Flokkur: "Hugleiðingar"

Blaðsíður: 1 3

01.09.06

  08:13:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1087 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hróp Krists í djúpi mannshjartans

Stund Krists rennur upp þegar við krjúpum niður í auðmýkt og játum syndir okkar og biðjum hann að koma inn í hjörtu okkar. Það gerir hann sannarlega og lýkur upp fyrir okkur Ritningum sínum, eins og hann lauk þeim upp fyrir lærisveinunum á veginum til Emmaus forðum (Lk 24. 45). Í ritningarlestri dagsins (1. september) víkur Ágústínus kirkjufaðir að hinu hinsta kalli hans og því lögðu hinir heilögu feður sífellt rækt við endurminninguna um dauðann. Þegar við biðjum Krist að koma inn í hjörtu okkar öðlumst við þegar nýtt líf hér á jörðinni, frumávöxt hins komandi lífs, og göngum inn í stund hans eða Kriststímann. Þá tekur hróp hans að gjalla: Rís upp og taktu til höndunum, breiddu út ríki mitt á jörðinni! Þeir sem fyllt hafa lampa sína af olíu daglegs Ritningarlesturs með því að hella olíu Heilags Anda í lampabolla sína í bæninni heyra þetta eilífa ákall. Því: „Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.“ Einungis fimm þeirra áttu þessa olíu í lömpum sínum, en fávísu meyjarnar fimm ekki. Talan 5 í heil. Ritningu táknar ávallt líf náðarinnar, þeim var áfátt í þessum efnum þessum fávísu meyjum og því fór sem fór. Þeim var ekki boðið til brúðkaupsfagnaðarins: „Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.“

Read more »

30.08.06

  07:47:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1388 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég sárbæni ykkur um að hafa í ykkar hópi þá sem þarfnast gæsku ykkar. Bregðist ekki í þessu!

Ég er fæddur þann 3. maí árið 1945, sama daginn og einhver mesti manníðingur mannkynssögunnar fyrir utan Stalín lét lífið í neðanjarðarbyrgi í höfuðborg þess ríkis sem hann kallaði þúsund ára ríkið eftir að hafa leitt einhverja menntuðustu þjóð heimsins á helvegu með 12 ára stjórn sinni: Adolf Hitler.

Pabbi minn var vélstjóri í íslenska farskipaflotanum og sigldi reglulega til þessa sama lands á fyrirstríðsárunum allt til aprílmánaðar árið 1940 þegar þýski nasistaherinn lagði undir sig Danmörku sem Ísland tilheyrði á þeim tíma. Einhverjar fyrstu æviminningar mínar voru þegar ég sat á hnjám hans og hann greindi okkur bræðrunum frá því hvernig nasistarnir skutu gyðingabörnin á hafnarbakkanum í Danzig þegar þau komu að sópa upp kolarykinu sem féll til jarðar úr kolakrönunum eftir útskipun dagsins.

Read more »

28.08.06

  08:22:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1063 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Evkaristían verður að vera þungamiðjan í líf okkar: II

Í hugleiðingum þeim sem fylgja með ritningarlestri dagsins (28. ágúst) víkur Barnabus að vegunum tveimur. Enginn getur gegnið tvo vegi samtímis, slíkt er hreinasta firra. Jesaja boðaði okkur Konungsveginn til Krists þegar í Gamla testamentinu:

Þar skal verða braut og vegur: Sú braut skal kallast BRAUTIN HELGA. Enginn sem óhreinn er skal hana ganga. Hún er fyrir þá eina [hina hreinu]. Enginn sem hana fer, mun villast, jafnvel ekki FÁRÁÐLINGUR (Jes 35. 8).

