Flokkur: "Fóstureyðingar og vernd"

Blaðsíður: 1 2

12.03.06

  14:47:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 258 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Móðir Teresa frá Kalkútta: Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast

Ég tel að ef við hverfum að nýju til Guðsmóðurinnar tækjum við aftur að biðja rósakransbænina. Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast. Ef hún tvístrast ekki munu fjölskyldumeðlimirnir elska hvern annan, eins og Guð elskar þá. Og þá væru

fóstureyðingar óhugsandi.

Ég trúi því að fóstureyðingarnar séu sú svipa sem ríði á fjölskyldulífinu í dag og þær eru mesta ógnin gagnvart heimsfriðnum. Já, fóstureyðingar eru mesti óvinur heimsfriðarins. Ef móðir deyðir barn sitt, hvað getur þá staðið í vegi fyrir því að við drepum hvert annað? Óborið barn er heilagt og friðhelgt og hvað er skelfilegra en slíkt morð?

Jesús er elska og elskar hvert okkar og eitt. Við verðum að biðja vegna þess að bænin glæðir hreinleika hjartans og þannig getum við séð Guð. Ef við getum séð Guð í hvert öðru, þá munum við elska hvert annað, eins og hann elskaði okkur. Við myndum lifa í friði við alla menn. Við vitum að hann elskaði okkur vegna þess að hann dó fyrir okkur. Því verðum við einnig að elska hvert annað og jafnvel fórna lífinu fyrir hvert annað.

Fjölskyldan er uppspretta elskunnar, en til þess að elskan glæðist verðum við að biðja saman. Ef við stöndum sameinuð munum við elska hvert annað, rétt eins og Guð elskar okkur öll.

Úr Echo from Medjugorje, maí 1994.

10.03.06

  18:47:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1132 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Jesús og börnin

Allflest okkar þekkja afstöðu Jesú til barnanna. Þeir sem gera það ekki geta lesið um hana í Lúkasarguðspjallinu 18. 15-17. Fólkið kom með börnin til Jesú svo að hann gæti snert þau. Lærisveinarnir atyrtu foreldra barnanna, Jesú hefði ýmislegt betra við tímann að gera en að sinna krökkum! Þetta væri hreinasta tímasóun. En Jesús ávítaði lærisveinana og tók fagnandi á móti börnunum: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki“ (Lk 18. 17).

Gríska orðið sem Lúkas grípur til er það sama og í frásögninni af barninu í lífi Elísabetar (Lk 1. 41, 44). Þetta er orðið vréfos. Augljóslega gerir Lúkas engan greinarmun á börnunum og hann var jú reyndar læknir. Vissulega eigum við öll að temja okkur sömu afstöðu og Jesús til barnanna, allt frá getnaði þeirra.

Read more »

  08:31:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1236 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Auknar fóstureyðingar á börnum með Down einkenni

MINNEAPOLIS, Minnesota, 9. mars, 2006 (Zenit.org).- Fjölmargir foreldrar bíða árum saman eftir að fá að taka börn með Down einkenni í fóstur, samkvæmt nýlegri frétt frá Associated Press.

Hvers vegna er biðlistinn eftir börnum með sérþarfir svo langur, sem iðulega gengur erfiðlegar að aðlaga fjölskyldunni? Ástæðuna mætti ef til vill rekja til þess, að vaxandi tilhneigingar gætir til að eyða fóstrum með Down einkennum.

Elizabeth Schiltz sem er prófessor við lagadeild University of St. Thomas og meðrithöfundur að „The Cost of Choice: Women Evaluate the Impact of Abortion“ (Encounter Books) greindi Zenith frá því, að fóstureyðing á börnum með Down einkenni væri nú ekki einungis réttlætt, heldur væri slíkt beinlínis orðin skylda.

Schiltz hefur einnig greint frá sinni eigin reynslu þegar henni var tjáð við mæðraskoðun, að verðandi sonur hennar bæri einkenni Down sjúkdómsins.

Read more »

09.03.06

  17:08:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 571 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Minningabrot

Fyrir um það bil tuttugu árum síðan varð ég fyrir merkilegri lífsreynslu. Ásamt fleira fólki heimsótti ég sængurkonu sem alið hafði barn fyrir tímann. Þetta er nefnt „fyrirburafæðing“ og í þessu tilviki var móðirin komin sjö mánuði á leið. Í dag er þessi fyrirburi stæltur strákur sem stundar íþróttir, menntaskólanám og byggingarvinnu í skólafríum.

Þetta var síðdegis á gamlársdag og þá er það óskrifuð regla á fæðingardeild Landsspítalans að bjóða þeim sem þess óska, að líta inn á fyrirburadeildina. Hjúkrunarkonan lét mig klæðast heljarmiklum hvítum búningi og stígvélum sem minnti einna helst á búning geimfara vegna þess að glerhlíf er fyrir andlitinu til að koma í veg fyrir alla smithættu. Þessi heimsókn varð eitt af markverðari augnablikunum í mínu lífi.

