Flokkur: "Erlendar fréttir"

Blaðsíður: 1 2

25.10.10

  15:13:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1330 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Hin neikvæða hlið líffæragjafa – mál Oklahomabúans Zack Dunlap og „heiladauðakenningin“

Í september 2003 greindi ástralska dagblaðið Courier Mail sem gefið er út í Brisbane í Ástralíu frá því að rússneskir skurðlæknar fjarlægðu nýru úr heimilislausum sjúklingum og seldu. Gangverð slíkra líffæra er allt að 40.000 $. Einn rússnesku skurðlæknanna sem talaði undir nafnleynd sagði „að almennt talað væru viðkomandi sjúklingar búnir að vera og ættu í mesta lagi þrjá eða fjóra daga ólifaða.“ Margir minnast einnig orðróms sem gekk fjöllunum hærra fyrir nokkrum árum um að heimilislaus börn í Brasilíu væru notuð sem lifandi „líffærabankar,“ þó að erfitt væri að staðfesta þennan orðróm. Kínversk stjórnvöld hafa þannig legið undir grun um að selja líffæri úr fórnarlömbum ógnarstjórnar sinnar og slík viðskipti blómstra alls staðar um hinn vestræna heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Kanada. Í nýlegum deilum um „heiladauðakenninguna“ hefur einnig verið vakin athygli á raunverulegri hættu á að hjálparvana sjúklingar væru hafðir að féþúfu lækna og sjúkrahúsa í þessum blómlegu alþjóðlegu viðskiptum eins vaxtarbrodda dauðamenningarinnar.

Read more »

29.08.08

  15:21:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 278 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

McCain velur mikinn lífsverndarsinna og móður barns með Downs heilkenni sem varaforsetaefni sitt.

Sú frétt sem vakið hefur mesta athygli í fjölmiðlum vestanhafs í dag er val MacCains á Söru Palin sem varaforsetaefni sínu. Hún er fyrst kvenna til að gegna ríkisstjórastöðu í Alaska og er alþekkt fyrir eindregna afstöðu sína fyrir fjölskyldugildum og lífsvernd. Þessi 44 ára lífsverndarsinni og fyrrum fegurðardrottning var undir miklum þrýstingi frá læknum fyrr á þessu ári að fara í fóstureyðingu fremur en að ala fimmta barn sitt – stúlkubarn sem nefnist Trig – sem greinst hafði með Downs heilkenni.

Read more »

02.11.07

  09:10:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 247 orð  
Flokkur: Innlendar fréttir

Nýr Reykjavíkurbiskup skipaður

Þann 30. október 2007 útnefndi Benedikt páfi XVI

herra Pétur Bürcher

í embætti Reykjavíkurbiskups. Nýi biskupinn verður settur í embætti laugardaginn 15. desember við hátíðlega messu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í Reykjavík. Athöfnin hefst kl. 10.30
Við bjóðum nýja biskupinn hjartanlega velkominn!

Read more »

16.06.07

  10:04:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 733 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Marxismi lífsins eða marxismi dauðamenningarinnar? – Hugleiðing í tilefni sextíu ára prestvígsluafmælis föður Paul Marx, O.S.B.

POSTULI LÍFSINS
Þessi grein er skrifðuð af Stephan Mosher, framkvæmdastjóra Population Research Institute:

Ég stend í mikilli þakkarskuld við föður Marx. Hann hjálpaði mér til að ganga inn í hreyfingu lífsverndarsinna, mikilvægustu samfélagshreyfinguna í heiminum í dag. Hann hjálpaði mér til að nálgast Krist og leiddi mig til kaþólskrar trúar – þannig að ég skynja að ég á honum mikið að þakka í sál minni. Hann kenndi mér að sjá samhengið á milli getnaðarvarna og fósturdeyðinga, þannig að í vissum skilningi get ég einnig þakkað honum fyrir börn mín. Hann stofnaði Population Research Institute árið 1989 og bað mig um að stjórna samtökunum árið 1995, þannig að ég get þakkað honum postulega viðleitni mína. Og enn, 87 ára gamall, biður hann fyrir starfi okkar daglega.

Read more »

28.05.07

  06:42:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 317 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Hægrimenn sigra í spænsku sveitastjórnarkosningunum

Rétt eins og komið hefur fram hér á Kirkjunetinu var barist um „sál Frakklands“ í forsetakosningunum sem lauk með sigri Sarkozys. Í almennum fréttaskýringum kemur ekki fram að hér hefur verið tekist á um grundvallarafstöðuna til ýmissa baráttumála lífsverndarsinna, líkt og til „giftingar“ samkynhneigðra og fjölskyldugilda og vernd fjölskyldunnar. Í Frakklandi lauk þessum átökum með sigri hægrimanna og þar með kristinna lífsgilda.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum af hversu miklu offorsi spænskir sósíalistar hafa fótumtroðið öll lífsverndarsjónarmið síðan þeir komust óvænt til valda árið 2004. Spænsku sveitarstjórnarkosningarnar hafa verið prófsteinn á stefnu Jose Luis Rodriguez Zapatero, en þingkosninagar fara fram á Spáni á næsta ári (2008).

Read more »

06.05.07

  16:33:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 299 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Nicholas Sarkozy forseti Frakklands!

Þau ánægjulegu tíðindi liggja nú fyrir að Nicholas Sarkozy er sigurvegari frönsku forsetakosninganna. Kosningabaráttunni hefur verið lýst sem styrjöld um sál Frakklands vegna þess að frambjóðendurnir eru á öndverðum meiði í afstöðunni til lífsverndar og fjölskyldunnar.

Meðan Royal hefur heitið því að lögleiða „hjónabönd“ samkynhneigðs fólks og rétt samkynhneigðra til að ættleiða börn, hefur Sarkozy haldið fram fjölskylduvernd. „Fyrirmynd okkar,“ segir hann, „verður að halda áfram að vera fjölskylda gagnkynhneigðra: Börn þarfnast föður og móður.“

Sarkozy sem er núverandi innanríkisráðherra hefur jafnvel hvatt Frakka til að snúa baki við andúð og fordómum gagnvart trúnni og horfa að nýju til jákvæðra samskipta kirkju og ríkis. Í bók sinni La République, les religions, l'espérance [Lýðveldið, trúin, vonin] sem kom út á síðasta ári gagnrýndi hann harðlega „fyrri kynslóðir“ sem hafa hæðst að, fyrirlitið og gert lítið úr prestum.“

Auk þess setti hann fram þá kröfu að kirkjum yrði gert kleift að fá opinbera fjárhagsaðstoð til kærleiksþjónustu. Jafnframt því að viðurkenna að kirkjan glæði von, veitir fólki í neyð hjálp og sé almennt séð jákvætt þjóðfélagsafl, þá gagnrýndi hann þá „sem telja það eðlilegt að ríkisvaldið fjármagni fótboltavelli, söfn, leikhús og barnaheimili, en jafnskjótt og kæmi að því að reisa kirkjur legði ríkið ekki fram svo mikið sem eyrisvirði.“

Þetta eru mikil tíðindi sem eiga eftir að hafa áhrif um alla Evrópu í nánustu framtíð. „Vive la France religieuse!“

16.03.07

  11:11:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1064 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

BENEDIKT PÁFI XVI: HVETUR TIL HERVÆÐINGAR TIL AÐ VERJA HINA NÁTTÚRLEGU TILHÖGUN

Þann 24. febrúar s. l. ávarpaði Benedikt XVI meðlimi Akademíu lífsins í Vatíkaninu á árlegum fundi hennar. Hér er fjallað um nokkur meginatriði ávarpsins:

Hin náttúrlega tilhögun

Það umfjöllunarefni sem páfi vakti athygli á í ávarpi sínu til meðlimanna og skírskotaði þar til alls samfélags kirkjunnar og almenningsálitsins hvað áhrærir réttinn til lífs og að halda uppi vörnum fyrir honum. Þetta er réttur sem allir verða að gera sér grein fyrir vegna þess að hér er um grundvallaratriði að ræða sem lýtur að öllum öðrum mannréttindum. Þetta er lögð þung áhersla á í Hirðisbréfinu Evangelium vitae: „Sérhver einstaklingur sem er einlæglega opinn gagnvart sannleikanum og gæskunni getur með ljósi skynseminnar og huldum áhrifum náðarinnar borið skyn á það í hinu náttúrlega lögmál sem ritað er í hjartað (sjá Rm 2. 14-15) að mennskt líf er heilagt frá upphafi til enda og getur staðfest rétt sérhverrar mannveru til þess að þessi frumgæði ber að virða af dýpstu lotningu. Sérhvert mennskt samfélag og stjórnskipun grundvallast á þessu“ (gr. 2).

Read more »

12.03.07

  19:08:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 441 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Mikill vísindamaður og lífsverndarsinni – dr. Jérôme Lejeune – tekinn í tölu heilagra?

Erkibyskupinn í París hefur nú ákveðið að hefja rannsókn á lífi franska erfðafræðingsins Jérôme Lejeune (1928-1994) til að taka hann í tölu heilagra. Jérôme fæddist í Montrouge, einu úthverfa Parísar og lagði síðar stund á læknisfræði og erfðafræði. Árið 1958 varð hann heimsfrægur fyrir að uppgötva erfðagalla sem valda Downseinkennum. Þrátt fyrir að hann aflaði sér viðurkenningar sem fræðimaður, prófessor og vísindamaður, hélt hann áfram að starfa með börnum sem bjuggu við alvarlega fötlun og síðar varð hann mikill lífsverndarsinni og var ómyrkur í mæli hvað áhrærir fósturdeyðingar í Evrópu sem utan, þrátt fyrir fjandskap margra félaga sinna innan læknisfræðinnar.

Read more »

07.03.07

  14:56:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 842 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Jafnframt því sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar ásaka hana um aukna dánartíðni vegna eyðni, leiðir tölfræðin þveröfugar niðurstöður í ljós.

LONDON, 5. mars 2007 (LifeSiteNews.com) – Kaþólska kirkjan myrðir „milljónir“ vegna kenninga sinna um hreinlífi, trúfestu í hjónabandinu og með því að vilja ekki breyta „stefnu“ sinni um að banna notkun smokkar í baráttunni gegn EYÐNI. Þetta er vinsælt og augljóslega viðloðandi umfjöllunarefni meðal stórs hluta blaðamanna.

Fréttaskýrendur, einkum enskir, lýsa því yfir með reglubundnum hætti að Jóhannes Páll páfi II og arftaki hans, Benedikt XVI, séu ábyrgir fyrir dauða milljóna manna vegna andstöðu sinnar við getnaðarvarvarnir, einkum smokkanotkun.

Polly Toynbee, blaðamaður hjá The Guardian, notaði tilefnið þegar Jóhannes Páll II andaðist til að segja að Vatíkanið væri „boðberi mannvonsku og hræsni í nútímanum.“ Toynbee hélt því fram að „með banninu á smokkanotkun bæri kirkjan ábyrgð á dauða milljóna kaþólikka og annarra á þeim svæðum í Afríku þar sem kaþólskir trúboðar væru ráðandi og alls staðar annars staðar í heiminum. Í löndum þar sem 50% íbúanna eru eyðnismitaðir eru milljónir munaðarlausra barna fórnardýr kúríunnar.“

Read more »

06.03.07

  09:52:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 281 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sænskir trúarleiðtogar vara við „fósturdeyðingarparadís“

STOKHÓMUR, Svíþjóð, 4. mars 2007 (Zenit.org). – Kristnir trúarleiðtogar í Svíþjóð vara við því að Svíþjóð verði breytt í „fósturdeyðingarparadís,“ eftir að ríkisstjórninn lagði til að konum af erlendum uppruna yrðir heimilað að koma til Svíþjóðar til að fara í fósturdeyðingu á síðari stigum meðgöngu.

S. l. sunnudag skrifuðu Anders Arborelius, kaþólski byskupinn í Stokkhólmi og leiðtogi sænsku Hvítasunnukirkjunnar, Sten Gunnar Hedin, grein í eitt af víðlesnustu dagblöðum Svíþjóðar þar sem þeir fordæmdu þessa ráðagerð stjórnvalda.

Göran Hägglund úr Kristilega demókrataflokknum hefur stutt þessa áætlun sænskar heilbrigðisyfirvalda til að heimila erlendum konum að fara í fósturdeyðingar í Svíþjóð þegar lögin í þeirra eigin heimalandi eru strangari.

„Við sjáum okkur knúða til að hvetja kristna kjósendur til að kjósa ekki samsteypustjórnina í kosningunum 2010,“ skrifuðu þessir trúarleiðtogar. „Sem kristnum einstaklingum ber okkur skylda til að standa vörð um mannhelgina.“

Þeir héldu áfram: „Sem kristnir einstaklingar höfum við þungar áhyggjur af því að sænska ríkisstjórnin er að undirbúa lög sem heimila erlendum konum að koma hingað í fósturdeyðingu á síðari stigum meðgöngu.

Sem kristnir einstaklingar hvetjum við heilbrigðis- og félagsmálaráðherrann til að gera Svíþjóð ekki að fósturdeyðingarparadís . . . Við biðjum stjórn jafn auðugs ríkis og Svíþjóðar til að gera meira fyrir þær konur sem þarfnast hjálpar til að ala börn, bæði í okkar eigin landi og erlendis.“

ZE07030420/JRJ

01.03.07

  09:47:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 467 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Útgefandi og stofnandi tímarits fyrir lesbískar blökkukonur snýr baki við samkynheigð til að „gefa Guði hjarta sitt og sál – eftir Meg Jalsevac

Breytir markmiði tímarits síns til að hjálpa öðrum til að segja skilið við kynvillu

TRENTON, NJ., 28. febrúar 2007 (LifeSiteNews.com) – Charlene Cothran, atkvæðamikil lesbía úr baráttusveit blökkukvenna fyrir jafnrétti homma og lesbía og útgefandi vinsæls tímarits sem höfðar til virkra samkynhneigðra blökkumanna hugðist ekki breyta neinu áhrærandi líf sitt. Allt líf hennar og jarðneskur ávinningur átti sér djúpar rætur í samfélagi samkynhneigðra. En sökum áhrifa frá predikara einum sem ráðlagði Cothran að gefa Kristi hæfileika sína, þá hefur Cothran snúið baki við lífi sínu sem lesbía og helgað líf sitt því að hjálpa öðrum til að gera hið sama.

Read more »

28.02.07

  09:08:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1587 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Klámvæðing stúlkubarna – eftir föður John Flynn

RÓM 27. febrúar 2007 (Zenit.org).– Óheilbrigð klámvæðing setur ungar sem eldri stúlkur í sífellt meiri hættu eru niðurstöður skýrslu sem gefin var út þann 19. febrúar s. l. á vegum American Psychological Association (APA). Skýrslan sem heitir „Report of the APA Task Force on the Sexualization of Girls," eru niðurstöður rannsókna á efni og áhrifum ýmsra fjölmiðla: Sjónvarps, tónlistarmyndbanda, sönglagatexta, tímarita, kvikmynda, tölvuleikja og Internetsins.

Rannsóknarhópurinn kannaði einnig áhrif auglýsingaherferða sem beinast að stúlkum.

„Við höfum nægileg gögn í höndum til að segja að kynvæðingin hefur neikvæð áhrif á ýmsum sviðum, bæði hvað áhrærir huglæga afstöðu, líkamlegt og sálrænt heilsufar og heilbrigða þróun kynlífsins,“ segir dr. Eileen Zurbriggen, stjórnandi rannsóknarhópsins og prófessor við sálfræðideild „The University of California,“ Santa Cruz, á blaðamannafundi í kjölfar útkomu skýrslunnar.

Read more »

26.02.07

  16:51:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 232 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Finnið elsku Guðs í Kristi krossfestum, segir páfi

Hvetur hina trúðu til að horfa til síðusársins á föstutímanum

VATÍKANIÐ, 25. febrúar 2007 (Zenit.org).– Benedikt XVI hvetur alla kristna menn til að sannreyna elsku Guðs með því að íhuga Krist krossfestan.

