Flokkur: "Vefrit Karmels"

05.08.08

  08:19:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1045 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Nóttin er ljós mitt – eftir Wilfrid Stinissen ocd (2)

Nýlega kom út 11. ritið hjá Vefritum Karmels: „Nóttin er ljós mitt – ritskýringar við hina myrku nótt Jóhannesar af Krossi“ eftir karmelítaföðurinn Wilfrid Stinissen. Ritið má fá á:

http://www.lulu.com/content/3337173

Hér verða birtir tveir kaflar úr ritinu: „Dæmið ekki“ og „Guðsríkið er hið innra með yður.“ Hér er sá síðari:

„Guðsríkið er hið innra með yður“

Þegar við höfum unnið úr „vörpununum“ og þannig frelsað sektarlambið sem við höfðum útvalið til að axla þá byrði sem við höfðum lagt á það, getum við byrjað á þriðja stiginu. Á öðru stiginu hverfum við frá hinu ytra til hins innra. Nú hverfum við til þess innsta, til þeirra híbýla þar sem Guð býr. Guðs ríki er hið innra með yður, segir Jesús (Lk 17, 21). Við göngum inn í þetta ríki Guðs og tökum sekt okkar með okkur. Jafnskjótt og við leggjum hana fram fyrir Guð gufar hún upp. Og meira en það: Myrkrið ummyndast í ljós. Og þótt ég segði: ‚Myrkrið hyljir mig og ljósið í kringum mig verði nótt,‘ þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of mikið og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér (Sl 139. 11, 12).

Read more »

29.07.08

  08:58:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1414 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Nóttin er ljós mitt – eftir Wilfrid Stinissen ocd (1)

Nýlega kom út 11. ritið hjá Vefritum Karmels: „Nóttin er ljós mitt – ritskýringar við hina myrku nótt Jóhannesar af Krossi“ eftir karmelítaföðurinn Wilfrid Stinissen. Ritið má fá á:

http://www.lulu.com/content/3337173

Hér verða birtir tveir kaflar úr ritinu: „Dæmið ekki“ og „Guðsríkið er hið innra með yður.“ Hér er sá fyrri:

Dæmið ekki!

Hluti þessarar „andlegu og opnu hugarfarsafstöðu“ felst í því að dæma ekki. Ef við erum sammála Jóhannesi af Krossi um að tilgangur ögunaræfinga sé að öðlast frelsi vegna Guðs, þá getum við samsinnt því að reglan „dæmdu ekki“ sé ein mikilvægasta ögunaræfingin.

Read more »

19.05.08

  07:11:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 52 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Daglegur guðspjallatexti ásamt hugleiðingu

Ég vil minna gesti kirkju.net á að daglegan guðspjallatexta ásamt hugleiðingum hinna heilögu má finna hér:

http://vefrit-karmels.kirkju.net/Gudspjall/Inngangur/Inngangur.html

Eins getur fólk fengið guðspjallið ásamt hugleiðingunni sent til sín í rafpósti með því að senda mér línu.

04.06.07

  10:12:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 132 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels koma út í kiljum

Nú er fyrsta Vefrit Karmels komið út í kilju, það er að segja Hin myrka nótt sálarinnar eftir hl. Jóhannes af Krossi. Framfarirnar hafa verið örar í útgáfu rafrænna bóka og það er bandaríska fyrirtækið Lulu Publishing sem gerir þetta kleift með því að bjóða afar hagstætt verð og skilmála. Þannig er þetta fyrsta rit boðið lesendum á ríflega 16 evrur (um 1400 krónur) komið heim að dyrum með Íslandspósti. Ætlunin er að gefa öll Vefrit Karmels út með þessum hætti í komandi framtíð – eina kilju mánaðarlega, eins konar bók mánaðarins. Næsta kiljan í ritröðinni verður síðan Uppgangan á Karmelfjall og koll af kolli, þar til öll ritin verða tiltæk íslenskum lesendum.
TENGILL

30.04.07

  19:47:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 43 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels í nýjum búningi

vefrit_ karmels

Undanfarið hef ég unnið að því að uppfæra Vefrit Karmels og svo að segja klæða vefsíðuna í sumarbúning. Nú liggur árangurinn fyrir. Vefsvæðið hefur einnig verið
fært yfir á kirkju.net,

Slóðin er nú:

http://vefrit-karmels.kirkju.net

14.04.07

  12:35:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 192 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Ný útgáfa: Ljóð andans á html flettiriti

espiritual

+ Jesús, María

Kæru kristssystkini. Mig langar að vekja athygli ykkar á nýju verki á Vefrit Karmels, en hér er um íkonur að ræða sem Karmelsysturnar í Harassa í Líbanon gerðu í tilefni 400 ára árstíðar hl. Jóhannesar af Krossi. Verkið heitir: Frá myrkrinu til Ljóssins (De las tienieblas a la luz) og er á íslensku.

