Dagvillumaðurinn
dettur hér glaður inn,
kærrar kirkjunnar son,
kallast J. V. Jensson.
Hyggur á helgistund,
hreinsast þar, sáttur í lund.
Hlýðir á sálmasöng
sætan, er fólksins þröng
altarið nálgast, nú
náðina þiggur í trú.
Hver þá með sjálfum sér
sæll með bænamál fer,
klerkur unz kveður, ber
krossmark að enni þér,
bræðurna yrðir á
upplífgast vinir þá.
Safnaðar halda í hús,
hver og einn næsta fús;
kaffi og kökur á borðum,
kliður af vinsemdarorðum.
Fólkið af framandi slóðum
fagnaði deilir hér góðum.
Blandast þar bræður og systur,
barnsvanginn stundum kysstur.
Biskup, sem ver gegn villum,
helgaðan loks við hyllum.
Komdu hér, Faðir, og faðma mig
í faðminum þínum hlýja.
Gefðu mér ást að elska þig –
þú ávallt býður mér fría
náð þína nýja.
Láttu mig aldrei ásjónu þína flýja!
Trú ber vitni, tiplar frá
traustum engum sannleiksorðum.
Heilt sé nei vort, heilt vort já,
höfnum villu, játum þá
kenninguna', er Kristur gaf oss forðum.
Uppörvist þín ásjón hrygg:
Í auðmýkt taktu Jesú bending;
lífs í stríði' er leiðsögn trygg ––
ljós á vegi'. Að þessu hygg,
að hvert hans orð er himnasending.
n16+n19ii12
"Hvort fær sál mín himnavist?"
– "Hlýddu á Krist,
sem bauð þér boðskap sannan:
Skuldið ekki neinum neitt
nema það eitt
að elska heitt hver annan."
"Hvernig breyti ég bezt við mann?" *
– "Biblían
þig fræðir um Föðurins vilja.
Lausnarann eina lít þar á,
og létt er þá
í skini trúar að skilja."
(Máske er þessu smáljóði frá fyrri nótt ólokið, enda er því of orðfátt!)
* Aths.: Honum nægir ekki að vita, að hann eigi að elska náungann. Hvernig hann eigi að gera það, hver sé rétt breytni gagnvart fólki í ýmsum flóknum atvikum (sem menn greinir oft á um), það vill hann vita. Hinn vísar honum á boðorð Guðs í Ritningunni, dæmisögur og fyrirmynd Frelsarans og að upplýsing trúar og samvizku – og kærleikurinn sjálfur – veitist sem Andans gjöf þeim sem gefast undir Guðs vald og vilja.
Lítill má ég þér lúta,
lifandi Guð! sem yfir
himin gnæfir, en heimi
hlífir – já, öllu lífi!
Líkna mér, hjartans læknir,
lát mig ei dapran gráta.
Kom nú, leystu mig, Kristur,
kraft þinn gef þú mér aftur!
Örðug er leiðin allt mitt líf
upp til þín, stærsta gleði.
Sárfættur einum syng ég lof
sálar í heitum óði,
þakkandi hverja gjöf, er gaf
Guð mér í sínu ljóði.
Ég berst við eigin, innri kvöl,
finn allt mitt líf er Guði háð …
Hans líknarhönd, hans ljúfust náð
nú leiði mig og frelsi í bráð
frá því sem veit ég bitrast böl …
Ó, Jesú, aftur nótt
yfir mig kemur fljótt
og hljóðnar allt í heimi.
Myrkrið, sem hræðir mig,
mildast, ef finn ég þig ––
að hönd þín góð mig geymi.
Sál mína signir þú,
sælasti Jesú, nú,
sem ljós um hús mitt líði.
Hrein er þá hugsun mín,
hjartað sem leitar þín,
að barmi þér, hinn blíði !
Síðustu athugasemdir