Read more »

27.08.06

  10:09:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Evkaristían verður að vera þungamiðjan í lífi okkar: I

Í dag langar mig að segja ykkur dæmisögu af tveimur mönnum. Annar var kaþólskur prestur sem uppi var fyrir 500 árum á Spáni. Hann hafði lifað í „synd“ með konu, en Guð leiddi hann á fund heil. Teresu frá Avíla. Hún bað mikið fyrir honum og loks rann sú stund upp að hann snéri frá villu síns vegar. Hann sagði skilið við konuna og síðasta hálfa árið sem hann lifði á jörðinni kom náð Guðs inn í líf hans. Og í Sögu lífs míns kemst heil. Teresa svo að orði, að hann hefði notið þeirrar náðar að syndga ekki og Guð hafi kallað hann til sín áður en sú varð raunin.

Read more »

25.08.06

  07:44:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 625 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Að nærast á Orði Drottins – ruminare

Í hugleiðingunni sem fylgir með ritningarlestri dagsins í dag – þann 25. ágúst – minnir systir Teresa Benedikta okkur á mikilvægi þess að nærast á orði Guðs í sífellu. Á fyrri hluta miðalda greip kirkjan til latneska orðsins ruminare til að lýsa slíkri íhugun orðsins. Í dag lifir þetta sagnorð enn í ensku sögninni „ruminate,“ að velta einhverju fyrir sér og kryfja til mergjar. Latneska sögnin ruminare þýðir bókstaflega að tyggja eða melta. Sálin nærist bókstaflega á orði Guðs eins og fæðu sinni og næringu. Allir gefa sér tíma til að næra líkamann daglega, að öðrum kosti deyr hann. Hið sama gegnir um sálina: Ef hún er ekki nærð deyr hún. Allir gefa sér einnig tíma til að anda, að öðrum kosti deyr líkaminn. Bænin er andardráttur Heilags Anda í sálinni og ef hún gefur sér ekki tíma til að anda í Guði deyr hún: Kafnar í brækju óhlýðninnar við boðorð Guðs!

Read more »

24.08.06

  08:20:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2375 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um Drottins trúu múrverksmenn, fríhyggjumenn og frímúrara

Í fyrradag vék ég að hvítasunnumönnum í Kína, fólki sem leggur allt í sölurnar til að boða ríki Guðs á jörðu í fjandsamlegu umhverfi. Þessir einstaklingar gera það sökum elsku sinnar á Jesú, þessari elsku sem Jóhannes af Krossi nefndi amor impaciente, hina ástríðufullu elsku, elsku sem postularnir upplifðu á veginum til Emmaus: „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur Ritningunum?“ (Lk 24. 32). Hið Alhelga Hjarta Jesú brýst ætíð út sem eldur í mannshjörtun í raunnánd sinni og þá ljúkast leyndardómar hans upp í uppljómun elskunnar. Fólk sem upplifir þennan áþreifanleika raunnándar Guðs eru vinir hans eins eins og heil. Íreneus frá Lyon komst að orði vegna þess að það virðir boðorð hans, rétt eins og Abraham og sér því land fyrirheitanna eins og hann og beinir för sinni til þess. Drottinn smyr augu þess svo að það SÉR. Þetta var bæn Páls postula: „Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til“ (Ef 1. 18).

Read more »

21.08.06

  08:15:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1091 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um Kristselskuna

Í ritningarlestri dagsins (21, ágúst) áminnir okkar ljúfi Jesú okkur á gildi hinna lífgefandi boðorða, rétt eins og hinir heilögu feður og mæður kirkjunnar hafa ávallt gert í aldanna rás. Heilög Ritning líkir óhlýðni við boðorðin við hórdómsbrot með tvenns konar hætti.

Read more »

17.08.06

  07:26:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1790 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Ég nenni ekki, ég vil ekki, ég hef ekki tíma núna!“

Í gær skrifaði maður hér í athugasemdadálkinn (ath. 10) við greinina „Við viljum meira nammi . . . við viljum meira nammi!“ Hann spurði fyrst um fyrirbænir heilagra og hvers vegna hin stríðandi kirkjan ákallaði þá um hjálp. Síðan klykkti hann út með því að segja að sjálfur tryði hann því að það væri blóð Krists eitt sem hreinsaði menn af syndum. Þetta er alveg hárrétt hjá honum og þessu hefur kirkjan trúað frá upphafi, boðað og játað. Þetta er sá sannleikur sem Jesús boðar í sjötta kafla Jóhannesarguðspjalls:

Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og DREKKIÐ BLÓÐ hans, hafið þér ekki lífið í yður (Jh 6. 53).

