Í „Bæn kirkjunnar“ kemst Edith Stein svo að orði: „Hjá þeim sem ganga inn í einingu hins guðdómlega lífs verður allt að einni heild: Hvíld og starf, andleg íhugun og viðleitni, þögn og tal, hlustun og samskipti, elskurík meðtaka og elskurík sjálfsgjöf í þakkarbæn og lofgjörð . . . Við þörfnumst tíma þögullar hlustunar þegar við heimilum Orðinu guðdómlega að starfa í okkur uns hann krefst fórnar í lofgjörð og verkum ávaxtanna.“ Eða með orðum sjálfs Frelsarans: „En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja Föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. (Mt 6. 6). Herbergið er sjálft mannshjartað og dyrnar áreiti skynhrifanna.
Með eftirfarandi orðum víkur hl. Gregoríos að innsta verundardjúpi mannsins í skrifun sínum, hinu innsta sviði Edith Stein eða uppsprettunni hans Jóhannesar af Krossi:
En garðurinn okkar þarfnast einnig uppsprettu, þannig að trjálundirnir fái að blómgast í sífellu og njóti vökvunar. Og þess vegna bætir hann uppsprettunni við þegar hann lofar brúðina og segir: Lokuð lind, innsigluð uppspretta (Ll 4. 12). Orðskviðirnir uppfræða okkur um hvað felst að baki þessarar uppsprettu með dæmisögu: Gæddu uppsprettur þína sætleika. Þér einum skulu þær tilheyra og engum óviðkomandi með þér (Ok 5. 16, 17, Sjötíumannaþýðingin). Hér leggur textinn blátt bann við því, að einhver annar spilli vatninu. Þannig er þessu einnig varið í fyrra textabrotinu okkar: Óviðkomandi er meinað að njóta uppsprettunnar, eins og gefið er í skyn með orðinu innsigluð, sem þýðir eitt og hið sama og „undir eftirliti.“
d. Sálin, „égið“ og frelsið
Það er mikilvægt að varpa eins skýru ljósi og unnt er með andlegum hætti og án ímynda á það hvað þessar rúmmyndir tjá. Þessar ímyndir eru ómissandi. En þær eru óljósar og auðvelt að misskilja þær. Það sem nálgast sálina að utan tilheyrir hinum ytra heimi. Með þessu er átt við það sem tilheyrir ekki sálinni sjálfri og meginreglan er sú að slíkt tilheyrir heldur ekki líkama hennar. Þótt líkami hennar sé nefndur úthverfa hennar, þá er hann hennar úthverfa og einn með henni í einingu verundar hennar og ekki eins úthverfur eins og það sem blasir við henni sem algjörlega framandi og aðskilið. [8]. Meðal þessara framandi og aðskildu fyrirbæra má gera greinarmun á þeim hlutum sem eiga sér augljósa ytri tilveru, það er að segja eru gæddir rúmvídd og þeirra sem eru gæddir innhverfri verund líkt og sjálf sálin.
c. Innra svið sálarinnar og hugsanir hjartans.
Hugsanir hjartans eru hið upphaflega líf sálarinnar í grunni verundar hennar í djúpi sem fer á undan allri skiptingu í mismunandi sálareigindir og starfsemi þeirra. Þarna lifir sálin nákvæmlega eins og hún er í sjálfri sér, handan alls sem kallað er fram í henni vegna skapaðra vera. Þótt þetta innsta og djúpa svið sé dvalarstaður Guðs og sá staður þar sem sálin sameinast Guði, þá streymir hennar eigið líf héðan út áður en líf sameiningarinnar hefst. Þannig er þetta jafnvel í því tilviki þar sem þessi sameining nær ekki fram að ganga. Allar sálir eru gæddar þessu innsta sviði og verund þeirra er líf.
