Flokkur: "Fólksfækkunarvandamálið"

28.10.10

  20:09:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1452 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Inntak lífsverndarstefnunnar – eftir föður Paul Marx, O.S.B.

Faðir Paul Marx er stofnandi og fyrrum forseti „Human Life International.“ Samtökin sem stofnuð voru árið 1981 eru stærstu samtök lífsverndarsinna og fjölskylduverndar í heiminum. Hlutverk þeirra er að þjálfa, skipuleggja og styðja leiðtoga lífsverndarsinna víðsvegar um heim og verja mannhelgi lífsins og gildi fjölskyldunnar. Samtökin hafa bjargað lífi tugþúsunda barna víðsvegar um heim. Við getum sem best kallað afstöðu Pauls Marx marxisma lífshyggjunnar til mótvægis við marxisma dauðamenningar frú Margaretar Sangers og samtaka hennar: Planned Parenthood International.

Þann 17. nóvember 1979 ræddi ég um lífsverndarhreyfinguna við Jóhannes Pál páfa II. Hann var nýkominn úr ferð til Bandaríkjanna þar sem hann fordæmdi fóstudeyðingar í ávarpi sínu til byskupanna.

Ég þakkaði honum fyrir andstöðu hans við getnaðarvarnir. Ég greindi honum frá reynslu minni í 48 löndum (nú 91). Ég sagði við hans heilagleika að þegar getnaðarvarnir hafa í eitt skiptið fyrir öll öðlast viðurkenningu, þá væru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar. Ég tíundaði þetta fyrir honum: Í sérhverju landi leiða getnaðarvarnir til ógnvænlegra fósturdeyðinga. Þegar getnaðarvarnir og fósturdeyðingar hafa verið lögleiddar og náð að breiðast út fellur fæðingartíðnin, þjóðir riða til falls og börnin fylgja fordæmi foreldranna í afskræmingu kynlífsins.

Read more »

11.04.08

  13:17:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1089 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Mongólska heimsveldið

TENGILL Á KORT

Okkur auðnast vart að skilja sögu Tíbet og Kína án þess að víkja nánar að Mongólska heimsveldinu. Mongólar voru lítt kunnur þjóðflokkur sem bjuggu í ytri Góbíeyðimörkinni á landsvæði sem nú nefnist Ytrimongólia. Þeir voru hirðingjar sem lifðu í ættarsamfélögum sem komu saman árlega til fundar, en urðu aldrei að einni eiginlegri þjóð, þrátt fyrir að kjósa sér forystumenn á þessum samkomum. Trúarbrögð þeirra beindust að himnaguði sem ríkti yfir náttúruöndum og guðum og það voru shamar eða töframenn sem sáu um samskiptin við hann.

Allt breyttist þetta svo skyndilega þegar styrkur og atkvæðamikill leiðtogi birtist á sjónarsviðinu: Nafn hans var Genghis Khan. Hann var kominn af fátæku alþýðufólki og fæddist einhvern tímann í kringum 1160 e. Kr. Honum tókst smám saman að sameina hin dreifðu mongólsku hirðingjasamfélög og 1206 var hann kjörinn sem hinn „mikli alheimsstjórnandi“ eða Gengis Khan. Hann tók þegar að skipuleggja Mongóla sem hernaðarveldi og tók að skattleggja ættarsamfélögin. Með her sínum sem hafði á að skipa 120.000 mönnum tókst honum að auka veg Mongóla til muna.

Read more »

07.04.08

  18:15:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 491 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða, Tíbet: Ákall frelsisunnandi þjóðar

Tíbet og sjálfsstjórnarvæðin - kort á íslensku

TENGILL Á KORTIN

Hér birti ég kort af Tíbet og tíbezku stjálfsstjórnarsvæðunum. Satt best að segja var ekki hlaupið að því að vinna þessi kort. Flest kort af Tíbet (á vefnum) koma frá stjórnvöldum í Bejing með fölsuðum landamærum sem koma til móts við landakröfur kínversku ógnarstjórnarinnar.

