Flokkur: "Bænalífið"

Blaðsíður: 1 2

28.12.09

  08:36:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 950 orð  
Flokkur: Bænalífið

Hin heilaga fjölskylda og hreinleiki hjartans

Sjá meðfylgjandi mynd

Endurbirtur pistill sem birtist upprunalega 28.11.2007.

Svo er sagt að þegar hin heilaga fjölskylda var á leið til Egyptalands á flótta undan heiftaræði Heródesar hafi ræningi nokkur sem var víðkunnur af illvirkjum sínum og níðingsverkum heft för þeirra. En þegar hann sá barnið í faðmi Guðsmóðurinnar sagði hann: „Jafnvel þó að sjálfur Guð væri hér á ferð væri hann ekki fegurri en þetta barn!“ Og hann lét þau fara í friði. Undarlegt er til þess að hugsa að þessi miskunnarlausi ræningi lét hrífast af fegurð barnsins á sama tíma sem valdstjórnarmenn leituðust við að fyrirkoma því.

Read more »

06.09.08

  09:29:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 44 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bæn í minningu herra Sigurbjörns Einarssonar biskups.

Drottinn vor og Guð, ljós vort og yndi. Leið herra Sigurbjörn Einarsson biskup inn til hvíldar þinnar himnesku gleði til að dvelja þar að eilífu í fullsælu hinna heilögu í sigrandi kirkju himnanna! Drottinn, heyr vora bæn. Amen

28.08.08

  17:36:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 337 orð  
Flokkur: Bænalífið

Heil. Makaríus (?-405), eyðimerkurfaðir í Egyptalandi – Að vaka í bæn eftir komu Guðs

Til að biðja þörfnumst við hvorki svipbrigða, hrópa né að falla fram á ásjónur okkar. Sú bæn sem er bæði viturleg og brennandi er sú þegar beðið er eftir því að Guð komi til að vitja sálna okkar með alls konar hætti og fyrir milligöngu skynhrifanna. Nóg um þögn okkar, andvörp og tár: Við skulum ekki keppa eftir neinu öðru en að Guð umvefji okkur örmum.

Read more »

16.07.08

  09:35:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2077 orð  
Flokkur: Bænalífið, Hið Alhelga Hjarta Jesú

Vísindi allra vísinda og list allra lista – um hið guðdómlega ásæi mannsandans

RÉTT þykir að útskýra orðið ásæi vegna þess að hér er um nýyrði á íslensku að ræða. Ásæi – þeama, þeamata (gr. sýn, ásýnd; þýska: Beschaung) þýðir bókstaflega að sjá Guð í hreinleika mannshjartans í samhljóðan við orð Drottins: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“ (Mt 5. 8).

Kristin helgunarguðfræði tók hugmyndina um mannssálina sem spegil í arf frá grísku heimspekingunum. Þannig lýstu bæði Platon og Plótínus sálinni sem spegli, hugmynd sem þeir Aþaníos og Gregoríos frá Nyssa þróuðu síðan enn frekar og gæddu nýju inntaki. Plótínus lýsti mannssálinni þannig sem spegli sem væri þess megnugur að endurspegla bæði fegurð og ljótleika þeim sem heillað athygli sálarinnar hverju sinni.

Read more »

06.07.08

  11:31:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1578 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Verundardjúp mannssálarinnar og sköpunarmáttur þjáningarinnar

Í „Bæn kirkjunnar“ kemst Edith Stein svo að orði: „Hjá þeim sem ganga inn í einingu hins guðdómlega lífs verður allt að einni heild: Hvíld og starf, andleg íhugun og viðleitni, þögn og tal, hlustun og samskipti, elskurík meðtaka og elskurík sjálfsgjöf í þakkarbæn og lofgjörð . . . Við þörfnumst tíma þögullar hlustunar þegar við heimilum Orðinu guðdómlega að starfa í okkur uns hann krefst fórnar í lofgjörð og verkum ávaxtanna.“ Eða með orðum sjálfs Frelsarans: „En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja Föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. (Mt 6. 6). Herbergið er sjálft mannshjartað og dyrnar áreiti skynhrifanna.

