Í dag er Gaudete Sunnudagur eða „gleði sunnudagur“ vegna þess að gleði er þema messunar í dag. Verið glaðir vegna þess að Jesús kemur til okkar!
Jesús er sonur Guðs. En meira en það, Jesús er Guð Sonurinn - önnur persóna hinnar heilögu þrenningar - Þess vegna er hann Guð! Jesús Kristur er guðleg persóna, ekki mannleg persóna. Jesús er guðleg persóna með tvö eðli: Guðlegt eðli og mannlegt eðli.
Um jól, eins og hirðarnir í Betlehem, megum við einnig, með undrun, horfa á barnið Jesú, son Guðs. Í návist hans megi bæn okkar vera: "Sýn þú oss, Drottinn, miskunn þína, og veit oss hjálpræði þitt."
Árið 2015 bauð Frans páfi öllum viðstöddum í heilagri messu aðfangardagskvöld í Pétursbasilíku í Rómaborg, að taka Jesúbarnið í arma sína. Frans páfi sagði: "Ef við látum Jesúbarnið umfaðma okkur, mun hann kenna okkur hvað það er sem er sannarlega nauðsynlegt í lífi okkar. Hann fæddist í fátækt þessum heimi. Það var ekkert pláss í gistihúsi fyrir hann og fjölskyldu hans. Hann fann skjól og stuðning í fjárhúsi og var lagður í jötu sem var ætluð dýrum. En samt úr þessum tómleika, skein dýrðarljós Guðs. Héðan í frá, er leið endurlausnar opin fyrir hverjum manni og konu sem er einfaldur í hjarta sér. Þetta barn kennir okkur, eins og Hl. Páll segir, "að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum" (Tit 2:12).
"Þetta barn kallar okkur til að gera hluti í hófi með því að hafna neysluhyggju og nautnahyggju, auð og óhóflegri eyðslusemi og sjálfsdýrkun. Með öðrum orðum, að lifa á þann hátt sem er einfaldur og í jafnvægi, sem gerir fært að sjá og gera það sem er nauðsynlegt."
Munið að ílát sem hefur verið fyllt með pipar hefur ekki pláss fyrir salt. Ef líf mitt er fullt af dóti verður ekkert pláss fyrir Guð. Hvað vil ég Guð mikið í lífi mínu? 10%, 50%, 100%? Aðeins Guð gefur okkur sanna gleði.
Gefum okkur frábæra jólagjöf, með því að uppgötva á nýjan leik fjársjóðinn sem Jesús býður okkur með lífi sínu, kennslu og sakramenti - einkum Altarissakramenti og skriftasakramenti.
Aðventutónleikar verða í dómkirkju Krists konungs í Landakoti 6. desember í samstarfi kórs Kristskirkju og gamla Skálholtskórsins. Tónleikarnir hefjast kl. 14.
Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Strengjasveit leikur undir stjórn Hjörleifs Valssonar. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson og Sigurlaug S. Knudsen. Flutt verða trúarleg verk og jólalög. Aðgangseyrir er 2500 kr. Miðar verða seldir á midi.is.
Á tónleikunum verður frumflutt nýtt lag eftir Atla Heimi Sveinsson sem er sérstaklega samið fyrir hinn sameinaða kór Kristskirkju og Skálholtskórinn. Ef eftirspurn verður umfram sætaframboð í kirkjunni verða haldnir aukatónleikar kl. 20 sama dag, 6. desember.
Heimildir: Kaþólska kirkjublaðið 19. árg, nr. 12 bls. 4. Sunnlenska fréttablaðið 19. árg. 46. tbl. bls. 13.
Greint er frá því á vef Þjóðminjasafnsins að 12. desember kl. 12.10 mun Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur bjóða upp á fyrirlestur eða leiðsögn sem ber heitið „Hin mörgu andlit Maríu. - María guðsmóðir í Þjóðminjasafninu“. Táknmálstúlkur er með leiðsögninni. Fyrirlesturinn er hluti af röð sérfræðileiðsagna Þjóðminjasafnsins sem boðið er upp á í hádegi annan hvern þriðjudag í vetur.
Caritas Ísland sem er hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efndi nýverið til tónleika í Kristskirkju þar sem landskunnir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Sigríður Ingvarsdóttir formaður Caritas skrifaði grein í Morgunblaðið föstudaginn 17. nóvember sl. þar sem hún sagði m.a.: