Flokkur: "Páfinn"

23.03.13

  08:46:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 29 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Frans páfi er saklaus af ásökunum um þjónkun við herforingjastjórnina

Frans páfi er saklaus af ásökunum um þjónkun við herforingjastjórnina í Argentínu. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu annars Jesúítaprestanna sem rænt var af liðsmönnum herforingjanna. Sjá heimild hér.

17.03.13

  13:22:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 208 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Frans frá Assisi var maður friðar, fátæktar og umhyggju

Á Asianews birtist athyglisverð frásögn hins nýja páfa af því hvernig það atvikaðist að hann valdi nafnið Frans:

“Sumir vissu ekki af hverju Rómarbiskup [páfi] vildi velja nafnið Frans og vissu ekki hvort það vísaði til Frans Xavier, Frans frá Sales eða Frans frá Assisi. Ég skal segja ykkur frá því.

Meðan á kosningunni stóð sat ég við hlið erkibiskupsins í São Paulo Cláudio Hummes kardínála góðum vini mínum. Þegar dró að úrslitastund hughreysti hann mig. Þegar atkvæðafjöldinn náði tveim þriðju byrjuðu kardínálarnir að klappa því að páfi hafði verið valinn. Þá huggaði Hummes kardínáli mig og sagði: “Gleymdu ekki hinum fátæku”. Það sló mig.

Hinir fátæku, þegar ég hugsaði um þá, þá bar hugann strax til hl. Frans frá Assisi... Frans var maður friðarins, maður sem unni og bar umhyggju fyrir sköpunarverkinu. Á okkar tímum eru tengslin við sköpunarverkið ekki það góð. Frans var maður sem gaf okkur friðaranda, hann var fátækur maður. Ég þrái að sjá fátæka kirkju fyrir hina fátæku. “ [1]

Hér á þessu bloggi eru tenglar þar sem vísað er í efni tengdum hl. Frans frá Assisi:
Hér er Sólarsöngur hl. Frans frá Assisi:
http://www.kirkju.net/index.php/solarsoengur-hl-frans-fra-assisi?blog=8

Hér eru blessunarorð eignuð hl. Frans frá Assisi:
http://www.kirkju.net/index.php/blessunarore-hl-frans-fra-assisi?blog=8

Hér er friðarbæn hl. Frans frá Assisi:
http://www.kirkju.net/index.php/friearban-eignue-hl-frans-fra-assisi?blog=8

[1] Heimild: Asianews: http://www.asianews.it/news-en/Pope%3A-My-name-is-Francis-because-I-want-a-poor-Church-for-the-poor-27415.html

27.12.12

  21:11:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 6 orð  
Flokkur: Páfinn

Benedikt páfi skrifar grein í Financial Times

19.12.12

  20:32:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 20 orð  
Flokkur: Páfinn, Trúin og menningin

Boðskapur páfa fyrir heimsfriðardaginn

Boðskapur páfa fyrir heimsfriðardaginn 1. janúar 2013 var gerður opinber á Maríumessu, 8. desember sl. og er hann að finna á þessari vefsíðu.

26.07.11

  15:59:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 91 orð  
Flokkur: Páfinn

Benedikt páfi biður fyrir fórnalömbum hryðjuverkanna í Noregi

Zenit.org greinir frá því að í ávarpi eftir Angelusbæn sunnudagsins hafi Benedikt XVI páfi beðið fyrir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi og ástvinum þeirra. Hann hvatti einnig alla til að snúa af vegi haturs og illsku. Á laugardaginn sendi Bertone kardínáli og ríkisritari Páfagarðs einnig samúðarskeyti til Haraldar Noregskonungs. Þar sagði m.a: „Í djúpri hryggð vegna frétta af tilgangslausum ofbeldisverkum í Ósló og Utoya biður Benedikt páfi XVI sérstakra bæna fyrir fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Megi Guðs friður vera með hinum látnu og guðleg huggun koma til þeirra sem þjást“.

Heimild: http://www.zenit.org/article-33150?l=english

17.04.11

  18:46:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Páfinn, Altarissakramentið, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar, Trúin og menningin

Páfagarður ráðgerir að opna fréttaveitu á netinu

Fjölmiðladeild Páfagarðs er nú að vinna að því að opna nýja fréttaveitu á netinu þar sem öllum fréttum yrði safnað saman á einn stað.

Read more »

  18:37:34, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 108 orð  
Flokkur: Páfinn

Bæn við upptöku Jóhannesar Páls páfa II í tölu blessaðra

Ó, heilaga þrenning! Við þökkum þér að þú gafst kirkjunni Jóhannes Pál II páfa og fyrir það að þú lést mildi þíns föðurlega kærleika, dýrð kross Krists og ljómann af anda kærleikans skína í honum.

Read more »

09.04.11

  17:01:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 175 orð  
Flokkur: Páfinn, Hjónabandssakramentið

Benedikt páfi: Varlega verði farið við ógildingu hjónabanda

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að Benedikt páfi XVI. hvetji til þess að varlega verði farið við ógildingu hjónabanda. Jafnframt hvetji hann til aukinnar varkárni við veitingu hjónabandssakramentisins. Þessum orðum beindi hann til dómara við kirkjudómstól hjúskaparmála.

Read more »

05.02.11

  12:45:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 136 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Möguleikar á sögulegum fundi páfans og rússnesk-orþódoxa patríarkans

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að yfirmaður utanríkisþjónustu patríarkatsins í Moskvu, Hilarion metrópólíti, hafi nýlega sagt í viðtali við rússneskan fjölmiðil að með hverjum degi færðist nær fundur páfa og patríarkans. Þó væri ekki hægt að staðfesta ákveðna dagsetningu í þessu sambandi.

Raunverulegar undirbúningsviðraður fyrir þennan fund trúarleiðtoganna beggja eru ekki hafnar, að sögn Hilarions. Andstætt því sem áður hafi verið, hafi yfirmaður utanríkismála ekki nefnt nein skilyrði fyrir fundi Kyrills I. og Benedikts XVI. Páfi gat þess í nýútkominni viðtalsbók, Ljósi heimsins, að hann vildi gjarnan hitta patríarkann og að hann teldi að af fundi þeirra gæti orðið í náinni framtíð. Hann þakkaði ennfremur fyrir þá vináttu og vinsemd sem Kyrill patríarki hefði sýnt sér. Fundur páfa með yfirmanni rússnesk-opþódoxu kirkjunnar yrði sá fyrsti síðan kirkjurnar klofnuðu árið 1056.

Heimild: Kaþ. kirkjubl. 21. árg, 1.-2. tbl. jan.-febr. 2011 bls. 6

24.01.11

  20:49:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 81 orð  
Flokkur: Páfinn, Trúin og menningin

Benedikt páfi: „Krossarnir mismuna engum“

Benedikt páfi XVI hefur lagt áherslu á gildi róðukrossa á opinberum vettvangi. Orðrétt sagði hann: „Krossarnir mismuna engum“. Páfi ítrekaði þetta nýlega þegar sendiherra Ítalíu í Vatíkaninu afhenti trúnaðarbréf sitt. Róðukrossar væru ekki aðeins tjáning kristinnar trúar heldur beindust að öllum mönnum sem hefðu góðan vilja. Þá gætu, að sögn páfa, engar félagslegar framfarir orðið í þjóðfélagi þar sem öll trúarbrögð skorti. Slíkt þjóðfélag svipti sig „siðferðilegum auði og rausnarlegum verkum“ trúrækinna kristinna manna.

Heimild: Kaþ. kirkjubl. 21. árg, 1.-2. tbl. jan.-febr. 2011 bls. 6

22.01.11

  14:48:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Páfinn, Bænir

Bænarefni páfa í janúar 2011

Almennt:
Umhyggja fyrir sköpunarverkinu. Að auðæfi sköpunarverksins verði varðveitt, metin og öllum gert kleift að njóta þeirra.

Fyrir trúboðinu:
Eining kristinna manna. Að kristnir menn megi ná fullri einingu og bera öllum vitni um að Guð er faðir allra.

Heimild: Kaþ. kirkjubl. 21. árg, 1.-2. tbl. jan.-febr. 2011 bls. 5

21.11.09

  19:51:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 105 orð  
Flokkur: Páfinn

„Tónlistin getur orðið að bæn“

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að Benedikt páfi XVI hafi sagt að tónlistin væri tungumál sem stuðlaði að betri skilningi og samvinnu manna á meðal.

