Flokkur: "Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju"

Blaðsíður: 1 2

07.01.06

  23:40:58, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 5902 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Hvert er stefnt í málum samkynhneigðra? Eru menn að hugsa um heill og hag þjóðar – barna og fullorðinna?

Erindi flutt í Útvarpi Sögu föstudaginn 2. des. 2005 – hér birt með afar ýtarlegum neðanmálsgreinum sem upplýsa um margt sem að ófyrirsynju hefur legið í þagnargildi hér á landi. Er næsta víst að hér mun ýmislegt koma lesandanum mjög á óvart, ekki sízt vegna niðurstaðna rannsókna sem hér birtast um félagshætti og heilsufar samkynhneigðra.

Efni mitt í dag er sú stefna sem Alþingi virðist ætla að taka upp í málum samkynhneigðra, þ.e.a.s. með framlögðu stjórnarfrumvarpi um aukin réttindi þeirra, sérstaklega til frumættleiðinga og tæknifrjóvgunar, auk óvígðrar sambúðar af sama tagi og gagnkynhneigðir eiga rétt á. [Sjá neðanmálsgr. 1] Ennfremur liggur í loftinu, að einstakir þingmenn (Guðrún Ögmundsdóttir t.d.) muni hafa frumkvæði um að reyna að gefa færi á því að prestar og forstöðumenn safnaða fái rétt til þess að vígja samkynhneigða í hjónaband frammi fyrir altarinu. – Þetta er nú ekki það sem Þjóðkirkjan hefur verið að biðja um, en samt hafa einstakir prestar leyft sér að ganga fram fyrir skjöldu til að biðja beinlínis um þetta, prestar jafnvel í Þjóðkirkjunni. En Þjóðkirkjan á einfaldlega að fá allan þann frið og umhugsunartíma sem hún þarf á að halda til að gera þetta mál upp við sig.

Read more »

  23:06:52, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 4972 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Hvert er stefnt í málum samkynhneigðra? – nmgrr. 17–37

Vegna umfangs samnefndrar greinar hér fyrir ofan birtast þessar 17.–37. neðanmálsgr. ekki í beinu framhaldi af henni, heldur í sér-plaggi. Bezt er að prenta hvort tveggja út, en til að komast inn á tilvísaðar vefslóðir er þægilegast að gera það af vefgreinunum með internetið opið. –JVJ.

[17] Sbr. t.d. greinina ‘Against the Current: The Cost Of Speaking Out For Orientation Change In Canada’ eftir Chris Kempling, doktor í sálfræði, sem eins og fleiri hefur verið beittur þvingandi lögsókn og aðgerðum til að þagga niður í honum – sjá vefsíðuna http://www.narth.com/docs/current.html

Read more »

03.01.06

Börn eiga skilið foreldra sem eru hjón, segir Benedikt páfi

Börn eiga skilið að eiga gifta foreldra, segir Benedikt páfi XVI. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt nýlega á ráðstefnu leiðtoga suður-amerískra biskupa um fjölskylduna og lífið. "Börnin eiga rétt á að fæðast og vaxa upp í fjölskyldu sem grundvallast á hjónabandi," sagði hann og hvatti allt samfélag kirkjunnar "til að kynna hið einstaka gildi hjónabandsins í allri sinni auðlegð, þessa fyrirkomulags náttúrunnar sem kalla má föðurleifð mannkyns."

Í ræðunni, sem flutt var á spænsku, staðhæfði Benedikt XVI að "sú afhelgun, sem nú gætir víða, tálm[i] samvizku almennings að uppgötva sem vert væri eðli og hlutverk fjölskyldunnar sem stofnunar." Nú á síðustu árum hafi "ranglát lög" verið sett, sem opinberi "vanþekkingu á grundvallaratriðum hjónabandsins."

Read more »

29.12.05

  19:23:01, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1210 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra?

Jón Valur Jensson fjallar um Framsóknarflokkinn og samkynhneigða. [1]

Mundi það skipta sköpum fyrir gengi Framsóknarflokksins að laða til sín hluta af atkvæðum samkynhneigðra, ef hommar og lesbíur eru í reynd einungis um 1% kjósenda? Það mætti Reynir Þór Eggertsson hugleiða, sá sem skrifaði í Mbl. 17. des. 2005 gegn tveimur samflokksmönnum sínum, en þeir hafa lýst sínum eðlilegu óskum að flokkurinn styðji við kristin gildi.

Æ meir hallast ég að því, að hlutfall samkynhneigðra á Íslandi nái naumast 2,2%, eins og meðaltalið bendir þó til úr ýmsum könnunum frá árunum 1994–2004 í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi (sjá grein mína í Fréttabl. 28. apríl 2005 og í lengri gerð á þessari vefslóð). Tel ég alls ekki ólíklegt að hlutfallið sé í raun um eitt prósent, eins og ýmsar aðrar erlendar kannanir benda til. [Frh. neðar.]