Í þessu sambandi vil ég minna lesendur á að í 3500 ára sögu Tíbets sem sjálfstæðs ríkis hefur landið einungis verið undir stjórn Kínverja í 49 ár – og það ekki samfellt. Innrásir Gúrkha frá Nepal 1724 og að nýju 1792 urðu þess valdandi að Tíbetar leituðu hernðaðaraðstoðar Kínverja 1792 og skipuðu þeir í kjölfarið amban“ (eins konar sendiherra) sinn í Lhasa. Kínversku Mansjúarnir sem á þessum tíma voru komnir á fallandi fót gripu þetta tækifæri til að reyna að skerða sjálfstjórnarrétt Tíbeta árangurslaust.

Um miðbik nítjándu aldar dró mjög úr áhrifum Kínverjar í Tíbet sem sjálfir höfðu öðrum hnöppum að hneppa heima fyrir. Svo var komið 1912 að Tíbetar birtust í samfélagi þjóðanna sem fullvalda þjóð og þrátt fyrir viðleitni af hálfu Kuomintang flokksins kínverska til að seilast til áhrifa í Tíbet bar það engan árangur.

Read more »

29.03.08

  08:43:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1752 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða, Tíbet: Ákall frelsisunnandi þjóðar

Lifi frjálst Tíbet!!!

Enn í dag minnumst við hins frækilega hlaups Feidippídesar frá vígvellinum á Maraþonsléttunni á Attíkuskaganum í Grikklandi til Aþenu eftir orustuna við Persa (490 f. Kr). Fróðir menn segja að fjarlægðin sé 42, 2 kílómetrar. Hann flutti Aþeningum sigurtíðindin um að Grikkir hefðu sigrað her Kýrusar Persakeisara og hné síðan andvana niður. Maraþonhlaup var ein þeirra greina sem tekin var upp þegar Olympíuleikarnir voru endurreistir 1896 til minningar um þennan atburð.

Persum sveið ósigurinn mjög gegn þessari örverpisþjóð og því snéri Xerxes Peraskeisari til baka með her sem skipaður var meira en 100.000 vígamönnum auk mikils flota. Grikkir brugðust þannig við að mynda Hellenska bandalagið og í því bundust höfuðandstæðingarnir, Aþena og Sparta, fastmælum um að sigra her Persa. Faðir sagnfræðinnnar, Heródótus, greinir okkur frá því að fyrir herförina á hendur Grikkjum hafi Xerxes viljað kynnast hugarfari væntanlegra andstæðinga sinna. Honum var meðal annars greint frá Olympýuleikunum sem Grikkir héldu á fjögurra ára fresti og voru í reynd grundvöllur gríska tímatalsins. Þá vildi hann vita hver sigurlaunin væru. Þegar keisarinn heyrði að það væru hvorki gull né dýrir steinar heldur lárviðrasveigur varð honum ljóst, að hér væri við frelsisunnandi hugsjónamenn að ræða og að asnar hlaðnir gulli kæmu til lítils: Að slík þjóð létu ekki múta sér með glóandi gulli þegar frelsið lægi að veði.

Read more »

18.08.07

  10:09:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 378 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

„Leyfið börnunum að koma til mín.“

Úr ávarpi Benedikts páfi XVI á Fimmta heimsdegi fjölskyldunnar í Valencía á Spáni, 8. júlí 2006:

Faðir og móðir hafa sagt fullkomið „já“ frammi fyrir ásjónu Guðs sem felur í sér kjarna sakramentisins sem sameinar þau. Hvað lýtur að innri sambandi fjölskyldunnar og fullkomleika þess, þá verða þau einnig að segja „já“ og samþykkja þau börn sem þau hafa fætt eða ættleitt sem öll bera sín persónulegu einkenni. Með þessum hætti munu börnin alast upp í andrúmslofti viðurkenningar og ástúðar og þegar þau hafa komist til nægilegs þroska þráð að segja „já“ gagnvart þeim sem gáfu þeim lífið . . .

Kristur hefur ætíð leitt okkur fyrir sjónir háleitasta takmark lífs okkar og þar með fjölskyldulífsins: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína“ (Jh 15. 12-13). Elsku Guðs hefur verið úthellt yfir okkur sjálf í skírninni. Þar af leiðandi hafa fjölskyldurnar meðtekið þá köllun að leggja rækt við þessa sömu elsku vegna þess að Drottinn gerir okkur kleift í krafti mennskrar elsku okkar að vera næm, ástrík og miskunnsöm eins og Kristur.

