Flokkur: "Altarissakramentið"

02.11.13

  15:52:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Altarissakramentið, Kenning kirkjunnar

Allra sálna messa - eigum við að biðja fyrir framliðnum?

„Biblían kennir að það sé rétt og hjálpsamlegt að biðja fyrir þeim sem dánir eru. Sálir þeirra sem deyja í náð Guðs en eiga eftir að hreinsast af syndum sínum dvelja um hríð í hreinsunareldi.

1032. Þessi kenning er einnig byggð á þeirri iðju að biðja fyrir hinum látnu sem þegar er minnst á í Heilagri Ritningu: “Þess vegna lét [Júdas Makkabea] færa sáttarfórn fyrir hina látnu til að þeir leystust frá syndum sínum.” Frá fyrstu tímum hefur kirkjan heiðrað minningu hinna látnu og borið fram fyrirbænir fyrir þá, umfram allt í fórn evkaristíunnar, til að þannig hreinsaðir öðlist þeir hina sælu sýn á Guði. Kirkjan mælir einnig með ölmusugjöfum, afláti, og yfirbótarverkum til bóta fyrir hina látnu: Við skulum hjálpa og minnast þeirra. Ef synir Jobs voru hreinsaðir vegna brennifórnar föður þeirra, hvers vegna ættum við þá að efa að fórnfæring okkar fyrir hinum látnu færi þeim ekki neina huggun? Við skulum ekki hika við að hjálpa þeim sem hafa dáið og bera fram bænir okkar fyrir þá.“

Samantekt úr Kaþólska kirkjublaðinu 18. árg. 11. tbl. bls. 2 og 16. Málsgreinin merkt 1032 er grein úr Trúfræðsluriti Kaþólsku kirkjunnar.

Sjá einnig þennan pistil.

09.06.13

  16:43:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 136 orð  
Flokkur: Altarissakramentið

Pílagrímsferð til Maríulindar 10. júlí

Miðvikudaginn 10. júlí 2013 verður á ný farin pílagrímsferð til Maríulindar á Snæfellsnesi. Ferðin í ár verður með sama sniði og áður. Lagt verður af stað frá Landakoti, við Dómkirkju Krists konungs kl. 9 árdegis, komið við á planinu við Maríukirkju og fyllt á rútur og bíla og síðan lagt á Snæfellsnes með viðkomu í Borgarnesi. Á leiðinni njótum við útsýnisins og samverunnar í bæn. Þeir sem ætla með í ár eru beðnir um að skrá sig á eyðublöð sem munu liggja frammi í sóknarkirkjunum eða hafa samband við skrifstofuna á Hávallagötu 14-16 í Reykjavík í síma 552-5388 eða með tölvupósti á netfangið bokhald@catholica.is.

Ferðin kostar 5000 krónur fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir börn. Innifalinn í verðinu er hádegisverður. Frásögn af ferðinni sem farin var í fyrra ásamt myndum er að finna á þessum tengli: [Tengill]

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið nr. 5-7, 2013 bls. 20 (baksíða).

27.01.13

  12:08:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 32 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Altarissakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Írland: Bænaákall gegn nýju frumvarpi um fósturdeyðingar

Írlandsdeild EWTN sjónvarpsstöðvarinnar hefur hafið Novena (=níu daga) bænaátak til stuðnings lífsverndarhreyfingunni á Írlandi. Írska stjórnin er með frumvarp í undirbúningi sem lífsvernarsinnar óttast að muni lögleiða frjálsar fósturdeyðingar. Sjá nánar hér.

25.08.12

  13:37:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 106 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Altarissakramentið

Þátturinn "Bankað upp á" hjá Karmelsystrum í Hafnarfirði

Þátturinn "Bankað upp á" á RÚV Rás 1 á þriðjudaginn var, 21. ágúst sl. var að þessu sinni helgaður heimsókn í Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Í pistli sem ber heitið Köllunin er forsendan segir svo á vef RÚV:

Köllunin er forsenda þess að ganga í klaustur og hana eiga Karmelsystur sameiginlega. Þær biðja fyrir fólki og margir hafa samband við þær og biðja systurnar um að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda. Í þættinum Bankað upp á heimsækir Erla Tryggvadóttir [..] vinnustaði af ýmsum stærðum og gerðum.

Þar kemur einnig fram að þátturinn verður endurfluttur á mánudaginn kemur. Upptöku af þættinum má finna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.ruv.is/sarpurinn/bankad-upp-a/21082012-0

06.08.12

  18:41:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 224 orð  
Flokkur: Helgir menn, Altarissakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Maríulegíónin og Frank Duff stofnandi hennar

Áðan horfði ég á fróðlegt viðtal á EWTN sjónvarpsstöðinni við andlegan leiðtoga Maríulegíónarinnar sem er heiti samtaka sem störfuðu hérlendis, fyrst á 6. áratugnum líklega og svo aftur á 8.-10. áratugnum. Í síðara skiptið var helsta verkefni samtakanna að aðstoða föður Róbert Bradshaw og þá einkum við uppbyggingu Maríukirkjusóknar í Breiðholti en það starf náði hámarki um og eftir miðjan 9. áratuginn.

