Flokkur: "Hugleiðingar"

Blaðsíður: 1 2 3

11.03.07

  11:34:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1023 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um heiðrun og tilbeiðslu

Í dag sem er þriðji sunnudagurinn í föstu heiðrar kirkjan heil. Teresu Margrét Redi (d. 1770). Þetta gerir kirkjan daglega, það er að segja að hún velur einn hinna heilögu og bendir á þá sem fyrirmynd til breytni. Systir Teresa Margrét var einungis 23 ára gömul þegar hún andaðist. Hún er næst yngst þeirra kvenna sem hafin hefur verið upp við altarið í tölu hinna heilögu. Hin hét einnig Teresa og var frá Lima í Perú. Hún var einungis nítján ára gömul þegar hún andaðist!

Víkjum fyrst að orðinu heiðrun, að auðsýna einhverjum heiður. Í fornkirkjunni var þetta nefnt duleia á grísku. Maríu Guðsmóður er sýnd sérstök heiðrun. Þetta nefndu hinir fornu feður og mæður kirkjunnar á grísku hyperduleia eða sérstaklega mikla heiðrun. Þegar á annarri öld auðsýndu þeir Guðsmóðurinni slíka hyperduleia eins og við sjáum til að mynda í skrifum Tatíans (d. 160). Frá upphafi og fram á daginn í dag er gerður strangur munur á latreia eða tilbeiðslu og heiðrun. Guð einn í Þrenningu er tilbeðinn: Honum einum er kristnum mönnum ætlað að tilbiðja.

Read more »

07.03.07

  10:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 445 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

J’ accuse – ég ásaka

Þetta eru hin fleygu orð sem rithöfundurinn Zola viðhafði á sínum tíma þegar hann skrifaði hið víðfræga bréf sitt þegar hann ásakaði frönsk stjórnvöld fyrir meðferðina á Dreyfusi. Það var reyndar ekki hann, heldur annar víðfrægur franskur rithöfundur sem kom í heimsókn til Íslands þann 8. júní 1901. Þetta var Victor Hugo ásamt eiginkonu sinni og þeim dr. Jean Charcot, og M. Bonniers. Ferðalangarnir heilsuðu meðal annars upp á föður Ypes Hamon (1864-1925), franskan prest sem starfaði þar á vegum franska sjómannatrúboðsins (Apôtre des Marins). Saga föður Hamons er ein sér afar merkileg. Eftir að hafa verið lokaður inni í Beijing í Kína í boxarauppreisninni ásamt öðrum Evrópumönnum, var hann sendir til Nýfundnalands og síðar Íslands þar sem hann starfaði í mörg ár. Að Íslandsdvölinni lokinni var hann sendur til eyjarinnar Martineque í Indlandshafi. [1]

Nú höfum við þremenningarnir skrifað efni á þessa vefsíðu í dágóðan tíma og vinsældir hennar farið fram úr björtustu vonum sjálfs upphafsmannsins, Ragnars Geirs Brynjólfssonar. Í því fárviðri lyga og rangtúlkana sem ganga um kirkjuna í fjölmiðlum veraldarhyggjunnar bæði hér á landi og um allan hinn Vestræna heim er mikilvægt að halda vöku sinni og verjast þessu fárviðri eftir fremsta megni. En þremur einstaklingum eru takmörk sett í þessum efnum.

Þannig höfum við engin tök á því sjálfir að þýða fjölmargar greinar sem birtast daglega á kaþólskum veffjölmiðlum. Þar sem fjölmargt kaþólskt fólk á Íslandi er ágætlega menntað hvet ég það til að koma til samstarfs við okkur og þýða eina og eina grein. Öll vitum við hversu yfirhlaðnir störfum kaþólskir prestar eru á Íslandi, en við getum lagt okkar að mörkum með því að koma sannleikanum á framfæri. Hristið af ykkur slyðruorðið og látið ekki aðeins nöldrið í kirkjukaffinu nægja, nöldur sem kemur mest frá þeim sem leggja sjálfir ekkert af mörkum, nöldur sem felst í því að ekkert sé gert! Minnist orða Frelsarans: Sælla er að gefa en að þiggja! Ég ásaka þá meðlimi kirkjunnar sem hafa alltaf nægjan tíma til að gera allt annað en það að leggja eitthvað af mörkum sannleikanum til varnar

[1]. Þetta má lesa í lítilli bók sem vinir hans gáfu út að honum látnum: Le P. Yves Hamon, Assomptioniste, Aumônier à Terre-Neuve et en Islande, eftir E. Lacoste, Maison de la bonne presse, Paris, 1929.

24.02.07

  09:52:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1079 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1Kor 1. 13)

Orð Páls postula komu mér í huga þegar ég hlustaði á viðtalið við séra Kristján Björnsson, Þjóðkirkjuprest í fréttunum á Stöð 2 á fimmtudagskvöldið um ummæli séra Hjartar Magna. Orð Páls blessaðs hljóða svo

„Því að mér hefur verið tjáð um yður, bræður mínir, af heimilismönnum Klóe, að þrætur eigi sér stað á meðal yðar. Ég á við þetta, að sumir yðar segja: „Ég er Páls," og aðrir: „Ég er Apollóss," eða: „Ég er Kefasar," eða: „Ég er Krists." Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1Kor 1. 11-13).