Read more »

16.08.06

  07:55:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1393 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Vald kirkjunnar á jörðu – skriftavaldið

„ Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni,“ lesum við í ritningarlestri dagsins (16. ágúst). Þetta er það vald sem Kristur felur kirkju sinni á jörðu. Ef einhver lima kirkjunnar óhlýðnast boðorðum Krists samkennir hann sig svo algjörlega við lifandi líkama sinn á jörðu að hann felur forstöðumönnum safnaðanna vald til að leysa þann hinn sama undan skyldum trúarinnar. Þeim hinum sama er veitt frelsi til að haga sér eftir eigin höfði og þjóna lund sinni og fullnægja hvötum sínum og hneigðum að vild. Honum er meinað að ganga að borði Drottins og meðtaka evkaristíuna, eða „settur út af sakramentinu,“ eins og þetta er nefnt í daglegu máli.

Read more »

15.08.06

  09:35:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 963 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Við viljum meira nammi . . . við viljum meira nammi!“

Um Guðsmóðurina og frekjudollukynslóðina

Í tvö þúsund ár hafa kristnir menn heiðrað Guðsmóðurina um fram alla aðrar skapaðar verur. Þessi heiðrun er tjáð með gríska orðinu dulia. Kirkjan heiðrað heilagt fólk vegna þess að það varð heilagt sökum þess að það laut vilja Guðs í fyllstu auðmýkt. Kraftur Guðs opinberaðist þannig í lífi þess, en þennan lífgefandi kraft nefnir kirkjan náð. Í Lúkasarguðspjalli er sagt að María hafi verið full náðar, það er að segja að náð Guðs hafi opinberast í henni með einstæðum hætti um fram aðra þá sem tilheyra sköpun Guðs. Því auðsýnir kirkjan henni sérstaka heiðrun sem nefnd er hyperdulia á grísku. Hins vegar ber Guði einum í Þrenningareðli sínu tilbeiðsla eða latreia á grísku. Því tilbiður kirkjan Guð einan.

Read more »

13.08.06

  21:19:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 64 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Í tilefni stólræðu séra Skúla S. Ólafssonar í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 13. ágúst 2006.

Sérhver maður sem ekki sér (er andlega blindur), en tekur sér samt á hendur að leiðbeina öðrum, er falsspámaður sem leiðir fylgjendur sína á vegi tortímingarinnar til samræmis við orð Drottins: Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju (Mt 15. 14).

Símon nýguðfræðingur, Hagnýt og guðfræðileg fyrirmæli, 34.

12.08.06

  09:36:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 806 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinsegin tilvera eða svona?

Á hverjum morgni hef ég morgunbænirnar með eftirfarandi orðum: „Drottinn Guð allsherjar, þú sem þenur alheiminn út eins og tjalddúk.“ Guð er sá mikli himnasmiður sem skapaði alheiminn úr engu fyrir um það bil fjórtán milljörðum ára. Þetta gerðist í einni andrá – á einu andartaki – sem stjarneðlisfræðingar nefna Miklahvell (Big-bang). Og eins og ég hef sagt áður er Guð mestur allra stjarneðlisfræðinga því að hann er frumhreyfir alls. Í trúarheimspekinni er þetta andartak nefnt totum simul sem er latína. Orðið víkur að þeirri staðreynd að öll tilvist, allur tími og allur verðandi var og er og verður í einum punkti sem kirkjan nefnir einnig eilífð. Þegar alheimsþing stjarneðlisfræðinga var haldið árið 1987 var það í Vatíkaninu vegna þess að heimsmyndunarfræði (cosmology) trúarheimspekinnar og stjarneðlisfræðinnar falla í sama farveg.