„Tónlistin er hluti menningarinnar og við getum sagt að hún sé fylgifiskur sérhverrar mannlegrar reynslu, frá sársauka til ánægju, frá hatri til ástar, frá sorg til gleði, frá dauða til lífs.“ [1]

„..upphafin tónlist veitir andanum hvíld, kveikir sannar kenndir og laðar okkur á eðlilegan hátt til að lyfta huga og hjarta í hæðir til Guðs við sérhverjar aðstæður mannlegrar tilveru, hvort heldur í gleði eða sorg. Tónlistin getur orðið að bæn.“ [2]

--
[1-2] Tilvitnanir í Páfa. Heimild: Kaþólska kirkjublaðið, 19. árg. 12. tbl. bls. 3

03.10.09

  19:39:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 231 orð  
Flokkur: Páfinn, Þjóðfélagskenningin, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Umburðarbréf páfa: „Efnahagslífið þarfnast siðferðisreglna til að það geti starfað eðlilega“

Þróun þjóðanna byggist á því að viðurkenna að mannkynið er ein fjölskylda. Því geta kristin trú og önnur trúarbrögð aðeins lagt sitt af mörkum til þróunarinnar ef Guð hefur sinn stað í hinu opinbera lífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegu bréfi páfa.

Hinn 29. júní á þessu ári á Pétursmessu og Páls, kom út umburðarbréf Benedikts páfa XVI sem ber heitið „Caritas in Veritate“ eða „Kærleikur í sannleika“ Í inngangi bréfsins minnir páfi á að kærleikurinn sé kjarninn í félagsmálakenningu kirkjunnar. Í 1. kafla er lögð áhersla á mikilvægi uppbyggingu kristins samfélags í anda frelsis og réttlætis. Í 2. kafla er mannleg þróun meginviðfangsefnið. Ef ágóðinn verður eina markmiðið þá er hann knúinn fram án þess að hafa í huga almannaheill. 3. kaflinn lofar gjafmildina og í 4. kafla er minnt á að ríkisstjórnir og alþjóðlegar stofnanir megi ekki missa sjónar á rétti manna og ítrekað er að ríkisvaldið verði að skapa aðstæður sem leggja höfuðáherslu á stöðu og heill fjölskyldunnar. 5. kaflinn fjallar um samvinnu fjölskyldu mannanna. Þróun þjóðanna byggist á því að viðurkenna að mannkynið er ein fjölskylda. Því geta kristin trú og önnur trúarbrögð aðeins lagt sitt af mörkum til þróunarinnar ef Guð hefur sinn stað í hinu opinbera lífi.

RGB tók saman. Byggt á stuttri útgáfu bréfsins sem birtist í Kaþólska kirkjublaðinu, 8.-9. tbl. 2009.
Sjá umfjöllun Asianews um bréfið hér: [Tengill].
Bréfið í heild sinni er að finna hér: [Tengill]

05.08.09

  19:15:48, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 218 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt páfi: Gegn „alræði afstæðishyggjunnar“

Asianews.is - Castel Gandolfo. Benedikt páfi flutti hið fyrsta almenna ávarp sitt frá sumaraðsetri sínu í Castel Gandolfo í dag. Hann minntist þess að 150 ár eru liðin frá dauða verndardýrlings sóknarpresta hl. Jean Marie Vianney sem gjarnan er nefndur sóknarpresturinn í Ars (Cure d'Ars).

Páfi sagði að sóknarpresturinn í Ars hefði barist gegn „alræði skynsemishyggjunnar“. Í dag berðust prestar gegn „alræði afstæðishyggjunnar“ Hvorki skynsemishyggja né afstæðishyggja duga til að seðja þorsta mannsins eftir sannleika. Árangur sóknarprestsins í Ars byggðist á vináttu hans við Krist.

