Flokkur: "Kraftaverk"

27.05.07

  03:47:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 298 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Brúður Heilags Anda – eftir hl. Lous Grignion de Montfort

Þegar María hefur fest rætur í sálinni glæðir hún með henni undursamlega náð sem einungis hún ein er umkomin að glæða. Það er hún ein sem er hin ávaxtaríka Mey sem hefur aldrei og mun aldrei eiga sér jafningja í hreinleika og frjósemi. Ásamt Heilögum Anda ól María þann mesta ávöxt sem nokkru sinni mun sjá dagsins ljós: Guðmennið. Þar af leiðandi mun hún glæða þau stórmerki sem birtast munu við enda tímanna. Það er henni sem er falið að móta og uppfræða hina miklu og heilögu sem koma munu við enda veraldarinnar vegna þess að einungis þessi einstæða og undursamlega Mey getur glætt einstæða og mikla hluti í einingu Heilags Anda.

Þegar Heilagur Andi og Brúðgumi hennar finnur Maríu í einhverri sál hraðar hann sér á vettvang og gerir sér bústað í henni. Hann gefst þessari sál fúslega með hliðsjón af þeim sess sem hún hefur gefið brúði hans. Ein af meginástæðunum sem býr því að baki að Heilagur Andi gerir ekki undursamleg stórmerki í sálunum er sú, að hann finnur ekki í þeim nægilega mikla sameiningu við trúfasta og óaðskiljanlega brúði sína. Ég segi „óaðskiljanlega brúði“ vegna þess að frá því andartaki sem eðlislæg elska Föðurins og Sonarins varð eitt með Maríu til að mynda Jesú, höfuð hinna útvöldu og Jesús í hinum útvöldu, hefur hann aldrei hafnað henni vegna þess að hún hefur ávallt verið trúföst og frjósöm. [1]

[1]. Umfjöllun um sanna guðrækni á hinni blessuðu Mey, 35-36. 
 

27.04.07

  09:26:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 587 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Hvítklædda konan í Tien-Tsin í Kína árið 1901

Áður hef ég vikið að franska prestinum föður Yves Hamon hér á Kirkjunetinu. Eins og þar kom fram starfaði hann á Fáskrúðsfirði frá 1901-1906 á vegum franska Sjómannatrúboðsins. Vart var hann kominn heim frá miðunum við Nýfundnaland þegar yfirboðarar hans báðu hann um að fara til Kína. Þar geisaði Boxarauppreisnin aldrei sem fyrr og Frakkar ákváðu að senda spítalaskipið Notre-Dame de Salud á vettvang. Hlutverk skipsins átti að felast í því að flytja særða franska hermenn frá Kína til Japan.

Skipið var hlaðið vistum ætluðum Frökkum sem innilokaðir voru í Kína. Það lagði upp frá Marseille þann 10, ágúst 1901 og auk hjúkrunarfólks og presta flutti það 54 yfirmenn hersins og 454 undirmenn og óbreytta hermenn auk 218 hesta. Farið var sem leið lá um Rauðahafið og stefnt til Aden. Faðir Hamon minnist þess í minningum sínum hversu mjög ferðin um Rauðahafið tók á menn þar sem hitinn fór iðulega upp í 45 stig og menn urðu að hafast við ofanþilja og fjölmargir hestar létu lífið vegna óbærilegs hitans.

Read more »

24.03.07

  10:30:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 222 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Dauði fyrir Evu, líf fyrir Maríu!

Þann 25. mars er minningardagur opinberunar Maríu Guðsmóður í Lourdes þegar hún sagði við heil. Bernadettu: „Ég er hinn FLEKKLAUSI GETNAÐUR!“

Við skulum því hyggja að því hvað „Ljós mannanna“ (Lumen Gentium) segir:

LÍFIÐ KOM FYRIR MARÍU

Það er því við hæfi að hinir heilögu feður sjá Maríu sem verkfæri Guðs, ekki einungis með óvirkum hætti, heldur sem meðvirka í endurlausn mannkynsins í trú og hlýðni.

Heil. Íreneus segir: „Með hlýðni sinni varð hún að uppsprettu hjálpræðis bæði sjálfri sér og öllu mannkyninu til handa.“ Því eru þeir ekki svo fáir meðal hinna fornu feðra sem fullyrða fullir gleði í predikun sinni: „María leysti hnút óhlýðni Evu með hlýðni sinni. Það sem meyjan Eva hneppti í fjötra með vantrú sinni, leysti meyjan María með hlýðni sinni.“ Þegar þeir báru Maríu saman við Evu, þá nefndu þeir hana „Móður lifenda“ og enn oftar sögðu þeir: „Dauði fyrir Evu, líf fyrir Maríu“ (Lumen Gentium, VIII 56).

