Flokkur: "Ritningarlestur dagsins"

Blaðsíður: 1 3 4 5 ...6 7

27.12.06

  10:07:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 42 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Guðspjall dagsins í rafpósti

Sú nýjung hefur verið tekin upp að senda þeim sem þess óska guðspjall dagsins ásamt daglegri hugleiðingu í rafpósti.

Þeir sem þess óska geta skráð sig á póstlista með því að senda mér e-mail sitt:

jonrafn@simnet.is

04.12.06

  08:50:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 577 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 8. 5-11

Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: „Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“ Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“ Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það.“ Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jóhannes frá Damascus (676?-749). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ §22: „Margir munu koma frá austri og vestri“

Read more »

03.12.06

  08:54:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 593 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 25-28, 34-36

„Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd. Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“

Í dag fagnar kirkjan: Fyrsta sunnudegi í aðventu. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. Hugvekja um 39. Davíðssálminn: Hinar tvær komur Krists

Read more »

02.12.06

  07:49:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 324 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 34-36

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður 35eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Rafal Chyilinski (1694-1741), pólskan fransiskana. Hugleiðing dagsins: Heil. Hippolýtus frá Róm (?-um 235). Hin postullega arfleifð, 41: „Vakið því allar stundir og biðjið“

Read more »

01.12.06

  08:58:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 424 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 29-33

Hann sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Jóhannes frá Vercelli (um 1205-1283). Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli, reglustofnandi og guðfræðingur. PPS IV, 13: Dæmisagan af fíkjutrénu

Read more »

30.11.06

  08:04:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 4. 18-22

Hann gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn. Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum. Hann gekk áfram þaðan og sá tvo aðra bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans. Þeir voru í bátnum með Sebedeusi, föður sínum, að búa net sín. Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn og fylgdu honum.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés postula, bróðir hl. Péturs. Hugleiðing dagsins: Heil Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjall heil. Jóhannesar 19, 1: Kallaðir fyrstir, fyrstu vottarnir

Read more »

29.11.06

  08:59:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 606 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 12-19

En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns. Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar. En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Jafnvel foreldrar og bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir. Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns, 18en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar. Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.

Í dag heiðrar kirkjan: Jóhannes frá Monte Corvino (1247-1328), trúboða í Mongolíu og Kína. Hugleiðing dagsins:Heil. Kýpríanos (um 200-258), byskup í Karþagó og píslarvott. Ávinningur þolgæðisins, 13, 15: „Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.“

Read more »

28.11.06

  09:02:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 753 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 5-11

Einhverjir höfðu orð á, að helgidómurinn væri prýddur fögrum steinum og heitgjöfum. Þá sagði Jesús: „Þér horfið á þetta, en þeir dagar munu koma, að hér stendur ekki eftir steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.“ En þeir spurðu hann: „Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?“ Hann svaraði: „Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki. En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis.“ Síðan sagði hann við þá: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jakob frá Marche í Acona, Ítalíu (1394-1476). Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI. Úr hugvekju fluttri á 20. Heimsdegi æskunnar: „En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki.“

Read more »

27.11.06

  08:22:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 360 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 1-4

Þá leit hann upp og sá auðmenn leggja gjafir sínar í fjárhirsluna. Hann sá og ekkju eina fátæka leggja þar tvo smápeninga. Þá sagði hann: "Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum, alla björg sína."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francesco Antonio Fasani (1681-1742). Hugleiðing dagsins: Blessaður Charles de Foucauld (1858-1916), einsetumaður og trúboði í Saharaeyðimörkinni og árnaðarmaður Litlu bræðranna og systranna af hinu Alhelga Hjarta. Hugleiðingar um hin heilögu guðspjöll: „En hún gaf af skorti sínum“

Read more »

26.11.06

  09:38:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 614 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 33-37

Pílatus gekk þá aftur inn í höllina, kallaði Jesú fyrir sig og sagði við hann: „Ert þú konungur Gyðinga?“ Jesús svaraði: „Mælir þú þetta af sjálfum þér, eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“ Pílatus svaraði: „Er ég þá Gyðingur? Þjóð þín og æðstu prestarnir hafa selt þig mér í hendur. Hvað hefur þú gjört?“ Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi, hefðu þjónar mínir barist, svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“ Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“ Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd.“

Í dag fagnar kirkjan: Hátíð Konungsins Krists [1]. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), byskup í Hippo (Norðurafríku), píslarvottur og kirkjufræðari. Hugleiðing 115 um Jóhannesarguðspjallið: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“

Read more »

25.11.06

  09:55:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 644 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 20. 27-40

Þá komu nokkrir saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir oss í ritningunum, að deyi maður kvæntur, en barnlaus, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja. Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti tók sér konu og dó barnlaus. Gekk þá annar bróðirinn og síðan hinn þriðji að eiga hana og eins allir sjö, og létu þeir engin börn eftir sig, er þeir dóu. Síðast dó og konan. Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni? Allir sjö höfðu þeir átt hana.“ Jesús svaraði þeim: „Börn þessarar aldar kvænast og giftast, en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast. Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar. En að dauðir rísi upp, það hefur jafnvel Móse sýnt í sögunni um þyrnirunninn, er hann kallar ,Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.“ Þá sögðu nokkrir fræðimannanna: „Vel mælt, meistari.“ En þeir þorðu ekki framar að spyrja hann neins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Kólumkilla frá Írlandi (543?-615). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ § 18: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda“

Read more »

24.11.06

  09:21:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 316 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 24. nóvember er úr Lúkas 19. 45-48

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja 46og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli.“ Daglega var hann að kenna í helgidóminum, en æðstu prestarnir og fræðimennirnir svo og fyrirmenn þjóðarinnar leituðust við að ráða hann af dögum, en fundu eigi, hvað gjöra skyldi, því að allur lýðurinn vildi ákaft hlýða á hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés Dung-Lac (1745-1862) og félaga, víetnamska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Rómversku helgisiðirnir. Inngangsorðin að helgisiðum kirkjuvígslunnar: „Hús mitt á að vera bænahús“

Read more »

23.11.06

  08:36:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 484 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 41-44

Jesús svaraði: „Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður? Fær þú hingað son þinn.“ Þegar hann var að koma, slengdi illi andinn honum flötum og teygði hann ákaflega. En Jesús hastaði á óhreina andann, læknaði sveininn og gaf hann aftur föður hans. Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Í dag heiðrar kirkjan: Hl. Klemens I páfa (um 80). Hugleiðing dagsins: Orígenes (um 185–253), prestur og guðfræðingur. Hugvekja 38 um Lúkas: „Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni“

Read more »

22.11.06

  09:18:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 870 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 19. 11-28

Meðan þeir hlýddu á, bætti hann við dæmisögu, því að hann var í nánd við Jerúsalem, og þeir ætluðu, að Guðs ríki mundi þegar birtast. Hann sagði: „Maður nokkur tiginborinn fór í fjarlægt land til þess að taka við konungdómi og koma síðan aftur. Hann kallaði tíu þjóna sína, seldi þeim í hendur tíu pund og sagði við þá: ,Verslið með þetta, þangað til ég kem.' En landar hans hötuðu hann og gerðu sendimann á eftir honum til að segja: ,Vér viljum ekki, að þessi maður verði konungur yfir oss.' Nú kom hann aftur og hafði tekið konungdóm. Þá lét hann kalla fyrir sig þjóna þá er hann hafði selt féð í hendur, til þess að vita, hvað hver hefði grætt. Hinn fyrsti kom og sagði: ,Herra, pund þitt hefur ávaxtast um tíu pund.' Konungur sagði við hann: ,Gott, þú góði þjónn, þú varst trúr í mjög litlu og því skaltu ráða fyrir tíu borgum.' Annar kom og sagði: ,Pund þitt, herra, hefur gefið af sér fimm pund.' Hann sagði eins við hann: ,Þú skalt og vera yfir fimm borgum.' Enn kom einn og sagði: ,Herra, hér er pund þitt. Ég hef haft það geymt í dúki, því að ég var hræddur við þig, en þú ert maður strangur og tekur það út, sem þú lagðir ekki inn, og uppsker það, sem þú sáðir ekki.' Hann segir við hann: ,Illi þjónn, eftir orðum þínum dæmi ég þig. Þú vissir, að ég er maður strangur, sem tek það út, sem ég lagði ekki inn, og uppsker það, sem ég sáði ekki. Hvers vegna léstu þá ekki fé mitt í banka? Þá hefði ég fengið það með vöxtum, er ég kom heim.' Og hann sagði við þá er hjá voru: ,Takið af honum pundið, og fáið þeim, sem hefur tíu pundin.' En þeir sögðu við hann: ,Herra, hann hefur tíu pund.' Ég segi yður: Hverjum sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér.“ Þá er Jesús hafði þetta mælt, hélt hann á undan áfram upp til Jerúsalem.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Cecilíu (þriðja öld). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hugvekja flutt fyrir verkamenn í Lúxemborg í maí 1985: „Verið frjósöm:” Mannanna verk og Guðsríkið“