Þannig komst páfi að orði í dag, fyrsta sunnudaginn í föstu, áður en hann bað Englabænina ásamt mannfjöldanum sem safnast hafið saman á Péturstorginu. Hann greindi fólkinu frá einkunnarorðum þessarar föstu: „Þeir munu horfa til þess sem þeir gegnumstungu.“

Read more »

21.02.07

  10:19:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 363 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sósíalistar við sama heygarðshornið að vanda: Forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi heitir því að lögleiða líknarmorð

París, 20. febrúar 2007 (LifeSiteNews.com) – Frambjóðandi sósíalistaflokksins sem vill leysa Jacques Chirac af hólmi sem forseti Frakklands í komandi kosningum í apríl hefur heitið því að lögleiða líknarmorð. Í sjónvarpsviðtali í gærkveldi sagði Ségolène Royal: „Það er tímabært að berjast fyrir þessu á opinberum vettvangi. Ég myndi lögleiða þetta til að gera fólki kleift að horfast í augu við miklar þjáningar af reisn!“

Read more »

19.02.07

  09:39:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 498 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Benedikt páfi XVI áminnir okkur um „kristnu byltinguna“

VATÍKANIÐ, 18. febrúar 2007 (Zenit.org).– Hin „kristna bylting“ elskunnar er þess umkomin að uppræta illskuna með því að auðsýna góðvild í heiminum, segir Benedikt XVI.

Páfinn gaf út þessa yfirlýsingu í dag þegar hann ávarpaði mannfjöldann á Péturstorginu sem hirti ekki um óhagstætt veðrið til að hlíða á Englabænina. Í ávarpi sínu íhugaði hinn heilagi Faðir boðskap Jesús: „Elskið óvini yðar“ sem lesinn var í sunnudagsguðsþjónustunni.

„Hugmynd Krists er raunhæf vegna þess að hún tekur mið af því að of mikið ofbeldi er ríkjandi í heiminum, of mikið óréttlæti og ekki er unnt að breyta þessu ástandi nema með því að auðsýna meira elsku og góðvild,“ sagði páfi. „Þetta „meira“ kemur frá Guði.“

Read more »

17.02.07

  09:34:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 306 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Byskup hvetur kaþólska stjórnmálamenn til að verja lífið

FARGO, Norðurdakota, 16. febrúr 2007 (Zenit.org) – Til að vera trúfastir kaþólikkar verða stjórnmálamenn að starfa með mannhelgina að leiðarljósi segir byskupinn í Fargo.

Samuel Aquila byskup áminnir kaþólska stjórnmálamenn á ábyrgð þeirra og að trú þeirra móti afstöðu þeirra:

„Sérhvert ofbeldisverk sem unnið er gegn saklausum mennskum einstakling allt frá fyrsta andartaki getnaðar sem leiðir til náttúrlegs dauða gengur þvert á vilja Guðs og hafnar eðlislægri helgi einstaklingsins. Sérhver kaþólskur stjórnmálamaður verðu að starfa með þennan sannleika kaþólskrar trúar að leiðarljósi.“

Read more »

15.02.07

  08:10:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 987 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sendifulltrúi Evrópubandalagsins í Níkaragúa staðinn að ósannindum í dagblaðinu El Diario

Samkvæmt frétt á LifeSiteNews. com í gær var Marc Litvine, sendifulltrúi Evrópubandalagsins í Managúa í Nikaragúa látinn sitja fyrir svörum á Evrópuþinginu af hálfu fulltrúa lífsverndarsinnna. Hann var staðinn að því að beita stjórnvöld þrýstingi til að afnema lög til verndar ófæddum börnum hvað áhrærir fósturdeyðingar.

Tilefnið var viðtal við hann í dagblaðinu El Diario sem Catholic News Agency vitnaði í þar sem hann komst meðal annars svo að orði að Evrópubandalagið hefði „áhyggjur“ af því að fósturdeyðingar væru taldar til glæpa í landinu og að Evrópubandalagið liti lögin sem „skref aftur á bak.“

Þegar Litvine var inntur eftir þessari yfirlýsingu af hálfu annarra fulltrúa á Evrópuþinginu sem eru lífsverndarsinnar þverneitaði hann að dagblaðið hefði rétt eftir sér. Í tölvupósti til írsks MEP (meðlims á Evrópuþinginu), Gabriel Mitchell, komst hann svo að orði: „Ég sagði aldrei það sem eftir mér er haft í blaðinu (sic) og Evrópubandalagið hefur ekki mótað neina allsherjarstefnu til fósturdeyðinga.“

Read more »

13.02.07

  10:26:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 140 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Fjöldi kaþólskra fer vaxandi í heiminum – nýjar tölur úr Árbók hins heilaga Sætis

VATÍKANIÐ, 12. febrúar 2007 (Zenit.org). – Fjöldi kaþólskra og presta í heiminum hefur aukist lítillega á síðustu 12 mánuðum samkvæmt Árbók Páfastóls fyrir árið 2007.

Samkvæmt Árbókinni er fjöldi kaþólskra nú einn milljarður og 115 milljónir í heiminum.

Fulltrúi Vatíkansins benti á að fjölgunin væri til samræmis við aukingu á heildaríbúafjölda jarðarinnar og þannig stöðug eða 17, 20%

Engu að síður er meiri vöxtur í sumum heimshlutum en öðrum. Í Afríku nam fjölgunin 3, 1%. Vaxtar hefur einnig gætt í Asíu og Ameríkunum og örlítils vaxtar gætt meðal kaþólskra í Evrópu (Vafalaust er hann einna mest á Íslandi s. l. 15 ár eða úr 3.000 í tæp 8.000). Í Árbókinni kemur fram að fjöldi sóknarpresta hafi vaxið úr 405. 891 í 406. 411.

  02:42:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 64 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Portúgal

Niðurstöðurnar urðu þær að einungis 26% kosningabærra manna guldu ríkisstjórnarfrumvarpinu atkvæði sitt í kosningunum – meiri stuðnings meðal þjóðarinnar nýtur frumvarpið ekki"

Roger Kiska, lögfræðilegur ráðunautur við Evrópumiðstöðina í lögum og réttlæti í Strassborg sagði að með þessu gengi Jose Socrates þvert gegn vilja meirihluta þjóðarinnar.

SJÁ

12.02.07

  15:21:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1292 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir, Hirðisbréf páfa

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 121-127)

121. Nú þegar vér fylgjum í fótspor forvera vors ávörpum vér fullir gleði enn einu sinni alla ástfólgna bræður vora í Kristi með þeim hvatningarorðum sem Leó XIII af eilífri minningu greip til í lok síðustu aldar í ávarpi sínu til allra hinna trúuðu og allra þeirra sem bera hjálpræði sitt og borgaralegs samfélags síns fyrir brjósti: „Sjá, í dag hefur annað sannverðugt tákn um náð Guðs verið sett oss fyrir sjónir, það er að segja hið Alhelga Hjarta Jesú Krists . . . sem ljómar í ósegjanlegri dýrð úr logunum. Vér verðum að setja alla von vora á það og í því ber að leita alls hjálpræðis og vonar.“ [121]

Read more »

24.12.06

  14:26:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 29 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Páfamessan

Ég vil minna fólk á að bein útsending páfamessunnar hefst klukkan 22. 55 í kvöld og má sjá hana á rásum danska, norska og sænska sjónvarpsins (Rás 1).

14.11.06

  08:57:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Evrópubandalagið verður arftaki Sovétríkjanna

Þann 7. nóvember s. l. greinir LifeSiteNews.com frá ummælum Vladimir Bukovskij, fyrrum sovésks stjórnarerindreka sem birtust í Brussel Journal. Hann komst svo að orði að Evrópubandalagið væri „skrímsli“ sem yrði að tortíma áður en það þróaðist í að verða að öðrum Sovétríkjum. Hann sagði meðal annars: „Sovétríkin voru ríkjasamband sem lét stjórnast af hugmyndafræði. Í dag er hugmyndafræði Evrópubandalagsins stöðnuð sósíaldemókratísk hugmyndafræði og grundvallast að mestu á pólitískum rétttrúnaði. Ég sé með áþreifanlegum hætti hvernig þessi pólitíski rétttrúnaður ryður sér meira og meira rúms sem hugmyndafræðileg kúgun . . . Sjáið til að mynda þessar ofsóknir á hendur sænskum predikara sem varð að sæta nokkurra mánaða ofsóknum vegna þess að Biblían samþykkti ekki samkynhneigð.“

Read more »

11.10.06

  15:47:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 447 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Tvær villur fara ávallt saman

Kevin Knight skrifar á New Advent þann 10. október:

Nokkrum mánuðum eftir að deilan um skopmyndirnar stóð sem hæst, er nú aftur tekið að hitna í kolunum í Danmörku. Hópur pörupilta í Danska þjóðarflokknum gerðu vídeóupptöku til að niðra múslima og Múhammeð. Vídeómyndin barst til sjónvarpsstöðvanna og í fréttirnar og fyllti múslima um allan heim ofsalegri bræði og allt bendir til þess að ástandið eigi eftir að versna á komandi dögum.

Hvoru megin eigum við að skipa okkur. C. S. Lewis býður okkur upp á svarið sem viðvörun:

Djöfullinn sendir tælinguna ávallt í heiminn í tvenns konar mynd – sem andhverfur. Og hann hvetur okkur ávallt til þess að verja miklum tíma til að hugsa um það hver þeirra sé verri. Að sjálfsögðu sjáið þið þetta? Hann treystir því að vanþóknun á annarri þeirra laði okkur smám saman að hinni.

Read more »

07.08.06

  08:49:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 29 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Undirskriftasöfnun um frið!

Á netinu fer nú fram undirskriftasöfnun um beiðni um frið í Líbanon sem send verður Öryggisráðinu í vikulok. Netfangið er:

http://www.ceasefirecampaign.org/mo/en.html

19.07.06

  21:05:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 458 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Að skrökva með hálfsannleika!

Sú saga er sögð af kerlingu einni í frönsku þorpið sem orðlögð var fyrir slúður og illmælgi í garð þorpsbúa, að hún hafi komið til sóknarprestsins til að skrifta. Hann innti hana eftir því hvort hún ætti ekki gæsadúnssæng. Þegar hún svaraði því játandi, bað hann hana um að koma með sængina. Síðan fór hann með kellu og sængina upp í kirkjuturninn og risti gat á sængina, þannig að fiðrið sáldraðist út í veður og vind. Síðan sagði hann við kerlinguna: „Þú skalt fara og biðja þorpsbúa hvern og einn afsökunar á því slúðri sem þú hefur dreift út um þá og borist hefur út, rétt eins og gæsadúnninn hérna áðan. Síðan skaltu koma og skrifta.“

Read more »

01.07.06

  08:47:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4248 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 25. júní til 30. júní 2006