Þetta er óaðskiljanlegur hluti okkar heilögu kaþólsku trúar eins og við meðtókum hana úr höndum hinna heilögu feðra og mæðra.
 
SJÁ

17.03.07

  10:29:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 290 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Madonna hinna blóðugu tára

Í dag heiðrar kirkjan heil. Patrek, verndardýrling Íra. Írland og Ungverjaland! Tvö lönd píslarvotta sem þjáðust afar mikið vegna trúar sinna og urðu að heyja mikla baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Þrátt fyrir ótaldar ofsóknir hafa Írar og Ungverjar ætíð elskað Guðsmóðurina afar heitt.

Hin blessaða Mey hefur heldur ekki brugðist Írum. Hið sama má segja um Ungverjaland sem ætíð varðveitti trú sína og von um betri tíð. María hefur mikla samúð með þeim barna sinna sem þjást. Eftirfarandi frásögn ber þessu vitni:

Í dómkirkjunni í Gyor í Ungverjalandi heiðrar fólkið hina írsku Madonnu. Málverk þetta er af fæðingu Drottins þar sem sjá má hina blessuðu Mey og barn hennar. Það var írskur byskup sem kom með myndina til Ungverjalands árið 1650, en hann hafði sloppið lifandi undan ofsóknum Cromwells.

Þann 17. mars 1697 meðan sexmessan stóð yfir á minningardegi heil. Patreks og á sama tíma sem trúarofsóknirnar stóðu sem hæst á Írlandi, tók Madonnan að úthella blóðtárum í þrjá tíma. Skrifaðar heimildir og staðfestingar sjónarvotta eru enn varðveittar um þetta í Gyor, þar á meðal borgarstjórans, herstjórans, héraðsstjórans, kalvínskra og lúterskra presta og auk þess rabbínans í borginni.

Allt frá þessum tíma hefur írsku Madonnunni verið auðsýndur heiður í Ungverjalandi og mikill mannfjöldi kemur til að heiðra hana. Málverkið er staðsett fyrir ofan altari dómkirkjunnar og fólsksfjöldinn er mestur á minningardegi heil. Patreks og á Hátíð himnafarar Maríu (Marias himmelfahrt).

Úr franska tímaritinu La Croix (Krossinn, frá 6. apríl 1954).

26.02.07

  10:17:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 442 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Vissulega ber María Guðsmóðir umhyggju fyrir smælingjunum

Í dag, þann 26. febrúar, minnist kirkjan Vorrar Frúar af akrinum, en það var heil. Denis sem helgaði henni kirkju í París í Frakklandi árið 250 (Hann er sem sagt nafndýrlingur föður Denis í Maríukirkjunni í Breiðholti). Eftirfarandi frásögn er vitnisburður eins feðranna í Maríureglunni:

„Hin blessaða Mey veitti mér vernd allt frá bernskuárunum. Tveggja ára að aldri var ég enn bundinn við vögguna og þjáðist af lömunarveiki svo ég gat ekki hrært legg né lið. Ef ég hreyfði mig örlítið tók ég að veina af kvölum og brast í óstöðvandi grát. Þetta reyndist foreldrum mínum, bræðrum og systrum afar bagalegt, einkum á nóttinni þegar allir vildu sofa.

Read more »

31.12.06

  07:56:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 421 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Íkona Guðsmóður hliðsins (Portaitissa)

Í Ivironklaustrinu (spænska klaustrinu) á hinu heilaga Aþosfjalli mátti sjá íkonu af Guðsmóðurinni yfir aðalinnganginum. Hún sýndi hina blessuðu mey sem Hoidigitria eða Vegvísuna (þá sem vísar veginn). Á öllum íkonum af Vegvísunni bendir María Guðsmóðir á Jesúbarnið. Með þessu vill hún segja: HORFIÐ TIL HANS!

Nú í lok gamla ársins og upphafs þess nýja er okkur hollt að rifja eftirfarandi frásögn upp vegna þess að í vissum skilningi göngum við inn um „hlið“ til nýs árs. Íkonunni var komið fyrir í klausturhliðinu yfir innganginum því til verndar.

