Flokkur: "Siðferði og samfélag"

Blaðsíður: 1 2

29.07.06

Konur vélaðar af kaupahéðnum til að óvirða mannlegt líf

Eftirfarandi stutt frétt í Mbl. setur að manni hroll, því að brezkt fyrirtæki er greinilega byrjað á því með all-lúalegum kaupahéðna-hætti að gera konur samsekar um að láta nota egg úr sér til að frjóvga þau og gjörnýta síðan fósturvísinn (frumfóstrið) til tilraunastarfsemi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.07.06

  15:56:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 719 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Kristin þjóðmálahreyfing

Eftirfarandi bréf sendi ég allmörgum vinum, er ég hafði fengið mig fullsaddan af fregnum af sorglegum uppákomum veraldarhyggjunnar á Íslandi.

Rvík, 5. febr. 2005. – Sælir, kristnu bræður, og gleðilegt nýtt ár.
– Fundarboð í dag um hugsanlegt 'kristilegt framboð', sennilega á vegum sömu aðila og staðið hafa að slíku áður, vakti mig til umhugsunar. Reyndar hef ég ekki áhuga á því framboði – er og hef verið í öðrum flokki og mun reyna að vinna þar að málum áfram, ekki sízt kristnum siðgæðismálum, svo sem fósturvernd og varðstöðu um fjölskylduna o.m.fl. Hitt er annað mál, að mér finnst að kristnir menn í öllum flokkum og utan allra flokka eigi að mynda með sér samband til að kanna möguleika á samstöðu um helztu mál og knýja á um kristnar áherzlur á ýmsum vettvangi, m.a. í pólitísku flokkunum og einstökum félögum þar, s.s. ungliðadeildum og staðbundnum félögum. Eins getur þetta orðið heildarvettvangur til að örva til aðgerða, til dæmis mótmælagöngu gegn fóstureyðingum, sem eru okkar stærsta siðferðisböl og mest knýjandi úrlausnarefni. Og með ýmsum hætti gæti slíkt heildarsamband kristins fólks innan og utan stjórnmálaflokka orðið hvatning til þess, að í stjórnmálaflokkunum verði stofnaðir kristnir málefnahópar eða til dæmis vinnuhópar um lífsverndarmál.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.07.06

  23:35:01, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 892 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Siðferði og samfélag – nauðsyn kristins varnarstarfs

Eftir því sem ég frétti, les og hugsa meira um óviðunandi réttarstöðu hinna ófæddu, sífellt meiri ásækni gegn lífshagsmunum þeirra, um siðferði hjúskaparmála, upplausn fjölskyldna, viðkvæmt og áhættusamt uppeldi barna, þróunina hér, á Norðurlöndum og víðar, m.m., verður mér æ betur ljós þörfin á því, að hér rísi upp kristinn, samkirkjulegur félagsskapur sem sinni þessum málum sérstaklega, þ.e.a.s. söfnun heimilda, rannsóknum og upplýsingastarfi, m.a. með stofnun vefseturs. Siðferði og samfélag gæti t.d. orðið nafnið á slíkum félagsskap eða rannsóknarstofnun.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.07.06

  00:20:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2293 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Hvenær báðu kjósendur um vændi á Íslandi?

Á vændi framtíð fyrir sér á Íslandi? Ætlum við að samþykkja það hér? Er þetta valkostur sem frambjóðendur hafa beðið kjósendur að velta fyrir sér vegna kosningastefnu flokkanna? Hefur framþróun þjóðfélagsins og okkar eigin þroskaða meðvitund gert vændi að eðlilegri þætti tilverunnar en oftast var áður talið? Hafa einhverjar nýjar hliðar komið í ljós á þeirri "starfsgrein", sem gera hana jákvæðari en menn áður óraði fyrir? – Fjarri fer því.