Páfi: Þjóðfélagið stendur frammi fyrir „alræði óreiðunnar“ – Kaþólskan blómstrar sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum – Og hvað um Ísland? – Tíðni fóstureyðinga í Víetnam veldur áhyggjum meðal lífsverndarsinna – Einhver auðugasti maður heims, William Buffet, gefur Bill Gatesstofnunni 31 milljarð Bandaríkjadala – Fjöldi indverskra kaþólikka fer vaxandi þrátt fyrir lög sem banna trúskipti – Heimildarmynd um líknarmorð vinnur kvikmyndaverðlaun Evrópskra útvarpsstöðva – Kardínáli óttast að kirkjan verði dregin fyrir alþjóðlegan dómstól fyrir að verja lífið og fjölskylduna – Amnesty International: „Réttur“ til fóstureyðinga og nú „réttur“ til að iðka kynlíf með aðila af sama kyni? – Indland: Lögreglan handtekur nokkrar Kærleikssystur móður Teresu fyrir að stunda trúboð – Breskir læknar hafna líknarmorðum – Forystumaður meðal slóvaskra biskupa: Baráttan gegn vestrænni frjálshyggju er „forgangsmál kirkjunnar“ – Lögleiðingu líknarmorða í Kaliforníu hafnað – Kaþólsku kirkjunni skilað kirkju sem Sovétstjórnin lagði hald sitt á – Ef ný kanadísk rannsókn eru marktæk er samkynhneigð óeðlileg – Sá létti í vikulokin.

Páfi: Þjóðfélagið stendur frammi fyrir „alræði óreiðunnar.“
Þann 23. júní s. l. tók Benedikt páfi á móti biskupum frá Lettlandi, Eistlandi og Litháen og hvatti þá til að standa vörð um lífið og fjölskylduna og sagði, að án raunverulegra gilda horfðist samfélagið í augu við „alræði óreiðunnar.“ Samhliða fjölskyldustefnunni mætti sjá aðrar áherslur líkt og sambönd fólks af sama kyni, áþján fóstureyðinganna og það neyðarástand sem fólksfækkunarstefnan hefur leitt af sér. Annað áhyggjuefni væri skortur á því að miðla börnum fræðslu um varanleg lífsgildi, samfélagslega afstöðu sem hyggi á tengslin á milli kynslóða og vaxandi tilfinningu ungs fólks gagnvart innri tómleika.

Read more »

24.06.06

  09:03:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3781 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 18. júní til 24. júní 2006

Sérfræðingar segja að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni – Frakkland: 51% andvígir „hjónabandi“ samkynhneigðra, 60% andvígir ættleiðslu samkynhneigðra – Filippseyingar hafna kynfræðslu í skólum sökun andstöðu kaþólskra – Skosk yfirvöld fastákveðin í að leggja áherslu á að uppfræða skólabörn um samkynhneigð – Kristinn höfundur varar við innhverfri íhugun eða TM – Samkynhneigð ber vott um sálrænt jafnvægisleysi segir í skýrslu frá Pentagon – Kardínáli hvetur til þess að bresku fóstureyðingarlögin verði endurskoðuð – Fyrstu þingsályktunartillagan um herta fóstureyðingalöggjöf lögð fram í Kanada – Vatíkanið fordæmir stefnu Amnesty International m.t.t. fóstureyðinga – Hagfræðingur: Stefna Kínverja að fæða aðeins eitt barn mun gera út um efnahagslega afkomu landsins í framtíðinni – Forseti Lettlands grípur til neitunarvalds gagnvart þinginu – Mikilvægi guðrækni hins Alhelga Hjarta – Sá létti í vikulokin.

Sérfræðingur segir að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni.
Sue Ellin Browder sem er dálkahöfundur um heilbrigðismál og skrifar fyrir Crisis Magazine fullyrðir að sprenginguna í útbreiðslu eyðni megi að hluta til rekja til oftrúar á notkun smokka: „Fram að þessu liggja engin haldbær rök fyrir sem leiða í ljós annað en að smokkar eigi þátt í hinni miklu útbreiðslu eyðni í Miðafríku.“ Hún leggur fram sannanir máli sínu til stuðnings sem sýna fram á að sprengingin í útbreiðslu eyðnifaraldursins í Afríku helst í hendur við dreifingu smokka. Hún vísar til tölfræðilegra upplýsinga frá Suðurafríku sem leiða í ljós að smokkamagnið jókst úr 6 milljónum árið 1994 í 198 milljónir 1998 á sama tíma sem tíðni eyðnismitana jókst um 57%.

Read more »

17.06.06

  08:42:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2731 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 11. júní til 17. júní 2006

Harðsvíraður guðleysingi gerist trúmaður, spænska ríkisstjórnin stendur fyrir áróðursherferð gegn heimsókn páfa; pólsk stjórnvöld fordæma kynfræðslu um samkynhneigð; áhrif fólksfækkunarstefnu Sameinuðu þjóðanna í Keralafylki í Indlandi; kaþólskri aðstoð til Norðurkóreu hafa opnast nýjar leiðir; Evrópuþingið samþykkir tilraunir á fósturvísum; kardínáli fagnar snörpum viðbrögðum við yfirlýsingunni um kynferði manna; Lettland hafnar kröfum Evrópubandalagsins um að setja orðið „kynhneigð“ inn í löggjöf sína; Evkaristían er „Brauðið af himnum“ segir páfi; sá létti í vikulokin.