Read more »

22.06.08

  02:24:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 472 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hin innsiglaða uppspretta – Hl. Gregoríos frá Nyssa (335-395)

Með eftirfarandi orðum víkur hl. Gregoríos að innsta verundardjúpi mannsins í skrifun sínum, hinu innsta sviði Edith Stein eða uppsprettunni hans Jóhannesar af Krossi:

En garðurinn okkar þarfnast einnig uppsprettu, þannig að trjálundirnir fái að blómgast í sífellu og njóti vökvunar. Og þess vegna bætir hann uppsprettunni við þegar hann lofar brúðina og segir: Lokuð lind, innsigluð uppspretta (Ll 4. 12). Orðskviðirnir uppfræða okkur um hvað felst að baki þessarar uppsprettu með dæmisögu: Gæddu uppsprettur þína sætleika. Þér einum skulu þær tilheyra og engum óviðkomandi með þér (Ok 5. 16, 17, Sjötíumannaþýðingin). Hér leggur textinn blátt bann við því, að einhver annar spilli vatninu. Þannig er þessu einnig varið í fyrra textabrotinu okkar: Óviðkomandi er meinað að njóta uppsprettunnar, eins og gefið er í skyn með orðinu innsigluð, sem þýðir eitt og hið sama og „undir eftirliti.“

Read more »

16.06.08

  00:54:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3878 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Vísindi krossins – Edith Stein (systir Teresia Benedicta af Krossi OCD) (1891-1942) karmelsystir og trúarheimspekingur – (4)

d. Sálin, „égið“ og frelsið

Það er mikilvægt að varpa eins skýru ljósi og unnt er með andlegum hætti og án ímynda á það hvað þessar rúmmyndir tjá. Þessar ímyndir eru ómissandi. En þær eru óljósar og auðvelt að misskilja þær. Það sem nálgast sálina að utan tilheyrir hinum ytra heimi. Með þessu er átt við það sem tilheyrir ekki sálinni sjálfri og meginreglan er sú að slíkt tilheyrir heldur ekki líkama hennar. Þótt líkami hennar sé nefndur úthverfa hennar, þá er hann hennar úthverfa og einn með henni í einingu verundar hennar og ekki eins úthverfur eins og það sem blasir við henni sem algjörlega framandi og aðskilið. [8]. Meðal þessara framandi og aðskildu fyrirbæra má gera greinarmun á þeim hlutum sem eiga sér augljósa ytri tilveru, það er að segja eru gæddir rúmvídd og þeirra sem eru gæddir innhverfri verund líkt og sjálf sálin.

Read more »

12.06.08

  17:10:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 776 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Vísindi krossins – Edith Stein (systir Teresia Benedicta af Krossi OCD) (1891-1942) karmelsystir og trúarheimspekingur – (3)

c. Innra svið sálarinnar og hugsanir hjartans.

Hugsanir hjartans eru hið upphaflega líf sálarinnar í grunni verundar hennar í djúpi sem fer á undan allri skiptingu í mismunandi sálareigindir og starfsemi þeirra. Þarna lifir sálin nákvæmlega eins og hún er í sjálfri sér, handan alls sem kallað er fram í henni vegna skapaðra vera. Þótt þetta innsta og djúpa svið sé dvalarstaður Guðs og sá staður þar sem sálin sameinast Guði, þá streymir hennar eigið líf héðan út áður en líf sameiningarinnar hefst. Þannig er þetta jafnvel í því tilviki þar sem þessi sameining nær ekki fram að ganga. Allar sálir eru gæddar þessu innsta sviði og verund þeirra er líf.

Read more »

11.06.08

  08:43:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1703 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Vísindi krossins – Edith Stein (systir Teresia Benedicta af Krossi OCD) (1891-1942) karmelsystir og trúarheimspekingur – (2)

b. Samskipti sálarinnar við Guð og skapaða anda

Með því að grípa til rúmmfræðilegrar líkingar úr náttúruvísindum samtíma síns nefnir hinn helgi maður (Jóhannes af Krossi) Guð hvíldarpunkt eða dýpstu miðju sálarinnar. [1] Samkvæmt þessari vísindalegu afstöðu eru hlutir dregnir með ómótstæðilegum krafti til miðju jarðarinnar vegna þess að þetta er sá punktur þar sem aðdráttaraflið er mest. Steinn inni í jörðinni hefur þegar náð ákveðnum hvíldarpunkti, en þetta er þó ekki enn dýpsta miðjan vegna þess að hann býr yfir eiginleika, mætti og tilhneigingu til að falla enn lengra meðan hann hefur ekki náð til miðpunktsins. Þannig hefur sálin fundið endanlegan og dýpsta hvíldarpunkt sinn í Guði „þegar hún þekkir, elskar og nýtur Guðs af öllum sínum mætti.“ Þetta er aldrei endanlega raunin í þessu lífi. Þegar hún hvílir í hvíldarpunkti sínum fyrir náð Guðs, þá er hér ekki um dýpstu miðjuna að ræða vegna þess að hún getur ávallt gengið enn dýpra inn í Guð. Sá máttur sem dregur hana til Guðs er elskan og elskan getur í þessu tilviki ætíð náð háleitara stigi. Því æðra sem þetta stig er því dýpra dregur akkeri elskunnar sálina niður og þess meira gagntekur Guð hana á þeim rimum stigans sem sálin rís upp eftir til Guðs [2], það er að segja til sameiningar við hann. Eftir því sem hún rís hærra upp til Guðs því dýpra sígur hún niður innra með sér sjálfri: Sameiningin nær fram að ganga í innsta hluta sálarinnar, í dýpsta grunni sálarinnar. Ef þetta virðist allt vera þversagnakennt, þá verður að hafa í huga að hér er einungis um ólíkar rúmmyndir að ræða – sem fylla hvor aðra upp með gagnkvæmum hætti – þar sem leitast er við að tjá það sem á ekkert skylt við rúm og náttúrleg reynsla getur ekki tjáð með fullnægjandi hætti.