TENGILL

Hið andlega brúðkaup Krists og kirkjunnar og sérhverrar sálar sem gengur veg helgunarinnar hefur ávallt verið kjarni dulúðar kaþólsku jafnt sem lútersku kirkjunnar. Minnumst þess að það var Guðbrandur byskup Þorláksson sem lét þýða verk Martins Möllers – Mysterium magnum – og gefa út árið 1615 eða; Sá mikli leyndardómur um það himneska brullaup og andlega samtenging vors herra Jesú Krists og hans brúðar kristilegrar kirkju.

Það er einmitt þetta sem heil. Jóhannes af Krossi fjallar um í Ljóði andans (Cantico espiritual) sem einnig má finna á Vefrit Karmels.

Þetta er okkur öllum þörf áminning nú þegar veraldarhyggjan (secularism) gerir svo harða atlögu að helgi kristins hjónabands. Í íkonuskrifum Karmelsystranna í Harassa verður þetta að miklu listaverki. Njótið heil.

14.03.07

  12:03:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 79 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og íbúafjöldafækkunin

Sanger

Nú er Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og íbúafjöldafækkunin komin á Vefrit Karmels í endurbættri útgáfu. Enginn sem ber hag ófæddra barna fyrir brjósti ætti að láta þetta rit Pauls Jalsevac fram hjá sér fara. Hér flettir hann ofan af sambandi kynþáttastefnu Íbúafækkunarbandalagsins og hugmyndafræðilegra tengsla þess við hinn róttæka femínisma og fósturdeyðingaræðis frú Maragaret Sangers, stofnanda „Planned Parenthood.“

TENGILL

14.02.07

  09:44:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 279 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS komið út í heild á Vefritum Karmels

Hið víðkunna Hirðisbréf Píusar páfa XII – Haurietis Aquas – er nú komið í heild á pdf formati á Vefrit Karmels. Ekki er ofmælt þegar sagt er að hin háleita umfjöllun hins heilaga Föður um guðrækni hins Alhelga Hjarta hafi haft umtalsverð áhrif á guðfræðilega umræðu og stefnumótun kaþólsku kirkjunnar í kjölfar Annars Vatíkansþingsins.

Um 100 rit hafa verið gefin út um guðrækni hins Alhelga Hjarta á s. l. öld í kjölfar hirðisbréfs Píusar XII og meðal höfundanna má finna ekki ómerkari guðfræðinga en þá Hugo og Karl Rahner, Augustus Bea kardínála, Josef Jungmann, Alfons Desburg, Friedrich Schwendermann og Rudolf Schnackenof, svo að einungis fáeinna sé minnst.

Read more »

03.02.07

  17:09:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 89 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Uppgangan á Karmelfjall eftir Jóhannes af Krossi nú komin út á íslensku

karmelfjall

Nú er Uppgangan á Karmelfjall eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku á Vefrit Karmels. Í þessu mesta verki sínu gerir hann grein fyrir hinni virku nótt andans, hvað sá sem leggur rækt við hið andlega líf getur gert í eigin mætti og með sinni eigin viðleitni til að hraða fyrir komu hinnar andlegu nætur.

Í Hinni myrku nótt sálarinnar fjallar hann hins vegar um hina óvirku eða innblásnu nótt. Verkin mynda þannig eina samstæða heild.

SJÁ VEFRIT KARMELS:

08.01.07

  09:56:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 45 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Guðspjall dagsins

Ég vil minna lesendur kirkju.nets á að lesa má Guðspjall dagsins fyrir árin 2006 og 2007 á:

http://vefrit-karmels.kirkju.net

Einnig má fá það sent daglega í rafpósti með því að senda mér línu:

jonrafn hjá simnet.is þar sem at-merkið kemur í stað hjá.