b. Samskipti sálarinnar við Guð og skapaða anda
Með því að grípa til rúmmfræðilegrar líkingar úr náttúruvísindum samtíma síns nefnir hinn helgi maður (Jóhannes af Krossi) Guð hvíldarpunkt eða dýpstu miðju sálarinnar. [1] Samkvæmt þessari vísindalegu afstöðu eru hlutir dregnir með ómótstæðilegum krafti til miðju jarðarinnar vegna þess að þetta er sá punktur þar sem aðdráttaraflið er mest. Steinn inni í jörðinni hefur þegar náð ákveðnum hvíldarpunkti, en þetta er þó ekki enn dýpsta miðjan vegna þess að hann býr yfir eiginleika, mætti og tilhneigingu til að falla enn lengra meðan hann hefur ekki náð til miðpunktsins. Þannig hefur sálin fundið endanlegan og dýpsta hvíldarpunkt sinn í Guði „þegar hún þekkir, elskar og nýtur Guðs af öllum sínum mætti.“ Þetta er aldrei endanlega raunin í þessu lífi. Þegar hún hvílir í hvíldarpunkti sínum fyrir náð Guðs, þá er hér ekki um dýpstu miðjuna að ræða vegna þess að hún getur ávallt gengið enn dýpra inn í Guð. Sá máttur sem dregur hana til Guðs er elskan og elskan getur í þessu tilviki ætíð náð háleitara stigi. Því æðra sem þetta stig er því dýpra dregur akkeri elskunnar sálina niður og þess meira gagntekur Guð hana á þeim rimum stigans sem sálin rís upp eftir til Guðs [2], það er að segja til sameiningar við hann. Eftir því sem hún rís hærra upp til Guðs því dýpra sígur hún niður innra með sér sjálfri: Sameiningin nær fram að ganga í innsta hluta sálarinnar, í dýpsta grunni sálarinnar. Ef þetta virðist allt vera þversagnakennt, þá verður að hafa í huga að hér er einungis um ólíkar rúmmyndir að ræða – sem fylla hvor aðra upp með gagnkvæmum hætti – þar sem leitast er við að tjá það sem á ekkert skylt við rúm og náttúrleg reynsla getur ekki tjáð með fullnægjandi hætti.
Árið 1911 hóf Edith Stein nám við háskólann í Breslau og mjög snemma beindist áhugi hennar að heimspekinni. Hún komst í samband við táknmálsfræðinginn Edmund Husserl sem var prófessor í Göttingen og hélt áfram námi sínu þar frá og með árinu 1913. Þarna gat hún fullnægt „einu ástríðu sinni: „Fróðleiksfýsninni“, jafnframt því að vera afar opin gagnvart öllum mannlegum samskiptum. Árið 1916 fylgdi hún læriföður sínum eftir til Freiburg/Breisgau þar sem hún varði doktorsritgerð sína sem hlaut æðstu viðurkenningu: „Um vandamál reynsluskynjunarinnar.“ Verkið vakti mikla athygli meðal heimspekinga og því sem næst samstundis skipaði Husserl þennan hæfileikaríka nemanda aðstoðarmann sinn.
„Ég vil að þú lesir í bók lífsins þar sem sjá má vísindi elskunnar.“ Vísindi elskunnar, já einmitt, þessi orð hljóma vel í eyrum sálar minnar og það eru einmitt þessi vísindi sem ég þrái. Þótt ég hafi gefið öll auðæfi mín fyrir þau met ég þau einskis eins og brúðurin í hinum heilögu Ljóðaljóðum (8. 7). Ég skil það svo vel að það er einungis elskan sem gerir okkur velþóknanleg fyrir Guði, að það er þessi elska sem eru þau einu gæði sem ég þrái.
Þessi grein kemur í beinu áframhaldi af sýn rússneska aðalsmannsins Motovilov sem vikið var að hér að fram þegar hl. Serafim frá Sarov leiddi hann inn í ljúfleika uppljómunur hins óskaðaða ljóss Heilags Anda.
„Ásjóna hans skein sem sól“ (Mt 17. 2) . . . Hulið skýi holdsins hefur ljósið sem upplýsir sérhvern mann (Jh 1. 9) ljómað í dag. Í dag gerir það þetta sama hold dýrlegt og opinberaði postulunum dýrð sína svo að þeir gætu kunngert heiminum það. Og hvað ykkur varðar, þá munið þið njóta ásæisins á þessari sól að eilífu þegar þið sjáið borgina „stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum“ (Opb 21. 2). Aldrei framar mun þessi sól hníga til viðar heldur vera hún sjálf og láta eilífan dag ljóma. Aldrei mun þessi sól vera skýjum hulin, heldur skína að eilífu og veita ykkur fögnuð ljóssins sem aldrei mun endi taka. Aldrei mun þessi sól framar blinda augu ykkar: Hún mun veita ykkur styrk til að mæna á sig og hrífa ykkur með guðlegri dýrð sinni . . . „Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til“ (Opb 21. 4) sem myrkvað getur þann dýrðarljóma Guðs sem hann hefur gefið ykkur eins og sagt var við Jóhannes: „Hið fyrra er farið.“
Í Lourdes bað Bernadetta Maríu mey um að segja sér nafn sitt og hún svaraði: „Ég er hinn Flekklausi Getnaður.“ Með upplýsandi orðum sínum greindi María ekki einungis frá því að hún væri getin flekklaus, heldur að hún væri hinn Flekklausi Getnaður. Þetta er eins og sá munur sem er á einhverju sem er hvítt og sjálfum hvítleikanum eða einhverju fullkomnu og fullkomleikanum.