Read more »

09.06.08

  11:33:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1332 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Vísindi krossins – Edith Stein (systir Teresia Benedicta af Krossi OCD) (1891-1942) karmelsystir og trúarheimspekingur – (1)

Árið 1911 hóf Edith Stein nám við háskólann í Breslau og mjög snemma beindist áhugi hennar að heimspekinni. Hún komst í samband við táknmálsfræðinginn Edmund Husserl sem var prófessor í Göttingen og hélt áfram námi sínu þar frá og með árinu 1913. Þarna gat hún fullnægt „einu ástríðu sinni: „Fróðleiksfýsninni“, jafnframt því að vera afar opin gagnvart öllum mannlegum samskiptum. Árið 1916 fylgdi hún læriföður sínum eftir til Freiburg/Breisgau þar sem hún varði doktorsritgerð sína sem hlaut æðstu viðurkenningu: „Um vandamál reynsluskynjunarinnar.“ Verkið vakti mikla athygli meðal heimspekinga og því sem næst samstundis skipaði Husserl þennan hæfileikaríka nemanda aðstoðarmann sinn.

Read more »

07.06.08

  08:43:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 444 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Vísindi elskunnar – hl. Teresa af Jesúbarninu

„Ég vil að þú lesir í bók lífsins þar sem sjá má vísindi elskunnar.“ Vísindi elskunnar, já einmitt, þessi orð hljóma vel í eyrum sálar minnar og það eru einmitt þessi vísindi sem ég þrái. Þótt ég hafi gefið öll auðæfi mín fyrir þau met ég þau einskis eins og brúðurin í hinum heilögu Ljóðaljóðum (8. 7). Ég skil það svo vel að það er einungis elskan sem gerir okkur velþóknanleg fyrir Guði, að það er þessi elska sem eru þau einu gæði sem ég þrái.

Read more »

17.05.08

  07:51:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 466 orð  
Flokkur: Heilagur Andi

Í þessu ljósi munið þið sjá eilíft ljós – Pétur hinn ærurverðugi, ábóti í Cluny (d. 1029)

Þessi grein kemur í beinu áframhaldi af sýn rússneska aðalsmannsins Motovilov sem vikið var að hér að fram þegar hl. Serafim frá Sarov leiddi hann inn í ljúfleika uppljómunur hins óskaðaða ljóss Heilags Anda.

„Ásjóna hans skein sem sól“ (Mt 17. 2) . . . Hulið skýi holdsins hefur ljósið sem upplýsir sérhvern mann (Jh 1. 9) ljómað í dag. Í dag gerir það þetta sama hold dýrlegt og opinberaði postulunum dýrð sína svo að þeir gætu kunngert heiminum það. Og hvað ykkur varðar, þá munið þið njóta ásæisins á þessari sól að eilífu þegar þið sjáið borgina „stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum“ (Opb 21. 2). Aldrei framar mun þessi sól hníga til viðar heldur vera hún sjálf og láta eilífan dag ljóma. Aldrei mun þessi sól vera skýjum hulin, heldur skína að eilífu og veita ykkur fögnuð ljóssins sem aldrei mun endi taka. Aldrei mun þessi sól framar blinda augu ykkar: Hún mun veita ykkur styrk til að mæna á sig og hrífa ykkur með guðlegri dýrð sinni . . . „Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til“ (Opb 21. 4) sem myrkvað getur þann dýrðarljóma Guðs sem hann hefur gefið ykkur eins og sagt var við Jóhannes: „Hið fyrra er farið.“

Read more »

11.05.08

  17:07:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 141 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heilagur Andi er hinn Óskapaði „Flekklausi Getnaður“ – Hl. Maximilian Kolbe

Í Lourdes bað Bernadetta Maríu mey um að segja sér nafn sitt og hún svaraði: „Ég er hinn Flekklausi Getnaður.“ Með upplýsandi orðum sínum greindi María ekki einungis frá því að hún væri getin flekklaus, heldur að hún væri hinn Flekklausi Getnaður. Þetta er eins og sá munur sem er á einhverju sem er hvítt og sjálfum hvítleikanum eða einhverju fullkomnu og fullkomleikanum.

