Flokkur: "Sr. Edward Booth"

29.10.06

  11:14:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5979 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Hl. Tómas og lögin

Grein eftir séra Edward Booth O.P. prest í Stykkishólmi sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 2005 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )


Nokkrar athugasemdir í tilefni af birtingu íslenskrar þýðingar greinar hans um lög úr ritinu Summa Theologiæ

Edward Booth O.P.

Útgáfa í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins á íslenskri þýðingu kaflans um lög í Summa Theologiæ eftir heilagan Tómas af Aquino (hluti 1a2ae Quæstiones 90–97) er markverður viðburður ekki aðeins á sviði lögfræði heldur einnig varðandi mikilvægi heilags Tómasar fyrir menningu Evrópu og alls heimsins. [1]

Í inngangi er verkið sett í samhengi við ævi Tómasar sem dóminikanamunks. Athygli höfundar þessarar greinar var vakin á þýðingunni með grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. október 2004 ásamt vel valinni mynd af Tómasi.

Read more »

15.11.05

  16:13:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 644 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Jólapredikun í Stykkishólmi árið 2002

Kæru bræður og systur.
Þegar við hugsum um tilvist mannsins á þessari jörðu var fæðing Jesú Krists í Betlehem fyrir tveim þúsund árum ekki fjarlægur atburður, innan glataðrar sagnfræði. Það má líta á það sem nýlegan atburð. Það var augnablik ráðandi afla til að viðhalda stöðugleika á þessari jörðu. Ritarar guðsspjallsins söfnuðu saman allri vitneskju sem þeir gátu fundið á umhyggjusaman hátt. Þeir sýndu fram á efndir spádóma fyrir Gyðinga: spádóma um þetta fólk sem opnar leiðina fyrir skilaboð til alls fólks, allt til endimarka jarðarinnar.

Guð sem skapaði ósýnilega en djúpt skynjaða veröld engla, Guð sem skapaði alheiminn sýnilega, þar sem þessi ofurlitla pláneta hefur þýðingu, óháð stærð hennar, Orð Guðs, sem var Guð einnig, kom til að búa í þeirri veröld sem hafði verið gerð gegnum hann.

Read more »