Séra Kristján vitnaði í ummæli Fríkirkjuprestsins málglaða á Tjarnarbakkanum, séra Hjartar Magna. Í hita umræðunnar kallaði séra Hjörtur Magni Þjóðkirkjuna „kirkju djöfulsins!“ Slík ummæli særa alla djúpt, hvaða kirkjudeild sem þeir svo tilheyra.

Read more »

21.02.07

  08:32:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 306 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Í leyndum hjartans – Hugvekja á öskudag 1983 eftir Jóhannes Pál páfa II

Fastan er tímaskeið sem felst í því að hverfa til sjálfs sín. Þetta er tími innilegra samfélags við Guð í leyndum hjartans og samviskunnar. Það er í þessu persónulega og innilega samfélagi við Guð þar sem höfuðtakmark föstunnar nær fram að ganga: Afturhvarfið.

Í þessum innri leyndardómi, í þessu innilega samfélagi við Guð í fullkomnun sannleika hjartans og samviskunnar hljóma orðin úr sálmi tíðagjörðar dagsins í þeirri djúpstæðustu játningu sem maðurinn hefur nokkru sinni gert frammi fyrir Guði:

„Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi. Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni, því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum. Gegn þér einum hefi ég syndgað og gjört það sem illt er í augum þínum. Því ert þú réttlátur, er þú talar, hreinn, er þú dæmir“ (Sl 50. 1-6).

Þessi orð búa yfir hreinsandi mætti, hafa ummyndandi áhrif. Þau ummynda manninn hið innra. Við skulum endurtaka þau á föstunni. En umfram allt annað skulum við leitast við að endurnýja þann anda sem glæðir þau, þann innblástur sem réttilega hefur glætt þessi orð mætti til afturhvarfs. Fastan er í eðli sínu hvatning til samræðna. Ölmusuverkin sem guðspjall dagsins víkur að er vegurinn til þessa afturhvarfs. Við skulum því leggja rækt við þau eftir fremsta megni. En fyrst af öllu skulum við leitast við að standa andspænis Guð hið innra í öllu okkar lífi, í öllu því sem gæðir það inntaki til að nálgast þetta afturhvarf í djúpinu og setur mark sitt á allt inntak iðrunarsálms helgisiða dagsins.

18.02.07

  16:27:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 674 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Fjölskyldan og stofnanauppeldið

Ég sá afar athyglisverða mynd á DRK 2 á fimmtudagskvöldið. Hún fjallaði um það hvernig farið var með frumbyggjana í Ástralíu allt til ársins 1971. Í sem fæstum orðum voru börnin rifin af foreldrunum, helst sem yngst, til að „breyta“ þeim í „Ástrala.“ Þeim var meinað að tala á „wanga“ og miskunnarlaust refsað ef þau tjáðu sig ekki á ensku. Þau fengu aldrei að snúa aftur heim til síns ættarsamfélags og í dag eru þau nefnd „the lost generations“ (hinar glötuðu kynslóðir) í Ástralíu. Þetta eru lífsfirrtir einstaklingar sem búa við afar djúpstæðar persónuleikaraskanir.

Read more »

21.01.07

  09:28:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 543 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hugleiðing um ljósmynd á sunnudagsmorgni (frá vinkonu í Kanada)

proskyneo

Tjaldbúð hins Gamla sáttmála var forgildi hinnar komandi kirkju: Kristslíkamans. Þetta er boðskapur hinnar guðdómlegu ráðsályktunar á þessum stað sem lögð er áhersla á með dúkbreiðunum beggja vegna sjálfs inngangsins sem voru skjannahvítar. Þetta er ekki vegur hinna stærilátu. Þeir snúa baki við þessum stað auðmýktarinnar fullir fyrirlitningar. Þessi sannindi er lögð enn frekari áhersla á með þeirri staðreynd, að öll börn hins Gamla sáttmála urðu að skríða á fjórum fótum undir dúkbreiðu inngangsins vegna þess að þau gengu nú inn til staðar sem var helgaður Lifandi Guði Abrahams, Ísaks og Jakobs sem heilög jörð. Þetta er Konungsvegurinn til dýrðar okkar himneska Föður!

Read more »

22.10.06

  08:56:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1346 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um sköpunarmátt þjáninganna

Nýverið sá ég viðtal við unga konu í sjónvarpinu sem er afar mikið fötluð og ekur um í hjólastól. Engu að síður hefur hún lokið menntaskólanámi og hefur hafið nám í háskóla. Í vetur heldur hún fyrirlestra í framhaldsskólunum. Inntak boðskapar þess sem hún miðlar af reynslu sinni til annarra ungmenna er: FORRÉTTINDI ÞESS AÐ VERA FÖTLUÐ! Við skulum nú íhuga þennan leyndardóm örlítið nánar með hliðsjón af því sem heil. Tómas frá Akvínó segir um þjáninguna í hugleiðingunni með guðspjalli dagsins (22. október).

Read more »

16.10.06

  08:23:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 258 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hugleiðing eftir John Henry Newman, kardínála (1801-1890).

Guð hefur skapað mig til að inna eitthvað sérstakt verk af hendi fyrir sig. Hann hefur falið mér að leysa eitthvað ákveðið verk af höndum sem hann hefur ekki falið einhverjum öðrum að gera. Ég hef mína köllun – Ef til vill veit ég aldrei hvað hún er í þessu lífi, en mér verður greint frá henni í komandi lífi.