Read more »

12.11.05

  17:44:42, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 987 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Ótæk rök fyrir kirkjulegri vígslu samkynhneigðra

Vökull talsmaður margra sem búa við skertan hlut í samfélaginu, séra Toshiki Toma, siglir léttilega fram hjá ótal vandkvæðum þegar hann mælir með kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra í Morgunblaðinu 22. október. Erfitt á ég með að halda röklegum þræði í lestri greinarinnar, þ.e. að sjá hvernig eitt leiði af öðru eða styðji hvað við annað í þeim efnisbútum sem þar er stillt upp. Stefnan sem einkennir greinina er frjálslyndisguðfræði eða endurskoðunarhyggja í trú og siðfræði (revisionism), eins og nú er kallað. Engar brigður skulu á það bornar, að Toshiki er einlægur og vel meinandi, en það er engin trygging fyrir því að rata á rétta niðurstöðu, og verður hér leitazt við að sanna, að rök hans í greininni standist ekki.

Read more »

07.09.05

  23:24:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 976 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Hversu algeng er samkynhneigð á Íslandi?

Aths. höf. Greinin hér á eftir er upphafleg gerð greinar sem birtist í styttri mynd í Fréttablaðinu 28. apríl 2005. Hér er því ýtarlegri upplýsingar að finna, einkum að því leyti, að nefndar eru fleiri kannanir en í Fréttablaðsgreininni um fjölda samkynhneigðra erlendis, ennfremur nákvæmari útfærsla á grundvelli útreikninga minna varðandi mannfjölda á Íslandi, m.m. Greinin birtist einnig (í styttri gerðinni eins og í Fréttablaðinu) á http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20050428/SKODANIR/504280315&SearchID=73244839664109 – og þar var í kjölfarið allnokkur umræða um hana, sem lesa mátti á http://www.visir.is/?PageID=339&NewsID=39624 – en hefur af einhverjum ástæðum dottið út. Kjarninn í þeirri umræðu (a.m.k. svör mín) verður birtur síðar hér á vefsetrinuJón Valur Jensson.

Í viðtali í Fréttabl. 7. apríl 2005 fullyrðir Sverrir Páll Erlendsson kennari, að 5–10% manna laðist að eigin kyni, en það jafngildi 800 til 1600 Akureyringum og 9 til 18 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru ótrúlegar tölur. Allnokkuð er um, að samkynhneigðir geri mikið úr fjölda sínum, enda gefur það kröfum þeirra um síaukin réttindi byr undir báða vængi. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur á Útvarpi Sögu í marz gekk Þorvaldur Kristinsson, form. Samtakanna 78, svo langt að staðhæfa: "Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að varfærnustu tíðnitölur heimsins segja okkur, að hér hljóti að vera um 15-20.000 samkynhneigðir fullorðnir einstaklingar. Það nægir til að fylla Akureyri og gott betur". Takið eftir, að hann talaði um "varfærnustu" tölur. Sá reyndi maður ætti að vita betur, því að þetta er víðs fjarri sannleikanum.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru Íslendingar 18 ára og eldri þann 1. des. 2001 alls 212.519, en þjóðin öll 286.575. Ef sú hlutfallstala fullorðinna (74,2%) er óbreytt, jafngilda 15.000 manns nú um 6,9% fullorðinna Íslendinga, en 20.000 manns um 9,2%. M.ö.o.: um 6,9 til 9,2% Íslendinga 18 ára og eldri ættu þá, skv. Þorv. Kristinssyni, að teljast samkynhneigðir. En hvað segja raunverulegar kannanir um tíðni samkynhneigðar?

Algengt mat á hlutfalli virkra samkynhneigðra í vestrænum þjóðfélögum er um 1-3% (meðal karla einkum í grennd við 2,8%, en mun fátíðari meðal kvenna). Enn lægra er hlutfall samkynhneigðra meðal þeirra sem eru í föstu sambandi, t.d. um 0,5% af öllum samböndum í Kanada. Hér á landi nær fjöldi samkynhneigðra í staðfestri samvist aðeins um 0,2% af tölu giftra gagnkynhneigðra. Þetta kann að koma lesendum á óvart, miðað við hve mikið virðist bera á samkynhneigðum nú á dögum. En eitt sem gerir þennan hóp meira áberandi en ella er sú staðreynd, að þetta fólk er yfirleitt betur stætt en almennt gerist; samkynhneigðir í Bandaríkjunum voru með 58% hærri tekjur en almennt meðaltal 1990 og sem einstaklingar með þrefaldar meðaltekjur einstaklinga, auk þess að hafa 3 árum lengri menntun að baki. Margir þeirra eru hæfileikamenn í ýmsum stéttum, m.a. í hópi leikara, listamanna, rithöfunda og fjölmiðlamanna, ekki sízt í stórborgum á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Lífsstíll þeirra hefur því fengið verulega jákvæða kynningu í kvikmyndum og fjölmiðlaefni sem þaðan berst, einnig hingað til lands.