Read more »

17.08.07

  10:37:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 351 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Sköpuð í elsku til að elska

Úr ávarpi Benedikts páfi XVI á Fimmta heimsdegi fjölskyldunnar í Valencía á Spáni, 8. júlí 2006:

„Guð sem er elska og sem skapaði manninn og konuna í elsku hefur kallað þau til að elska. Með sköpun mannsins og konunnar kallaði hann þau til að lifa í elskuríku samfélagi í hjónabandinu. „Þannig eru þau ekki lengur tvö heldur eitt hold“ (Trúfræðsluritið, 337). Þetta er sá sannleikur sem kirkjan boðar heiminum stöðugt. Hjartfólginn forveri minn, Jóhannes Páll páfi II sagði „að maðurinn hefði verið skapaður í líkingu Guðs“ (1M 1. 27) ekki einungis sem mennskur einstaklingur, heldur einnig í því persónulega sambandi sem karlinn og konan hafa lifað í frá upphafi.  Þau verða að ímynd Guðs með fyllri hætti í samfélagi sínu fremur en sem einstaklingar (14. nóvember 1979) . . .

Read more »

05.08.07

  10:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 760 orð  
Flokkur: Getnaðarverjasamfélagið

Nýr umhverfisvávaldur: Eituúrgangur frá getnaðarvarnalyfjum – eftir Colin Mason [1]

Þetta er grein sem ég fékk senda frá Population Research Intitute í s.l. viku og fyllsta ástæða þykir til að þýða.

Kæru félagar!

Það þykir ekki æskilegt að við fyllum líkami okkar af hormónasterum. En að dreifa slíkum hormónum út í náttúruna er jafnvel sínu alvarlegra.

Steve Mosher. [1]

EITRIÐ FRÁ GETNAÐARVARNALYFJUNUM

Umhverfissaga ársins blasir nú við sjónum manna, en þessi „óþægilegu sannindi“ – svo að gripið sé til orða Al Gore – virðast vera meiri en svo, að flestir umhverfissinnar geti horfst í augu við þau.

Árið 2005 gerðu líffræðingarnir John Wooding og David Norris rannsókn á fiskum í Colorado Boulder Creek. Niðurstöður þeirra voru afar alvarlegar. Eins og greint er frá þeim í Denever Post var um alvarlega kynröskun að ræða hjá 123 fiskum, einkum silungi, sem veiddur var með tilviljanaúrtaki. 101 fiskanna voru kvenkyns, 12 karlkyns og 10 þeirra furðuleg samblanda karlfiska og kvenfiska og það svo mjög, að vísindamennirnir treystu sér ekki til að kyngreina þá.

Read more »

27.03.07

  12:40:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 815 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Um barnaníð og markvissa útbreiðslu hómósexúalisma innan kaþólsku kirkjunnar (2)

ANGIST PÁLS PÁFA VI – eftir föður Paul Marx OSB. Greinina mátti fyrst sjá á prenti í „The Wanderer.“

Fáir gera sér grein fyrir þeim mikla þrýstingi sem var ríkjandi þegar Páll páfi VI gaf út Hirðisbréf sitt Humanae Vitae þann 25. júlí 1968.

Á öðru Vatíkanþinginu tóku kardínálarnir að ræða siðgæði það sem býr að baki getnaðarvarna. Guðfræðingar höfðu ráðist á kenningar kirkjunnar hvað áhrærir ábyrgðina samfara fjölskylduáætlunum og hófu „samviskuafstöðuna“ upp til skýjanna.

Jóhannes páfi XXIII skipaði fámenna nefnd sem átti að rannsaka hvort pillan væri æskileg við fæðingastjórnun vegna þess að hún myndaði engan vegg á milli eiginkonu og eiginmanns, eins og guðfræðingarnir við Louvainháskólann (í Belgíu) héldu fram.