Ég er hlekkur í keðju, í samskiptum við annað fólk. Hann hefur ekki skapað mig til einskis. Mér er ætlað að leiða eitthvað gott af mér, mér er falið að vinna hans verk. Mér er ætlað að vera engill friðar, predikari sannleikans á mínum skipaða stað þó að slíkt vaki ekki fyrir mér – einungis ef ég hlýðnast boðorðum hans.

Read more »

07.10.06

  09:24:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1353 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Jesús og María Guðsmóðir (Panhagia Þeotokos: Alhelga Guðsmóðir)

Í gær mátti sjá spurningu lagða fyrir fimm fulltrúa þeirra ungmenna sem erfa skulu landið í Fréttablaðinu, fjórar stúlkur og einni pilt. Spurningin var: Hver er höfundur Faðirvorsins? Spurningin stóð í stúlkunum, það er að segja þær höfðu ekki minnstu hugmynd um það, en pilturinn svaraði: „Ég held að það hafi verið einhver jesúkall!“ Svona langt er afkristnun íslensku þjóðarinnar komin. Þökk sé Alþingi þjóðarinnar sem markvisst hefur dregið úr trúfræðslu í skólum.

Read more »

04.10.06

  07:01:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 815 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Af hverju koma stríð? II

Eitt sinn þegar ég kom tímanlega í messu og kraup frammi fyrir guðslíkamahúsinu til að tilbiðja Jesú og tala við hann sagði hann við mig: Veistu, Jón, að núna, á þessu andartaki, ert þú sá eini í öllu landinu sem ert að tala við mig. Komdu alltaf tímanlega í messu vegna þess að ég er svo einmana! Síðan þá hef ég alltaf komið tímanlega í messu.

Jesús þráir að finna sér hvíldarstað í sem flestum mannshjörtum, já, hann þyrstir eftir því vegna þess að hvergi annars staðar á jörðinni leitar hann sér hvíldar, „á hvergi annars staðar höfði sínu að að halla“ (Mt 18. 19).

Read more »

03.10.06

  08:06:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 722 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Af hverju koma stríð? I.

Af hverju koma stríð? Það er Jakob postuli sem gefur okkur svar við þessari spurningu: „Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa“ (Jk 4. 1-3).

Jakob postuli vissi um hvað hann var að tala vegna þess að hann var með Drottni í Samaríu þegar Jesús ávítaði þá, eins og Ísak sýrlendingur víkur að í hugleiðingu dagsins (3 okt.). En síðan varð mikil breyting á honum „eftir að hann hafði öðlast þá náðargjöf að smakka á elsku Guðs.“ Undursamleg er Kristselskan vegna þess að hún gerir okkur kleift að elska alla menn, líka óvini okkar.

Read more »

01.10.06

  13:30:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1021 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Syndin

Í guðspjalli dagsins í dag – 1. október – er nauðsynlegt að gera smávægilega athugasemd við íslensku þýðinguna eða áherslumun á hinum helga texta, það er að segja á setningunum: „Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af.“ Koinatextinn grípur til sagnorðsins skandalizo: að hvetja til syndar (Mt 18. 6, 8, 9), að leiða til fráfalls frá trúnni (Jh 6. 61). Nafnorðið skandalon þýðir snara, að veiða í snöru, að leiða í synd (Mt 13. 41; Rm 14. 13). Nær væri að þýða þessar setningar svo: „Hverjum þeim, sem hvetur einn af þessum smælingjum, sem trúa, til syndar, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín leiðir þig til fráfalls frá trúnni, þá sníð hana af.“ „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ (Jh 6. 60).

Read more »

30.09.06

  08:22:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 581 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Persónan

Orðið persóna er komið úr latínu og dregið af orðinu „personare,“ að hljóma. Rómverskir leikarar báru grímur í hringleikahúsunum sem nefndar voru persona. Grímurnar mögnuðu raddir þeirra upp þannig að áheyrendur heyrðu betur hvað þeir sögðu. Þetta var eins konar „hátalarakerfi“ til forna. Ekki veit ég hvort þessar grímur hafi skaðað heyrn leikaranna eins og „nano-poddar“ nútímans gera að fróðra manna sögn ef þeir eru stilltir of hátt.

Read more »

29.09.06

  09:09:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1205 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Mikjálsmessa – Um kraft (dynamos) Heilags Anda

Hversu iðulega grípur heilagur Páll ekki til þessa orðs í postullegum skrifum sínum. Þetta má rekja til þess að hann komst sjálfur í kynni við þennan kraft á veginum til Damaskus. Faríseinn Sál ofsótti kristna menn og deyddi og Jesús samkenndi sig við þá því að hann segir:

„Ég er Jesús, sem þú ofsækir“ (P 9. 6).

Jesús samkennir sig svo algjörlega við hina stríðandi kirkju á jörðu – líkama sinn – að hann lítur á hana sem sjálfan sig. Hversu huggunarrík eru þau ekki þessi orð enn í dag, og einkum í dag, vegna þess að eins og hin blessaða Mey sagði í Fatíma, þá lifum við nú á endatímanum. Satan æðir um jarðarbyggðina og berst um á hæl og hnakka vegna þess að hann gerir sér ljóst að tími hans er að renna út. Hin Nýja Hvítasunna – hin síðari Hvítasunna – er skammt undan, og reyndar hafin í Kína! Hinar þrjár myrku nætur eru skammt undan og síðan rennur upp öld elskunnar!