Read more »

30.12.06

  08:58:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 701 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Minningardagur Vorrar Frúar af blómunum (Madonna dei fiori) í Bra á Ítalíu

Þann 29. desember árið 1336 var ung og verðandi móðir á ferð og gekk hjá bænasúlu sem helguð var hinni blessuðu Mey. Súlan er staðsett í útjaðri þessa smábæjar sem tilheyrir biskupsumdæminu í Torínó. Tveir málaliðar sem tilheyrðu ræningjahóp sem fóru ránshendi um sveitirnar sátu fyrir ungu stúlkunni, en nafn hennar var Egidia Mathis. Þegar hún gerði sér ljóst að málaliðarnir ætluðu að ráðast á hana þrátt fyrir að hún væri barnshafandi, þá umvafði hún í örvæntingu sinni bænasúlu Guðsmóðurinnar og ákallaði hana um hjálp.

Read more »

27.12.06

  13:56:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 385 orð  
Flokkur: Kraftaverk, Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Frásögnin af blessuðum Joskíusi


Þann 30. nóvember 1186 á hátíð heilags Andrésar komu munkarnir í Délos saman til morguntíðanna. Í flöktandi kertaljósunum gekk ábótinn um kórinn til að ganga úr skugga um, að allir væru á sínum stað. Að eftirlitsferðinni lokinni og rétt í þann veginn sem hann ætlaði að gefa merkið um að tíðagjörðin hæfist, tók hann eftir auðu sæti á kórbekkjunum.

„Hvar er bróðir Joskíus?“ spurði hann. Undrunarhróp heyrðust og hvískur fór um kórinn, en engin gat svarað spurningu ábótans. „Eitthvað alvarlegt hefur borið að höndum. Það er best að ég fari sjálfur til að kanna málið.“ Og hann hvarf úr kórnum í fylgd nýnema.

Read more »

01.03.06

  17:17:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 746 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Blaise Pascal og eldurinn

Franski heimspekingurinn Blaise Pascal fæddist í Clermont-Ferrand þann 19. júní 1623 og andaðist í París 19. ágúst 1662. Hann tilheyrir þeim fágæta hópi manna sem fæðast af og til á jörðu sem gæddir eru snilligáfu. Hann gaf út verk um þríhyrningafræði, líkindareikning og veðmál auk heimspekirita sinna. Til marks um hæfileika hans á sviði stærðfræðinnar ber eitt af helstu forritunarmálum tuttugustu aldarinnar nafn hans honum til heiðurs.

Hvað áhrærir framsetningu hans og stílbrögð, þá hóf hann franska tungu upp í nýjar og óþekktar hæðir og áhrifa hans gætir enn í dag í frönskum bókmenntum. Eftirfarandi röksemdafærsla hans varð fræg í rökfræðinni sem nefnd er rökfræðin um veðmálið:

Guð er til eða hann er ekki til og við verðum óhjákvæmilega að veðja á hann eða ekki.

Ef við veðjum á hann og Guð er – ósegjanlegur ávinningur.
Ef við veðjum á hann og Guð er ekki – ekkert tap.
Ef við veðjum gegn honum og Guð er – ósegjanlegt tap.
Ef við veðjum gegn honum og Guð er ekki – hvorki tap eða ávinningur.

Í þriðja tilvikinu felst tilgáta þar sem ég hlýt óhjákvæmilega að tapa öllu. Því segir spekin mér að veðja á þá tilgátu sem færir mér allt í hendur, eða að minnsta kosti að tapa engu. [1]

Read more »

27.02.06

  16:51:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 480 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Efkaristíundrið í Lancíano á Ítalíu

Fyrir 1200 árum átti sér stað mikið kraftaverk í hinni fornu rómversku borg Anxanum á strönd Adríahafs Ítalíu sem við þekkjum nú sem Lanciano. Þar stóð klaustur kennt við hl. Longinus sem fylgdi reglu hl. Basils úr Austurkirkjunni, en messan var sungin með rómverskum hætti, Þetta var á tímum mikilla deilna um raunnánd Krists í efkaristíunni. Prestar sá sem söng messuna þennan dag var sagður „vís í fræðum þessa heims, en hins vegar fullur vantrúar á raunnánd Krists í altarissakramentinu.“

Þegar hann lyfti hostíunni fyrir gjörbreytinguna breyttist hún í holdvöðva og vínið í sýnilegt blóð frammi fyrir þrumulostnum munkunum og kirkjugestum. Að sjálfsögðu varð þetta til þess að trú hans á raunnánd Drottins í hinum helgu efnum varð óhagganleg upp frá þessu. Að þessu loknu breyttist blóðið í kaleiknum í eins konar knetti óreglulega að lögun og misstóra. Þegar þeir voru vegnir kom í ljós að minnsti knötturinn reyndist jafn þeim stærsta að þyngd.