Eftir að Jóhannes páfi andaðist stækkaði Pál páfi nefndina til muna, en hún átti að vera honum ráðgefandi hvað vék að lokaniðurstöðunni. „Aldrei,“ sagði Páll páfi VI, „hefur nokkur páfi staðið frammi fyrir jafn afdrifaríkri ákvörðun.“

Read more »

25.03.07

  12:14:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 525 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Alheimshreyfing hjóna til hjóna (The Couple to Couple League International (CCLI)

Það var John og Sheila Kippley sem stofnuðu samtökin 1971. John er kaþólskur leikmannaguðfræðingur sem skrifaði bók í kjölfar þeirrar miklu umræðu sem kom í kjölfar hirðisbréfsins Huamanae Vitae árið 1968. Þar sem hann vildi ekki líkjast faríseunum sem Jesú fordæmdi vegna þess að þeir lögðu á menn byrðar „sem erfitt var að bera“ og snertu sjálfir „ekki byrðarnar einum fingri,“ (Lk 11. 46) tók hann ásamt eiginkonu sinni Sheilu að kenna hjónum hina náttúrlegu fjölskylduáætlun (NFP) svo að kaþólikkar gætu lifað til samræmis við kenningar kirkjunnar. Sheila hafði lagt stund á rannsóknir um brjóstagjöf og áhrif þeirra til að glæða frjósemi eftir barnsfæðingu. Í kjölfarið tók hin að kenna lífvæna brjóstagjöf (eða náttúrlegt móðurhlutverk) sem óaðskiljanlegan hluta námskeiðahalds CCLI.

Read more »

23.03.07

  10:34:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1714 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Um barnaníð og markvissa útbreiðslu hómósexúalisma innan kaþólsku kirkjunnar (1)

Í ljósi þeirra átaka sem nú eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar á Íslandi er kaþólskum hollt að hafa í huga, að sömu átök eiga sér stað innan rómversk kaþólsku kirkjunnar og annarra kirkjudeilda. Það er einlæg sannfæring mín að þessi átök eiga eftir að stuðla að nánara samstarfi og samstöðu meðal hinna trúföstu Drottins í öllum kirkjudeildum.

Paul Likoudis sem nýlega hefur verið skipaður ritstjóri The Wanderer, er að margra mati talinn vera einn besti kaþólski blaðamaður sem finna má í BNA. Árið 2002 gaf Likoudis út bók sem heitir Amchurch Comes Out: The U.S. Bishops, Pedophile Scandals, and the Homosexual Agenda (Am-kirkjan kemur út úr skápnum: Bandarísku byskuparnir, barnaníðingshneykslið og áróðurinn fyrir hómósexúalisma) [1] og á fullt erindi til okkar enn í dag, ekki síður en þegar hún var gefin út.

Likoudis kemst svo að orði:

Read more »

19.03.07

  13:46:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 716 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Mikill lífsverndarsinni af reglu heil. Jósefs: Systir Lucille Durocher

lucille_1

Í dag þegar kirkjan heiðrar heil. Jósef er ekki úr vegi að minnast einnig systur Lucille Durocher. Hún var kanadísk og stofnaði „St. Joseph’s Workers for Life and Family“ í Ottawa. Áður en til þessa kom hafði hún starfað lengi í hreyfingu lífsverndarsinna innan kirkjunnar.

Árið 1948 þegar hún var 22 ára gömul gekk systir Lucille í Reglu Jósefssystra í Pembroke í Ontario. Hún hafði lagt stund á tónlistarnám og eftir lokaheiti sitt annaðist hún tónlistarkennslu í 24 ár og margir nemenda hennar héldu námi sínu síðan áfram við „the Royal Conservatory of Music.“

Read more »

  11:09:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1378 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Getnaðarverjasamfélagið – eftir David Prentis

Það var mikið óheillaspor þegar mótmælendakirkjurnar samþykktu getnaðarvarnir athugasemdalaust árið 1930. Frá og með þessari stundu hófst þróunarferli sem enn verður ekki séð fyrir endann á. Með þögn sinni hafa þær einnig stutt fósturdeyðingar með óbeinum hætti og tvær mótmælendakirkjur hafa einnig samþykkt vígslu samkynhneigðra para, það er að segja Biskupakirkjan í Bandaríkjunum og sænska Þjóðkirkjan. Nú þegar þess er skammt að bíða að flóðbylgja lagasetninga um líknarmorð ríður yfir er hætt við að margar mótmælendakirkjur bregðist einnig í þessu mikilvæga máli. Þá er fátt eða ekkert eftir af boðskap kristindómsins um mannhelgi, ef þá nokkuð. Nú á næstunni mun ég fjalla um þetta efni í nokkrum greinum þar sem fjölmargt kristið fólk – og það ekki síður kaþólskt – gerir sér ógnina af getnaðarvörnunum ekki ljósa eða sá stóri þáttur sem þær eiga í hruni kristinna siðferðisgilda og íbúafjöldans á Vesturlöndum (JRJ).

