Faðir Paul Marx er stofnandi og fyrrum forseti „Human Life International.“ Samtökin sem stofnuð voru árið 1981 eru stærstu samtök lífsverndarsinna og fjölskylduverndar í heiminum. Hlutverk þeirra er að þjálfa, skipuleggja og styðja leiðtoga lífsverndarsinna víðsvegar um heim og verja mannhelgi lífsins og gildi fjölskyldunnar. Samtökin hafa bjargað lífi tugþúsunda barna víðsvegar um heim. Við getum sem best kallað afstöðu Pauls Marx marxisma lífshyggjunnar til mótvægis við marxisma dauðamenningar frú Margaretar Sangers og samtaka hennar: Planned Parenthood International.
Þann 17. nóvember 1979 ræddi ég um lífsverndarhreyfinguna við Jóhannes Pál páfa II. Hann var nýkominn úr ferð til Bandaríkjanna þar sem hann fordæmdi fóstudeyðingar í ávarpi sínu til byskupanna.
Ég þakkaði honum fyrir andstöðu hans við getnaðarvarnir. Ég greindi honum frá reynslu minni í 48 löndum (nú 91). Ég sagði við hans heilagleika að þegar getnaðarvarnir hafa í eitt skiptið fyrir öll öðlast viðurkenningu, þá væru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar. Ég tíundaði þetta fyrir honum: Í sérhverju landi leiða getnaðarvarnir til ógnvænlegra fósturdeyðinga. Þegar getnaðarvarnir og fósturdeyðingar hafa verið lögleiddar og náð að breiðast út fellur fæðingartíðnin, þjóðir riða til falls og börnin fylgja fordæmi foreldranna í afskræmingu kynlífsins.
Hér birti ég kort af Tíbet og tíbezku stjálfsstjórnarsvæðunum. Satt best að segja var ekki hlaupið að því að vinna þessi kort. Flest kort af Tíbet (á vefnum) koma frá stjórnvöldum í Bejing með fölsuðum landamærum sem koma til móts við landakröfur kínversku ógnarstjórnarinnar.
Í þessu sambandi vil ég minna lesendur á að í 3500 ára sögu Tíbets sem sjálfstæðs ríkis hefur landið einungis verið undir stjórn Kínverja í 49 ár – og það ekki samfellt. Innrásir Gúrkha frá Nepal 1724 og að nýju 1792 urðu þess valdandi að Tíbetar leituðu hernðaðaraðstoðar Kínverja 1792 og skipuðu þeir í kjölfarið amban“ (eins konar sendiherra) sinn í Lhasa. Kínversku Mansjúarnir sem á þessum tíma voru komnir á fallandi fót gripu þetta tækifæri til að reyna að skerða sjálfstjórnarrétt Tíbeta árangurslaust.
Um miðbik nítjándu aldar dró mjög úr áhrifum Kínverjar í Tíbet sem sjálfir höfðu öðrum hnöppum að hneppa heima fyrir. Svo var komið 1912 að Tíbetar birtust í samfélagi þjóðanna sem fullvalda þjóð og þrátt fyrir viðleitni af hálfu Kuomintang flokksins kínverska til að seilast til áhrifa í Tíbet bar það engan árangur.
Enn í dag minnumst við hins frækilega hlaups Feidippídesar frá vígvellinum á Maraþonsléttunni á Attíkuskaganum í Grikklandi til Aþenu eftir orustuna við Persa (490 f. Kr). Fróðir menn segja að fjarlægðin sé 42, 2 kílómetrar. Hann flutti Aþeningum sigurtíðindin um að Grikkir hefðu sigrað her Kýrusar Persakeisara og hné síðan andvana niður. Maraþonhlaup var ein þeirra greina sem tekin var upp þegar Olympíuleikarnir voru endurreistir 1896 til minningar um þennan atburð.
Persum sveið ósigurinn mjög gegn þessari örverpisþjóð og því snéri Xerxes Peraskeisari til baka með her sem skipaður var meira en 100.000 vígamönnum auk mikils flota. Grikkir brugðust þannig við að mynda Hellenska bandalagið og í því bundust höfuðandstæðingarnir, Aþena og Sparta, fastmælum um að sigra her Persa. Faðir sagnfræðinnnar, Heródótus, greinir okkur frá því að fyrir herförina á hendur Grikkjum hafi Xerxes viljað kynnast hugarfari væntanlegra andstæðinga sinna. Honum var meðal annars greint frá Olympýuleikunum sem Grikkir héldu á fjögurra ára fresti og voru í reynd grundvöllur gríska tímatalsins. Þá vildi hann vita hver sigurlaunin væru. Þegar keisarinn heyrði að það væru hvorki gull né dýrir steinar heldur lárviðrasveigur varð honum ljóst, að hér væri við frelsisunnandi hugsjónamenn að ræða og að asnar hlaðnir gulli kæmu til lítils: Að slík þjóð létu ekki múta sér með glóandi gulli þegar frelsið lægi að veði.