Read more »

25.07.09

  21:05:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Páfinn

Án Guðs veit samfélagið ekki hvert á að stefna

Páfagarði - Asianews.it. Páfi hélt ræðu við síðdegisbænir í dómkirkjunni í Aosta á Norður-Ítalíu, skammt frá þar sem hann dvelst í sumarbústað sínum og sagði við það tækifæri að Guð sýndi ekki hinn raunverulega styrk sinn í peningum eða hernaðarmætti heldur í miskunn og fyrirgefningu. „Guð er nálægt manninum og getur þjáðst með honum og þannig beint straumi góðmennsku inn í hafsjó illskunnar í heiminum.“

Sjá hér: http://new.asianews.it/index.php?l=en&art=15878

06.07.09

  16:00:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 161 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Merkar fornleifarannsóknir framkvæmdar á steinkistu Páls postula

Asianews.it - Páfagarði. Nýlega var greint frá niðurstöðum fornleifarannsókna á steinkistu sem kennd er við Pál postula og sem varðveitt er í Basilikunni sem kennd er við hann í Rómaborg. Tekin voru sýni og við rannsókn þeirra fundust leifar af fjólubláu klæði með gyllingu og einnig fundust leifar af reykelsi. Skv. kolefnisgreiningu eru leifarnar frá 1.-2. öld eftir Krist.

Benedikt XVI páfi sagði þegar greint var frá niðurstöðunum að rannsóknirnar „virðast staðfesta þá arfsögn að í kistunni séu jarðneskar leifar Páls postula. Allt þetta“, hélt páfi áfram, „fyllir sálir okkar djúpri tilfinningu“.

Read more »

26.12.08

  09:57:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 75 orð  
Flokkur: Stjórnmálarýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Páfinn

Elín Flygenring skipuð sendiherra Íslands hjá Páfagarði

Fréttaþjónustan Zenit.org hefur greint frá því að Elín Flygenring hafi verið skipaður sendiherra Íslands hjá Páfagarði. Benedikt páfi tók á móti henni og flutti við það tækifæri ávarp til hennar og íslenskra stjórnvalda. Fyrirsögn ávarpsins var: „Verndið og styðjið mannréttindi heima og að heiman“. Ávarp páfa til íslenskra stjórnvalda er að finna í heild sinni hér: [Tengill]

20.08.08

  15:20:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 52 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Allir skírðir eiga að ganga veg heilagleikans

Asianews.it. Í ávarpi sínu til gesta við sumarhöll páfa Castel Gandolfo gerði Benedikt páfi XVI dýrlingana að umræðuefni og sagði að allir sem væru skírðir ættu að ganga veg heilagleikans og að heilagleikinn væri ekki fyrir fáa útvalda. [Tengill]

15.08.08

  16:10:40, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 63 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt páfi: Hyggst ferðast til Lourdes í Frakklandi

Asianews.it. Benedikt páfi XVI tilkynnti í dag í tilefni af hátíð uppnumningar Maríu meyjar (15. ágúst) að eftir einn mánuð myndi hann halda til Lourdes í Frakklandi til að minnast 150 ára afmælis birtinga meyjarinnar þar. „Uppnumning Maríu hjálpar okkur að bera vitni vonar og huggunar í heimi þar sem „falskur fögnuður og þjáning“ ríkja. [Tengill]

27.07.08

  07:02:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 108 orð  
Flokkur: Páfinn

Benedikt páfi: „Það er ekki auðvelt að vera grænn“, en það er hluti af áætlun Guðs

Catholicnews.com. Jóhannes Páll II páfi var útivistarmaður en Benedikt XVI páfi virðist ætla að marka spor sem „græni páfinn“. Í heimsókn sinni til Ástralíu í tilefni af Heimsdegi æskunnar notaði hann tækifærið til að kynna hugmyndirnar sem að baki liggja. Í Ölpunum í fyrra sagði hann að umhverfisvitund ungs fólks væri fyrsta skrefið í þá átt að trúa því að sköpunarverk Guðs þyrfti að virða. Næsta skrefið væri skilningur á því að 'okkur bæri ekki aðeins að virða jörðina heldur hvert annað'.

[Tengill á frétt catholicnews.com]

24.07.08

  19:19:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Páfinn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Benedikt páfi: Kristin trú hamlar skaðlegum áhrifum afstæðishyggju

Asianesws.it. Benedikt páfi XVI sagði í nýlegu ávarpi sínu til ástralskra ungmenna á Heimsdegi æskunnar að kristin trú væri andsvar gagnvart 'eitri' afstæðishyggjunnar sem mengaði sköpunarverkið og smækkaði ungt fólk niður í það að verða einungis neytendur. Hann talaði einnig um boðunarhlutverk gagnvart þeim sem ekki hafa tekið kristna trú.