Allar umræður um getnaðarvarnir ganga út frá því að hér sé einungis um einkamál einstaklingsins eða hjónanna að ræða. Engu að síður eru getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir stundaðar í miklum mæli í hinu iðnvædda samfélagi nútímans og þannig getum við gengið út frá því að þetta hefur áhrif á samfélagið í heild. Í reynd eru þessi áhrif víðtækari og djúpstæðari en ætla mætti í fyrstu.

Read more »

18.03.07

  13:06:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1555 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Um samkynhneigð í Biblíunni – viðtal við föður Jean-Baptiste Edart

Í tilefni fréttar í Morgunblaðinu í gær (bls.18) um að forystumenn sænsku þjóðkirkjunnar hafi samþykkt að heimilað verði að gefa samkynhneigð pör saman í kirkjum með sama hætti og gagnkynhneigð pör er þetta viðtal birt. Í reynd er hér á ferðinni fríhyggja siðferðilegar afstæðishyggju hins vestræna heims. Strax á sjötta áratugi s. l. aldar hvatti Planned Parenthood til hómósexúalisma sem einna þeirra aðferða sem stuðla myndu að fækkun íbúafjöldans. Taka ber fram að þetta var löngu fyrir tilkomu eyðnismitunarinnar.

RÓM, 15. mars 2007 (Zenit.org).– Biblían boðar með ljósum hætti að virkt kynlíf samkynhneigðra er rangt. Þetta segir textafræðingur við Stofnun Jóhannesar Páls II í Róm. Faðir Jean-Baptiste Edart er annar tveggja höfunda ritsins „Clarification sur l’Homozexualité dans la Bible“ (Ljósi varpað á samkynhneigð í Biblíunni) sem kom út hjá Edition du Cerf.

Read more »

17.03.07

  16:55:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1530 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Sjálfsmorð Vesturlanda? – eftir Joseph D'Agostino

Svo er sagt að menningarheildir deyi oftar út með sjálfsmorði fremur en að þeim sé tortímt. Fyrir tveimur áratugum skrifaði James Burnham bókina Sjálfsmorð Vesturlanda, um eðli fríhyggjunnar sem með afneitun sinni á einu frekar en öðru væri hugmyndafræði sjálfsmorðsins. Hann samdi bókina með hliðsjón af baráttunni við kommúnismann, baráttu sem er fjarri því að vera afstaðin, þrátt fyrir að margir standi í þeirri trú. Í dag horfir sá heimur sem á rætur að rekja til kristindómsins í augu við mikla baráttu við enn fornari fjandmann: Íslam. Með yfirburðum sínum á sviði hernaðartækni, efnahagsgetu og menntunar ættu Vesturlönd auðveldlega að vinna sigur, eða er það ekki? En sjálfsmorðshugmyndafræði fríhyggjunnar er dragbíturinn í þessu sambandi. Múslimar eru ekki mesta ógnin sem steðjar að Vesturlöndum.

Read more »

09.03.07

  11:08:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1608 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Fólksfækkunarvandamálið

Átök kærleiksríkrar og kærleikssnauðrar þekkingar

Ef við ættum að skilgreina samtíma okkar með einni setningu, þá getum við sem best gert það með því að segja að hann sé tímaskeið átaka kærleiksríkrar og kærleikssnauðar þekkingar. Sjálfur sagði Drottinn meðan hann dvalið með okkur á jörðu: „Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki til að færa frið, heldur sverð“ (Mt 10. 34). Með þessum orðum skírskotaði hann til stríðs kærleikans. Í hinni kristnu opinberun færði hann okkur kærleiksríka þekkingu elskunnar, eða með orðum Jóhannesar guðspjallamanns:

Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent Einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi Son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar (1Jh 4. 7-10).

Read more »

06.05.06

  14:16:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2130 orð  
Flokkur: Líknarmorð

Líknarmorðahreyfingin flettir ofan af takmarki sínu

„VIÐ SEGJUM ALDREI NEI“

eftir Wesley J. Smith


Það hefur gætt ákveðinnar tvískinnungs í áróðrinum fyrir því að hjálpa fólki til að deyja sem hljómar eitthvað líkt þessu: „Að hjálpa einhverjum til að deyja“ (eins og fylgjendur líknarmorða orða þetta) er einungis ætlað að vera sem öryggisventill, síðasta tiltæka úrræðið fyrir deyjandi sjúkling þegar ekkert annað er unnt til að létta þjáningar hans.