Read more »

27.04.06

  07:02:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 128 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Kveðjuorð

Kæru lesendur! Sökum bágs heilsufars og að ráði læknis læt ég nú af skrifum mínum hér á kirkju.net. Þá fáu mánuði sem skrif mín hafa staðið yfir hafa þau óhjákvæmilega krafist bæði tíma og orku, og þannig haft truflandi áhrif á meginverkefni mitt sem er að þýða rit hina heilögu Karmels. Ég óska kirkju.net alls velfarnaðar í framtíðinni.

Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sent hafa mér hlý orð og hugsanir vegna skrifa minna. Framvegis mun ég birta greinar og hugleiðingar um lífsverndarmál á Vefrit Karmels.

Guð blessi ykkur öll,

Jón Rafn Jóhannsson ocds.

23.04.06

  05:06:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1094 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Annað opið bréf til Þórðar Sveinssonar, formanns ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Þórður, gleðilegt sumar. Sem verandi jafnaðarmaður sjálfur léttir mér að heyra að þú teljir einstaklinginn búa yfir siðferðiskennd. Þetta er það atriði sem hefur ávallt aðskilið lýðræðissinnaða jafnaðarmenn frá sósíalfasismanum. Það er vafalaust óþarft að minna þig á, hversu hörmulegar afleiðingar það hafði í Rússlandi, þegar kommúnistar sviptu þjóðina þeim lýðræðislegu réttindum sem jafnaðarmannastjórn Kerenskis hafði komið á eftir fall keisarastjórnarinnar forðum sem varð til þess að 200 milljónum mannslífa var fórnað undir ógnarstjórn Sovétfasismans. Þetta var sökum þess að jafnaðarmenn sofnuðu á verðinum.

Ég er líka hjartanlega sammála þér þegar þú víkur að mikilvægi þess að huga betur að félagslegri aðstoð við konur. Þetta er einmitt það sem olli straumhvörfum í Bandaríkjunum í umræðunni um fóstureyðingar. Það er heldur ekki rétt eins og svo iðulega er haldið fram hér heima, að umræðan um fóstureyðingar einskorðist við íhaldssama repúblikana. Umræðan gengur langt inn í raðir demókrata.

Fullyrðingar stuðningsmanna fóstureyðinga hefur grundvallast á tveimur lygum. Annar er sá að fóstureyðing feli einungis í sér að „vefjavöndull“ sé fjarlægður úr konunni. Hinn að þær séu öruggar. Staðreyndirnar tala þvert á móti sínu máli og eru studdar fjölda marktækra vísindalegra rannsókna.

Við fóstureyðingu ganga foreldrar í gegnum sorgarferli sem er áþekkt því þegar náinn ættingi andast snögglega. Þúsundir harmi lostinna mæðra og feðra eru þegar tekin að tjá afstöðu sína og andúð á „velgjörðarmönnum“ sínum. Ljóst er nú þegar að það eru ekki hin siðrænu rök gegn fóstureyðingum sem munu uppræta fóstureyðingarstórðiðjuna. Það er réttur konunnar sem þar mun ráða úrslitum. Hér er um dálitla kaldhæðni að ræða, þar sem stuðningsmenn fóstureyðinga hafa einmitt vísað mikið til þessa réttar. Fyrst og fremst felst þetta í því að konum verði ljós sú áhætta sem felst í fóstureyðingum, rétturinn til að hafa um fleiri valkosti að ræða og rétturinn til að höfða mál á hendur fóstureyðingarfyrirtækjum vegna þess að það eina sem þau hugsa um er bankainneignin.

Eins og ég sagði hafa fóstureyðingar á heimsvísu verið réttlættar með tveimur lygum. Víkjum örlítið nánar að fyrra atriðinu, að hér sé einungis um „vefjavöndul“ eða hvern annan ofvöxt í líkama sjálfrar konunnar að ræða, en ekki mannveru eða ófætt barn. Á síðustu tveimur áratugum hafa lífsverndarsinnar einbeitt sér að þessum fyrri lygum. Rannsóknir í Bandaríkjunum leiða í ljós að um 70% þeirra kvenna sem fara í fóstureyðingar telja að þær séu siðferðilega rangt athæfi, eða að minnsta kosti „óæskileg athöfn.“ (hér kemur siðferðiskenndin til málanna). Konurnar fara ekki í fóstureyðingu vegna þess að þær trúi því að hún sé rétt, heldur vegna þess að sökum þrýstings finnst þeim þetta eina leiðin sem þeim standi til boða. Ein af þeim „rangfærslum“ sem felast að baki „valfrelsisins“ felst í því að konunum finnst að ekki standi neitt annað til boða. Þær kjósa ekki fóstureyðingu í ljósi eigin samvisku, heldur þvert á móti í andstöðu við hana.

Víkjum að síðari lygunum: Öryggi fóstureyðinga. Hið andhverfa er þvert á móti raunin: Fóstureyðingar eru varhugaverðar. Meira en eitt hundrað alvarlegir fylgikvillar hafa verið raktir til fóstureyðinga sem rekja má til ólíkra þátta. Svo að einungis sé minnst á fátt eitt felst þetta í aukinni tíðni á brjóstakrabbameini, ófrjósemi, vandkvæðum á því að bindast síðari börnum tilfinningaböndum og alvarlegri röskun á kynlífi. Einnig má minnast á lifrarkrabbamein, hjálegsfóstur, sjálfsmorðsviðleitni og samskiptavandamál. Þetta síðast nefnda atriði hefur lamandi áhrif á konuna og gerir henni erfitt að umgangast ættingja, vini og jafnvel vinnufélaga. Allt hefur þetta orðið til þess að sýna fram á að „öryggi fóstureyðinga“ sé öfugmæli.

Þannig hefur almenningur í Bandaríkjunum smám saman vaknað til meðvitundar um það að fóstureyðingar séu ósættanlegur valkostur. Fólk trúði því lengi vel að sætta mætti sig við að deyða ófædd börn ef slíkt fæli í sér hjálp konunni til handa. Þegar þessir lygar lágu fyrir leiddi það til viðhorfsbreytingar hjá þeim „Jóni og Gunnu á götunni.“ EF FÓSTUREYÐINGAR VALDA KONUNNI SVONA MIKLUM ÞJÁNINGUM, HVERS VEGNA ERU ÞÆR ÞÁ FRAMKVÆMDAR Í SVO MIKLUM MÆLI? Ætli beinasta svarið felist ekki því að þannig velti ríkisvaldið af sér félagslegri ábyrgð sinni gagnvart velferð kvenna?

Þetta hefur orðið þess valdandi að viðhorfið til fóstureyðingarstóriðjunnar er orðið afar neikvætt eins og sjá má á skoðanakönnunum. Hér erum við komin að kjarna málsins sem allir sannir jafnaðarmenn ættu að bera fyrir brjósti: AÐ VERNDA BÆÐI KONUNA OG BARNIÐ. Höfum ávallt í huga að jafnaðarmönnum hefur auðnast að byggja upp mestu réttarríkin og velferðarríkin á jörðu: Hér á ég við Norðurlöndin og Þýskalandi. Norðurlöndin fimm nota krossfánann sem þjóðartákn. Höfum í huga að fjölmargir þeirra sem lögðu jafnaðarmannahreyfingunni lið í upphafi tuttugustu aldar komu úr kristinni kirkju, fólk sem hreifst af orðum Gamla testamentisins: „HANN REKUR RÉTTAR MUNAÐARLEYSINGJANS OG EKKJUNNAR OG ELSKAR ÚTLENDINGINN, SVO AÐ HANN GEFUR HONUM FÆÐI OG KLÆÐI“ (5 M 10. 18). Af þessum sökum er ég sjálfur jafnaðarmaður.