Harðsvíraður guðleysingi gerist trúmaður
Sú hugmynd að raunvísindin „afsanni“ tilvist Guðs er afar útbreidd í heimi nútímans. En samkvæmt því sem Francis Collins – eins af þeim vísindamönnum sem auðnaðist að leysa gátuna um erfðamengi mannsins – þá er þessi hugmynd „afar villandi.“ Þessi heimsfrægi vísindamaður mun gefa út bók í september næstkomandi sem heitir „Tungumál Guðs“ (Language of God). Þar sýnir hann fram á að vísindin eru ekki í stakk búin til að afsanna tilvist Guðs vegna þess að þau fjalla um hinn náttúrlega heim. Ef eitthvað er er hið gagnstæða staðreynd, segir Collins, vísindin afsanni ekki tilvist Guðs heldur renni fremur stoðum undir hana.

Read more »

10.06.06

  09:45:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2986 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 4. júní til 10. júní 2006

Rannsóknir á frumfóstrum; undirskriftir til stuðnings hjónabandinu; framlag kirkjunnar í baráttunni við eyðni; rússar í Róm; tryggingarafsláttur í Sviss; senator Kennedy og trúarofstækið; fóstureyðingar eru glæpur; hostíum stolið; sendiráðsstarfsmaður biður um flutning; breytingartillaga felld; Planned Parethood mokar inn peningum; nágrannar kvarta sökum líknarmorðastöðvar; 500 læknar staðfesta lækningar Guðs; líknarmorðin í Bretlandi; sá létti í vikulokin.

Rannsókn á dánartíðni frumfóstra þegar stuðst er við
tíðahringsaðferðina röng bæði út frá vísindalegu og siðrænu sjónarmiði.

Rannsókn sem birt var í s. l. viku í aukaútgáfu British Medical Journal
(Journal of Medical Ethics) virðist miðast fremur við að gera árás á kaþólsku kirkjuna en að fylgja strangvísindalegum kröfum.

Read more »

26.05.06

  22:15:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 565 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Trúarvakning í Frakklandi og Québec

26. maí 2006 (LifeSiteNews.com) - Frakkland sem eitt sinn var nefnt elsta dóttir kirkjunnar, er tekið að rumska af svefni doða efnishyggjunnar og sama gildir um dóttir þess: Québec. Frakkland og Québec hafa verið leiðandi í Evrópu og Norður Ameríku í dauðamenningunni, en nú eru áþreifanleg ummerki sýnilegrar vakningar að ræða. Það sem er meira um vert hefur Frakkland jafnvel uppgötvað vopnið gegn því sem Benedikt páfi nefnir „alræðisvald afstæðishyggjunnar.“

Nicolas Sarkozy, einhver mest áberandi stjórnmálamaðurinn í Frakklandi og líklegur frambjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2007 hefur opinberlega brotið helgustu trúarsetningu veraldarhyggjunnar með því að hvetja lýðveldið til að styðja trúarbrögð með virkum og auðsæjum hætti. Í bók sem ber nafnið La République, les religions, l´espérance [Lýðveldið, trúin, vonin) hvetur hann til þess að goðsögn veraldarhyggjunnar í Frakklandi verði tekin til endurskoðunar og biður frekar um veraldleg stjórnvöld sem styðji trúarlífið í Frakklandi með fjárframlögum til að reisa kirkjur. Sarkozy segir að það sé tímabært að endurskoða núverandi lög frá 1905 sem aðskildu ríki og kirkju til að blása nýju lífi í æsku sem eigi sér engar hugsjónir.

Read more »

  20:30:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4156 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 21. til 28. maí 2006

Kaþólska kirkjan í Afríku hefur þrefaldast að stærð á tæpum 30 árum.
Margt fróðlegt ber fyrir augu þegar skyggnst er í Kaþólsku árbókina sem nú er nýkomin út á vegum Libreria Editrice Vaticana og unnin er af hagdeild Páfastóls. Þar kemur í ljós að Afríka er það trúboðssvæðanna þar sem vöxturinn hefur verið mestur frá árinu 1978 til 2004. Samkvæmt tilkynningu upplýsingadeildar Páfastóls hefur gætt „hraðs vaxtar“ kaþólskra um allan heim í embættistíð Jóhannesar Páls páfa II eða frá 757 milljónum í 1.09 milljarði.

„En tölurnar eru ekki eins spennandi þegar þær eru lesnar í ljósi mannfjöldaþróunarinnar almennt í heiminum á sama tímabili sem jókst úr 4. 2 milljörðum í 6.4 milljarða. Hnattrænt séð hefur meðlimum kirkjunnar fækkað örlítið eða úr 17.99% í 17.19%. En ástandið í hinum ýmsu heimsálfum er afar breytilegt,“ sagði upplýsingafulltrúi Vatíkansins.

Read more »

19.05.06

  20:09:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4055 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 14. til 20. maí 2006

Benedikt páfi XVI leggur áherslu á boðskap hins Flekklausa Hjarta Maríu.
Þegar Benedikt páfi ávarpaði þá sem voru viðstaddir þegar stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom til Rómar í minningu þess að 25 ár voru liðin frá tilræðinu við Jóhannes Pál páfa II lagði hann áherslu á boðskap hennar: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra“ komst hann að orði í Regina Caeli ávarpinu á sunnudaginn, jafnframt því að minnast orð „hvítklæddu konunnar“ sem birtist fjárhirðunum þremur í Fatíma 1917. Páfi lagði áherslu á að boðskapur hinnar blessuðu Meyjar til þeirra Francisco, Jacintu og Luciu „væri í samhljóðan við Lourdes og ákall til bæna og iðrunar.“ Í ávarpi sínu til fólksins á Péturstorginu sagði páfi: „Þrátt fyrir að enginn hörgull hafi verið á áhyggjuefnum og þjáningum þá er boðskapur „hvítklæddu konunnar“ til barnanna afar huggunarríkur: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra.“ Stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom frá Portúgal á föstudaginn í s.l. viku og verður komið fyrir hjá íhugunarsamfélagi Benediktusarsystranna í klaustri Mater Ecclesiae. Í lok heilagrar messu las Runi kardínáli ávarp frá páfa þar sem sú von var sett fram „að boðskapurinn frá Fatíma mætti njóta vaxandi viðurkenningar og allt hið mennska samfélag á jörðu fengi að bera skyn á hann.“ (Sjá heimasíðu Fatíma).

