Flokkur: "Tjaldbúð Móse sem forgildi heilagrar kirkju"

08.02.08

  08:19:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1178 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð, Tjaldbúð Móse sem forgildi heilagrar kirkju

1. Fastan: Vegur til hins sanna frelsis

SJÁ MEÐFYLGJANDI MYND

Í fyrsta hirðisbréfi sínu kemst hr. Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup svo að orði: „Og hvar er þá hina sönnu hamingju að finna? Hvar er hún? Hamingjan er auðvitað aðeins fullkomin í Paradís. En á þessari stundu bendir Jesús á sjálfan sig í guðspjalli dagsins: „Sælir eru friðflytjendur .... sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu...“ Þetta eru orð hins sama Jesú er sagði í Nasaret: „Andi Drottins er yfir mér.“ Og þessi andi er sannarlega styrkur, ljós, gleði og friður. Leitið hans því ekki annars staðar: Hann er hið innra með ykkur, í hjarta ykkar.“

Vafalaust vefst það fyrir mörgum hversu mjög fastan er samofin sæluboðum Drottins í Fjallræðunni. Þegar blessaður Guerric frá Igny (1080-1157) vék að inntaki sæluboðanna komst hann svo að orði:

Það er ljóst að allt snýst þetta um upprisu hjartans og vöxt í verðskuldun á hinum átta þrepum dyggðanna sem beina mönnum í stigvaxandi mæli frá lægsta til hæsta stigs fullkomleika Fagnaðarerindisins. Með þessum hætti munu þeir að minnsta kosti nálgast og sjá Guð guðanna á Síon (Sl 84. 8) í þessu musteri sem spámaðurinn kemst svo að orði um: „Forsalur þess var átta álnir“ (Esk 40. 37). 

Read more »