10.11.06

  17:24:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 376 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku

loginn

Nú er Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku á Vefrit Karmels. Jóhannes af Krossi semur Loga lifandi elsku sex árum áður en hann andast meðan hann gegnir enn stöðu svæðisstjóra í Andalúsíu. Hann stendur á hátindi sínum sem andlegur lærifaðir og leiðbeinandi. Með ritinu leggur hann grundvöllinn að guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú sem blásið er nýju lífi í með persónulegum opinberunum hinna heilögu kirkjunnar á komandi öld.

Read more »

23.10.06

  17:22:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 18 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú – Saga og iðkun

4_mynd

Nú er greinaflokkur minn um hið Alhelga Hjarta Jesú komin út í smáriti á pdf formati á Vefrit Karmels.

TENGILL

20.10.06

  13:45:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 145 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

„Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ kominn á íslensku.

Hid Flekklausa hjarta

Nú er rit Erzsebetar Szanto „Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ komið út á Vefrit Karmels á pfd formati.

BÆN TIL AÐ GLÆÐA LOGA ELSKUNNAR

Með persónulegu samþykki Páls páfa VI
Nóvember 1973

Af barnslegri trú áköllum við þig María mey svo að logi elsku hins Flekklausa Hjarta þíns sem Heilagur Andi hefur glætt tendri í vanmegna hjörtum okkar eld fullkominnar elsku á Guði og öllu mannkyninu, þannig að við elskum Guð og náunga okkar af einu hjarta ásamt þér.

Hjálpaðu okkur til að miðla þessum heilaga loga til allra manna sem hafa góðan vilja svo að logi elskunnar slökkvi eld hatursins alls staðar á jörðinni, þannig að Jesús, Konungur friðarins, verði einnig Konungur allra hjartna í sakramenti elsku sinnar á hásæti hjartna okkar. Amen.

TENGILL

24.09.06

  18:21:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 24 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilagur Silúan starets á Aþosfjalli

Nú er rit Sofronij arkimandrita um líf, kennigar og skrif heil. Silúan starets á Aþosfjalli fyrirliggjandi á íslensku á pdf formati á Vefrit Karmels.

TENGILL

12.09.06

  09:14:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 158 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels

Ég vil vekja athygli á því að „Dulúðin – um vöxt trúarvitundar mannkynsins“ eftir Evelyn Underhill er nú komið á pdf formati á Vefrit Karmels. Frá því að verkið birtist fyrst í html útgáfu hef ég leitast við að lagfæra og leiðrétta verkið eftir bestu getu.

Ef „fölnuð laufblöð“ ritvillna leynast enn í textanum, bið ég lesandann að hafa efirfarandi vísukorn í huga:

Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn,
finni hann fölnað laufblað eitt,
lastar hann allan skóginn.

Þetta er mikið verk upp á rúmlega 500 blaðsíður og fjallar um „mannfræði Kristsgjörningarinnar (anthrophology of the Christification) eins og einn feðra Austurkirkjunnar komst að orði (sjá Ef. 4. 13).

Höfundurinn samdi það til að ljúka upp táknmáls- og hugtakafræði hinna heilögu fyrir hinum almenna lesanda og þar má sjá hundruðir tilvitnanna í skrif þeirra og ummæli. Njótið heil!

TENGILL

24.08.06

  10:30:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 104 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Dobrotolubije – úrval úr rússnesku Fílókalíunni nú komið á pdf formati

Ég vil vekja athygli á því að í gær kom úrval úr rússnesku Fílókalíunni eða Dobrotolubije á Vefrit Karmels á pfd formati. Það kom mér reyndar sjálfum á óvart hversu heimsóknirnar voru margar eða 48 þar sem ritið birtist ekki fyrr en kl. 10 í gærkveldi á netinu.

Í ritinu sem fjallar um Hina óaflátanlegu bæn hjartans má sjá hvernig hinir heilögu feður Austurkirkjunnar hafa glætt þá elsku hjartans til Guðs sem mér hefur verið svo tíðrætt um að undanförnu, þá sömu brennandi elsku sem lífað hefur í hjarta kirkjunnar frá upphafi vega.