Read more »

13.05.06

  12:25:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3761 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 7 til 13. maí 2006

Jákvæð þróun fyrir lífsverndarsinna í BNA.
Þau gleðilegu tíðindi berast nú frá Bandaríkjunum að hver skoðanakönnunin eftir aðra staðfestir að afstaða almennings til fóstureyðinga hefur breyst í grundvallaratriðum lífsverndarsinnum í vil. Skoðanakönnun gerð á vegum Harris þann 4 maí s. l. leiðir í ljós að í fyrsta skiptið í 30 ár er stuðningur við fóstureyðingar fallinn niður fyrir 50% meðal Bandaríkjamanna. Hún leiðir í ljós að 44% Bandaríkjamanna myndu styðja löggjöf sem einskorða myndi fóstureyðingar við það þegar lífi móður er stefnt í hættu. Skoðanakönnun sem gerð var í aprílmánuði á vegum Polling Company leiðir í ljós að 54% vilja setja fóstureyðingum mun þrengri skorður en nú tíðkast og 69% eru hlynntir því að upplýsingaskylda verði stóraukin, jafnframt því sem foreldrum verði tilkynnt um fóstureyðingar stúlkna undir 17 ára aldri. Ég vísa til annarrar fréttar sem birtist á kirkju.net þann 20. apríl s.l.

Read more »

07.05.06

  13:11:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3062 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 1. til 6. maí 2006

Zenith greinir frá því að í ávarpi sínu til Vísindaakademíunnar um þjóðfélagsvísindi þann 27. apríl s. l. hafi Benedikt páfi XVI. sagt að „að nú verðum við vitni að því um allan heim, en einkum þó í þróuðum ríkjum, hvernig tveir áþreifanlegir og samofnir þættir haldast í hendur. Annars vegar er hér um hækkaðar lífslíkur að ræða og hinsvegar þverrandi fæðingartíðni.“ Hann bætti við: „Eftir því sem þjóðfélögin eldast, skortir fjölmargar þjóðir eða samfélög þjóða nægilegan fjölda ungs fólks til að endurnýja íbúafjöldann.“
Jafnframt því að viðurkenna að orsök vandans væri „flókin,“ lagði hann áherslu á að „rót meinsins væri siðferðileg og andleg. Hún er samofin alvarlegum skorti á trú, von og í raun elsku.“ Hann hélt síðan áfram: „Þegar börn fæðast krefst slíkt eros sem fullkomnast í skapandi agape sem grundvallaðist á fórnarlund og trú og von á framtíðinni.“ Að lokum sagði páfi: „Ef til vill er það skorturinn á slíkri skapandi og vonarríkri elsku sem verður þess valdandi að sambúðarfólk kýs ekki að kvænast í dag vegna þess að svo mörg hjónabönd bíða skipbrot og hvers vegna dregið hefur svo mjög úr fæðingartíðninni. Sjá

Read more »

20.04.06

  15:57:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 295 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Nýjar skoðanakannanir: Meirihluti Bandaríkjamanna vill gera fóstureyðingar ólöglegar

19. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) – Meirihluti Bandaríkjamanna vill gera fóstureyðingar ólöglegar samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrr í mánuðinum.

Þegar þeir voru spurðir að því hvort fóstureyðingar ættu ávallt að vera löglegar í flestum tilvikum, eða ólöglegar án undantekninga fyrir utan nauðganir, sifjaspell eða til að bjarga lífi móður, svöruðu 41% þessu svo, að fóstureyðingar ættu að vera ólöglegar með nokkrum undantekningum.

Einungis 27% svarenda sögðu að fóstureyðingar ættu „alltaf að vera löglegar,“ 19% svöruðu að fóstureyðingar ættu að vera löglegar í flestum tilvikum, en einungis 2% að þær ættu að vera ólöglegar undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar líf móðurinnar væri í hættu. 3% voru óákveðnir.

Bloomberg gerði könnunina fyrir Los Angeles Times, en hún fólst í símhringingum til 1357 fullorðinna Bandaríkjamanna frá 8. til 11. apríl 2006. Skekkjumörkin voru 3%

Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðra nýlega könnun sem gaf til kynna að mikill meirihluti Bandaríkjamanna eru andvígir frjálsum fóstureyðingum.

Þessa umfangsmiklu skoðanakönnun gerði John Zogby og leiddi hún í ljós að 59% Bandaríkjamanna telja að fóstureyðing bindi enda á mannslíf. Einungis 29% voru þessu ekki samþykkir. Hjá svarendunum kom í ljós að lífsverndarsjónarmiðið varð ofan á í 16 af 20 spurningum.

Í Zogbykönnuninni voru spurningarnar 30 og svarendurnir 117 í 48 ríkjum og fór hún fram þann 10. til 14 mars 2006. Skekkjumörkin voru 0.6%

Sjá aðra umfjöllun hjá LifeSiteNews:

Umfangsmikil skoðanakönnun sýnir að meirihluti Bandaríkjamanna er hlynntur takmörkunum á fóstureyðingum:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/mar/06032205.html

1 2