Read more »

27.09.06

  07:14:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 666 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hl. Vincent de Paul – postuli hinna vanræktu

Í dag heiðrar kirkjan Vincent de Paul (1580-1660). Sjálfur komst hann svo að orði um sjálfan sig að ef það hefði ekki verið náð Guðs að þakka hefði hann orðið að „harðlyndum, árásargjörnum og grófgerðum rudda.“ Að eðlisfari var Vincent afar árásargjarn maður sem þeir sem þekktu hann staðfestu. Í stað þess varð hann að blíðlyndum manni, elskuríkum og næmum fyrir þörfum annarra.

Í einu bréfa sinna kemst hann svo að orði:

„Leitist við að sætta ykkur við það sem vekur mesta andúð hjá ykkur. Upprætið ávallt úr huga ykkar þau vandamál sem valda ykkur áhyggjum og Guð mun sjá um þetta allt saman. Ykkur mun bókstaflega verða um megn að leysa úr þeim öðru vísi en að særa hjarta Guðs vegna þess að hann sér að þið vegsamið hann ekki nægilega með heilögu trúnaðartrausti. Ég bið ykkur um að treysta honum og þið munið öðlast það sem hjarta ykkar þráir.“

Read more »

26.09.06

  07:07:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 832 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinn eilífi getnaður Orðsins í mannssálinni

Í umfjöllun minni um Bænaháskóla Guðsmóðurinnar í gær lagði ég ríka áherslu á iðrunina og syndafyrirgefninguna sem ávexti dyggða auðmýktarinnar, hlýðninnar og fátæktarinnar. Engin er eins hæf til að uppfræða okkur um þessar háleitu dyggðir eins og María Guðsmóðir vegna þess að þær bókstaflega holdguðust í henni í sýnilegri mynd og ávöxtur þeirra varð Sonur hennar Jesú og því er hún sögð blessuðust meðal kvenna! María Guðsmóðir er hinn gullni hlekkur milli Gamla sáttmálans og þess Nýja þar sem öll fyrirheit þess fyrri náðu fram að ganga sökum flekkleysis síns. Ef við gætum þess sjálf að varðveita hreinleika hjartans með því að hafna óhreinum hugsunum óvinar alls lífs með syndajátningu og syndafyrirgefningu samlíkjumst við Guðsmóðurinni í hennar eigin flekkleysi. Þannig verður okkar eigin hjörtu að hreinum og fægðum speglum sem uppljómast geta í hinu Óskapaða ljósi Guðs þannig að ljós hans tekur að skína í myrkrinu.

Read more »

24.09.06

  08:56:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 865 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér“

Í tilefni Ritingarlesturs dagsins í dag (24. september) kemur upp í huga minn viðtal sem ég las fyrir fjölmörgum árum í dagblaði við sendiherrafrú eina. Eiginmanni hennar var boðið til Ísraels og meðan hann sinnti einhverjum opinberum erindagjörðum sáu þarlend yfirvöld um að hafa ofan af fyrir sendiherrafrúnni. Meðal annars var henni sýndur einn af þeim fjölmörgu stöðum í Jerúsalem þar sem fornleifafræðingar voru að störfum.

Read more »

21.09.06

  08:50:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 723 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um frið Krists og fjórverutáknið

Guð fyrirhugaði mannkyninu ráðsályktun frá því „áður en heimurinn var grundvallaður“ (Ef 1. 4). Þessi fyrirhugun bjó í hjarta hans frá eilífð vegna þess að hann elskar sköpun sína. Við getum virt fyrir okkur þessa eilífu fyrirhugun í listasafni Heilags Anda í Ritningunum. Sem í skuggsjá komandi gæða opinberar hann okkur þessa fyrirhugun í tjaldbúð hins Gamla sáttmála. Þar getum við séð hvernig hin komandi kirkja átti að birtast á jörðu. Þar má sjá allt: Hin miklu áhöld opinbera okkur þannig sakramentin sjö og þar er okkur opinberaður staður friðar hans, eða eins og Davíð sagði: „Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta“ (Sl 46. 5). Þessar elfar-kvíslir eru fljót friðarins. Og í öðrum sálmi lesum við: Um hans daga skal réttlætið blómgast og gnóttir friðar, uns tunglið er eigi framar til“ (Sl 72. 7). Við kynnumst þessum frið í hinu Allra helgasta þar sem dýrð hins Hæsta ríkir yfir kerúbunum yfir sáttmálsörkinni sem í hinum Nýja sáttmála skírskotar til hins Alhelga Hjarta Jesú: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur“ (Jh 14. 27).

Read more »

20.09.06

  09:13:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.“

Þann 18. september s. l. var systir Leonella Sgorbati, 65 ára gömul ítölsk nunna sem starfað hafði árum saman í SOS barnaþorpinu í Mogadishu í Sómalíu skotin til bana. Tveir byssumenn frömdu ódæðið og hún gerði sér ljóst að hún var að deyja og endurtók í sífellu: „Ég get ekki andað, ég get ekki andað.“ Samkvæmt því sem Upplýsingaskrifstofa kaþólsku kirkjunnar í Nairobi (CISA) greindi frá voru hennar tvö hinstu orð: Ég fyrirgef, ég fyrirgef!“

Read more »

19.09.06

  08:11:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns" (sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngum í spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Read more »

  08:11:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns"(sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngumí spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Ofurfrjálsyndisguðfræði nútímans sem snýr öllu á haus segir hins vegar að Drottinn sé maður eins og við með öllum fýsnum okkar og tilhneigingum. Því segja þeir sem iðka óhæfuverk að Kristur sé eins og þeir. Þetta er hið alþekkta lögmál sálfræðinnar um vörpunina eða yfirfærsluna: Við sjáum það í öðrum sem við erum sjálf. Þetta er guðlast vegna þess að Kristur er HEILAGUR GUÐ.