Sjá hér: [Tengill]

21.05.08

  20:14:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 965 orð  
Flokkur: Páfinn, Önnur trúarbrögð

Krefst páfinn tilbeiðslu allra manna?

Á dögunum barst mér í hendur bókin „Deilan mikla milli Krists og Satans“ eftir Ellen G. White sem gefin er út af Frækorninu - bókaforlagi Aðventista í Reykjavík. Eintakið sem ég er með í höndunum er önnur útgáfa 2003. Í 3. kafla bókarinnar er miklu rými varið í ádeilu á rómversk-kaþólsku kirkjuna fyrr á öldum og páfadóminn eins og sjá má t.d. á blaðsíðu 34:

Þegar Konstantín gerðist kristinn að nafninu til á öndverðri fjórðu öld, vakti það mikinn fögnuð og heimshyggjan gekk inn í kirkjuna sveipuð sýndarréttlæti. Nú komst skriður á spillinguna. Heiðindómurinn sem í orði kveðnu átti að heita sigraður var hinn raunverulegi sigurvegari. Andi hans réð lögum og lofum í kirkjunni. Heiðnar kenningar, siðir og hindurvitni voru felld inn í trúariðkanir og tilbeiðslu þessara svonefndu fylgjenda Krists. Málamiðlunin milli heiðindóms og kristni hafði í för með sér tilkomu „manns syndarinnar“ sem spáð hafði verið að koma mundi til að berjast gegn Guði og hreykja sér yfir hann. Þetta risavaxna kerfi falstrúar er meistaraverk valds Satans ..

Read more »

03.01.08

  08:11:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 212 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Páfinn

Forsætisráðherra fer lofsamlegum orðum um kaþólsku kirkjuna í áramótaávarpi

Forsætisráðherra Geir Haarde fór lofsamlegum orðum um kaþólsku kirkjuna í áramótaávarpi sínu sem sjónvarpað var á gamlárskvöld kl. 20. Í ávarpinu greindi hann m.a. frá ferð sinni til Páfagarðs síðastliðið haust og sagði:

Á liðnu hausti átti ég þess kost, ásamt konu minni, að heimsækja páfagarð. Það varð okkur ákaflega minnisstæð ferð. Ekki það eitt að eiga fund með páfanum, þeim sem nú fer með embættisstaf sjálfs Péturs postula og er trúarleiðtogi um þúsund milljóna manna, heldur líka að ganga um gáttir þess veraldarundurs sem Vatikanið og hallir þess eru. Þar snertir maður söguna við hvert fótmál. Kaþólska kirkjan er tæplega 2000 ára gömul stofnun og oft hefur um hana blásið. En henni hefur líka fylgt mikil blessun, hún er sterk og á djúpar rætur. Margir landar okkar eru kaþólskir og hafa hér öflugan söfnuð, sem margt gott hefur látið af sér leiða. Við heilsum nýjum kaþólskum biskupi, sem vígður var fyrr í þessum mánuði, og óskum honum heilla í starfi.[1]

[1] http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/2830

30.12.07

  13:44:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 400 orð  
Flokkur: Páfinn, Jólin

Páfi fordæmir vopnagný og ofbeldi

Í Urbi et orbi (til borgarinnar og heimsins) boðskap sínum á jóladag fordæmdi páfi m.a. síendurtekna beitingu vopna á hinum ýmsu ófriðarsvæðum heimsins sem og hryðjuverk og ofbeldi. Sjá hér: [Tengill]

Segja verður að boðskapur páfa er sem fyrr tímabær og þarfur. Ef horft er á hina vestrænu menningu þá verður að viðurkenna að vopnadýrkun og ofbeldisdýrkun er áberandi, sumir myndu segja of áberandi. Afþreyingarefni, bæði tölvuleikir og myndefni byggir gjarnan á ofbeldi og vopnabeitingu til að byggja upp spennu. Oft - allt of oft er réttlætið sýnt sem afleiðing af vopnabeitingunni. En friður dauðans er ekki það sama og hinn sanni friður hjartans sem byggir á innri sátt og fyrirgefningu.

