háður? 8
___

8 Hl. Ágústínus, Sermo 241, 2-PL 38, 1134.
___

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

17.05.06

  21:17:36, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 179 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

MAÐURINN: ÍMYND GUÐS

1701. "Með því að opinbera leyndardóm Föðurins og kærleika hans sýnir Kristur… manninum hvað maðurinn er og leiðir í ljós háleita köllun hans." [2] Það er í Kristi "ímynd hins ósýnilega Guðs" [3] sem maðurinn er skapaður í "mynd og líkingu" skaparans. Það er í Kristi, endurlausnara og frelsara, að hin guðdómlega ímynd, afskræmd í manninum með frumsyndinni, hefur verið endurreist til sinnar upprunalegu fegurðar og hún göfguð af náð Guðs. [4]

1702. Hin guðlega ímynd er til staðar í hverjum manni. Hún skín fram í samfélagi persóna, í líkingu einingar meðal hinna guðdómlegu persóna (sbr. 2. kafli).

1703. Maðurinn, búinn "andlegri og ódauðlegri" sál, [5] er "sú eina af sköpuðum verum á jörðu sem Guð ákvarðaði í hennar eigin þágu." [6] Frá getnaði sínum á hann vísa eilífa sælu.

___

#2 GS 22.
#3 Kól 1:15; sbr. 2Kor 4:4.
#4 Sbr. GS 22.
#5 GS 14 § 2.
#6 GS 24 § 3.
___

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

02.05.06

  22:06:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 112 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

SAMVISKAN

1776. "Djúpt í samvisku sinni uppgötvar maðurinn lögmál sem hann hefur ekki sett sér sjálfur en er knúinn til að fylgja. Rödd þess, sem ætíð hvetur hann til að elska og að gera það sem gott er og forðast hið illa, hljómar í hjarta hans þegar þess er þörf…. Því maðurinn hefur í hjarta sér lögmál ritað af Guði…. Samviskan er leyndasti kjarni mannsins og helgidómur hans. Þar er hann einn með Guði sem lætur rödd sína óma í djúpum hans." [47]

___

47 GS 16.
___

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

01.05.06

  21:11:03, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 193 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Trú og vísindi

159. (283, 2293) Trú og vísindi: “Enda þótt trúin sé ofar skynseminni getur aldrei verið um að ræða neitt raunverulegt ósamræmi milli trúar og skynsemi. Úr því að það er hinn sami Guð sem setur í mannlegan huga ljós skynseminnar og opinberar leyndardóma og gefur trúna, getur Guð ekki afneitað sjálfum sér, og sömuleiðis getur sannleikur ekki andmælt sannleika.” [37] “Kerfisbundin rannsókn á öllum sviðum þekkingar, sé hún gerð á sannan vísindalegan hátt og virðir grunnreglur siðferðis, getur aldrei strítt á móti trúnni vegna þess að það sem heyrir til heiminum og það sem heyrir til trúnni á rætur að rekja til hins sama Guðs. Sá sem er auðmjúkur og þolinmóður í rannsóknum sínum á leyndarmálum náttúrunnar er á vissan hátt, þrátt fyrir hvað hann sjálfur gerir, svo að segja undir handleiðslu Guðs, því það er Guð, verndari allra hluta, sem gerði þá að því sem þeir eru.” [38]
__

37 Dei Filius 4: DS 3017.
38 GS 36 § 1.
__

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

26.04.06

  21:11:49, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 510 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

LEIÐIR TIL AÐ KOMAST TIL ÞEKKINGAR Á GUÐI

31. Sköpuð í mynd Guðs og kölluð til að þekkja hann og elska uppgötvar sú persóna sem leitar Guðs vissar leiðir til að komast til þekkinga á honum. Þær eru einnig kallaðar sannanir fyrir tilveru Guðs, ekki að þær séu sannanir líkt og fást í náttúruvísindum, heldur í merkingu “samstæðra og sannfærandi röksemda” sem gera okkur kleift að öðlast vissu um sannleikann. Þessar “leiðir” til að nálgast Guð í sköpunarverkinu hafa tvo útgangspunkta: efnisheiminn og hina mannlegu persónu.

32. (54, 337) Heimurinn: út frá hreyfingu, tilurð, óvissu og skipulagi og fegurð heimsins getur maður komist til þekkingar á Guði sem upphaf og sem endir alheimsins. Eins og heilagur Páll segir um heiðingjanna: Það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. [7] Og heilagur Ágústínus varpar fram þessari áskorun: Spyrjið fegurð jarðarinnar, spyrjið fegurð hafsins, spyrjið fegurð loftsins sem þenst og blæs, spyrjið fegurð himinsins… spyrjið allt þetta. Öll svara þau: “Sjáið hve fögur við erum.” Fegurð þeirra er játning [confessio]. Þessar fegurðir eru háðar breytingum. Hver gerði þær ef ekki sá hinn Fagri [Pulcher] sem ekki er breytingum háður? [8]

33. (1730, 2500, 1776, 1703, 366) Hin mannlega persóna: Í einlægni gagnvart sannleika og fegurð, í skynjun sinni fyrir því sem er siðferðilega rétt, í frelsi sínu og fyrirrödd samvisku sinnar, í löngun sinni eftir hamingjunni og því óendanlega, spyr maðurinn sjálfan sig um tilveru Guðs. Í öllu þessu greinir hann merki um sína andlegu sál. Sálin, sem er “frjókorn eilífðarinnar er við berum í okkur og er óumbreytanleg gagnvart því sem er efnislegt,” [9] getur einungis átt uppruna sinn í Guði.