TENGILL

31.05.06

  20:40:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúa

Ég vil vekja athygli fólks á því að nú er bók Pauls Jalsevacs
komin út á íslensku og er fyrirliggjandi á Vefrit Karmels. Í bókinni rekur Paul sögu kynþáttahyggjunnar eins og hún birtist fyrst í dómsdagsspá breska hagfræðingsins Thomasar Malthusar árið 1793 sem lagði fram kenningu sína um að fjölgun mannkynsins gæti aldrei haldist í hendur við matvælaframleiðsluna og því yrðu stjórnvöld að grípa til markvissra aðgerða til að útrýma „óæskilegri íbúafjölgun.“

Paul rekur í bókinni hvernig kenningar Thomasar heltóku
hugi ráðamanna á Vesturlöndum og hvernig þær birtust bæði í kynbótastefnunni, vönunum á fólki og skefjalausum fóstureyðingum á tuttugustu öldinni. Hann rekur hvernig Malthusisminn fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Hitlersþýskaland og sýnir með óhrekjandi rökum hvernig Margaret Sanger, stofnandi Planned Parenthood, varð
heltekin af þessari hugmyndafræði ekki síður en ráðandi öfl á Vesturlöndum
enn í dag.

Allt gerist þetta þrátt fyrir að Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hafi lýst því afdráttarlaust yfir að á síðustu 40 árum hafi matvælaframleiðslan tvöfaldast og jörðin gæti í
ljósi þessa séð 35 milljörðum manna fyrir nægilegu lífsviðurværi. [1] Paul sýnir fram á að orsakir markvissar fækkunar íbúa jarðar með skefjalausum fóstureyðingum megi rekja til kynþátta- og mannhaturs ráðandi afla í hinum vestræna heimi á sviði stjórnmála og efnahagslífs.

Bók hans hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum meðal lífsverndarsinna og því hvet ég alla „pro-life“ sinna til að kynna sér efni hennar.

Hún er á prentvænu pdf formati og því góð til útprentunar á laserprentara.

[1]. Eamonn Keane, Population and Development (Forestville Printing, 1999), 10.

22.05.06

  13:12:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 408 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilög Fílómena blóðvottur – Litli katakompudýrlingurinn

Jarðneskar menjar hl. Fílómenu fundust í upphafi nítjándu aldar eða þann 24. maí árið 1802 meðan unnið var að uppgreftri í katakompunum í Róm sem í reynd halda stöðugt áfram. Þá kom gröf í ljós sem lokað hafði verið með þremur múrsteinum og eins og þeir komu fyrir sjónir í upphafi mátti lesa eftirfarandi áletrun á þeim:

LUMENA – PAX TE – CUM FI

Letrið var rauðlitað og umlukið kristnum táknum. Eftir undirbúningsrannsókn blasti við sjónum að röð steinanna var ekki rétt. Annað hvort var þetta sökum þess að þeim hafði verið komið fyrir í flýti, eða þá að einhver sem var ekki alltof sleipur í latínu hafði komið þeim svona fyrir í grafaropinu. Þegar þeim var raðað rétt mátti lesa:

PAX TE – CUM FI – LUMENA

Pax tecum Filumena! – „Friður sé með þér Fílómena!“ Þegar steinarnir voru fjarlægðir daginn eftir mátti sjá í gröfinni leirkrús sem hulin var að innan því sem kom í ljós að var blóð. Ljóst var að hér var um blóð að ræða sem safnað hafði verið saman við dauða píslarvotts, eins og tíðkaðist meðal kristinna manna á tímum ofsóknanna miklu. Blóðið var menjar píslarvættis. Blóðið var losað innan úr leirkrúsinni sem það loddi við og komið fyrir í krystalkeri af ítrustu varfærni. Viðstaddir fræðimenn urðu undrandi að sjá að þessar blóðmenjar tóku að ljóma jafnskjótt og þær komu í krystalkerið líkt og um gull eða silfur væri að ræða, eða þær skinu þá líkt og demantar eða eðalsteinar eða opinberuðu alla liti regnbogans. Þetta einstaka fyrirbrigði hefur haldið áfram allt fram til dagsins í dag.


Annað sem gerir þetta blóð svo einstætt í sinni röð er að það tekur stundum á sig dekkri mynd. Þetta virðist gerast þegar þeir sem eru þess óverðugir auðsýna því lotningu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað þegar prestur nokkur sem hafði lifað lífi sem var ósamboðið köllun hans nálgaðist það. Þegar hann kyssti helgiskrínið varð blóðið afar dökkt á litinn. Það öðlaðist að nýju eðlilegan lit þegar hann hvarf á braut.