Read more »

21.11.06

  08:27:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 553 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 19. 1-10

Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina. En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur. Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti. Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá. Og er Jesús kom þar að, leit hann upp og sagði við hann: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“ Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður. Þeir er sáu þetta, létu allir illa við og sögðu: „Hann fer til að gista hjá bersyndugum manni.“ En Sakkeus sté fram og sagði við Drottin: „Herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.“ Jesús sagði þá við hann: „Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu, enda er þessi maður líka Abrahams sonur. Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“

Í dag minnist kirkjan: Frumburðarhátíðar hinnar blessuðu Meyjar í musterinu. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Tauler (um 1300-1361), djúphyggjumaður og dóminíkanafaðir. Predikun 68: „Sakkeus, flýt þér ofan!“

Read more »

20.11.06

  10:24:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 501 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 35-43

Svo bar við, er hann nálgaðist Jeríkó, að blindur maður sat þar við veginn og betlaði. Hann heyrði, að mannfjöldi gekk hjá, og spurði, hvað um væri að vera. Var honum sagt, að Jesús frá Nasaret færi hjá. Þá hrópaði hann: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ En þeir sem á undan fóru, höstuðu á hann, að hann þegði. En hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús nam staðar og bauð að leiða hann til sín. Er hann kom nær, spurði Jesús hann: „Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?“ Hinn svaraði: „Herra, að ég fái aftur sjón.“ Jesús sagði við hann: „Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina. Og hann fylgdi honum og lofaði Guð. En allt fólkið, er sá þetta, vegsamaði Guð.

Í dag heiðrar kirkjan:Heil. Rose Philippine Duchesne (1769-1852). Hugleiðing dagsins: Heil. Símon nýguðfræðingur (um 949-1022), býsanskur guðfræðingur í Stúdítaklaustrinu í Miklagarði. Um Siðfræði 5: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér“

Read more »

19.11.06

  09:29:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 13. 24-32

En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð. Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né Sonurinn, enginn nema Faðirinn.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Agnesi frá Assisí (1197-1253), systur heil. Klöru. Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli og guðfræðingur. Parochial and Plain Sermons, Volume 4, n°22 (Edited by W.J. Copeland): „Þið verðið einnig að vera reiðubúnir“

Read more »

18.11.06

  09:37:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 525 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 1-8

Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.' Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu.'“ Og Drottinn mælti: „Heyrið, hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?“

Í dag minnist kirkjan: Vígslu basilíka heil. Péturs og Páls.  Hugleiðing dagsins: Meistari Eckhart (um 1260-1327), djúphyggjumaður og guðfræðingur í Dóminíkanareglunni. Andlegar viðræður: „Við verðum sífellt að biðja“

Read more »

17.11.06

  07:45:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 26-37

„Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum. Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu, fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri, skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. [Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.]" Þeir spurðu hann þá: „Hvar, herra?" En hann sagði við þá: „Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Elísabetu af Ungverjalandi (1207-1231). Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nyssa (335-395), einn Kappadokíufeðranna þriggja, biskup. Hugleiðing 11 um Ljóðaljóðin: Menn átu og drukku, keyptu og seldu.

Read more »

16.11.06

  08:57:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 350 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 22-25

Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.“ Og hann sagði við lærisveinana: „Þeir dagar munu koma, að þér þráið að sjá einn dag Mannssonarins og munuð eigi sjá. Menn munu segja við yður: Sjá hér, sjá þar. En farið ekki og hlaupið eftir því. Eins og elding, sem leiftrar og lýsir frá einu skauti himins til annars, svo mun Mannssonurinn verða á degi sínum. En fyrst á hann margt að líða og útskúfaður verða af þessari kynslóð.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Margrét af Skotlandi (1050?-1093).  Hugleiðing dagsins: Heil. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelsystir og kirkjufræðari. Ævisaga, handrit A, 84 r°: „Guðs ríki er innra með yður.“

Read more »

15.11.06

  08:42:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 507 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 11-19

Svo bar við á ferð hans til Jerúsalem, að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!" Er hann leit þá, sagði hann við þá: „Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp, og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Albert hinn mikla (1206-1280). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes af Krossi. Ljóð andans 34,1: Hversu fögur ertu, vina mín!