Ég bendi þér að lokum á eftirfarandi greinar máli mínu til stuðnings í skráarsafni mínu um Fóstureyðingar og vernd:

Fóstureyðingar hafa geðræn vandamál í för með sér
Níu rök gegn fóstureyðingum
Tíu svör til stjórnmálamanna sem styðja fóstureyðingar

21.04.06

  10:02:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 738 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um kaþólska og lúterska dulúð

Hinn víðkunni, málglaði og orðhvati fríkirkjuprestur, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, birtist á skjá NFS í gærkveldi (20. apríl) og lýsti með fögrum orðum ágætum og gildi hins gnóstíska rits Júdasarguðspjallsins, og taldi því einkum til ágætis að það væri dýrmætt kristinni kirkju sökum þess að það glæddi áhuga almennings á dulúðinni. Íreneus kirkjufaðir fjallaði sérstaklega um þetta rit í skrifum sínum sem dæmi um trúvillu gnóstikismans. Af orðum séra Hjarta Magna mátti skilja, að „stofnunarkirkjan“ hefði gengið að dulúðinni dauðri. Þvílík firra og rangfærslur.

Dulúðin er einhver dýrmætasti þáttur kristinnar trúararfleifðar sem hún hefur lagt rækt við frá upphafi vega og hefur alið af sér heilögustu menn og konur kristinnar kirkju í aldanna rás. Dulúðin er einnig það sem sameinar kaþólska menn og lúterska enn í dag með jafn afgerandi hætti og ávallt. Þannig hafa karmelítarnir í Svíþjóð mikið dálæti á lúterska djúphyggjumanninum og skósmiðnum Hjalmar Ekström og það er þeim að þakka, að ég komst sjálfur í kynni við rit hans sem standa karmelskri guðrækni afar nærri.

Read more »

20.04.06

  04:29:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1756 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Opið bréf til Þórðar Sveinssonar, formanns Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Þórður Sveinsson sem kynnir sig með höfundarheitinu „Þórfreður“ á bloggsíðu sem „eldheitan félagshyggju-, lífsnautna- og gleðimann með brennandi áhuga á víni og konum,“ skrifar grein á bloggsíðu sína sunnudaginn 16. apríl s. l. sem hann nefnir „Sorglegt hugarfar.“ Greinin birtist einnig á mir.is sem er vefsíða Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Þórður er augljóslega kurteis maður og orðfæri hans er allt annað en við höfum átt að venjast hér á vefsíðunni frá samkynhneigðum og stuðningsmönnum þeirra sem einkennst hefur af gífuryrðun og „slæmum munnsöfnuði.“ Í gamla daga hefðu kerlingarnar norður á honum Siglufirði sagt: Sveiattan bara! [1] Jón Valur Jensson hefur þegar svarað Þórði með málefnalegum rökum, þannig að ég sleppi því hér. Það sem vekur athygli mína fyrst og fremst hjá þessum orðprúða manni er það sem ég myndi vilja kalla „tregablandna undrun!“

Það kemur Þórði bókstaflega í opna skjöldu að einhverjir kunni að vera á annarri skoðun en hann sem „rétthugsandi maður,“ það er að segja sá sem tileinkað hefur sér „rétthugsunina,“ það sjónarmið eða afstöðu sem er ríkjandi nú um stundir í þjóðfélaginu, eða eigum við að segja er tískusveiflan eða „inni.“ Stundum höfum við ganntast með þetta og vitnað til „newspeak“ Georges Orwells hér á vefsíðunni. Vitaskuld er hér átt við samkynhneigð sem varð að tískusveiflu í upphafi nýrrar aldar á Íslandi.

Read more »

13.04.06

  08:04:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 560 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Og Guð þarfnast líka okkar!

Enn sagði hann: „Maður nokkur átti tvo sonu. Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: ,Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber.' Og hann skipti með þeim eigum sínum. Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði. En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort. Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína. Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum. En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: ,Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri! Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.' Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: ,Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.' Þá sagði faðir hans við þjóna sína: ,Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn.' Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. Hann svaraði: ,Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.' Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma. En hann svaraði föður sínum: ,Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.' Hann sagði þá við hann: ,Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn'" (Lk 15. 11-32).