Read more »

25.02.06

  14:58:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 695 orð  
Flokkur: Kraftaverk

67. staðfesta kraftaverkið í Lourdes

Þann 14. nóvember s. l. samþykkti kaþólska kirkjan lækningu Önnu Santaniello, 93 ára gamallar ítalskrar konu, í lindinni í Lourdes sem kraftaverk. Þetta gerði kirkjan eftir nær 50 ára rannsókn. Atvikið átti sér stað 1952.

Meðlimir alþjóðlegu læknanefndarinnar höfðu komist að þeirri niðurstöðu árið 1964, að engin náttúrleg eða læknisfræðileg skýring væri fyrir hendi á lækningu hennar af alvarlegum hjartasjúkdómi. Samkvæmt starfsreglum sínum sendi nefndin skjöl hvað áhrærir mál Santaniello til erkibiskupsins af Salerno-Campagne-Acerno á Ítalíu, en sérstök nefnd sem hann skipaði lýsti því yfir að hún kæmist ekki að neinni niðurstöðu um mál hennar.

Read more »

24.02.06

  10:28:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2361 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Kraftaverkið í Hiroshima þann 6. ágúst 1945

Orðið kraftaverk á íslensku er ágætt orð sem lýsir vel áhrifamætti þess ofurorkusviðs sem mælt var í Medjugorje. Það er afar sjaldan sem kirkjan viðurkennir tilvist kraftaverka, og þá einungis eftir ítarlega rannsókn fjölmargra sérfræðinga. Engu að síður eiga þau sér stað. Þannig er það hópur sérfræðinga sem skipaður eru úr ýmsum greinum læknisfræðinnar sem fer yfir allar „lækningar“ í Lourdes. Afar fá tilvik sleppa í gegnum þetta nálarauga sérfræðinganna. Síðar mun ég víkja að einu slíku atviki um kraftaverkalækningu sem samþykkt var nýverið og öll gögn lágu fyrir hendi, þar með sjúkrasaga og læknaskýrslur viðkomandi sjúklings.

Eitt af því sem sérfræðingar veittu athygli í Medjugorje var að önnur veðurfarskilyrði virtust vera ríkjandi í næsta umhverfi Jakobskirkjunnar í Medjugorje en á svæðinu í kring. Annað dæmi eru þær tvær tilraunir sem gerðar voru þegar serbneski herinn hóf stórskotahríð á kirkjuna. Öll geiguðu skotin. Og þið megið trúa mér að miðunartæknin er háþróuð í nútíma hernaði þar sem skotið er eftir hnitum með elektrónískum fjarlægðarmælum. Látið mig vita það, bæði er ég sjálfur menntaður í mælingafræðum og svo var mér falið það leiðinlega starf á sínum tíma, að fylgjast með nýjustu fréttunum úr fyrra Persaflóastríðinu. Þá var langdrægum eldflaugum skotið frá herskipum Bandaríkjamanna á Persaflóanum á Bagdad, og reyndar fleiri staði. Allt var þetta gert eftir hnitum og eldflaugarnar misstu ekki marks.

Read more »

05.02.06

  12:39:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 411 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Hún blessaða Bernadetta okkar frá Lourdes

Þessi grein féll niður við flutning skráa yfir á nýtt vefsetur. Hún var skrifuð þann 22. janúar s.l.

Í gærkveldi, rétt áður en ég fór að sofa, efndi Drottinn til óvæntra
veisluhalda í sál minni. Ég sá afar athyglisverða mynd á National
Geography Channel í sjónvarpinu. Myndin heitir: The Beautiful Dead.

Þar gafst að líta fjölmörg dæmi um heilagt fólk sem hafið hefur verið
upp yfir lögmál jarðneskrar tilveru og er jafn fallegt eins og þegar það
dó. Hl. Margrét hefur legið þannig í 700 ár, án þess að hafa verið
smurð. Blessunin hún Margrét var lögð til hvíldar í grafhvelfingu ásamt
fjölmörgum öðrum sem sofnaðir voru í Kristi. Utan hennar einnar er allt
þetta hold orðið að dufti fyrir mörg hundruðum ára!

Read more »