Read more »

25.12.07

  11:03:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 172 orð  
Flokkur: Helgir menn, Páfinn, Jólin

„Jólin eru hátíð hinnar endurreistu sköpunar“

Þetta kom m.a. fram í jólapredikun Benedikts páfa XVI sem hann hélt í Péturskirkjunni í gærkvöldi. Þar lagði hann út af túlkun hl. Gregoríusar af Nyssa á jólaguðspjallinu en samkvæmt henni táknar jatan heiminn. Páfi spurði hvað hl. Gergorius hefði sagt hefði hann séð ástand heimsins í dag t.d. vegna misnotkunar á orku. „Koma Krists endurvekur fegurð og virðingu sköpunarinnar og heimsins“ sagði páfi og bætti vð að jólin væru því hátíð hinnar endurreistu sköpunar. „Hvort sem við erum fjáhirðar eða 'vitringar' þá er ljósið og þau skilaboð sem það flytur að fara og hitta Drottin og tilbjiðja hann. Við tilbiðjum hann með því að opna heiminn fyrir sannleikanum, fyrir hinu góða, fyrir Kristi, í þjónustu við þá sem settir eru til hliðar og það er í þeim sem hann bíður okkar.“

Sjá nánar á slóðinni: http://www.zenit.org/article-21389?l=english

19.03.07

  22:46:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

„Friðurinn byggist á því að tillit sé tekið til réttinda annarra“

„Skyldan til að virða reisn sérhvers manns, því að í eðli hans endurspeglast mynd skaparans, felur í sér sem afleiðingu að enginn maður má ráða yfir persónu annars mann[s] að vild. Hver sem fagnar því að fara með mikið pólitískt, tæknilegt eða efnahagslegt vald, má ekki notfæra sér það til að ganga á rétt annarra sem minni árangri hafa náð í lífinu. Friðurinn byggist nefnilega á því að tillit sé tekið til réttinda annarra. Hvað þetta snertir gerir kirkjan sig að verjanda grundvallarréttinda hvers og eins manns.“

Tilvitnun úr boðskap hans heilagleika Benedikts XVI
á heimsfriðardaginn 1. janúar 2007 Sjá tengil: [1]

17.03.07

  00:01:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 111 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Páfinn

Afnám syndarinnar hefur í för með sér aukna sektarkennd

Páfagarði 16.3.2007 Zenit.org.
Í ávarpi til nývígðra presta sagði Benedikt Páfi XVI að missir syndarhugtaksins úr nútíma þjóðfélagi hafi haft í för með sér aukna sektarkennd. „Í dag blasir við mannkyn sem vill vera sjálfu sér nægt, þar sem margir trúa því að hægt sé að lifa góðu lífi án Guðs.“ „En samt sem áður“ bætti páfi við „virðast því miður margir vera dæmdir til að takast á við tilvistarlegt tómarúm, svo mikið ofbeldi og svo mikil einsemd íþyngir hinum mannlega anda á þessari samskiptaöld!“ Sjá tengil: [1]

02.02.07

  19:44:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 48 orð  
Flokkur: Páfinn

Bænarefni páfa í febrúar 2007

Að gæði jarðar, sem Guð hefur gefið öllum mönnum, verði notuð á ábyrgðarfullan hátt öllum mönnum til hagsbóta.

Að ríkisstjórnir berjist sameiginlega gegn sjúkdómum og farsóttum í þriðja heiminum.

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið nr. 2, 2007 bls. 9

03.01.07

  22:18:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 114 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Páfinn

Skynsemin má ekki vera blind gagnvart hinu guðdómlega

„Í hinum vestræna heimi ríkir almennt sú skoðun að einungis vísindaleg skynsemi og þær hliðar heimspeki sem henni tilheyra sé algild. En einmitt þær menningarheildir heimsins sem einkennast hvað mest af trúarbrögðum líta svo á að nákvæmlega þessi útilokun hins guðdómlega úr heimi skynseminnar brjóti gegn innstu sannfæringu þeirra. Sú skynsemi sem er blind gagnvart hinu guðdómlega og gerir trúna að eins konar menningarafkima, getur ekki staðið að samræðum milli menningarheima.“

Read more »

01.12.06

  18:59:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Páfinn

Bænarefni páfa í desember 2006

„Að Kristur, af hjarta lítillátur, megi vera forráðamönnum þjóða fyrirmynd um að nota vald sitt skynsamlega og af ábyrgð.“

„Að trúboðar um allan heim megi sinna köllun sinni með gleði og brennandi áhuga og feta af trúfesti í fótspor Krists.“

--
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 6 nr. 12, 2006

09.02.06

  21:40:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 256 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Páfinn, Önnur trúarbrögð

Páfagarður fordæmir myndbirtingarnar og ofbeldið

Páfagarði, 5. feb. 2006 (Zenit.org). Páfastóll fordæmdi birtingu skopmynda af Múhameð spámanni sem birst hafa í vestrænum fjölmiðlum sem og ofbeldisfull viðbrögð í hinum múslimska heimi.