Lesa má meira um hl. Fílómenu á Vefrit Karmels

17.05.06

  20:07:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 103 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Padre Pio – Presturinn heilagi

Ég vil vekja athygli lesenda á því að nú er íslensk þýðing um hl. Padre Pio, prestinn heilaga frá Pietrelcina fyrirliggjandi á íslensku á Vefrit Karmels. Þetta er þýðing á verki Jim Gallaghers: Padre Pio – A Holy Priest sem kom út á vegum Catholic Truth Society árið 2002.

Ég hvet fólk eindregið til að lesa þetta verk og eins að leita fyrirbæna Padre Pio vegna þess að hann er afar máttugur fyrirbiðjandi frammi fyrir Guði og tugþúsundum saman hefur fólk hlotið lækningu í krafti fyrirbæna hans.

Rit hans er neðst í dálkinum yfir Verk ýmissa höfunda á Vefrit Karmels

TENGILL

03.04.06

  06:22:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 286 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels, Trúarljóð

Llama de amor viva eða „Logi lifandi elsku“ eftir Jóhannes af Krossi

Erindin sem sálin hefur yfir í innileika
sameiningarinnar við Guð.

Ó logi lifandi elsku
sem særir sál mína ljúflega
í dýpstu miðju hennar!
Þar sem þú íþyngir ekki lengur,
ef þú vilt sjálfur, svipt nú burt
blæju þessara ljúfu endurfunda.

Ó ljúfi sviði!
Ó milda sár!
Blíða hönd! Sæta snerting,
keimur eilífs lífs
sem geldur alla sekt!
Deyðir og umbreytir dauða í líf.

Ó eldlegu lampar
sem með dýrð ykkar
opinberið hella skynhrifanna
áður blindu hulda
sem með framandi birtu
veitið Ástmögurnum yl og ljós.

Hversu mildilega og elskuríkt
vakir þú ekki í hjarta mínu,
þar sem þú dvelur einn í leynum!
Í sætum andblæ þínum
þrungnum gæsku og dýrð,
hversu elskar þú ekki í ljúfleika þínum!

Canciones que hace el alma en
la intima unión con Dios

¡Oh llama de amor viva,
que tiernamente hieres
de mi alma en el más profundo centro!.
pues ya no eres esquiva,
acaba ya, si quieres;
rompe la tela de este dulce encuentro

¡Oh cauterio suave!
¡Oh regalada llaga!
¡Oh mano blanda! ¡Oh toque delicado,
que a viva eterna sabe,
y toda deuda paga!;
matando, muerte en vida la has trocado.

¡Oh lámparas de fuego,
en cuyos resplandores
las profundas cavernas del sentido,
que estaba oscuro y ciego,
con extraños primores
calor y luz dan junto a su Querido!

¡Cuán manso y amoroso
recuerdas en mi seno,
donde secretamente solo moras!
Y en tu aspirar sabroso,
de bien y gloria lleno,
¡cuán delicadamente me enamoras!

Nú er ég að þýða ritskýringar Jóhannesar af Krossi við þetta undurfagra ljóð. Væntanlega verður þýðingunni lokið miðsumars.

TENGILL

29.03.06

  08:48:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 298 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels, Trúarljóð

Hin myrka nótt sálarinnar eftir Jóhannes af Krossi

Í myrka nótt
í angist og brennandi elsku
– ó sæluríka stund –
gekk ég óséð af öllum
því hús mitt hvíldist.

Í myrkri og öryggi
gekk ég dulbúin leynda stigu
– ó sæluríka stund –
hvarf óséð öllum
því hús mitt hvíldist.

Í hinni sælu nótt
óséð af öllum
og ósjáandi
án nokkurs ljóss eða skímu
en þeirrar sem brann í hjarta mér.

Þetta ljós leiddi mig
öruggar en hádegissólin
þar sem sá vænti mín
sem gjörþekkti mig
á stað óséðum öllum.

Ó nótt sem leiddi mig
Ó nótt ljúfari en dagur!
Ó nótt sem sameinaði
hinn Elskaða ástvininum
breytti ástvininum í hinn Elskaða!