Þetta er það sem kirkjan leggur áherslu á í sérhverri messu sem sungin er á jörðu: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn Guð herskaranna.“ Þannig opinberar Guð sig einnig í Ritningunni sem heilagan Guð. Hér er því um tilvistarfræðilegan mun að ræða: Við erum syndugt hold, en hann hinn Alhreini, Flekklausi og Heilagi. Þetta þekkja allir þeir sem ganga veg bænarinnar. Þegar við tökum að nálgast Guð í hinni myrku nótt hefst hreinsunin. Þetta er sökum þess að þyngsli hins tilvistarfræðilega aðskilnaðar reynist okkur um megn. Okkur finnst Guð okkur þá fjandsamlegur, grimmlyndur og fjarlægur Guð. Þetta er sökum óhreinleika okkar andspænis þeim sem er Alhreinn. Heilagleiki Guðs er öllu vanhelgu sem brennandi eldur. En smám saman breytir hann gráti okkar í gleðidans eftir því sem náðin blæs í okkur meira af Lífsins Anda (Rm 8. 2).

Drottinn kemur til þeirrar sálar sem auðmýkir sig og gerir sér bústað í henni í miskunn sinni, lítillæti og auðmýkt. Drottinn, Guð allsherjar sem skóp allan stjarnanna her er svo auðmjúkur, hann sem er takmarkalaus, að hann takmarkar sig í litlu og hringlaga ósýrðu brauði sem við köllum hostíu.

Orðið auðmýkt er orð sem ofurfrjálsyndisguðfræðin skilur ekki heldur. Orðið auðmýkt á ekkert skylt með undirlægjuhætti eða þrælsótta. Þetta lærist okkur í bæninni. Orðið auðmýkt þýðir að vera eins og mjúkt vax í höndum Guðs sem mótar okkur í sína mynd í almætti sínu. Sá Drottinn sem var lítillátur af hjarta gekk einnig um musterið og hratt um borðum víxlaranna og dúfnasalanna. Þetta gerir hann einnig í sálinni í hreinleika heilagleika síns vegna þess að hús hans á að vera bænahús himnesks Föður hans: Án syndar! Kristur reiðinnar talaði heldur ekki við faríseana neinni tæpitungu: Þér hræsnarar!

Það er ekki oft sem Drottinn opinberar KRAFT HEILAGLEIKA síns fyrir mönnum í guðspjöllunum vegna þess að mönnum stendur ógn af honum. Eitt dæmi um það þegar þessi kraftur heilagleika hans brýst fram óvænt er þegar þeir handtóku hann í garðinum. Þegar hermenn æðsta prestsins tóku hann höndum sagði hann:

„Að hverjum leitið þér?“
Þeir svöruðu honum:
„Að Jesú frá Nasaret“
Hann segir við þá:
„Ég er hann.“
Þegar Jesús sagði við þá:
„Ég er hann,“ HOPUÐU ÞEIR Á HÆL OG FÉLLU TIL JARÐAR!“ [4]

Sama gerðist á Taborfjalli þegar lærisveinarnir féllu fram á ásjónur sínar þegar þeir sáu dýrð hans. Hið sama gildir um sérhvern kristinn einstakling vegna þess að hann er HEILAGUR GUÐ!

Að lokum eitt heilræði. Þeir sem hafa sýkst af falsboðskap villuboðenda Orðsins ættu að snúa sér til presta rómversk kaþólsku kirkjunnar eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar til að fá kjötmeti kenninga hinna heilögu feðra og mæðra postullegrar kenningar. Það verður þeim til lífs í andlegri upprisu sinni frá dauða veraldarhyggjunnar.

[1]. Um holdtekjuna, 54.
[2]. Gegn villutrú 5, Inngangur.
[3]. Um hégóma skurðgoðadýrkunar, 100, 15.
[4]. Jh 18. 4-6.

  08:11:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 820 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Guð hefur vitjað lýðs síns"(sjá Ritningarlesturinn fyrir 19. september)

Guð kom til jarðarinnar sem maður til að gera okkur að „litlum kristum,“ eða með orðum heil. Aþaníosar kirkjuföðurs: „Kristur varð að manni svo að mennskan yrði guðdómleg“ [1] Hinir heilögu feður voru einhuga um þetta. Heil. Íreneus komst svo að orði: „Orð Guðs, Drottinn okkar Jesú Kristur, varð það sem við erum í óumræðilegri elsku sinni til þess að við mættum verða það sem hann er í sjálfum sér“ [2]. Því mælti heil. Kýpríanos eftirfarandi orð sem eru kirkjunni sem leiðarljós inn í 21. öldina:

„Við fylgjum Kristi og göngumí spor Krists, hann er hinn innri leiðsögumaður okkar, hið skæra leiðarljós sem lýsir uppveginn. Hann er uppspretta hjálpræðisins sem leiðir okkur til himna til Föðurins og gefur þeim fyrirheit sem knýja á í trú. Ef við fylgjum því fordæmi sem hann gefur okkur eftir af trúfestu, verðum við sannkristin, aðrir kristar“ [3]

Ofurfrjálsyndisguðfræði nútímans sem snýr öllu á haus segir hins vegar að Drottinn sé maður eins og við með öllum fýsnum okkar og tilhneigingum. Því segja þeir sem iðka óhæfuverk að Kristur sé eins og þeir. Þetta er hið alþekkta lögmál sálfræðinnar um vörpunina eða yfirfærsluna: Við sjáum það í öðrum sem við erum sjálf. Þetta er guðlast vegna þess að Kristur er HEILAGUR GUÐ.