Read more »

08.05.08

  08:38:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 393 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heil. Pétur frá Damian – Um einingu kirkjunnar í Heilögum Anda

Heilög kirkja verður eitt í einingu Heilags Anda þrátt fyrir að hún taki á sig fjölþætta líkamlega mynd í ótöldum fjölda persóna. Ef hún virðist vera skipt meðal nokkurra fjölskyldna út frá náttúrlegu sjónarmiði, þá glatar hún engu af samsemd sinni í leyndardómi djúpstæðrar einingar sinnar „En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn“ (Rm 5. 5). Það leikur ekki á því nokkur vafi að þessi Andi er bæði einn og margir samtímis: Einn í kjarna hátignar sinnar; margir í náðargjöfum heilagrar kirkju sem fyllt er nærveru hans. Og það er þessi sami Andi sem gerir kirkjunni kleift að vera ein og söm í alheimslegri útbreiðslu sinni en engu að síður fyllilega nærverandi í sérhverjum meðlima sinna . . .

Read more »

02.05.08

  03:22:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2611 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Serafim frá Sarov – í ljósklæðum Heilags Anda

N. A. Motolivov var rússneskur aðalsmaður sem læknast hafði af erfiðum húðsjúkdómi vegna fyrirbæna hl. Serafims. Atburður sá sem hér er lýst átti sér stað í skóginum við Sarovklaustrið skammt frá klefa hl. Serafims. Ekkja Motolivovs fann eftirfarandi frásögn í skjölum hans að honum látnum.

„En hvernig,“ spurði ég batjúska [1] Serafim. „get ég vitað að ég dvel í náð Heilags Anda?“

„Þetta er afar einfalt, yðar hávelborinheit,“ svaraði hann. „Það er þess vegna sem Drottinn segir: Öll eru þau [orð munns míns] einföld þeim sem skilning hefur (Ok 8. 9). Vandamálið felst í því að við leitum ekki þessarar guðdómlegu þekkingar sem blæs manninn ekki upp vegna þess að hún er ekki af þessum heimi. Þessi þekking sem er þrungin elsku Guðs og náungakærleika uppbyggir sérhvern mann vegna sáluhjálpar hans. Drottinn komst svo að orði um þessa þekkingu að Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum (1 Tm 2. 4).

Read more »

01.05.08

  09:46:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 272 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Meistari Eckhart – Um eilífan getnað Orðsins í skauti hinnar blessuðu Meyjar í Heilögum Anda

Ef þessi fæðing nær í raun og veru fram að ganga megnar ekkert að halda aftur af þér: Allt beinir þér til Guðs og þessarar fæðingar. Við sjáum líkingu við þetta í eldingunni. Hvað sem hún lýstur, hvort sem það sé tré, dýr eða maður, snýr sá sem á hlut að máli sér að henni við þrumugnýinn. Maður sem snýr við henni baki snýr sér samstundis við til að bera hana augum. Öll þúsunda laufblaða trésins snúa sér við til að verða vitni að þessu leiftri. Sama gegnir um alla þá þar sem þessi fæðing nær fram að ganga.

Read more »

  02:39:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 196 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Gregoríos frá Nyssa – um þá hinna kristnu sem bregðast kærleiksinntaki skírnarnáðarinnar og ákalli Heilags Anda

„Ef líkaminn stígur niður í skírnarlaugina, án þess að sálin hreinsist af saurleika ástríðnanna . . . birtist náð Heilags Anda alls ekki í kjölfar þeirrar athafnar sem höfð hefur verið frammi“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 4).

„Hérna er á ferðinni hneyksli sem sá sem meðtekur skírnina gerir sig sekan um með því að ástunda sama líferni og áður“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 5).

Read more »

30.04.08

  08:36:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1563 orð  
Flokkur: Bænalífið

María Guðsmóðir – Lifandi sáttmálsörk hins Nýja sáttmála

Ákallið Maríu, hina síðari Evu, konuna sem sigraði höggorminn sem tældi hina fyrri Evu (1 M 3. 15). Hún vann sigur á þessum höggormi fyrir tvö þúsund árum (sjá Opb 12) og að nýju í Mexíkó árið 1531, og enn að nýju í Þýskalandi árið 1945 og aftur í Rússlandi árið 1989. Þennan sigur getur hún fullkomnað að nýju meðal þjóða sem guðræknir múslimar kalla „hinn mikla Satan,“ menningu sem úthellir blóði milljóna saklausra barna árlega fyrir gráðugan munn Móloks. Það er einungis Drottning englanna og himneskar hersveitir hennar sem megnar að sigra þennan engil illskunnar og umbreyta menningu okkar úr „dauðamenningu“ í lífsmenningu ljóss og elsku. [1]

Í herbúðarskipun hins Gamla sáttmála var það sáttmálsörkin sem fór fyrir Ísraelsmönnum í eyðimörkinni og veitti þeim vernd og skjól. Í Nýja sáttmálanum er það hin blessaða Mey – María Guðsmóðir – sem gegnir þessu sama hlutverki. Þetta er ekki ný kenning, heldur hluti hinnar heilögu arfleifðar kirkjunnar. Hlýðum á orð hinna heilögu feðra:

Read more »

  00:01:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 540 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Jóhannes af Krossi – um hreinsandi mátt hins guðdómlega ljóss Heilags Anda.

Til þess að varpa enn frekara ljósi á það sem ég hef sagt og mun segja, verð ég að taka hér fram að þetta hreinsandi og kærleiksríka innsæi, eða umtalaða guðdómlega ljós, hreinsar sálina og undirbýr til þess að sameinast Guði fullkomlega með sama hætti og eldurinn þegar hann vinnur á viðnum sem hann umbreytir í eld. Þegar hinn náttúrlegi eldur kemst í snertingu við viðarbút, byrjar hann að þurrka hann með því að draga út allan rakanum þannig að allt vatnið gufar smám saman upp. Síðan svíður eldurinn viðarbútinn, svertir og dekkir og gerir hann óásjálegan og illa þefjandi og með því að þurrka viðinn sífellt meira eyðir hann öllu því sem er í hrópandi andsögn við eðli eldsins í ljótleika sínum.

Read more »

29.04.08

  00:37:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 240 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Símon nýguðfræðingur – Guð sameinast guðum í Heilögum Anda.

Ef sá sem ber hið innra með sér ljós Heilags Anda fær ekki staðist ljóma þess, fellur hann fram á ásjónu sína og hrópar af skelfingu og dauðskelkaður, rétt eins og sá sem sannreynir eitthvað sem stendur hinu náttúrlega eðli ofar, ofar orðum og skynsemi. Hann er líkur manni með logandi iður og þar sem hann megnar ekki að standast þennan brennandi eld, verður hann eldinum að bráð og er sviptur allri getu til að vera í sjálfum sér.

Read more »

28.04.08

  09:05:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 151 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heil. Antoníus frá Padúa (um 1195-1231), fransiskani og kirkjufræðari – Um áhrif Sannleiksandans

Heilagur Andi er „eldstraumur“ (Dn 7. 10), guðdómlegur eldur. Rétt eins og eldurinn hefur áhrif á járnið, þá hefur hinn guðdómlegi eldur áhrif á þau hjörtu sem eru saurguð, köld og hörð. Þegar sálin kemst í snertingu við eldinn líður saurgun hennar, kuldi og harðneskja smám saman undir lok. Hún ummyndast að fullu og öllu í líkingu sinni við eldinn sem hún logar í.

Read more »

26.04.08

  06:59:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 425 orð  
Flokkur: Bænalífið

Heil. Polýkarp (69-155), byskup og píslarvottur – í þýðingu Reynis K. Guðmundssonar

„Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður.“ – ófædd og varnarlaus börn Guðs ekki undanskilin
.


Sleppum aldrei taki á honum sem er von okkar og fyrirheit um hjálpræði; ég á við Jesúm Krist sem „bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð; sem drýgði ekki synd og svik voru ekki fundin í munni hans“ (1Pt 2.22, 24); sem staðfastlega leið allt fyrir okkur til að við mættum eiga líf í honum. Breytum eftir þessu mikla þolgæði hans, og þó svo við þjáumst fyrir nafn hans skulum við ekki fást um það heldur lofa hann. Því þetta er fordæmið sem hann gaf okkur í eigin persónu og sem við höfum lært að setja traust okkar á.

Read more »

25.04.08

  12:23:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Ljós Maríu í hinni myrku nótt móður Teresu frá Kalkútta – Hvernig hin blessaða Mey huggaði „dýrling göturæsanna.“

Fyrir skömmu var heimspressan full af fréttum um það hvernig móðir Teresa hefði gengið í gegnum „krísu“ í trúarlífi sínu áratugum saman. En kyrrt var látið liggja hvernig María studdi Teresu á þessu tímaskeiði.