Read more »

  08:59:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Hin nýju lög gegn fóstureyðingum í Suður Dakota

Þann 23. febrúar s.l. samþykkti þing Suður Dakotafylkis víðtækt bann gegn fóstureyðingum. Lögin voru samþykkt með 23 atkvæðum gegn 12. Þann 8. mars undirritaði síðan Mike Round (R) fylkisstjóri lögin. Lögin ganga þvert á úrskurð hæstaréttar frá 1973 sem viðurkenndi óskoraðan rétt kvenna til fóstureyðinga. Lögin krefjast þess að hæstiréttur verður að kveða upp nýjan úrskurð fyrir gildistöku þeirra.

Roger W. Hunt (R) sem lagði frumvarpið fram komst svo að orði: „Nú er komið að þeirri stund að alríkislögin um fóstureyðingar muni breytast í náinni framtíð.“ Kate Looby, framkvæmdastjóri „Planned Parenthood of South Dakota“ sem ætlar þegar í stað að kæra fóstureyðingarbannið sagði að „hún væri enn í losti.“ Hún bætti síðan við: „Vissulega er þetta svartur dagur fyrir konur í Suður Dakota. Við áttum von á þessu, en engu að síður er dapurlegt til þess að vita að löggjafarvaldið ber svo litla umhyggju fyrir konum [hvað um lífsrétt barna?]

Read more »

17.02.06

  18:37:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1124 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Manndrápslyfið RU-486

Þann 14. febrúar s.l. samþykkti neðri deild Ástralska þingsins með 90 atkvæðum gegn 56 að lögleiða notkun fóstureyðingalyfsins RU-486. Þann 9. febrúar samþykkti efri deildin (senatið) sömu heimildarákvæði með 45 atkvæðum gegn 28. Í ákvörðun sinni sinnti ástralska þingið engu niðurstöðum rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem leiddu í ljós að lyfið hefur valdið dauða 8 kvenna og stefnt heilsu 850 annarra kvenna í voða. Þannig bættist Ástralía í hóp nokkurra annarra ríkja sem heimila notkun lyfsins, það er að segja Frakklands, Kína, Bretlands, Svíþjóðar og Bandaríkjanna.

Ástæðan sem býr þessari ákvörðun að baki er einföld. Inngjöf lyfja sem skaðleg eru líkama kvenna, einkum móðurlífinu og frjósemi þeirra þar sem kvenlíkaminn er notaður sem hver önnur sorptunna, veltir milljarða dollara ágóða árlega sem rennur í vasa alþjóðlegra lyfjahringa. Markaður þessi samanstendur af fóstureyðingjarlyfjum eins og Dalkom Shield, Norplant, Depo-provera, VES, DES og rítodrine, að ógleymdu RU-486.

Read more »

10.02.06

  17:51:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1405 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Krukkufórnir og barnamorð

Í gamla daga þegar ég var að bögglast við að læra latínu las ég Púnversku stríðin hans Tacítusar. Það var ekki svo að mér væri uppálagt það, heldur rakst ég á ævagamalt eintak af bókinni á latínu á fornbókasölu. Ég er ekki sá fyrsti sem hef látið heillast af þessum forna rómverska sagnaritara. Mig minnir að það hafi tekið mig heilan vetur að strögglast í gegnum verkið, enda mikið að vöxtum.

Á þessum tíma, lýðveldistímanum, voru Rómverjar afar siðprúðir menn og höfðu konur sínar, börn og heimili í hávegum. Upphaf púnversku stríðanna við Karþagómenn fólst ekki einungis í verslunarhagsmunum, heldur fyrirlitu Rómverjar Karþagómenn fyrir mannfórnir þeirra, einkum barnafórnir. Karþagómenn komu upphaflega frá Fönikíu og á fönísku þýðir Karþagó „Nýja borgin.“ Borgin var þannig eins konar New York í útþenslustefnu þeirra.

Read more »

09.02.06

  10:21:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1060 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Lífsmenning ljóss og elsku eða dauðamenning?

Kæru bræður og systur! Um aldir hefur orðið hin stríðandi kirkja á jörðu verið haft um hönd í kaþólskri guðfræði. Með kaþólskri guðfræði á ég við guðfræði rómversk kaþólsku kirkjunnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar. Við tölum einnig um hina sigrandi kirkju himnanna, samfélag heilagra á himnum, og hina líðandi kirkju eða kirkju þjáninganna í hreinsunareldinum (Austurkirkjan í eldinum). Þetta samfélag myndar eina órofna heild og fyrri limirnir tveir bera statt og stöðugt fram fyrirbænir fyrir kirkju þjáninganna í eldinum eilífa. Þetta er það lífssamfélag sem Endurlausnarinn lagið grundvöllinn að í holdtekju sinni á jörðu og þar er hann höfuð líkamans. Kirkjan er því ekki „grasrótarhreyfing“ eins og einn fylgjenda endurskoðunarguðfræði póstmódrnismans komst að orði. Hún lýtur valdi Drottins Jesú Krists af auðmýkt. Kristur er konungur kirkjunnar, við hins vegar þegnar hans.

Read more »

1 2