34. (199) Heimurinn og maðurinn bera vott um það að hvorugir geyma þeir í sér upphaf sitt eða endalok en að þeir eigi hlut í Verunni sjálfri sem ein á hvorki uppruna né endi. Á þennan hátt, eftir ólíkum leiðum, getur maðurinn komist til þekkingar á því að til er veruleiki sem er frumorsök og endimark allra hluta, veruleiki “sem allir kalla Guð”. [10]

35. (50, 159) Skilningarvit mannsins gerir honum kleift að komast til þekkingar á tilveru hins persónulega Guðs. En Guð vildi opinbera sig manninum til að hann gæti gengið til náins samneytis við sig og hann gaf honum náðina til að taka á móti þessari opinberun í trú. Sönnun fyrir tilveru Guðs getur eigi að síður vakið manninn til trúar og hjálpað honum að sjá að trúin stríðir ekki gegn skynseminni.
__

7 Rm 1:19-20; sbr. P 14:15, 17; 17:27-28; SS 13:1-9.
8 Hl. Ágústínus, Sermo 241, 2..PL 38, 1134.
9 GS 18 § 1; sbr. 14 §2.
10 Hl. Tómas frá Akvínó, STh 1, 2, 3.

__

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

  20:55:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 446 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Skilningur á Ritningunni

115. Samkvæmt fornum trúarhefðum má hafa tvenns konar skilning á Ritningunni: bókstaflegan og andlegan. Sá andlegi greinist í allegórískan, siðferðilegan og anagógískan skilning. Hið djúpstæða samræmi sem er á milli þessara fjögurra skilninga tryggir hinni lifandi túlkun Ritningarinnar í kirkjunni alla auðlegð þeirra.

116. (110-114) Hinn bókstaflegi skilningur. Hann er merkingin sem orð Ritningarinnar hafa og biblíuskýrendur uppgötva eftir sönnum túlkunarreglum: “Allur annar skilningur á Heilagri Ritningu byggist á hinu bókstaflega.” [83]

117. (1101) Hinn andlegi skilningur. Þar eð fyrirætlun Guðs er ein, er það ekki einvörðungu texti Ritningarinnar sem getur verið tákn, heldur einnig þeir raunveruleikar og þeir atburðir sem hann fjallar um. 1. Hinn allegóríski skilningur. Við getum öðlast dýpri skilning á atburðum með því að þekkja merkingu þeirra í Kristi; þannig er gangan í gegnum Rauðahafið tákn um sigur Krists og einnig um kristna skírn. [84] 2. Hinn siðferðilegi skilningur. Atburðirnir sem Ritningin segir frá ætti að fá okkur til að breyta rétt. Eins og heilagur Páll segir voru þeir ritaðir “til viðvörunar oss”. [85] 3. Hinn anagósíski skilningur (gríska: anagoge, “leiðandi”). Við getum skoðað allan raunveruleika og atburði í ljósi eilífrar merkingar þeirra, að þeir leiði okkur í átt að sönnu föðurlandi okkar: þannig er kirkjan á jörðu tákn um hina himnesku Jerúsalem. [86]

118. Tvíhenda frá miðöldum dregur saman merkingu hinna fjögurra skilninga: Bókstafurinn talar um gjörðirnar; allegórían um hvað skal trúa; Hið siðferðilega um breytnina; anagógían um hlutskipti okkar. [87]

119. (94, 113) “Það er hlutverk biblíuskýrenda að starfa í samræmi við þessar reglur til að auka skilning og skýra betur merkingu Heilagrar Ritningar þannig að rannsóknir þeirra aðstoði kirkjuna við að kveða upp fastmótaðri dóma. Því að allt sem hefur með túlkun Ritningarinnar að gera er að endingu háð dómi kirkjunnar en hjá henni er hið guðdómlega umboð og þjónusta að hafa eftirlit með Orði Guðs og túlka það.” [88] Ég tryði ekki á guðspjallið hefði myndugleiki kaþólsku kirkjunnar ekki fengið mig til þess. [89]

______

83 Hl. Tómas frá Akvínó, Sth I, 1, 10, ad 1.
84 Sbr. 1Kor 10:2.
85 1Kor 10:11; sbr. Heb 3-4:11.
86 Sbr. Opb 21:1-22:5.
87 Lettera gesta docet, quid credas allegoria, moralis quid agas, quo tendas anagogia. Ágústínus frá Dacia, Rotulus pugillaris, I: útg. A. Walz: Angelicum 6 (1929) 256.
88 DV 12 § 3.
89 Hl. Ágústínus, Contra epistolam Manichaei, 5, 6: PL 42, 176.

______

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html