Til að fræðast nánar um þetta snéri ZENIT sér til föður Joseph Langford, en hann stofnaði í samráði við Teresu Kærleikstrúboð presta. Hann er höfundur bókarinnar „Mother Teresa: In the Shadow of our Lady,“ sem kom út í s. l. viku.

Faðir Langford greindi ZENIT frá því hvernig móðir Teresa hefði leitað skjóls hjá Maríu í hinni myrku nótt sinni og hvernig við getum nálgast Maríu með því að fylgja því fordæmi sem Teresa gefur okkur.

Read more »

22.04.08

  08:05:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 334 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um dyggð langlyndisins í bæninni – Jóhannes Tauler frá Strassborg og einn af Vinum Guðs (Gottesfreunde) í Rínardalnum

„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.“

Á tímum þolrauna ber þeim sem vill ekkert né þráir annað en að fela sig í Guði að bíða af langlyndi eftir því að kyrrðin glæðist að nýju . . . Hver veit hvar eða hvernig Guði þóknast að snúa til baka og fylla hann náð sinni? Hvað ykkur áhrærir skuluð þið bíða þolinmóð í skugga hins guðdómlega vilja. Náðargjafir Guðs eru ekki sjálfur Guð og okkur ber að gleðjast í honum einum, en ekki í gjöfum hans. En eðli okkar er svo gráðugt og sjálflægt að það hrifsar allt til sín og hremmir það sem tilheyrir því ekki og þannig myrkvar það náðargjafir Guðs og hindrar hið dýrmæta starf Guðs . . .

Read more »

20.04.08

  18:21:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 714 orð  
Flokkur: Bænalífið

Biðjum fyrir Tíbet – það hjálpar til!!!

Þegar ég legg svo mikla áherslu á það (til samræmis við hina heilögu arfleifð) að leita fyrirbæna Guðsmóðurinnar og verndar í náðarhjúp hennar á örlagastund í sögu Tíbet er engin tilviljun sem býr þessu að baki. Áður hef ég vikið að franska prestinum föður Yves Hamon hér á kirkju.net http://www.kirkju.net/index.php/jonrafn/2007/04/27/p1212.
Í þjónustu sinni við hans Hátign var hann meðal annars sendur til Kína í upphafi tuttugustu aldarinnar.

Read more »

  09:25:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 378 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Vegur kærleikans – Hl. Katrín frá Siena, kirkjufræðari

Eilífi Faðir. Þú þráir að við þjónum þér með hliðsjón af velþóknan þinni og þú leiðir þjóna þína eftir ýmsum vegum. Með þessu sýnir þú okkur að ekki undir neinum kringumstæðum getum við, eða eigum við að dæma ætlanir mannsins eins og við skynjum þær hið ytra . . . Sú sál sem sér ljósið í þínu ljósi (Sl 36. 10) gleðst við að sjá alla vegi þína, fjölmargar brautir þínar í sérhverjum einstakling. Þrátt fyrir að þær fari ólíkar leiðir, þá hlaupa þær ekki síður eftir vegi þíns brennandi kærleika. Ef það væri ekki einmitt vegna þessa kepptu þær ekki í raun og veru eftir sannleika þínum. Þannig sjáum við sumar skunda veg iðrunarinnar með líkamlegri deyðingu, aðrar veg auðmýktar og deyðingar eiginn vilja; enn aðrar veg hinnar lifandi trúar; aðrar leggja rækt við miskunnarverk; aðrar sem eru fullir af kærleika í garð náungans með því að hafna sjálfum sér.

Read more »

17.04.08

  08:28:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 304 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Kristselskan felur í sér allar kallanir – Hl. Teresa af Jesúbarninu (Teresa litla), karmelnunna og kirkjufræðari

Að vera brúður þín, ó Jesús, að vera karmelíti og vera í sameiningu við þig til að verða að móður sálnanna, á þetta ekki að nægja mér? En sú er ekki raunin. Það leikur ekki nokkur vafi á því að í þessum þremur köllunum felst hin sanna köllun mín: Karmelíti, brúður og móðir. En ég finn aðrar kallanir hið innra með mér . . . Ég finn þörfina og þrána til að framkvæma mestu hetjudáðir fyrir þig, ó Jesús. Þrátt fyrir smæð mína vildi ég upplýsa sálirnar eins og spámennirnir og kirkjufræðararnir. Ég hef fengið köllun til að vera postuli. Ég vildi ferðast um allan heiminn til að predika nafn þitt og gróðursetja hinn dýrlega kross í jörð vantrúarinnar. En Ástmögur minn, ein köllun myndi ekki nægja mér. Ég vildi predika Fagnaðarerindið í öllum heimsálfunum fimm samtímis og jafnvel í fjarlægustu eylöndum. Ég vildi vera trúboði, ekki einungis í nokkur ár, heldur frá upphafi sköpunarinnar allt til loka aldanna . . .