Í blómskrúði brjósts míns
honum einum ætlað
hvíldist ég
og strauk hárlokka hans
og blær sedrusviðarins veitti svölun.

En una noche oscura,
con ansias, en amores inflamada,
¡oh dichosa ventura!,
salí sin ser notada,
estando ya mi casa sosegada.

A escuras, y segura,
por la secreta escala, disfrazada,
¡oh dichosa ventura!,
a escura y en celada,
estando ya mi casa sosegada.

En la noche dichosa
en secreto, que naide me veía,
ni yo miraba cosa,
sin otro luz y guía,
sino la que en el corazón ardía.

Aquésta me guiaba
más cierto que la luz del mediodía,
adonde me esperaba
quien yo bien me sabía,
en parte donde naide parescía.

¡Oh noche que quiaste!
¡Oh noche amable más que el alborada!
¡Oh noche que juntaste
Amado com amada,
amada en el Amado transformada.

En mi pecho florido,
que entero para él solo se guardaba,
allí quedó dormido,
y yo le regalaba,
y el ventalle de cedros aire daba.

TENGIILL

23.03.06

  10:13:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 187 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Ljóð andans (Cantico espiritual) eftir Jóhannes af Krossi á íslensku

Nú er þýðingu Ljóðs andans eftir Jóhannes af Krossi lokið og má finna ritið á Vefrit Karmels.

TENGILL

Sú þýðing sem liggur hér fyrir á íslensku er gerð eftir San Juan de la Cruz: Obras Completas, 5. Edicion, Edicion Critica sem gefin er út af Editorial de Espiritualidad, Madrid, 1993. Auk þess hef ég haft hliðsjón af enskri þýðingu föður Kieran Kavanoughs Ocd. Athugasemdirnar eru úr ensku útgáfunni. Til samræmis við spænsku útgáfuna hef ég sett númer erindanna úr „Ljóði A“ innan sviga.
Þýðing þessi er tileinkuð öllum þeim körlum og konum í rómversk kaþólsku kirkjunni og Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi sem kosið hafa að ganga veg vaxtartakmarks Kristsfyllingarinnar (Ef 4. 13) í helgun sakramentis hjónabandsins.

Nýverið barst mér í hendur íkona hl. Jóhannesar af Krossi sem karmelsysturnar í Sýrlandi gerðu í tilefni 400 ára aldarminningar hans og má nú sjá í Karmelklaustrinu í Sevilla. Hugmyndin er sú að myndskreyta Ljóð andans með henni þegar skönnun íkonunnar er lokið.

Stutt æviágrip hl. Jóhannesar af Krossi má einnig finna á Vefrit Karmels í ritinu Regla Karmels Teresu (2. kaflanum).

TENGILL

25.01.06

  13:55:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 538 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels

Vefrit Karmels eru rit á íslensku um helgunar- og dulúðarguðfræði kirkjunnar. Athugið að fyrirsögnin er tengill á vefslóðina. Eins er unnt að nálgast ritin á Vefsíðu Karmelklaustursins í Hafnarfirði http://www.karmel.is/ Því miður sést tengillinn einungis í Explorer og Opera vöfrunum.
Eins má sjá slóðina á leitarvél Emblu Morgunblaðsins.

Um Karmelítaregluna:
Karmel Teresu: Saga – hinir heilögu – andi eftir Ann-Elisabeth Steinemann o.c.d.
Hinar upphaflegu reglur Karmels sem Innocentíus IV páfi staðfesti (á Latínu)
Reglur Þriðju reglunnar eða Heimsreglunnar
Karmelítareglan á Norðurlöndum

Heilög Teresa frá Avíla: Saga lífs míns – Vegurinn til fullkomleikans – Borgin hið innra – Íhuganir um Ljóðaljóðin – Andlegir vitnisburðir – Andvörp sálarinnar frammi fyrir Guði.

Um verk Teresu:
Inngangur að Borginni hið innra eftir Kieran Kavanough o.c.d.
Samlíking Teresu af Borginni hið innra með skírskotun til meginmáls.
Um Veginn til fullkomleikans eftir Kieran Kavanough o.c.d.
Formáli Kieran Kavanoughs að Sögu lífs míns
Formáli Anders Arboreliusar að Sögu lífs míns

Read more »