Read more »

04.10.11

  15:43:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 104 orð  
Flokkur: Altarissakramentið

Fréttatilkynning frá Kaþólsku kirkjunni

Úr Kaþólska kirkjublaðinu:

„Herra Pétur Bürcher, biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, þakkar Róbert Spanó lagaprófessor fyrir að hafa komið á laggirnar rannsóknarnefnd, sem óskað var eftir í sambandi við ásakanir um kynferðisleg brot á hendur tveimur prestum og einum starfsmanni kirkjunnar, sem í dag eru dánir. Til þess að virða fyllilega störf nefndarinnar mun biskupinn, prestarnir, reglusysturnar og starfsmenn Kaþólsku kirkjunnar ekki tjá sig opinberlega um málið á meðan rannsóknin stendur. Biskupinn þakkar jafnframt nefndarmönnum fyrir að taka, umfram sín mörgu mikilvægu trúnaðarstörf, þetta verkefni að sér og býður þá velkomna til starfa.

Séra Jakob Rolland, kanslari
Reykjavík, 29. ágúst 2011“

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 3, nr. 9, 2011

24.06.11

  13:27:11, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 121 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Altarissakramentið

Svar Innanríkisráðherra við bréfi Biskups

RÚV greinir frá þessu:

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að sér hafi verið greint frá kynferðisafbrotum innan kaþólsku kirkjunnar síðastliðið haust. Hann lagði þá til að málinu yrði vísað til lögreglunnar. Það var gert. Eftir það óskaði hann eftir fundi með biskupi kaþólsku kirkjunnar. Á honum voru fulltrúar í fagráði sem ráðherra hefur komið á laggirnar til að fást við kynferðisafbrotamál, auk innanríkisráðherra og biskups.

Read more »

17.04.11

  18:46:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Páfinn, Altarissakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar, Trúin og menningin

Páfagarður ráðgerir að opna fréttaveitu á netinu

Fjölmiðladeild Páfagarðs er nú að vinna að því að opna nýja fréttaveitu á netinu þar sem öllum fréttum yrði safnað saman á einn stað.

Read more »

13.07.10

  16:52:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 62 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Altarissakramentið

Thor Vilhjálmsson gekk pílagrímsgöngu til Santiago de Compostela

Fréttablaðið greinir frá því í dag á forsíðu að Thor Vilhjálmsson skáld hafi gengið um 800 km. leið árið 2005 í pílagrímsgöngu til Santiago de Compostela á Spáni. Kvikmyndatökulið fylgdi Thor á göngunni og verður kvikmynd um förina frumsýnd í Teatro Principal í hjarta Santiagoborgar 29. júlí. Frumsýningar á Íslandi eru fyrirhugaðar í kvikmyndahúsi í haust og fram eftir vetri.

Fréttablaðið 13. júlí 2010, forsíða og bls. 18.

17.06.10

  10:50:11, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 153 orð  
Flokkur: Helgir menn, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Altarissakramentið, Trúarleg tónlist og textar

„Drottins móðir, milda og góða.“ Hugleiðing um fjallkonuna

Drottins móðir, milda og góða,
mesta og besta líknin þjóða.
Hreinsa þú mitt hjarta af syndum,
hreinsa í þínum náðarlindum.

Aðeins þú færð þerrað tárin,
þú færð læknað stærstu sárin.
Hvar, sem stígur fæti á foldu,
fögur blóm þar rísa úr moldu.

Gamall sálmur. [1]

Read more »

01.11.09

  19:26:58, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 462 orð  
Flokkur: Kirkjuárið, Altarissakramentið, Kenning kirkjunnar

Þrengingin mikla - hreinsunareldurinn

Því er stundum haldið fram að kenning kaþólsku kirkjunnar um hreinsunareld eigi sér ekki grundvöll í heilagri ritningu. Í fyrri ritningarlestri dagsins í dag 1. nóvember eða allra sálna messu standa þó þessi orð í Opinberunarbókinni, 7. kafla versunum 9-16:

Eftir þetta sá ég, og sjá: Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af öllum þjóðum og kynkvíslum, lýðum og tungum, stóð frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddur hvítum skikkjum og hafði pálmagreinar í höndum. Og hann hrópaði hárri röddu: Hjálpræðið kemur frá Guði vorum, sem í hásætinu situr, og lambinu. Allir englarnir stóðu kringum hásætið og öldungana og verurnar fjórar. Og þeir féllu fram fyrir hásætinu á ásjónur sínar, tilbáðu Guð og sögðu:
Amen! Lofgjörðin og dýrðin,
viskan og þakkargjörðin,
heiðurinn og mátturinn og krafturinn
sé Guði vorum um aldir alda. Amen.
Einn af öldungunum tók þá til máls og sagði við mig: „Hverjir eru þessir menn sem skrýddir eru hvítum skikkjum og hvaðan eru þeir komnir?“ Og ég sagði við hann: „Herra minn, þú veist það.“ Hann sagði við mig: „Þetta eru þeir sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins. Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna honum dag og nótt í musteri hans og sá sem í hásætinu situr mun búa hjá þeim. Þá mun hvorki hungra né þyrsta framar og eigi mun heldur sól brenna þá né nokkur breyskja vinna þeim mein. Því að lambið, sem er fyrir miðju hásætinu, mun vera hirðir þeirra og leiða þá til vatnslinda lífsins. Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra.“ [Leturbr. RGB]

Read more »