Read more »

16.04.08

  09:34:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 119 orð  
Flokkur: Bænalífið

Ákall til Heilags Anda

Kom þú, Heilagur Andi, og send ljósgeisla þinn frá himnum. Kom þú, Faðir fátækra, þú gjafari gæðanna, og ljós hjartnanna. Hjálparinn besti, ljúfi gestur sálarinnar, ljúfa hressing hennar. Hvíld hennar í erfiði, forsæla í hitum, huggun í sorgum. Þú blessaða ljós, lát birta til í hugskoti fylgjenda þinna. Án þinnar velvildar er maðurinn ekkert, án þín er ekkert ósaknæmt. Lauga það sem er saurgað, vökva það sem er þornað, græð það sem er í sárum. Mýktu það sem er stirnað, vermdu það sem er kólnað, réttu úr því sem miður fer. Gef fylgjendum sem treysta þér, þínar heilögu sjöföldu gjafir. Amen.

13.04.08

  09:41:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 892 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Ekkert starf kirkjunnar er jafn mikilvægt og Kristselskan – hl. Jóhannes af Krossi, kirkjufræðari

Í Kristselskunni tökum við undir bæn Æðsta prests okkar, Krists Drottins, á Krossinum: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“ (Lk 23. 34). Við skulum heyra hvað hl. Jóhannes af Krossi hefur að segja um Kristselskuna:

Þar sem sálin hefur séð af öllu og gefist elskunni á vald, fæst andi hennar ekki við neitt annað. Hún snýr jafnvel baki við þeim verkum sem falla undir hið virka líf og því sem slíku er samfara til að uppfylla það eina sem Brúðguminn sagði að væri nauðsynlegt (Lk 10. 42). Þetta felst í árvekninni gagnvart Guði og að leggja rækt við elskuna í honum. Drottinn metur þetta og virðir svo mikið, að hann álasaði Mörtu þegar hún reyndi að draga Maríu frá honum þegar hún sat honum til fóta til að fá hana til að sinna öðrum verkum til að þjóna honum. Sjálf taldi Marta sér trú um að allt hvíldi á hennar herðum og María hefðist ekkert að vegna þess að hún dvaldi í nærveru Drottins (sjá Lk 10. 39-41). En þar sem ekkert verk er meira né háleitara en elskan, er hið gagnstæða sannleikanum samkvæmt. Drottinn heldur einnig upp vörnum fyrir brúðina í Ljóðaljóðunum og býður allri sköpun heimsins sem skírskotað er til með Jerúsalemdætrunum að hindra brúðina ekki í andlegum svefni elskunnar eða að vekja hana, svo að hún ljúki ekki upp augunum gagnvart neinu öðru fyrr en hún þrái slíkt sjálf (Ll 3, 5)

Read more »

12.04.08

  08:05:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1098 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

„Að biðja fyrir fólki (þjóðum) er að úthella blóði sínu“ fyrir „allan Adam“

Kafli úr bókinni Heilagur Silúan starets á Aþosfjalli eftir Sophronij arkimandríta (bls. 54-56):

Undarlegt og óskiljanlegt er hið kristna líf í augum heimsins. Allt er hér þversagnakennt, allt gengur þvert á þær siðvenjur sem gilda í heiminum. Ekki er unnt að varpa ljósi á slíkt með orðum. Eina leiðin til að bera skyn á slíkt er að lúta vilja Guðs, með því að virða boðorð Krists: Að ganga þann veg sem hann benti okkur sjálfur á.

Eftir að Silúan hafði meðtekið þessa opinberun Drottins tók hann að ganga þann veg sem honum hafði verið leitt fyrir sjónir. Frá og með þessum degi varð hann „ljúflingssöngur“ hans, eins og hann komst sjálfur að orði:

Read more »

  07:35:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 77 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Maðurinn sér ekki vel nema með hjarta Kritstselskunnar – bæn

Heil sért þú María, full náðar Drottinn er með þér. Blessuð ert þú á meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús! Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, einkum sálunum í hreinsunareldinum, að þeim gefist að sjá hið Óskapaða ljós Krists. Úthell náð loga elsku þíns Flekklausa Hjarta, yfir Tíbet, Kína og alla heimsbyggðina, nú í upphafi nýrrar þúsaldar. Amen.