Heilög kirkja verður eitt í einingu Heilags Anda þrátt fyrir að hún taki á sig fjölþætta líkamlega mynd í ótöldum fjölda persóna. Ef hún virðist vera skipt meðal nokkurra fjölskyldna út frá náttúrlegu sjónarmiði, þá glatar hún engu af samsemd sinni í leyndardómi djúpstæðrar einingar sinnar „En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn“ (Rm 5. 5). Það leikur ekki á því nokkur vafi að þessi Andi er bæði einn og margir samtímis: Einn í kjarna hátignar sinnar; margir í náðargjöfum heilagrar kirkju sem fyllt er nærveru hans. Og það er þessi sami Andi sem gerir kirkjunni kleift að vera ein og söm í alheimslegri útbreiðslu sinni en engu að síður fyllilega nærverandi í sérhverjum meðlima sinna . . .
N. A. Motolivov var rússneskur aðalsmaður sem læknast hafði af erfiðum húðsjúkdómi vegna fyrirbæna hl. Serafims. Atburður sá sem hér er lýst átti sér stað í skóginum við Sarovklaustrið skammt frá klefa hl. Serafims. Ekkja Motolivovs fann eftirfarandi frásögn í skjölum hans að honum látnum.
„En hvernig,“ spurði ég batjúska [1] Serafim. „get ég vitað að ég dvel í náð Heilags Anda?“
„Þetta er afar einfalt, yðar hávelborinheit,“ svaraði hann. „Það er þess vegna sem Drottinn segir: Öll eru þau [orð munns míns] einföld þeim sem skilning hefur (Ok 8. 9). Vandamálið felst í því að við leitum ekki þessarar guðdómlegu þekkingar sem blæs manninn ekki upp vegna þess að hún er ekki af þessum heimi. Þessi þekking sem er þrungin elsku Guðs og náungakærleika uppbyggir sérhvern mann vegna sáluhjálpar hans. Drottinn komst svo að orði um þessa þekkingu að Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum (1 Tm 2. 4).
Ef þessi fæðing nær í raun og veru fram að ganga megnar ekkert að halda aftur af þér: Allt beinir þér til Guðs og þessarar fæðingar. Við sjáum líkingu við þetta í eldingunni. Hvað sem hún lýstur, hvort sem það sé tré, dýr eða maður, snýr sá sem á hlut að máli sér að henni við þrumugnýinn. Maður sem snýr við henni baki snýr sér samstundis við til að bera hana augum. Öll þúsunda laufblaða trésins snúa sér við til að verða vitni að þessu leiftri. Sama gegnir um alla þá þar sem þessi fæðing nær fram að ganga.
„Ef líkaminn stígur niður í skírnarlaugina, án þess að sálin hreinsist af saurleika ástríðnanna . . . birtist náð Heilags Anda alls ekki í kjölfar þeirrar athafnar sem höfð hefur verið frammi“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 4).
„Hérna er á ferðinni hneyksli sem sá sem meðtekur skírnina gerir sig sekan um með því að ástunda sama líferni og áður“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 5).
Til þess að varpa enn frekara ljósi á það sem ég hef sagt og mun segja, verð ég að taka hér fram að þetta hreinsandi og kærleiksríka innsæi, eða umtalaða guðdómlega ljós, hreinsar sálina og undirbýr til þess að sameinast Guði fullkomlega með sama hætti og eldurinn þegar hann vinnur á viðnum sem hann umbreytir í eld. Þegar hinn náttúrlegi eldur kemst í snertingu við viðarbút, byrjar hann að þurrka hann með því að draga út allan rakanum þannig að allt vatnið gufar smám saman upp. Síðan svíður eldurinn viðarbútinn, svertir og dekkir og gerir hann óásjálegan og illa þefjandi og með því að þurrka viðinn sífellt meira eyðir hann öllu því sem er í hrópandi andsögn við eðli eldsins í ljótleika sínum.
Ef sá sem ber hið innra með sér ljós Heilags Anda fær ekki staðist ljóma þess, fellur hann fram á ásjónu sína og hrópar af skelfingu og dauðskelkaður, rétt eins og sá sem sannreynir eitthvað sem stendur hinu náttúrlega eðli ofar, ofar orðum og skynsemi. Hann er líkur manni með logandi iður og þar sem hann megnar ekki að standast þennan brennandi eld, verður hann eldinum að bráð og er sviptur allri getu til að vera í sjálfum sér.
Heilagur Andi er „eldstraumur“ (Dn 7. 10), guðdómlegur eldur. Rétt eins og eldurinn hefur áhrif á járnið, þá hefur hinn guðdómlegi eldur áhrif á þau hjörtu sem eru saurguð, köld og hörð. Þegar sálin kemst í snertingu við eldinn líður saurgun hennar, kuldi og harðneskja smám saman undir lok. Hún ummyndast að fullu og öllu í líkingu sinni við eldinn sem hún logar í.