En nú er svo komið að stofnandi svissnesku líknarmorðastofnunarinnar Dignitas er hættur að fara leynt með það hvað fyrir honum vakir. Enska Lúndúnablaðið the Sunday Times Magazine greinir frá því að stofnandi Dignitast, Ludwig Minelli, hyggist koma á fót eins konar keðju dauðastöðva „til að binda enda á líf fólks sem er sjúkt og þjáist af krónísku þunglyndi.“

Minelli trúir því að öllum þeim sem hyggjast fremja sjálfsmorð eigi að veita upplýsingar um heppilegustu leiðina til að deyða sjálfa sig og samkvæmt því sem Times greinir frá: „Ef þeir kjósa fremur að deyja, þá ber að hjálpa þeim til þess á réttan hátt.“ Dignitas viðurkennir að stofnunin hafi aðstoðað marga sem voru ekki sjúkir til langframa. Eða eins og Minelli orðar það: „Við segjum aldrei nei.“

Read more »

25.04.06

  16:14:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1876 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Í skugga Hitlers og Himmlers: Um útrýmingu „undirmenna“ og ræktun „ofurmenna“

Hvernig er þetta annars, tapaði Hitler ekki stríðinu? Jú, að vissu leyti, en ekki öllu: Hugsjónin lifir áfram. Á Vesturlöndum birtist hún í saklausu orðasambandi sem stjórnmálamenn taka sér gjarnan í munn og heitir „undir sérstökum kringumstæðum. “ Á hinum tólf myrku árum valdaskeiðs Þriðja ríkisins nefndist þetta „sértækar aðgerðir“ sem fólust í fóstureyðingum, líknarmorðum, geldingum og þjóðarmorði. Meðal nautnasjúkra hedónista vestrænna velferðarríkja birtist hinar „sértæku aðgerðir“ nú um stund í mynd skefjalausra fóstureyðinga. Í reynd hafa þær gengið svo langt að þær hafa raskað öllum fólkspýramídanum, það er að segja þurrkað út heilu aldursflokkana. Þetta þýðir að brátt verður komið að öðru stigi hinna „sértæku aðgerða.“ Hér á ég við líknarmorðin. Til þess að nautnasjúk kynslóð hedónistanna geti keypt sér stundargrið, gæti þetta falist í því að byrja á að því að deyða ömmurnar og afanna – jú, sjáið þið til, skattabyrðin er orðin allt of þung og er bókstaflega að sliga okkur. Í reynd er þetta þegar byrjað í Hollandi, að sjálfsögðu allt undir merkjum manngæsku. Síðan mætti halda enn lengra áfram og „líkna“ veiku fólki og fötluðu og ef það hrekkur ekki til, þá foreldrunum þegar þau eru komin yfir ákveðið aldurstakmark (að sjálfsögðu allt samkvæmt laganna hljóðan, ekki ætlum við nú að fara að brjóta lög, er það?).

Vitið þið elskurnar mínar að ég ráðlegg ykkur að kaupa ykkur fiðlu. Fiðlu, hvað kemur hún þessu máli við? Jú, nýlega birtist skopmynd af forsætisráðherra Lýðveldisins Íslands í miðjuopnu Blaðsins. Hann var afar þungbúinn á svipinn – en það er hann reyndar alltaf – og við hlið hans mátti sjá rauðan kassa með gleri og fiðlu fyrir innan. Á kassanum stóð: Notist einungis í neyðartilfelli. Þið munið jú eftir sögunni af Neró rómarkeisara sem lék á slaghörpu meðan Róm brann, er það ekki? Gleymið ekki að kaupa fiðlubogann, að öðrum kosti kemur fiðlan að litlum notum. Það er hollt fyrir sálina að leika á fiðlu þegar öll börnin, sjúkir og fatlaðir, pabbar og mömmur og afar og ömmur og allir þessir óæskilegu og skuggalegu útlendingar eru horfin af sjónarsviðinu til að vinna bug á tómleikatilfinningunni.

Read more »

19.04.06

  07:33:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2420 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Refsivöndur Evrópu? - Hvernig brotthvarfið frá kristindóminum mun leiða til upplausnar

Greinarhöfundar: Ed Vitagliano, Greinin er samin 12. apríl s. l. og er birt með vinsamlegu leyfi AgapePress.