Þetta er grein sem ég fékk senda frá Population Research Intitute í s.l. viku og fyllsta ástæða þykir til að þýða.
Kæru félagar!
Það þykir ekki æskilegt að við fyllum líkami okkar af hormónasterum. En að dreifa slíkum hormónum út í náttúruna er jafnvel sínu alvarlegra.
Steve Mosher. [1]
EITRIÐ FRÁ GETNAÐARVARNALYFJUNUM
Umhverfissaga ársins blasir nú við sjónum manna, en þessi „óþægilegu sannindi“ – svo að gripið sé til orða Al Gore – virðast vera meiri en svo, að flestir umhverfissinnar geti horfst í augu við þau.
Árið 2005 gerðu líffræðingarnir John Wooding og David Norris rannsókn á fiskum í Colorado Boulder Creek. Niðurstöður þeirra voru afar alvarlegar. Eins og greint er frá þeim í Denever Post var um alvarlega kynröskun að ræða hjá 123 fiskum, einkum silungi, sem veiddur var með tilviljanaúrtaki. 101 fiskanna voru kvenkyns, 12 karlkyns og 10 þeirra furðuleg samblanda karlfiska og kvenfiska og það svo mjög, að vísindamennirnir treystu sér ekki til að kyngreina þá.
Það var John og Sheila Kippley sem stofnuðu samtökin 1971. John er kaþólskur leikmannaguðfræðingur sem skrifaði bók í kjölfar þeirrar miklu umræðu sem kom í kjölfar hirðisbréfsins Huamanae Vitae árið 1968. Þar sem hann vildi ekki líkjast faríseunum sem Jesú fordæmdi vegna þess að þeir lögðu á menn byrðar „sem erfitt var að bera“ og snertu sjálfir „ekki byrðarnar einum fingri,“ (Lk 11. 46) tók hann ásamt eiginkonu sinni Sheilu að kenna hjónum hina náttúrlegu fjölskylduáætlun (NFP) svo að kaþólikkar gætu lifað til samræmis við kenningar kirkjunnar. Sheila hafði lagt stund á rannsóknir um brjóstagjöf og áhrif þeirra til að glæða frjósemi eftir barnsfæðingu. Í kjölfarið tók hin að kenna lífvæna brjóstagjöf (eða náttúrlegt móðurhlutverk) sem óaðskiljanlegan hluta námskeiðahalds CCLI.
Í dag þegar kirkjan heiðrar heil. Jósef er ekki úr vegi að minnast einnig systur Lucille Durocher. Hún var kanadísk og stofnaði „St. Joseph’s Workers for Life and Family“ í Ottawa. Áður en til þessa kom hafði hún starfað lengi í hreyfingu lífsverndarsinna innan kirkjunnar.
Árið 1948 þegar hún var 22 ára gömul gekk systir Lucille í Reglu Jósefssystra í Pembroke í Ontario. Hún hafði lagt stund á tónlistarnám og eftir lokaheiti sitt annaðist hún tónlistarkennslu í 24 ár og margir nemenda hennar héldu námi sínu síðan áfram við „the Royal Conservatory of Music.“
Það var mikið óheillaspor þegar mótmælendakirkjurnar samþykktu getnaðarvarnir athugasemdalaust árið 1930. Frá og með þessari stundu hófst þróunarferli sem enn verður ekki séð fyrir endann á. Með þögn sinni hafa þær einnig stutt fósturdeyðingar með óbeinum hætti og tvær mótmælendakirkjur hafa einnig samþykkt vígslu samkynhneigðra para, það er að segja Biskupakirkjan í Bandaríkjunum og sænska Þjóðkirkjan. Nú þegar þess er skammt að bíða að flóðbylgja lagasetninga um líknarmorð ríður yfir er hætt við að margar mótmælendakirkjur bregðist einnig í þessu mikilvæga máli. Þá er fátt eða ekkert eftir af boðskap kristindómsins um mannhelgi, ef þá nokkuð. Nú á næstunni mun ég fjalla um þetta efni í nokkrum greinum þar sem fjölmargt kristið fólk – og það ekki síður kaþólskt – gerir sér ógnina af getnaðarvörnunum ekki ljósa eða sá stóri þáttur sem þær eiga í hruni kristinna siðferðisgilda og íbúafjöldans á Vesturlöndum (JRJ).
Allar umræður um getnaðarvarnir ganga út frá því að hér sé einungis um einkamál einstaklingsins eða hjónanna að ræða. Engu að síður eru getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir stundaðar í miklum mæli í hinu iðnvædda samfélagi nútímans og þannig getum við gengið út frá því að þetta hefur áhrif á samfélagið í heild. Í reynd eru þessi áhrif víðtækari og djúpstæðari en ætla mætti í fyrstu.