21.02.08

  15:20:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1323 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um aðstreymi vatns náðarinnar til mannssálarinnar

Himnasmiðurinn mikil, Arkitekt og Skapari allrar tilurðar, grípur iðulega til samlíkinga úr náttúrlegri sköpun sinni til að varpa ljósi á hina yfirskilvitlegu tilhögun náðarinnar. Vatnið gegnir mikilvægu hlutverki í þessu sambandi sem skírskotun til náðarinnar. Drottinn gaf samversku konunni að bergja af þessu vatni við brunninn forðum. Meistari Eckhart sagði eitt sinn að það streymdi ávallt niður á við og að María Guðsmóðir hefði verið slíkt ker við boðunina – sæmdarker náðar – vegna þess að hún lægði sig fyrir Guði og því hafi hún verið hafin svo hátt upp í lífi náðarinnar.

Read more »

03.02.08

  14:04:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 449 orð  
Flokkur: Bænalífið

Kristsrósakransinn – náðarrík hjálp í samlíkingunni við hið Alhelga Hjarta Jesú

Rósakransinn er hafinn með hefðbundnum hætti með Dýrðarbæninni, Faðirvorinu og Heil sért þú . . . á hinum þremur hefðbundnu perlum. Það sem er sérkenni hans er hið Alhelga Hjarta Drottins.

Á fyrstu deildinni er beðið (10 x):

Alhelga Hjarta Jesú. Líknarríkt náðardjúp loga lifandi elsku. Miskunna þú mér syndugum manni svo að mitt bersynduga hjarta samlíkist þér í náðinni í brennandi logum elsku þinnar. Amen.

Á stóru perlunni er síðan beðið:

Blíða og flekklausa Hjarta Maríu. Umvef okkur í hjúpi verndar þinnar eins og Juan Diego á Tepeyachæðinni í Mexíkó forðum.

Heilagur Jósef og ástvinur hins Alhelga Hjarta Jesú og hins Flekklausa Hjarta Maríu. Bið þú fyrir mér syndugum manni svo að ég öðlist náð til að sjá hið Óskapaða ljós í hreinleika hjartans.

Read more »

02.11.07

  11:45:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 661 orð  
Flokkur: Bænalífið

Allra sálna messa

Í dag er Allra sálna messa og í því tilefni birti ég hér hugleiðinguna með ritningarlestri dagsins sem er Mattesus 25. 31-46.

Heil. Kýprían (um 200-258), byskup í Karþagó og píslarvottur,
Umfjöllun um dauðann, Patrologia latina 4, 596 og áfr.:

„Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ (Jh 11. 25)

„Við ættum ekki að gráta vegna þeirra bræðra okkar sem raust Drottins hefur kallað úr þessum heimi sökum þess að við vitum að þeir eru ekki glataðir heldur sporgöngumenn okkar: Þeir hafa yfirgefið okkur líkt og ferðamenn eða sæfarendur á undan okkur. Við ættum fremur að öfunda þá en að úthella tárum vegna þeirra og eigum ekki að íklæðast svörtum klæðum þegar þeir eru íklæddir hvítum kyrtlum í upphæðum. Við skulum ekki gefa heiðingjunum tækifæri til að álasa okkur með réttu þegar við syrgjum þá sem við fullyrðum að lifi hjá Guði, rétt eins og þeir hafi verið upprættir og séu glataðir. Við bregðumst von okkar og trú ef það sem við boðum virðist vera blekkingar og ósannindi. Það er tilgangslaust að andmæla með hugrekki og afneita sannleika orða okkar síðan í verki.

Read more »

21.08.07

  09:59:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 275 orð  
Flokkur: Bænalífið

Hátíð Maríu af hinu gullna hjarta

Í dag þann 21. ágúst minnist kirkjan opinberana hinnar blessuðu Meyjar í Knock á Írlandi (1879) og í Beuaraing í Belgíu 1933. Í Beuaraing opinberaðist hún skömmu áður en Hitler var kjörinn ríkiskanslari í Þýskalandi til að hugga börn sín. Í Knock á Írlandi var það í miðri hungursneyð. Þannig leiðir hún okkur fyrir sjónir að hún umvefur okkur stöðugt með vernd sinni meðan pílagrímsganga okkar á jörðu stendur yfir.

Engin hungursneyð er þó jafn átakanleg eins og sú sem rekja má til óvinar hjálpræðis okkar: Hins fallna verndarkerúba. Milljónir manna munu þannig hverfa til þess staðar þar sem grátur og gnístan tanna ríkir að eilífu. Enginn harðstjóri er jafn miskunnarlaus og höfðingi þessa heims sem leiðir sálirnar á kvalastaðinn.

Read more »

1 2