Í óundirritaðri yfirlýsingu frá fréttastofu Páfagarðs sem gefin var út sl. laugardag segir: "Frelsi til hugsana og tjáningar, sem staðfest er í Mannréttindasáttmálanum getur ekki falið í sér rétt til að meiða trúarlegar tilfinningar fólks. Þetta á við um öll trúarbrögð". "Fjölbreytileiki kallar á andrúmsloft gagnkvæmrar virðingar og friðarhug milli manna og þjóða".

Read more »

29.01.06

  06:37:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 206 orð  
Flokkur: Páfinn

Heimsbréf páfa „Guð er kærleikur“ komið út

25. janúar sl. kom út í Páfagarði svokallað heimsbréf eða umburðarbréf Benedikts páfa XVI. sem ber heitið „Guð er kærleikur.“ Heimsbréf/umburðarbréf vísar til þess að bréfið er öllum ætlað, þ.e það er ritað til heimsins alls og á að berast boðleiðir milli manna. Venjan er að nefna heimsbréfin eftir fyrstu orðum þeirra á latínu og í þessu tilfelli hefst latneska útgáfan á orðunum „DEUS CARITAS EST“. Þetta er tilvitnun í Fyrsta bréf Jóhannesar hið almenna: „Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum“ (1. Jh. 4,16). Efni bréfsins er eins og nafnið bendir til hinn kristilegi kærleikur og skiptist það í tvo hluta. Hinn fyrri fjallar um þann kærleika sem Guð býður manninum og tengsl hans við mannlegan kærleika. Síðari hlutinn fjallar um kærleiksboðið - elskuna til náungans.

Netnotendur geta kynnt sér efni bréfsins í enskri, franskri, þýskri, ítalskri, latneskri, pólskri, portúgalskri eða spænskri þýðingu á netinu.


RGB/Heimild: Encyclical Letter: Deus Caritas Est - on Christian Love - from Pope Benedict. ICN. http://www.indcatholicnews.com/

27.12.05

  14:07:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 844 orð  
Flokkur: Páfinn, Jólin

Án ljóss Krists nægir ljós skynseminnar ekki

Jólaboðskapur Benedikts páfa XVI.

Páfagarði 25. des, 2005 (Zenit.org). Hér á eftir fer stytt útgáfa af jólaboðskap páfa sem hann las áður en hann flutti jólakveðjur sínar „urbi et orbi“, til borgarinnar Rómar og heimsins. Páfi lagði út af orðum Lúkasarguðspjalls: "...ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn" (Lúk. 2:10-11).

„Í nótt sem leið heyrðum við enn einu sinni ávarp engilsins til fjárhirðanna og upplifðum á ný anda kvöldsins helga í Betlehem þegar sonur Guðs gerðist maður, fæddist í fjárhúsi og dvaldi á meðal okkar. Þennan hátíðardag kveður raust engilsins við á ný og býður okkur, konum og körlum þriðja árþúsundsins að bjóða lausnarann velkominn. Megi nútímafólk ekki hika við að bjóða honum í hús sín, borgir og hvert sem er á jörðinni! Á síðasta árþúsundi og sérstaklega á síðustu öldum hafa gífurlegar framfarir orðið á sviði tækni og vísinda. Í dag er aðgangur greiður að miklum efnislegum gæðum. En karlar og konur þessarar tæknialdar eiga á hættu að verða fórnarlömb eigin vitsmunalegu og tæknilegu afreka og enda í andlegri auðn með tómleika í hjarta. Þess vegna er svo mikilvægt að opna huga og hjarta fyrir fæðingu Krists, þessum hjálpræðisatburði sem getur gefið hverri mannveru nýja von.“

Read more »