Mansal, þrælahald og skelfileg meðferð kvenna í fjárplógsskyni eru nýir ytri þættir þessara mála, sem allir hafa heyrt af, og algengari en flesta grunar. Meðvitund kvenna um virðingu sína og ábyrgð þeirra á kynsystrum sínum, sem sæta kynferðislegu ofbeldi, hefur einnig eflzt og þær sótt fram með þau viðhorf og markmið í réttarfari og lagavernd. Tillögur um að lögleiða vændi á Íslandi, sem dómsmálaráðherra hefur borið fram á Alþingi (þótt lítið hafi borið á í fjölmiðlum), koma því eins og skollinn úr sauðarleggnum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.07.06

  18:32:57, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 396 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Árásum svarað á trú og kristni

Nýjasta móðgun stjórnvalda við kristindóm og siðferði: gjörnýting fósturvísa

Hrikalegar fréttir eru í loftinu – komu fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kl. 18 og voru til frekari umfjöllunar í 'Speglinum' á Rás 1 sama kvöld. Heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur í hyggju að leggja fram frumvarp sem heimili notkun fósturvísa til stofnfrumurannsókna. Auðshyggjan og heiðin viðhorf gagnvart helgi mannlegs lífs stefna æ lengra í sigursókn sinni gegn lífsins gildum. Enginn stjórnmálamaður virðist hirða hætishót um að þverbrotið er gegn kristnum grundvallarlögum í því efni. Sama ásækni heimshyggjunnar birtist í nýrri fóstureyðingarpillu, sem nú virðist keyrð í gegn til notkunar án lagaheimilda. Þetta bætist ofan á hina falsnefndu "neyðargetnaðarvörn" sem nörruð var inn á þjóðina með ráðherravaldi án lagasetningar né lagaheimildar á árinu 2001, og fóstureyðingarnar "hefðbundnu" skv. lögunum frá 1975, sem nánast alla tíð hafa verið túlkuð allt of vítt og misnotuð til deyðingar þúsunda á þúsundir ofan. Þessu til viðbótar eru vændis-gælufrumvarp ráðherra og stjórnarfrumvarp (nú lög) um fjölskyldumál sem hvorki samrýmast kristnum ákvæðum né náttúrurétti.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.05.06

  14:18:05, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 208 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag, Ýmis skáld

Á mæðradaginn 2006

Í dag er mæðradagurinn – við heiðrum mæður okkar í orði og verki. – Þjóðfélagið býður fram sína félagslegu þjónustu fyrir þá, sem komnir eru á efri ár, en reyndar nær hún stundum allt of skammt, eins og þekkt er af umræðu samtíðar okkar. En horfum líka til þess tíma, þegar ömmur okkar komust á efri ár, lifðu gjarnan maka sinn, en áttu þá víst húsaskjól hjá einhverju barna sinna. Alltjent er ljóst, að hið opinbera getur aldrei tekið á sig þær sonar- og dótturskyldur, sem okkur sjálfum tilheyra. Hlýðum nú á orð Gísla Jónssonar, úr ljóði hans Móðir:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.05.06

  17:55:22, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 688 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Vændi á Íslandi? Nei takk!

Þessi grein var send DV 13/4 með ósk um birtingu í lesendadálkunum, að gefnu tilefni, en fekkst ekki birt, jafnvel ekki eftir ítrekuð tilmæli 26/4 og 2/5.

Ýmsir eru um þessar myndir (sjá t.d. vefsíðu Silfur-Egils) að predika ágæti vændis fyrir Íslendingum. [1]. Óviturlegt er það tal. Með yfirvofandi lagafrumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot) stendur til að lögleiða vændi á Íslandi, gera það 100% löglegt fyrir 'seljendur' og 'kaupendur'. Er það virkilega það sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra vill eiga frumkvæði að? Mun hann, sem ég ber mesta virðingu fyrir af íslenzkum ráðamönnum, mæta stoltur á Kirkjuþing í haust til að tilkynna, að meðal þjóðþrifamála, sem hann hafði umsjón með á sumarþingi, sé frumvarp sem lögleiddi vændi á Íslandi?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 2

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

blogsoft