Samkvæmt manntali 2001 telja 1,3% kanadískra karlmanna og 0,7% kvenna sig vera samkynhneigð. Nýlegar rannsóknir frá ýmsum löndum sýna þetta sama, að tíðni samkynhneigðar sé undir 3%, t.a.m. í einni frá Bandaríkjunum, þar sem 2,1% karlmanna og 1,5% kvenna voru talin með þessa kynhneigð (Gilman, SE, Am. J. of Public Health 91 (2001), bls. 933-9). Í annarri bandarískri rannsókn reyndust lesbíur vera 1,87% kvenna (Aaron, DJ, o.fl., J. Epidemiol. Community Health 57 (2003), s. 207-9). Í nýlegri brezkri rannsókn teljast 2,8% karlmanna hommar (Mercer, CH, o.fl., AIDS 18 (2004), s. 1453-8). Í hollenzkri könnun kom í ljós, að 2,8% karlmanna og 1,4% kvenna höfðu átt í sambandi við manneskju af sama kyni (Sandfort, TG, o.fl., Arch. Gen. Psychiatry 58 (2001), s. 85-91). Í rannsókn í Nýja-Sjálandi eru 2,8% af ungu fólki flokkuð sem samkynhneigð eða tvíkynhneigð (Fergusson, DM, o.fl., Arch. Gen. Psychiatry 56 (1999), s. 876-80). Fyrir rúmum áratug voru virkir hommar í Bandaríkjunum taldir 2,7% karlmanna, en aðrir, sem höfðu hneigðina án þess að fylgja henni eftir í verki, um 0,6% (Michael, Gagnon, Laumann & Kolata, Sex in America: A definitive study, 1994).

Ýmsir eru vísir með að draga þessar rannsóknir í efa og vitna í staðinn til hinna umtöluðu kynlífsrannsókna dýrafræðiprófessorsins Kinseys (sem sjálfur var hommi) um miðja síðustu öld. En sú rannsókn byggðist á sjálfboðaliðum og ódæmigerðum þjóðfélagshópum, m.a. miklum fjölda refsifanga, og var á ýmsa vegu framkvæmd á ómarktækan hátt. Með hliðsjón af því og seinni tíma rannsóknum er ekki hægt að meðtaka ýmsar meginniðurstöður Kinseys lengur. Jafnvel sú algenga fullyrðing, að hann hafi sannað, að 10% karlmanna séu hommar, er ekki niðurstaða sem liggur fyrir sem slík í skýrslu hans. Rannsóknirnar, sem nefndar voru hér fyrir ofan, ásamt manntalstölunum frá Kanada, eru hins vegar nýlegar og miklu marktækari en hin stórgallaða Kinsey-rannsókn.

Þegar Þorvaldur Kristinsson heldur því bókstaflega fram, að "varfærnustu tíðnitölur heimsins" upplýsi okkur um, að 15-20.000 fullorðnir Íslendingar -- eða 6,9 til 9,2% -- séu samkynhneigðir, þá er það hrein og klár villa, því að vitanlega verða tíðnitölur upp á 0,7 til 3,3% að teljast ólíkt varfærnari.

Þegar Sverrir Páll gefur sér, að 5-10% Íslendinga séu samkynhneigðir, þá er það sömuleiðis fjarri öllum líkum, miðað við traustar, erlendar rannsóknir, og styðst heldur ekki við neinar kannanir sem farið hafi fram í þessum efnum á Akureyri eða hér syðra. Hitt er annað mál, að skv. niðurstöðum kannana í N-Ameríku eru samkynhneigðir karlmenn tiltölulega fleiri í stórborgum en í meðalstórum bæjum; fæstir eru þeir í strjálbýli (fara þar niður í 1,2% skv. nefndri rannsókn hjá Michael, Gagnon o.fl.). Engin ástæða er til að ætla, að hlutfall samkynhneigðra sé hærra á Íslandi en erlendis. Út frá ofangreindum rannsóknum er líklegt, að fjöldi fullorðinna homma á landinu öllu sé í mesta lagi um 3.000, en lesbíur um eða undir 1800.

Post scriptum
Varfærnustu tíðnitölur erlendis fara ennþá neðar en komið hefur fram í grein minni hér á undan, sjá t.d. The New York Times, 15. apr. 1993: F. Barringer: 'Sex survey of American Men Finds 1% Are Gay'. En eins og ég sagði á Vísir.is, virðist samanlagt meðaltal samkynhneigðra erlendis skv. nýlegum könnunum vera um 2,2%, m.ö.o. 45. hver fullorðinn einstaklingur: nál. 35. hver karlmaður (um 2,75%) og 60. hver kona (um 1,65%). –JVJ.

PPS. Í annarri grein minni (Mbl. 23. des. 2005) fer ég yfir fleiri rannsóknir og gögn um þessi mál og kemst þar að þeirri niðurstöðu, að hlutfall (virkra) samkynhneigðra á Íslandi sé trúlega enn lægra en rætt er um í þessari grein hér ofar, þ.e.a.s. nálægt 1%.

1 2

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blog tool