Read more »

14.11.06

  08:02:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 436 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 17. 7-10

„Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann, þegar hann kemur inn af akri: ,Kom þegar og set þig til borðs'? Segir hann ekki fremur við hann: ,Bú þú mér kvöldverð, gyrð þig og þjóna mér, meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið.' Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gjöra það, sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gjört allt, sem yður var boðið: ,Ónýtir þjónar erum vér, vér höfum gjört það eitt, sem vér vorum skyldir að gjöra.‘“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Gertrude (1256?-1302). Hugleiðing dagsins: Úr Spakmælum feðranna: Pelagíus og Jóhannes, 5: Af abba Sylvanusi.

Read more »

13.11.06

  09:35:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 1-6

Hann sagði við lærisveina sína: „Eigi verður umflúið, að til ginninga komi, en vei þeim er veldur. Betra væri honum að hafa mylnustein um hálsinn og vera varpað í hafið en að tæla einn af þessum smælingjum til falls. Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum. Og þótt hann misgjöri við þig sjö sinnum á dag og snúi sjö sinnum aftur til þín og segi: ,Ég iðrast,' þá skalt þú fyrirgefa honum.“ Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!" En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn, gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: ,Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum,' og það mundi hlýða yður.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francis Xavier Cabrini (1850-1917), fyrsta Bandaríkjamanninn sem tekinn var í tölu heilagra.   Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena: Úr samræðunum.

Read more »

11.11.06

  09:02:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 418 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 16. 9-15

Og ég segi yður: Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir. Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón." En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: "Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martein frá Tours (316?-397). Hugleiðing dagsins: Úr Hómilíubók. Um föstu: Og verður þá tekinn af þeim uppgangur himnaríkis hæðar

Read more »

10.11.06

  08:42:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 653 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr er úr Lk 16. 1-8

Enn sagði hann við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: ,Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.' Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: ,Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég, hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.' Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: ,Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum?' Hann svaraði: ,Hundrað kvartil viðsmjörs.' Hann mælti þá við hann: ,Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu.' Síðan sagði hann við annan: ,En hvað skuldar þú?' Hann svaraði: ,Hundrað tunnur hveitis.' Og hann sagði honum: ,Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.' Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Leó páfa hinn mikla (d. 461). Hugleiðing dagsins: Heil. Silúan starets frá Aþosfjalli (1866-1938). Um bænina: Öllum í þessum heimi er falið eitthvað ákveðið hlutverk á hendur

Read more »

09.11.06

  09:51:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 2. 13-22

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð." Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp." Gyðingar sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?" Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum." Þá sögðu Gyðingar: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!" En hann var að tala um musteri líkama síns.

Í dag minnist kirkjan: Vígslu Basilíku hl. Jóhannesar á Lateranhæðinni í Róm. Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (ca 315- ca 386). Trúfræðin III, 35: Og ekki stóð steinn yfir steini

Read more »

08.11.06

  08:47:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 503 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 25-33

Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá: „Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn. Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn. Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann og segja: ,Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið.' Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir? Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti. Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.“
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan John Duns Scotus (1266-1308). Hugleiðing dagsins: Jóhannes af Krossi. Hin myrka nótt sálarinnar 1. 7, 3-4: Um nýliðana í bænalífinu sem forðast krossinn

Read more »

07.11.06

  08:31:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 539 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 15-24

Þegar einn þeirra, er að borði sátu, heyrði þetta, sagði hann við Jesú: „Sæll er sá, sem neytir brauðs í Guðs ríki.“ Jesús sagði við hann: „Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Er stundin kom, að veislan skyldi vera, sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: ,Komið, nú er allt tilbúið.' En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: ,Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.' Annar sagði: ,Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.' Og enn annar sagði: ,Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.' Þjónninn kom og tjáði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn: ,Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar, og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta.' Og þjónninn sagði: ,Herra, það er gjört, sem þú bauðst, og enn er rúm.' Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: ,Far þú út um brautir og gerði og þrýstu þeim að koma inn, svo að hús mitt fyllist. Því ég segi yður, að enginn þeirra manna, er boðnir voru, mun smakka kvöldmáltíð mína.”