Þetta er það sem kirkjan leggur áherslu á í sérhverri messu sem sungin er á jörðu: „Heilagur, heilagur, heilagur ert þú, Drottinn Guð herskaranna.“ Þannig opinberar Guð sig einnig í Ritningunni sem heilagan Guð. Hér er því um tilvistarfræðilegan mun að ræða: Við erum syndugt hold, en hann hinn Alhreini, Flekklausi og Heilagi. Þetta þekkja allir þeir sem ganga veg bænarinnar. Þegar við tökum að nálgast Guð í hinni myrku nótt hefst hreinsunin. Þetta er sökum þess að þyngsli hins tilvistarfræðilega aðskilnaðar reynist okkur um megn. Okkur finnst Guð okkur þá fjandsamlegur, grimmlyndur og fjarlægur Guð. Þetta er sökum óhreinleika okkar andspænis þeim sem er Alhreinn. Heilagleiki Guðs er öllu vanhelgu sem brennandi eldur. En smám saman breytir hann gráti okkar í gleðidans eftir því sem náðin blæs í okkur meira af Lífsins Anda (Rm 8. 2).

Drottinn kemur til þeirrar sálar sem auðmýkir sig og gerir sér bústað í henni í miskunn sinni, lítillæti og auðmýkt. Drottinn, Guð allsherjar sem skóp allan stjarnanna her er svo auðmjúkur, hann sem er takmarkalaus, að hann takmarkar sig í litlu og hringlaga ósýrðu brauði sem við köllum hostíu.

Orðið auðmýkt er orð sem ofurfrjálsyndisguðfræðin skilur ekki heldur. Orðið auðmýkt á ekkert skylt með undirlægjuhætti eða þrælsótta. Þetta lærist okkur í bæninni. Orðið auðmýkt þýðir að vera eins og mjúkt vax í höndum Guðs sem mótar okkur í sína mynd í almætti sínu. Sá Drottinn sem var lítillátur af hjarta gekk einnig um musterið og hratt um borðum víxlaranna og dúfnasalanna. Þetta gerir hann einnig í sálinni í hreinleika heilagleika síns vegna þess að hús hans á að vera bænahús himnesks Föður hans: Án syndar! Kristur reiðinnar talaði heldur ekki við faríseana neinni tæpitungu: Þér hræsnarar!

Það er ekki oft sem Drottinn opinberar KRAFT HEILAGLEIKA síns fyrir mönnum í guðspjöllunum vegna þess að mönnum stendur ógn af honum. Eitt dæmi um það þegar þessi kraftur heilagleika hans brýst fram óvænt er þegar þeir handtóku hann í garðinum. Þegar hermenn æðsta prestsins tóku hann höndum sagði hann:

„Að hverjum leitið þér?“
Þeir svöruðu honum:
„Að Jesú frá Nasaret“
Hann segir við þá:
„Ég er hann.“
Þegar Jesús sagði við þá:
„Ég er hann,“ HOPUÐU ÞEIR Á HÆL OG FÉLLU TIL JARÐAR!“ [4]

Sama gerðist á Taborfjalli þegar lærisveinarnir féllu fram á ásjónur sínar þegar þeir sáu dýrð hans. Hið sama gildir um sérhvern kristinn einstakling vegna þess að hann er HEILAGUR GUÐ!

Að lokum eitt heilræði. Þeir sem hafa sýkst af falsboðskap villuboðenda Orðsins ættu að snúa sér til presta rómversk kaþólsku kirkjunnar eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar til að fá kjötmeti kenninga hinna heilögu feðra og mæðra postullegrar kenningar. Það verður þeim til lífs í andlegri upprisu sinni frá dauða veraldarhyggjunnar.

[1]. Um holdtekjuna, 54.
[2]. Gegn villutrú 5, Inngangur.
[3]. Um hégóma skurðgoðadýrkunar, 100, 15.
[4]. Jh 18. 4-6.

18.09.06

  09:00:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 978 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Og þegar ég verð hafinn upp frá jörðu, mun ég draga alla til mín" (Jh 12. 32)

Í dag heiðrar kirkjan minningu heil. Jósefs frá Cupertino sem var fransiskani. Hann var tekinn í tölu heilagra 1767 og í rannsókninni sem fór á undan þessari ákvörðun eru skráð 70 tilvik um svif (levitation) hans. Hann varð víðfrægur fyrir þessi svif en í hans huga voru þau þungur kross að bera og glæddu auðmýkt hans, þolgæði og hlýðni ríkulega. Í tíðagjörðabók fransiskanareglunnar fyrir þennan dag þegar kirkjan heiðrar minningu hans má lesa: „Um fram allt annað þarfnast Guð vilja okkar sem við þiggjum sem óverðskuldaða náðargjöf frá Guði í sköpuninni og megum nota sem okkar eigin eign. Þegar maðurinn leggur rækt við dyggðirnar er það sökum hjálpar náðar Guðs þaðan sem öll gæska kemur.“