09.04.06

  21:34:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 915 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Goðsagnir hómosexualismans

Krafan um „giftingu“ samkynhneigðra hefur komið til sögunnar vegna þess að þeir styðjast við ákveðna hertækni. Þegar þeir Marshall Kirk og Hunter Madsen gáfu út bók sína „After the Ball: How America Will Conquer Its Fear and Hatred of Gays (Eftir dansleikinn: Hvernig Bandaríkin munu sigrast á ótta sínum og hatri á samkynhneigð) [1], settu þeir fram nákvæma aðferð um það hvernig hreyfing samkynhneigðra ættu að ná takmarki sínu. Í grein sem Kirk nefndi „The Overhauling of Straight America“ (Að koma Ameríku kynvillunnar á skrið) [2] skilgreindi hann hertækni sína svo:

„Við getum grafið undan siðrænum áhrifum kirkna með því að draga upp mynd af þeim sem forneskjulegu hugarfari sem er ekki í neinu samræmi við nútímann eða við nýjustu niðurstöður sálarfræðinnar. Við getum beint áhrifum vísindanna og almenningsálitsins gegn rótgrónum kirkjum. Slíkt vanheilagt bandalag hefur gefist vel gegn kirkjunum áður, eins og hvað áhrærir mál eins og hjónaskilnaði og fóstureyðingar . . . Við eigum ekki að berjast fyrir því að iðkun kynvillu hljóti viðurkenningu, heldur einbeita okkur að þjóðfélagslegu misrétti.“

Read more »

07.04.06

  06:30:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1184 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða

Þriðjudaginn 31. janúar s. l., nánar til tekið klukkan 7. 45 um kvöldið, felldi Breska þingið útgáfu ríkisstjórnarinnar á svonefndum „Kynþátta og trúarhaturslögum“ (Religious Hatred Bill). Tvær atkvæðagreiðslur fóru fram. Fyrri atkvæðagreiðslan snérist um það hvort breyta ætti lögunum og ríkisstjórnin var lögð að velli með 10 atkvæða mun. Síðari atkvæðagreiðslan snérist um lögin eins og þau komu frá lávarðadeildinni. Sú tillaga var samþykkt með eins atkvæða mun. Tony Blair tók þátt í fyrri atkvæðagreiðslunni, en hvar af vettvangi áður en kom að þeirri síðari. Tillaga lávarðardeildarinnar fól í sér mikla réttarbót vegna þess að hún TRYGGÐI kristnum mönnum rétt til að predika fagnaðarerindið. Héðan í frá er erfitt að sjá að prestar sem predika út frá orði Guðs í góðri trú og huga á Bretlandseyjunum brjóti lögin. Þannig vóg þetta eina atkvæði þungt. [1]

En þetta gildir ekki um öll lönd í Evrópu og þar á meðal sum Norðurlandanna, meðal annars Ísland. 233 grein hegningarlaganna (a) hljóðar svo:

Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Í athyglisverðri grein um þessi ákvæði kemst Jón Magnússon, lögmaður, svo að orði:

Sjónvarpsmaðurinn hræðilegi Jerry Springer semur söngleik sem sýndur er fyrir fullu húsi í London þar sem Jesús frá Nasaret er með bleyju og viðukennir að hann sé dálítið öfugur. Sænskur prestur er á sama tíma sóttur til saka fyrir andstöðu við samkynhneigð á grundvelli sambærilegra fáránlegra refsiákvæða eins og eru í 233.gr. a íslenskra hegningarlaga. Afrýjunardómstóll í Svíþjóð hefur þó komist að annarri niðurstöðu í því máli en Hæstiréttur hér komst að í máli ákæruvaldsins gegn Hlyni Frey Vigfússyni en sá dómur er að mínu viti Hæstarétti Íslands og saksóknara til skammar . . . Hvernig á kristinn maður að geta haldið fram sínum skoðunum ef hann á það stöðugt á hættu í kristnu landi að vera sóttur til saka fyrir að andæfa skaðlegri hjátrú og hindurvitnum í öðrum trúarbrögðum. [2]

Read more »

28.03.06

  06:44:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 987 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hin holdlegu augu og það andlega (sjá Jb 42. 5 og Lk 24. 45)

Þessi hugleiðing fæddist fyrir mörgum árum síðan og var samin á ensku undir heitinu „From Illu-Zion to Reality“ og birtist í bandarísku kirkjublaði. Kalla mætti hana „Hin holdlegu augu og það andlega“ á íslensku.

Eitt sinn dvaldi ég í trappistaklaustri í nokkrar vikur. Ég og einn munkana höfðum til siðs að fara „niður að teinunum“ (down to the track) eftir morguntíðirnar af og til. Þar biðum við í nokkrar mínútur, stundum allt að hálfri stundu þar til járnbraut birtist. Yfirleitt voru þetta einungis flutningalestar, en einstaka sinnum duttum við í lukkupottinn. Það var þegar hinar silfurlituðu Amtrak-lestar brunuðu fram hjá í allri sinni dýrð.

Járnbrautir búa yfir einhverju leyndardómsfullu aðdráttarafli, já, ég þori að segja yfirskilvitlegu. Þær hafa alveg einstakt aðdráttarafl á karlmenn (eftir minni bestu vitund ekki á konur). Járnbrautir hafa bókstaflega yfirþyrmandi áhrif á menn, geta jafnvel beint okkur inn í sjálft totum simul: Eilífð Guðs þar sem allur tími og rúm renna saman í einum punkti.

Read more »

19.03.06

  07:40:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 640 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Sporaleikur

Nú ekki alls fyrir löngu síðan var ég með engli í mikilli sandauðn. Þeir eru að ýmsu leyti eins og börnin og því sagði hann við mig:

„Eigum við ekki að koma í sporaleik?“

Ég átti síst von á þessu og hann veitti því strax athygli hversu hissa ég varð og sagði:

„Ég skal sýna þér hvernig við förum að! Þetta er enginn vandi!“

Skyndilega birtust spor í sandinum. Í upphafi voru þau örsmá, greinilega eftir léttstígt barn. Smám saman stækkuðu þau og mörkuðust betur í sandinn og bilið á milli þeirra varð lengra og greinilegt að sá sem hlut átti að máli hljóp hraðar og hraðar. En alltaf urðu þau beinni, uns þau hurfu alls óvænt. Engillinn sagði íbygginn á svip:

„Þetta eru sporin hans Palla.“

Þá minntist ég orða heilags Páls. „Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust“ (1 Kor 9. 24).

Read more »

15.03.06

  09:20:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 917 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Quo vadis – hvert ætlarðu?

Í guðspjalli dagsins stefndi Jesú för sinni til Jerúsalem: „Jesús hélt nú upp til Jerúsalem, og á leiðinni tók hann þá tólf afsíðis og sagði við þá: „Nú förum vér upp til Jerúsalem.“ (Mt 20. 17). Þessi texti guðspjalls dagsins er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Í andlegri merkingu leiðir Jesú okkur fyrir sjónir hvernig við komumst til hinnar himnesku Jerúsalem, borgar Guðs á himnum. Það gerum við einungis í leyndardómi krossins og af fyllstu auðmýkt, annars missum við marks, förum villu vegar.

Í gamla daga meðan skipin voru ekki eins fullkomin og í dag og seinni í förum var stefnan tekin í hásuður út af Reykjanestánni og siglt sem svarar 500 sjómílum. Þá var komið í lygnan sjó, eða eins og kallarnir sögðu okkur strákunum: „Þar er hægt að róa á baðkari allan ársins hring!“ Eftir það var svo stefnan tekin til þeirrar heimsálfu sem takmark ferðarinnar miðaðist við hverju sinni.

Read more »

1 3