Flokkur: "Pjetur Hafstein Lárusson"

26.06.11

  10:26:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 612 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Kynferðisglæpir innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi

Pjetur Hafstein Lárusson skrifar

Í gærkvöldi birti ég hér á kirkju.net hugleiðingar varðandi þá stöðu, sem nú er komin upp innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, vegna kynferðisglæpa gegn börnum. Því miður urðu mér á þau leiðu mistök, að nefna nöfn í því sambandi. Eins og staðan er nú, er það í raun ekki mitt, að birta þau. Hugleiðingar mínar snúa að viðbrögðum kirkjuforystunnar. Birti ég því greinina hér aftur, með breytingum á því atriði, sem hér er fjallað um, um leið og ég biðst velvirðingar á mistökum mínum.

Read more »

22.04.07

  20:58:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 481 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Enn um staðfestingu sambúðar samkynhneigðra

Eftir Pjetur Hafstein Lárusson.

Í gær varpaði ég fram þeirri spurningu á spjallsíðu minni, hvort einhvert trúarsamfélag hefði farið fram á, að fá að staðfesta sambúð samkynhneigðra. Spurningin var sett fram vegna samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.

All nokkur viðbrögð hafa orðið við þessari spurningu minni og er ég þakklátur fyrir þau, enda þótt þau svari ekki spurningu minni. En það er nú svo, að þegar maður veltir snjóbolta niður fjallshlíð, veit maður svo sem harla lítið um það, hvar hann lendir.

Read more »

  20:55:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 70 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Sjálfstæðismenn álykta um staðfasta sambúð samkynhneigðra.

Eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun þess efnis, að heimila skuli trúfélögum að staðfesta sambúð samkynhneigðra. Í þessu sambandi hlýtur ein grundvallarspurning að vakna, fyrst af öllum, þ.e.a.s.: Hefur eitthvað trúarsamfélag farið fram á slíka heimild? Fróðlegt væri að fá svar við þessari spurningu.

(Áður birt á http://hafstein.blog.is)

20.02.07

  18:09:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 218 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Klámþing á Íslandi?

Er í lagi, að halda klámþing á Íslandi? Það finnst þeim í klámbransanum a.m.k. En erum við Íslendingar sammála? Vonandi ekki. Klám er ekki aðeins lágkúrulegt fyrirbæri í sjálfu sér; í skjóli þess þrífast eiturlyfjaviðskipti og þrælasala.

Read more »

18.02.07

  15:06:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 470 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Hvar stöndum við Íslendingar varðandi líðan barna?

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur nú birt skýrslu um líðan barna í rúmlega tuttugu iðnvæddum ríkjum. Skýrslan er kennd við Jonathan Bradshaw, prófessor við háskólann í Jórvík. Í henni kemur fram, að líðan barna er áberandi verst í tveimur hinna iðnvæddu samfélaga, sem rannsökuð voru, þ.e.a.s. í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Read more »

06.03.06

  22:10:06, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1801 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

REFSINGIN

Smásaga eftir Pjetur Hafstein Lárusson

- Enn slær hún sín tíu slög, hin dimmhljóma klukka - . Hversu oft skyldi ég ekki hafa handfjatlað þetta umslag, látið það leika milli fingra minna - opnað það? Tekið úr því bréfið, - tveggja arka bréf, haldið því frammi fyrir augunum og getið mér til um orðin, sem þar eru væntanlega skrifuð? Ég hef meira að segja marg oft leitt hugann að skriftinni, sem ég þó aldrei hef séð. Ég get mér þess til að rithöndin sé áferðafalleg. Þó er það hugsanlega ekki á rökum reist frekar en aðrar tilgátur. Innihald þessa bréfs er mér hulið, rétt eins og rithöndin. Ég sting því aftur í umslagið, eins og svo ótal oft áður. Set það svo í vasann. Ég er löngu hættur að gera mér vonir um að geta nokkurn tíma lesið bréfið. Skyldi það vera þess vegna, sem ég meðhöndla það af stakri natni, jafnvel virðingu?

Read more »