Read more »

15.09.06

  08:44:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 717 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Táknið sem móti verður mælt (sjá Ritningarlestur dagsins 15. september)

Undursamlegt er það, blíða Móðir, að heimsækja þig í lágreistum og fátæklegum heimkynnum þínum í Nasaret. Þar skríður barnið þitt litla, hann Jesús, skríkjandi um á gólfinu og leikur sér að hjólahestinum sem Jósef pabbi hans smíðaði handa honum. Og allt einkennist andrúmsloftið af þeim ótta elskunnar sem Drottinn sagði að myndi fylla hann (Jes. 11. 3 – Septuagintan). Ekkert styggðaryrði var mælt á þessu fátæklega heimili vegna þess að öll glædduð þið elsku ykkar í hvers annars garð og óttuðust aðeins eitt: Það sem gæti kælt hana. Og jafnskjótt og Jósef kom af verkstæðinu og þið höfðuð matast hlýddi Jesús honum strax þegar Jósef bað hann að fara að sofa vegna þess að hann var hlýðinn Sonur, bæði gagnvart sínum himneska Föður og staðgengli hans á jörðu: Jósef. Það var af þessari ástæðu sem heil. Teresa frá Avíla sagði að árnaðarbænir til heil. Jósefs væru svo máttugar vegna þess að rétt eins og á jörðinni gæti Jesús aldrei neitað honum um neitt á himnum. Þetta markaði upphafið að hennar eigin heilagaleika.

Read more »

13.09.06

  10:17:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 716 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Þú breytir gráti okkar í gleðidans og gyrðir okkur fögnuði (sjá Sl 30. 12)

Sælir eru kristnir menn. Drottinn býr í kirkju sinni og Heilagur Andi opinberar okkur hann á hverjum degi og við fáum að sjá hann í hulu hinna helgu efna og bergja á heilögu blóði hans og nærast á holdi hans og sálin fagnar. Þegar hin helgu efni eru borin fram á altarinu opnast himnarnir því að hann er ekki einn á ferð. Enginn konungur fer í ferð án hirðar sinnar, síst af öllu þessi Konungur lífsins. Í sérhverri messu taka hinir heilögu tignarvættir þátt í lofgjörð altarisins eða eins og Heil. Hildigard frá Bingen sagði: „Þeir geta aldrei staðist himneska lofgjörð og því koma þeir.“ Dýrleg er sú birta sem ljómar fyrir andlegu auga kristins manns þegar himnesk birta streymir yfir altarið. Kirkjan er okkur því dýrmætur fjársjóður og náðargjöf sem Drottinn gaf okkur meðan hann dvaldi með okkur á jörðu í holdi.

Read more »

12.09.06

  07:46:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 919 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Þegar dauðinn knýr dyra

Þegar einhver ástvina okkar kveður þetta líf beinir það hugsunum okkar ósjálfrátt að okkar eigin dauðastund. Og eitt er víst að öll munum við deyja, við getum sagt að þetta sé eitt af því fáa sem við getum gengið út frá sem vísu í jarðneskri tilveru okkar. Þetta er mér sjálfum ofarlega í huga í þessari viku vegna þess að einn bræðra minna andaðist í upphafi þessarar viku.

Read more »

11.09.06

  09:08:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 847 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ásýnd jarðarinnar er mörkuð syndinni á okkar tímum

Í spádómsriti Esekíels spámanns lesum við einhver leyndardómsfyllstu orðin í allri ritningunni: „Og ég leitaði að einhverjum meðal þeirra, er hlaða vildi garð eða skipa sér í skarðið gegn móti mér, landinu til varnar, til þess að ég legði það ekki í eyði, en ég fann engan. Þá úthellti ég reiði minni yfir þá, gjöreyddi þeim með eldi gremi minnar, ég lét athæfi þeirra þeim í koll koma, – segir Drottinn Guð (Esk 22. 30-31). Því reisir Drottinn fyrirbiðjendur á jörðu til að vaka yfir múrum Jerúsalem: „Þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur“ (Jes 62. 6).

Read more »

10.09.06

  09:24:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 615 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Vísindi reynsluguðfræðinnar

Í dag heiðrar kirkjan minningu kínverska píslarvottsins blessaðrar Agnesar Tsao-Kouy. Hún var ekkja og varð að sæta ofsóknum fyrir trúboð sitt og trúfræðslu og þegar hún gekk inn í búrið í Sy-Lin-Hien til að bera dýrð Drottins vitni var hún full gleði og þakklætis. Þetta gera kínverskir bræður okkar og systur enn í dag vegna þess að „hann hefur ekki gleymt hrópi hinna hrjáðu og lyftir þeim upp frá hliðum dauðans (Sl 9. 13, 14). Allir hafa þessir hrjáðu Drottins heyrt orð hans: Effaþa! hljóma í eigin hjörtum. „Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans“ (Sl 116. 15).