Veit einhver hvar við getum fundið Etrúska? Þið vitið, einhverja sem tilheyrðu hinni fornu menningu Etrúska á Ítalíu til forna sem voru forverar Rómverja?

Jæja, þeir eru víst ekki til lengur. Etrúskarnir runnu saman við rómverska menningu og hættu að vera til sem sjálfstæð menningarheild.

Ef vaxandi fjöldi sérfræðinga og menningarsögufræðinga hafa á réttu að standa, þá er afar líklegt að sömu spurningunni verði varpað fram eftir hundrað ár, en nú einungis hvað áhrærir Ítali, Spánverja eða Rússa.

Eða eins og Mark Steyn orðar þetta með svo dapurlegum hætti í „The New Criterion:“ „Stór hluti þess sem við nefnum hinn Vestræna heim í dag mun ekki lifa þessa öld af og í reynd mun hann hverfa með áþreifanlegum hætti á okkar eigin tímum, meðal annars flest lönd Vesturevrópu.“

Read more »

07.04.06

  19:10:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 453 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Fólksfækkunarvandamálið

Vatíkanið við Sameinuðu þjóðirnar: Hagið ykkur nú skynsamlega og hættið fólksfækkunaræðinu

NEW YORK, 6. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) - Celestino Migliore, fulltrúi Benedikts páfa XVI hjá Sameinuðu þjóðunum, ávarpaði 39. þing Nefndarinnar um fólksfjöldaþróun í fyrradag og gagnrýndi harðlega afstöðu Sameinuðu þjóðanna til að hafa stjórn á fólksfjölgun.

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um stjórn á mannfjölgun sem koma frá Mannfjölgunarsjóði Sameinuðu þjóðanna með öllum sínum áróðri fyrir fóstureyðingum, berst viðvörun frá annarri stofnun Sameinuðu þjóðanna, Íbúaþróunarnefndinni, sem varað hefur við því árum saman að fólksfjöldafækkun væri miklu meira vandamál en fólksfjölgun.

Allt frá árinu 1999 (http://www.lifesite.net/ldn/1999/jun/99063003.html ) hefur Íbúaþróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna varað við hinni vaxandi hættu á of mikilli fólskfjöldafækkun og hækkandi meðalaldri sem rekja má til of lágs frjósemisstuðuls og hefur afar alvarlegar afleiðingar í för fyrir sér hvað áhrærir samfélagslegt öryggi og heilbrigðisþjónustu.
 
Árið 2002 efndu Sameinuðu þjóðirnar til ráðstefnu sérfræðinga um fækkandi íbúafjölda. „Í áratugi hafa sérfræðingar gengið út frá því að frjósemisstuðullinn í þróunarlöndum ná jafnvægi, eða um 2 börn á hverja konu og nema hér staðar. Hins vegar hefur komið í ljós að á undanförnum áratug hafa sífellt fleiri þróunarlönd orðið að horfast í augu við sama vandamálið og þróunarlöndin og séð frjósemistuðul sinn fara undir lágmark endurnýjunar. Þannig má draga í efa að um einhvers konar lögmál sé að ræða sem leiði til fólksfjöldajafnvægis,“ mátti lesa í einu sérfræðiálitinu:  (http://www.lifesite.net/ldn/2002/mar/02030602.html)

Árið 2003 (http://www.lifesite.net/ldn/2003/feb/03020402.html ), og að nýju 2005 (http://www.lifesite.net/ldn/2005/jan/05012710.html ) sendi Íbúaþróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna frá sér svipaðar viðvaranir um of mikla fólksfækkun,

Erkibiskupinn endurtók þessi viðvörunarorð þegar hann ávarpaði leiðtoga heimsins: „Sökum lágrar frjósemi má rekja þrjá fjórðu af fólksfjölguninni til nýbúa í þróunarlöndunum og árið 2030 grundvallast öll fólksfjölgun á nýbúum í þessum löndum.“ Hann bætti síðan við: „Slíkar breytingar á íbúasamsetningu í slíkum mæli munn vissulega hafa róttækar afleiðingar í för með sér hvað áhrærir allt alþjóðasamfélagið.“

Boðskapur erkibiskupsins í heild:
http://www.holyseemission.org/05April2006.html