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Didacus (1400-1463). Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (316-386), biskup og kirkjufræðari. Trúfræðslan, Um skírnina 2, 2-3: Hlýðið nú á, ó börn réttlætisins

Read more »

06.11.06

  09:21:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 349 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 14. 12-14

Þá sagði hann við gestgjafa sinn: „Þegar þú heldur miðdegisverð eða kvöldverð, bjóð þá hvorki vinum þínum né bræðrum, ættingjum né ríkum nágrönnum. Þeir bjóða þér aftur, og þú færð endurgjald. Þegar þú gjörir veislu, þá bjóð þú fátækum og örkumla, höltum og blindum, og munt þú sæll verða, því þeir geta ekki endurgoldið þér, en þú færð það endurgoldið í upprisu réttlátra.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Nikulás Tavelic (d. 1391) og félaga, píslarvotta í Landinu helga. Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nazíanzen (330-390), einn Kappodíkufeðranna þriggja og kirkjufræðari. Um elsku til hinna snauðu, 4-6: „Með þessum verkum kenndir þú lýð þínum að hinir réttlátu verða að vera gæskuríkir“ (SS 12. 19).

Read more »

05.11.06

  08:50:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 584 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 5. nóvember er úr Markús 12. 28-34

Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?“ Jesús svaraði: „Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.' Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Ekkert boðorð annað er þessum meira.“ Fræðimaðurinn sagði þá við hann: „Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.“ Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Og enginn þorði framar að spyrja hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Sylvia (d. 594), móðir Gregors páfa hins mikla.  Hugleiðing dagsins: Heil. Frans frá Sales (1567-1622), biskup frá Genf og kirkjufræðari. Ritgerð um elskuna, 10, 11: Elska guðs glæðir elsku á náunganum

Read more »

04.11.06

  09:15:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1, 7-11

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Jesús gaf því gætur, hvernig þeir, sem boðnir voru, völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið, að manni þér fremri að virðingu sé boðið, 9og sá komi, er ykkur bauð, og segi við þig: ,Þoka fyrir manni þessum.' Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur, er þér er boðið, og set þig í ysta sæti, svo að sá sem bauð þér segi við þig, þegar hann kemur: ,Vinur, flyt þig hærra upp!' Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum, er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Karl Borromeo (1538-1584), siðbótarmann og hvatamann að baki kirkjuþingsins í Trent. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard frá Clairvaux (1091-1153), sístersíani og kirkjufræðari. Predikun 37 um Ljóðaljóðin: Set þig í ysta sæti

Read more »

03.11.06

  07:33:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 414 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1-6

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“ Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara. Og Jesús mælti við þá: „Nú á einhver yðar asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp, þótt hvíldardagur sé?“ Þeir gátu engu svarað þessu.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martin de Porres (1579-1639), dóminíkanabróðir frá Perú. Hugleiðing: Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar § 345-349: Merking hvíldardagsins

Read more »

02.11.06

  08:54:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 900 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 31-46

„Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu Föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.' Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?' Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.' Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.' Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?' Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.' Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Í dag heiðrar kirkjan: Minningu allra trúfastra sálna sem lifa í Sigrandi kirkju himnanna, Allra sálna messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Aphrahate (?-um 345), einsetumaður og biskup í Níneve, nærri Mósúl í Írak nútímans. Hugljómanir, 22: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir“ (Lk 20. 38)

Read more »

01.11.06

  08:11:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 564 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 5. 1-12

Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.“

Í dag heiðrar kirkjan: Alla heilaga, Allra heilaga messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena (1347-1380), Þriðju reglu dóminíkani, kirkjufræðari og annar tveggja verndardýrlinga Evrópu. Samræðurnar, 41. kafli: „Ég trúi á samfélag heilagra“ (Trúarjátningin)

Read more »

31.10.06

  08:31:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 487 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 31. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 13. 18-21

Hann sagði nú: „Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því? Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess.“ Og aftur sagði hann: „Við hvað á ég að líkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Wolfgang frá Regensburg (um 924-994), biskup. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), erkibiskup í Miklagarði og kirkjufræðari. Hugvekja 20 um Postulasöguna: Að vera súrdeig heimsins

Read more »

1 3 4 5 ...6 7