Read more »

09.09.06

  08:57:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1068 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um þrælahald og rangfærslur veraldarhyggjunnar (secularism)

Í dag heiðrar kirkjan heil. Pétur Claver (1581-1654), en árið 1888 hóf Leó páfi XIII hann í tölu heilagra og útnefndi sem verndara trúboða meðal ánauðugra manna. Hann fæddist á Spáni en árið 1610 yfirgaf hann föðurland sitt fyrir fullt og allt og settist að í Cartagena í Kolumbíu, en hún var miðstöð þrælaverslunar á þeim tímum. Tugþúsundum saman voru þrælarnir fluttir yfir Atlantshafið frá Vesturafríku og aðbúnaðurinn var svo slæmur að áætlað er að einn þriðji þeirra hafi látist meðan á sjóferðinni stóð. Þrátt fyrir að Páll páfi III (1468-1534) hefði fordæmt þrælahald stóð þessi þokkalega iðja með miklum blóma.

Read more »

08.09.06

  07:55:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 749 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Þið voruð foreldrar okkar allra, en jafnframt morðingjar.“ [1]

Hvaðan berst sá harmagrátur um upphimininn sem mælir þessi orð af vörum? Þetta er harmagrátur engla þess eins milljarðs barna sem myrt hafa verið á undanförnum tveimur áratugum: „Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska Föður“ (Mt 18. 10). Þegar Heilagur Andi blés hinum fornu Hebreum í brjóst að rita Sköpunarsöguna áminnti hann okkur um eilíf sannindi. Syndafallið er ekki einstæður sögulegur atburður sem gerðist í eitt skiptið fyrir öll, heldur sívarandi í lífi okkar hvers og eins sem endurtekur sig sífellt í mannshjörtunum.

Read more »

07.09.06

  09:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég elska Bolungarvík! – bæjarfélag lífsmenningar á Íslandi.

Þann 13. ágúst s. l. hófst ástarvikan í Bolungarvík. Hún er nú haldin í þriðja sinn og hófst að venju með því að allir íbúarnir, ungir sem aldnir, sendu heiminum eldheitar ástarkveðjur með því að sleppa 100 gasblöðrum á loft. Megi algóður Guð gefa að ein þeirra berist til bjöllusauðanna í Brüssel, vegna þess að boðskapur hennar er: Fleiri börn! Guð, gef oss fleiri börn!

Read more »

06.09.06

  08:34:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1075 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Útkallið – ekkaleo (koina Nýja testamentisins)

Í dag heyrum við orðið „útkall“ iðulega tengjast björgunarsveitum: Þær fá útkall þegar eitthvað slys eða voða ber að höndum. Umfangsmesta björgunaraðgerð veraldarsögunnar átti sér stað þegar Guð sendi sinn elskaða Son til jarðar í Holdtekjunni til að bjarga þeim heimi sem logaði í hatri og vítiseldi óvinar alls lífs: Satans. Þá urðu mestu vatnaskilin í mannkynssögunni. Einn hinna fornu kirkjufeðra sagði því sigri hrósandi: „Guð setti beitu holdsins á öngul hjálpræðisins og Satan gleypti hana umhugsunarlaust“ (Heil. Gregoríos frá Nyssa (335-295).

Read more »

04.09.06

  08:12:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1162 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinir þrír miklu risar hjartans

Í ritningarlestri dagsins (þann 4. september) er vikið að anda ótta Drottins sem í Septuagintatextanum (sem er hinn opinberi texti kirkjunnar) segir að fylla myndi Drottin, hinn komandi Messías og mannkynsfrelsara. Um hina andana er sagt að þeir myndu hvíla yfir honum, en að andi óttans muni fylla hann. Þetta er ekki sá ótti sem er til samræmis við skilning heimsins. Þetta er ótti elskunnar – að forðast með öllu að særa þann sem hann elskaði: Guð. Þennan sama ótta sjáum við jafnvel að starfi í heilbrigðri og elskuríkri mennskri fjölskyldu þar sem meðlimirnir forðast allt það sem gæti kælt elskuna í garð hvers annars. Þetta er ætíð einkenni elskunnar: AÐ VAXA. Elska sem staðnar er dæmd til að deyja því að eðli elskunnar er að vaxa í sífellu vegna þess að hún er óseðjandi elska. Guð leggur okkur þennan óseðjanleika í brjóst þegar hann skapar okkur til að við fáum notið hans að fullu og öllu vegna þess að Guð er ELSKA (1Jh 4. 18).

Read more »

03.09.06

  09:44:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Bjargið alda – borgin mín

Leiðtogar heimsins eru eins og einn spámanna Gamla testamentisins komst að orði sem rótlaust þang. Þeir sem heilluðu heiminn í gær eru gleymdir í dag, og þeir sem hrópa á gatnamótum í dag víkja fyrir leiðtogum morgundagsins sem boða enn aðrar áherslur. Upp úr þessu öldugjálfri tímans rís svo bjarg aldanna – kirkjan – og hún er gædd þeim yfirskilvitlegu eiginleikum að eftir því sem brimöldur tímans skella meira á henni verður styrkur hennar meiri. Því gaf Drottinn leiðtoga postulanna nafnið Klettur- Pétur.

Read more »

02.09.06

  09:00:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 633 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Að taka þátt í hjálpræðisverki kirkjunnar fullir ákafa með hliðsjón af þörfum tímans.

Sú hugleiðing sem fylgir ritningarlestri dagsins í dag (2. september) gæti sem best verið einkunnarorð kirkju.nets, það er að segja greinar 31-33 úr Lumen Gentium.
Frá upphafi hefur hjálpræðisboðskapur kirkjunnar verið þessi:

Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem. Þér eruð vottar þessa“ (Lk 24. 45-48).

Read more »

1 2 3